Veitu- og hafnaráð

127. fundur 06. september 2023 kl. 08:15 - 10:50 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson, aðalmaður boðaði forföll og Sigmar Örn Harðarson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Benedikt Snær Magnússon aðalmaður
  • Gunnlaugur Svansson aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Valdimar Bragason aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Umsókn um heimlögn

Málsnúmer 202306117Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn Önnu Baldvinu Jóhannesdóttur um heimlögn fyrir heitt og kalt vatn og rotþró.
Veitu- og hafnarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum framlagða umsókn.

2.Rekstur fiskeldisstöðvar á Hauganesi

Málsnúmer 202303130Vakta málsnúmer

Á 124.fundi veitu- og hafnaráðs var veitt heimild til borunar á tilraunaholu og vatnslögn frá henni að eldisstöðinni á Hauganesi.
Veitu- og hafnaráð leggur til að veitt verði heimild til borun tilraunaholu og vatnslögn frá henni að eldisstöðinni á Hauganesi. Halda skal raski á klöpp og gróðri í lágmarki og ganga snyrtilega frá borholunni við verklok þannig að ummerki um framkvæmdina verði í lágmarki. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.
Afgreiðsla veitu- og hafnaráðs var staðfest á fundi sveitarstjórnar þann 6.júní sl.
Fyrir fundinum liggur umsókn Ocean EcoFarm ehf um framkvæmdaleyfi til þess að bora vinnsluholu. Borstæði verður innan við 20 metra frá núverandi borholu. Jafnframt egna heimilda landeiganda til gjaldtöku af borholuvatni er óskað eftir afstöðu Dalvíkurbyggðar, um hvort sveitarfélagið hyggst nýta þann rétt sinn til gjaldtöku af jarðsjó.
Veitu- og hafnarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt fyrir vinnsluholu. Veitu- og hafnaráð hefur hug á að heimsækja fyrirtækið við fyrsta tækifæri. Ákvörðun um gjaldtöku er frestað.

3.Reglugerð Fráveitu Dalvíkurbyggðar, endurskoðun

Málsnúmer 202304143Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggandi drög að reglugerð.

4.Umsókn um niðursetningu á rotþró við Læk

Málsnúmer 202308034Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð samþykkir með þrem atkvæðum fyrirliggjandi umsókn.
Valdimar Bragason kom til fundar kl. 8:40

5.Smávirkjanir í Dalvíkurbyggð (Brimnesárvirkjun)

Málsnúmer 201407032Vakta málsnúmer

Á 1077.fundi byggðaráðs var samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að setja könnun í loftið á grundvelli minnisblaðs með þeim breytingum á spurningum sem gerðar voru á fundinum.
Starfandi formaður veitu- og hafnaráðs óskaði eftir að fá kynningu á framkvæmd íbúakönnunnar.
Lagt fram til kynningar
Sigmar Örn Harðarson mætti til fundar kl. 9:00

6.Ósk um viðræður til að sinna meindýravörnum í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202208084Vakta málsnúmer

Á 121. fundi veitu- og hafnaráðs þann 4. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Með erindi, dagsett 17. ágúst 2022, er tekið fyrir frá Ólafi Pálma Agnarssyni þar sem hann vill kanna áhuga á viðræðum um að sinna þeim verkefnum sem snúa að meindýravörnum í Dalvíkurbyggð.Niðurstaða:Veitu- og hafnaráð þakkar Ólafi Pálma Agnarssyni fyrir innsent erindi og felur sviðsstjóra að útbúa vinnuferla varðandi eyðingu vargfugls í sveitarfélaginu. Ráðið telur að ekki sé þörf á að breyta fyrirkomulagi á meindýraeyðingu hjá veitum Dalvíkurbyggðar. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."


Á 354.fundi sveitarstjórnar þann 17.janúar 2023 var eftirfarandi bókað:
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs um að ekki sé metin þörf á að breyta fyrirkomulagi á meindýraeyðingu hjá veitum Dalvíkurbyggðar.

Veitu- og hafnaráð ítrekar bókun sína frá því í janúar og leggur til að gengið verði frá samningi við Meindýravarni MVE um meindýravarnir hjá veitum og höfnum Dalvíkurbyggðar.
Afgreiðslu á fyrirliggjandi erindi er frestað á meðan unnið er að verklagsreglum um eyðingu vargfugls í sveitarfélaginu í samstarfi við Friðland Svarfdæla og umhverfisráðuneytið.
Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

7.Dalvíkurhöfn verði tollhöfn

Málsnúmer 202104001Vakta málsnúmer

Málinu er frestað, samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

8.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 202307014Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kom til fundar undir þessum lið kl. 09:30

9.Starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027

Málsnúmer 202304162Vakta málsnúmer

Farið var yfir leiðbeiningar við gerð fjárhagsáætlunar, stöðu veitu- og hafna.
Veitu- og hafnaráð þakkar Guðrúnu Pálínu Jóhannsdóttur fyrir komuna og hennar innlegg til fundarins.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að gerð verði úttekt á rekstri hafna Dalvíkurbyggðar í ljósi hallareksturs. Í 17.gr. Hafnalaga segir "miða skal við að gjaldtaka standi undir rekstri hafnarinnar" en það er ljóst miðað við rekstur síðastliðinna ára að höfnin er rekin með tapi. Mikilvægt er að halda áfram að leita leiða til þess að snúa rekstrinum við.
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir vék af fundi kl. 10:40

Fundi slitið - kl. 10:50.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson, aðalmaður boðaði forföll og Sigmar Örn Harðarson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Benedikt Snær Magnússon aðalmaður
  • Gunnlaugur Svansson aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Valdimar Bragason aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri