Veitu- og hafnaráð

131. fundur 10. janúar 2024 kl. 08:15 - 10:06 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Sigmar Örn Harðarson, aðalmaður boðaði forföll og Snæþór Arnþórsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Gunnlaugur Svansson aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
  • Halla Dögg Káradóttir deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Sigmar Örn Harðarson boðaði forföll og við stjórn fundarins tekur Benedikt Snær Magnússon varaformaður.

Formaður leggur til að dagskrárliður nr. 2 mál 202208084 verði tekið af dagskrá þar sem það var afgreitt af hálfu veitu- og hafnaráðs á síðasta ári. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum.

1.ISOR kynning á stöðu jarðhitarannsókna Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202304061Vakta málsnúmer

Auður Agla Óladóttir frá ÍSOR kom inn á fundinn á Teams kl. 8:20.
Í þriggja ára fjárhagsáætlun 2025-2027 er á árinu 2026 áætlað að bora vinnsluholu, staðsetning hefur ekki verið ákveðin. Veitu- og hafnarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að fela veitustjóra að fá ÍSOR til þess að hefja þá vinnu að rannsaka hvar skynsamlegast er að bora fyrirhugaða vinnsluholu.
Auður Agla vék af fundi kl. 08:57

2.Borholur Hitastiguls Skíðadal

Málsnúmer 202110070Vakta málsnúmer

Á 364.fundi sveitarstjórnar þann 19.desember 2023 var eftirfarandi bókað:
Til máls tók:
Freyr Antonsson, sem leggur til að veitustjóra verði falið að byrja vinnu við kortlagningu lögbýla sem ekki eru tengdir vatnsveitu eða hitaveitu. Hvort nýjar lausnir gætu verið í boði og hvort sveitarfélagið geti liðkað fyrir framgangi verkefna í þá átt.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs og að ekki verði ráðist í frekari rannsóknir í Skíðadal og Svarfdaðardal á grunni skýrslu ÍSOR.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu Freys Antonssonar að veitustjóra verði falið að byrja vinnu við kortlagningu lögbýla sem ekki eru tengdir vatnsveitu eða hitaveitu. Hvort nýjar lausnir gætu verið í boði og hvort sveitarfélagið geti liðkað fyrir framgangi verkefna í þá átt.
Veitu- og hafnarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að fela veitustjóra að hefja vinnu við kortlagningu lögbýla sem ekki eru tengdir vatnsveitu, hitaveitu og fráveitu. Kanna hvaða lausnir eru í boði sem og með hvaða hætti sveitarfélagið getur komið að verkefninu.

3.Starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027

Málsnúmer 202304162Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir samþykkta framkvæmda og fjárfestingaáætlun fyrir árið 2024.
Veitu- og hafnarráð óskar eftir því að á fundum ráðsins verði lagður fram verkefnalisti yfir framkvæmdir og fjárfestinga og hver staða þeirra er. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum.

4.Lagning ljósleiðara á Norðausturlandi

Málsnúmer 202311136Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2023

Málsnúmer 202301132Vakta málsnúmer

Fundargerðir Hafnasambands Íslands af fundum nr. 458 og 459 til umræðu.
Veitu- og hafnarráð tekur heilshugar undir erindi Gunnars Tryggvasonar, hafnarstjóra Faxaflóahafna, undir 4.tl. á 459.fundi stjórnar HÍ, þar sem lagt er til að Hafnasambandið komi að gerð fræðsluefnis um öryggismál í höfnum. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:06.

Nefndarmenn
  • Sigmar Örn Harðarson, aðalmaður boðaði forföll og Snæþór Arnþórsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Gunnlaugur Svansson aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
  • Halla Dögg Káradóttir deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri