Byggðaráð

1079. fundur 07. september 2023 kl. 13:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Fiskidagurinn mikli 2023 -

Málsnúmer 202309017Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs frá stjórn Fiskidagsins mikla og framkvæmdastjóri; Guðmundur St. Jónsson, Sigurður Jörgen Óskarsson og Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri, kl. 13:15.

Til umræðu Fiskudagurinn mikli 2023, hvernig til tókst og framhaldið.

Guðmundur St., Sigurður Jörgen, og Júlíus viku af fundi kl. 14:03.
Byggðaráð þakkar stjórn Fiskidagins mikla og framkvæmdastjóra fyrir komuna.
Lagt fram til kynningar.

2.Nýsköpunar- og þróunarsjóður 2023; tillaga að afgreiðslu umsókna

Málsnúmer 202305057Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Silja Dröfn Jónsdóttir, innheimtufulltrúi og fyrrv. upplýsingafulltrúi, og Friðjón Árni Sigurvinsson, upplýsingafulltrúi, kl. 14:00.
Dalvíkurbyggð auglýsti opið fyrir umsóknir um styrki úr Nýsköpunar- og þróunarsjóði sveitarfélagsins vegna ársins 2023 þann 10. maí sl. Umsóknarfrestur var til og með 11. júní sl.

https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir-og-tilkynningar/opid-fyrir-umsoknir-i-nyskopunar-og-throunarsjod-dalvikurbyggdar-4

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað fyrrv. upplýsingafulltrúa þar sem fram kemur að alls bárust þrjár umsóknir um styrki úr Nýsköpunar- og þróunarsjóði Dalvíkurbyggðar árið 2023.

Umsækjendur eru:
Gísli Þór Brynjólfsson fyrir hönd G.Þ.B. ehf.,
Júlía Margrét Rúnarsdóttir
Guðrún Inga Hannesdóttir fyrir hönd Daley hönnun ehf.

Upplýsingafulltrúi gerði grein fyrir umsóknunum.

Umsóknirnar hafa verið metnar út frá reglum um Nýsköpunar- og þróunarsjóð Dalvíkurbyggðar og metur upplýsingafulltrúi þær styrkhæfar.

Silja Dröfn og Friðjón Árni viku af fundi kl. 14:19.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi tillögu upplýsingafulltrúa um úthlutun styrkja;
G.Þ.B. ehf. kr. 300.000. Vísað á lið 13800-9145.
Júlía Margrét Rúnarsdóttir, kr. 500.000. Vísað á lið 13800-9145.
Daley hönnun ehf. kr. 500.000. Vísað á lið 13800-9145.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Nýsköpunar- og þróunarsjóðurinn og úthlutunarreglur verði tekið til endurskoðunar.

3.Frá slökkviliðsstjóra; Sameiginlegt útboð á slökkviliðsbílum fyrir sveitarfélög Íslands

Málsnúmer 202110066Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 30. ágúst sl., þar sem fram kemur að á fundi með framkvæmdastjóra Ólafs Gíslasonar & co., umboðsaðila slökkvibilaframleiðandans WISS, þann 29. ágúst sl., kom fram að framleiðandinn getur ekki staðið við áætlaðan afhendingartíma. Samið var um að afhending bílsins yrði í lok þess árs. Fram kemur að WISS getur afhent 1 af þeim 6 bílum sem áætlað var á réttum tíma en hinir 5 munu verða afhentir í mars 2024. Ákveðið hefur verið, á fundi með öðrum kaupendum bílanna, að sá bíll sem kemur á þessu ári fari til Hafnar í Hornafirði.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig afrit af bréfi WISS til Ólafs Gíslasonar & Co., dagsett þann 30. ágúst sl., er varðar seinkun á framleiðslu.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að gerður verði viðauka við fjárhagsáætlun 2023, viðauki nr. 31, að upphæð kr. 88.000.000, á deild 32200, lið 11505 og verkefni E2202, og að honum verði mætt með hækkun á handbæru fé. Gera þarf því ráð fyrir innkaupum á slökkviliðsbílnum í fjárhagsáætlun 2024.

4.Starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027

Málsnúmer 202304162Vakta málsnúmer

a) Afgreiðsla á forsendum.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að forsendum með fjárhagsáætlun 2024 ásamt fylgigögnum.

b) Afgreiðsla á fjárhagsramma 2023.

Með fundarboði byggðaráða fylgdi tillaga að fjárhagsramma 2024 ásamt yfirlit yfir þróun málaflokka 2019-2023 og öðrum fylgigögnum.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu um viku.
b) Byggðráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu um viku.

5.Frá Ríkiskaupum; Rammasamningur um rekstrarráðgjöf

Málsnúmer 202308101Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Ríkiskaupum þar sem fram kemur að Ríkiskaup, fyrir hönd áskrifenda að rammaamningum ríkisins á samningstíma, standa fyrir útboði vegna kaupa á rekstrarráðgjöf. Fram kemur að sveitarfélög, veitustofnanir og aðrir opinberir aðilar geta óskað eftir aðild og keypt inn samkvæmt rammasamningum Ríkiskaupa. Dalvíkurbyggð verður því aðili að þessum fyrirhugaða rammasamningi nema að annað sér sérstaklega takið fram.
Lagt fram til kynningar.

6.Frá Kristínu Aðalheiði Símonardóttur; Kaup á fjárhúsum sunnan Ásgarðs.

Málsnúmer 202308103Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Kristínu Aðalheiði Símonardóttur, dagsett þann 30. ágúst sl., þar sem fram kemur að Kristín Aðalheiður óskar eftir viðræum um kaup á fjárhúsum sunnan Ársgarðs og tilheyrandi lóð/landi sem þeim fylgja.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beina því til Skipulagsráð að taka til skoðunar framtíð fjárhúsanna í skipulagi sveitarfélagsins.

7.Frá Samkeppniseftirlitinu; Tilmæli vegna samkeppnisaðstæðna á flutningamarkaði

Málsnúmer 202309003Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Samkeppniseftirlitinu, dagsett þann 1. septmber sl., þar sem fram kemur að í gær lauk Samkeppniseftirlitið rannsókn á alvarlegu samráði á flutningamarkaði, sbr. ákvörðun nr. 33/2023, Alvarleg brot Samskipa á samkeppnislögum. Áður hafði Eimskip gert sátt við eftirlitið um lyktir málsins, viðurkennt brot og greitt sektir. Ítarlegar upplýsingar um málið má nálgast á þessari slóð:
https://www.samkeppni.is/utgafa/frettir/alvarleg-brot-samskipa-a-samkeppnislogum

Af ákvörðuninni má draga ýmsar ályktanir sem nýta má fram á við. Í fyrsta lagi varpar málið ljósi á mikilvægi þess að tryggja aðgengi nýrra og minni keppinauta í sjóflutningum að fullnægjandi hafnaraðstöðu og skipaafgreiðslu. Í öðru lagi má skýrt ráða af málinu að samráð í landflutningum hefur skaðað atvinnustarfsemi og hagsmuni á landsbyggðinni. Í þriðja lagi má sjá af málinu hversu mikilvægt það er að vera á varðbergi gagnvart nýrri og sértækri gjaldtöku á flutningamörkuðum.

Með allt framangreint í huga hefur Samkeppniseftirlitið tekið saman stutt álit þar sem fjallað er um þau atriði sem hér eru nefnd. Þar sem framangreind tilmæli snerta starfsemi og ábyrgðarsvið sveitarfélaga á breiðum grunni er álitinu beint að öllum sveitarfélögum á Íslandi.

Álitinu er einnig beint til innviðaráðherra, Reykjavíkurborgar sérstaklega og Faxaflóahafna sf.

Það er von Samkeppniseftirlitsins að álitið geti orðið að gagni í störfum sveitarfélagsins. Jafnframt er áréttað að eftirlitið er reiðubúin að liðsinna eftir því sem talið er nauðsynlegt.

Álitið er sett fram með vísan til samkeppnislaga, en Samkeppniseftirlitið hefur m.a. það hlutverk að benda stjórnvöldum á leiðir til að efla samkeppni.

Hjálagt er álitið ásamt með frétt sem birt verður á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins.
Lagt fram til kynningar.

8.Frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga; Ársfundur

Málsnúmer 202309004Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dagsett þann 31. ágúst sl, þar sem boðað er til ársfundar miðvikudaginn 20. septmber nk. kl. 16:00 í Reykjavík.
Sveitarstjóri mun sækja fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar.

9.Frá Innviðaráðuneytinu; Hvatning til sveitastjórna um mótun málstefnu

Málsnúmer 202309012Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Innviðaráðuneytinu, dagsett þann 5. september sl., þar sem fram kemur að athygli innviðaráðuneytisins hefur verið vakiná því að fá sveitarfélög hafi sett sér málstefnu í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga þar um. Fram kemur að því miður benda gögn ráðuneytisins til að þessi ábending eigi við rök að styðjast. Ráðuneytið hvetur sveitartjórnina til að ýta úr vör vinnu við málstefnu sveitarfélagsins sé slík stefna ekki fyrir hendi. Sérstök athygli er vakin á skyldu sveitarstjórna til þess að setja sveitarfélögum reglur um rétt íbúa af erlendum uppruna til samskipa við stofnanir sveitarfélagsins á annarri tungu en íslensku.
Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar staðfesti málstefnu Dalvíkurbyggðar á fundi sínum þann 19. febrúar 2019.
Stefnan var endurskoðun án breytinga og staðfest að nýju í sveitarstjórn 17. janúar sl.

10.Þróunarsvæði Selárlandið

Málsnúmer 202308038Vakta málsnúmer

Á 1078. fundi byggðaráðs þann 31. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1075. fundi byggðaráðs þann 27. júlí sl. samþykkti byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum að auglýsa hluta úr Selárlandinu sem þróunarsvæði og felur sveitarstjóra að vinna að minnisblaði fyrir byggðaráð. Mál 202306065.

Tekið fyrir minnisblað sveitarstjóra er varðar þróunarreit ofan Hauganess, dagsett þann 30. ágúst 2023.

Katrin Sif vék af fundi undir þessum lið kl. 16:13.
Lagt fram til kynningar og málið verður tekið áfram til umfjöllunar á næsta fundi."

Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeirri vinnu sem átt hefur sér stað frá síðasta fundi um ýmis álitaefni.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu máli og tillögu að auglýsingu eins og hún liggur fyrir til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

11.Frá Skipulagsstofnun; umsagnarbeiðni v. Öldugötu 31 - Laxós ehf.

Málsnúmer 202209042Vakta málsnúmer

Á 1076. fundi byggðaráðs þann 17. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 358. fundi sveitarstjórnar þann 25. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
Á 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl sl. var eftirfarandi bókað: Óveruleg deiliskipulagsbreyting var grennarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirfarandi lóðarhöfum: Öldugötu 25, 27 og 29, Öldugötu 12-16, 18, 22. Ægisgötu 13, 15, 17, 19, 19a, 21 og 23. Grenndarkynningarferlinu lauk 4. apríl án athugasemda. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir tillögu að óverulegri deiliskipulagsbreytingum skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna Öldugötu 31 á Árskógssandi.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun, dagsett þann 20. júlí sl., þar sem fram kemur að Laxós ehf. hefur sent Skipulagsstofnun meðfylgjandi tilkynningu um breytingu á staðsetningu seiðaeldis, skv. 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Í samræmi við 20. gr. laga nr. 111/2021 er hér með óskað eftir að gefin verði umsögn um ofangreinda framkvæmd.

Í umsögninni skal koma fram eftir því sem við á, hvort nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á. Jafnframt hvort og þá hvaða atriði talið sé að þurfi að skýra frekar og hvort þau kalli á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð og eru á starfssviði umsagnaraðila. Óskað er eftir umsögn frá sveitarfélaginu fyrir 22. ágúst nk.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela starfsmönnum ásamt skipulagsfulltrúa að gera drög að umsögn til Skipulagsstofnunar."

Fram kom á fundinum að sótt var um frest til Skipulagsstofnunar um skil. Sveitarstjóri gerði grein fyrir tillögum að svarbréfum sem unnin eru með skipulagsfulltrúa, Ágústi Hafsteinssyni, dagsett þann 7. september 2023.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tillögur að svarbréfum til Skipulagsstofnunar og Laxós ehf.

Fundi slitið.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs