Íþrótta- og æskulýðsráð

154. fundur 07. nóvember 2023 kl. 08:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Elsa Hlín Einarsdóttir varaformaður
  • Elísa Rún Gunnlaugsdóttir aðalmaður
  • Snævar Örn Ólafsson aðalmaður
  • Kristinn Bogi Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá
Jóhann Már Kristinsson boðaði forföll. Sigríður Jódís Gunnarsdóttir mætti í hans stað.

1.Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2023

Málsnúmer 202311014Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að minna íþróttafélögin á að skila inn tilnefningum vegna kjörs á íþróttamanni ársins. Skilafrestur er 1. desember.

2.Umsóknir í afreks- og styrktarsjóð 2023

Málsnúmer 202311013Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir framlagða auglýsingu og felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að auglýsa eftir styrkjum í afreks- og styrktarsjóð.

3.Starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027

Málsnúmer 202304162Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá meistaraflokki kvenna í fótbolta. Farið yfir Leyfismál varðandi veru meistaraflokks karla í 1. deild næsta sumar.

þrótta- og æskulýðsráð óskar eftir því að bætt verði við ramma fjárhagsáætlunar allt að 5.000.000.- vegna stofnunar meistaraflokks kvenna í knattspyrnu.

Íþrótta- og æskulýðsráð óskar eftir því að bætt verði við ramma fjárhagsáætlunar allt að 2.500.000.- til að bregðast við auknum kröfum á aðstöðumálum meistaraflokks karla.

4.Krafa á knattspyrnudeild

Málsnúmer 202307010Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Knattspyrnudeild UMFS, ódagsett en móttekið þann 22. ágúst sl., er varðar breytingu á afsláttarkjörum á heitu vatni, sbr. gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur fyrir árið 2023, sem hefur áhrif á kostnað vegna upphitunar á Dalvíkurvelli. Félagið óskar eftir að málið verði skoðað ofan í kjölinn. Í erindinu er farið fyrir forsögu málsins. Með fundarboði fylgdi kostnaðargreining á rekstri vallarins frá Knattspyrnudeild UMFS.
Forsvarsmenn UMFS komu á fund ráðsins í síðasta mánuði þar sem farið var yfir þetta mál. Þar kom fram að rekstur vallarins í heild er meiri en heildarstyrkur til félagsins eftir hækkun á gjaldskrá heita vatnsins. Lagt er til að þó svo að hluti sé áætlaður í heitt vatn, þá sé það sem heildar styrkur vegna reksturs vallarins. Eins og fram kemur í kostnaðaryfirliti á vellinum þá er annar kostnaður sem fellur til sem ekki er í samningi.
Íþrótta- og æskulýðsráð óskar því eftir viðauka á fjárhagsáætlun ársins 2023 að upphæð 1.150.000 til að mæta auknum kostnaði við rekstur vallarins.
Íþrótta- og æskulýðsráð beinir því til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að skýra betur orðalag í næsta samningi svo það sé skýrt hvað sé verið að styrkja.

5.Uppbygging íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202212136Vakta málsnúmer

Rætt um uppbyggingaráætlun íþróttafélaga til næstu ára. Gert er ráð fyrir að það verði samþykktur heildar pottur í fjárhagsáætlun sem íþrótta- og æskulýðsráð mun svo skipta á félögin.

6.Erindi vegna fjárhagsáætlunar 2024 og þriggja ára áætlunar 2025-2027

Málsnúmer 202307049Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Golfklúbbnum Hamri með óskum um styrk til framkvæmda á Arnarholtsvelli á árunum 2024 - 2027. Eins og fram kemur máli um uppbyggingu íþróttafélaga þá er stefnt að því að það verði gerður heildar pottur árið 2024 sem verður svo skipt á félögin. Þessu máli vísað til umfjöllunar aftur þegar potturinn liggur fyrir.
Elísa fór af fundi kl. 10.00

7.Verkefni á íþrótta- og æskulýðssviði

Málsnúmer 202311015Vakta málsnúmer

Gísli Rúnar vék af fundi undir þessum lið. Gísli Bjarnason tók að sér fundarritun undir þessum lið.

Íþrótta - og æskulýðsráð leggur til að málinu verði vísað inn í starfs - og kjaranefnd og inn í Byggðaráð, samfara umræðu um frístund í Dalvíkurbyggð.

Íþrótta - og æskulýðsráð, leggur ríka áherslu á að finna lausn á því að opna félagsmiðstöð fyrir börn í 5. - 7. bekk.


Fundi slitið.

Nefndarmenn
  • Elsa Hlín Einarsdóttir varaformaður
  • Elísa Rún Gunnlaugsdóttir aðalmaður
  • Snævar Örn Ólafsson aðalmaður
  • Kristinn Bogi Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi