Félagsmálaráð

269. fundur 09. maí 2023 kl. 08:15 - 09:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Katrín Kristinsdóttir formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Nimnual Khakhlong aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson varamaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir starfsmaður
  • Sjöfn Ólafsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi
Dagskrá
Lilja Guðnadóttir boðaði forföll og Felix Rafn Felixsson kom í hennar stað.

1.Skipun í nefndir og ráð

Málsnúmer 202301073Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 25.04.2023 frá Jafnréttisstofu. Á grundvelli 4.gr. laga nr. 151/2020 um stjórnsýslu jafnréttismála kallaði jafnréttisstofa eftir upplýsingum frá sveitarfélögum um skipun í nefndir. Niðurstöður könnunar má finna á heimasíðu Jafnréttisstofu.
Lagt fram til kynningar.

2.Til umsagnar 922. mál frá nefndasviði Alþingis

Málsnúmer 202304128Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 26.04.2023 frá nefndarsviði Alþingis. Allherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum i þágu barna (samþætting þjónustu o.fl.), 922. mál
Lagt fram til kynningar.

3.Starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027

Málsnúmer 202304162Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Byggðarráði dags. 04.05.2023 um fjárhagsáætlun 2025-2027
Niðurstaða bóka ráðsins voru:
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að tímaramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun.
c) Byggðaráð beinir því til fagráða að taka til umfjöllunar vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun á næsta fundi.
Lagt fram til kynningar.

4.Jafnréttisáætlun 2022-2026

Málsnúmer 202206106Vakta málsnúmer

Tekin fyrir frá síðasta fundi drög að jafnréttisáætlun Dalvíkurbyggðar 2023-2026
Félagsmálaráð samþykkir samhljóða með fimm greiddum atkvæðum Jafnréttis- og mannréttindastefnu Dalvíkurbyggðar 2023-2026. Starfsmönnum falið að senda stefnuna til Jafnréttisstofu til yfirlestrar.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Nefndarmenn
  • Katrín Kristinsdóttir formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Nimnual Khakhlong aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson varamaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir starfsmaður
  • Sjöfn Ólafsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi