Fræðsluráð

284. fundur 13. september 2023 kl. 08:15 - 11:10 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Jolanta Krystyna Brandt formaður
 • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
 • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
 • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
 • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs
Dagskrá
Aðrir sem sitja fundinn: Friðrik Arnarson skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir leikskólastjóri á Krílakoti, Ágústa Kristín Bjarnadóttir aðstoðarleikskólastjóri á Krílakoti og Díana Björk Friðriksdóttir, fulltrúi starfsmanna á Krílakoti.

1.Móðurmálskennsla fyrir ÍSAT nemendur í grunnskóla

Málsnúmer 202309054Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá pólska sendiráðinu dags. 4. september.
Fræðsluráð óskar eftir að sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, afli frekari gagna frá pólska sendiráðinu og fá nánari upplýsingar um það hvaða þjónustu og gögn þau veita. Sviðsstjóra falið að kanna kostnað hjá öðrum sveitarfélögum, sem eru með sambærilega þjónustu.

2.Skólalóð Dalvíkurskóla

Málsnúmer 202005032Vakta málsnúmer

Umræða um skólalóð Dalvíkurskóla og næstu skref.
Fræðsluráð tekur málið inn í vinnu við fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2024.

3.Fjárhagslegt stöðumat 2023 (Málaflokkur 04)

Málsnúmer 202308010Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fer yfir fjárhagslegt stöðumat hjá málaflokki 04 fjárhagsárið 2023.
Lagt fram til kynningar
Snæþór Arnþórsson, fór af fundi kl. 08:55.

4.Samningur um stuðning til náms

Málsnúmer 202309049Vakta málsnúmer

Drög að samningi, vegna stuðnings til fjarnáms hjá starfsmönnum Dalvíkurbyggðar.
Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, er falið að klára samning smkv. umræðu á fundinum og leggja fram lokadrög á næsta fund ráðsins í október.

5.Drög að samningi um sérfræðiþjónustu

Málsnúmer 202306019Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, lagði fyrir loka drög að samningi við Heilsu - og sálfræðiþjónustu.
Lagt fram til kynningar

6.Inniloft í skólum - gögn

Málsnúmer 202308078Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Umhverfisstofnun dags. 25.08.2023.
Sviðsstjóra falið að koma þeim gögnum sem óskað er eftir til Umhverfisstofnunar.

7.Starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027

Málsnúmer 202304162Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti, fóru yfir fyrstu drög að starfsáætlun fyrir sínar stofnanir.
Fræðsluráð þakkar stjórnendum fyrir kynningar á drögum að starfsáætlunum stofnanna. Starfs - og fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2024, verður lögð fyrir viðbótarfund hjá fræðsluráði 27. september 2023.

8.Innra mat skóla

Málsnúmer 201806041Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti, fóru yfir fyrstu drög að innra matsskýrslum hjá sínum stofnunum.
Lagt fram til kynningar.

9.Viðmið vegna lágmörksmönnunar í leikskólum Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202309047Vakta málsnúmer

Tekin fyrir drög að reglum, er varðar viðmið vegna lágmarksmönnunar í leikskólum í Dalvíkurbyggð.
Fræðsluráð samþykkir með fjórum atkvæðum viðmiðunarreglur vegna lágmarksmönnuunar í leikskólanum á Krílakoti. Viðmið vegna leikskólans í Árskógi verða lögð fyrir á næsta fundi hjá fræðsluráði í október.

10.Starfsmannamál á Krílakoti 2023

Málsnúmer 202309051Vakta málsnúmer

Tekin umræða um hvernig við getum unnið að því að lokkað starfsfólk til vinnu hjá leikskólum í Dalvíkurbyggð.
Fræðsluráð samþykkir með fjórum atkvæðum að fela sviðsstjóra að semja við utanaðkomandi fyrirtæki til þess að gera úttekt á stöðugildum og starfsemi hjá leik - og grunnskólum í Dalvíkurbyggð. Ef þessi vinna rúmast ekki innan fjárhagsramma er sviðstjóra falið að sækja um viðauka fyrir henni".

11.Leikskólalóð á Krílakoti

Málsnúmer 202304046Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir stöðuna á verkefninu.
Sviðsstjóra falið að fylgja málinu eftir með stjórnendum leikskólans og vinna málið samhliða vinnu við fjárhagsáætlun 2024.

Fundi slitið - kl. 11:10.

Nefndarmenn
 • Jolanta Krystyna Brandt formaður
 • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
 • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
 • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
 • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs