Íþrótta- og æskulýðsráð

152. fundur 03. október 2023 kl. 08:15 - 10:19 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jóhann Már Kristinsson formaður
  • Elsa Hlín Einarsdóttir varaformaður
  • Elísa Rún Gunnlaugsdóttir aðalmaður
  • Snævar Örn Ólafsson aðalmaður
  • Kristinn Bogi Antonsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Krafa á knattspyrnudeild

Málsnúmer 202307010Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar bókun byggðaráðs
"Byggðaráð getur ekki séð að styrkur vegna heita vatnsins fyrir Dalvíkurvöll sé full nýttur miðað við gildandi samning ef fjárhæðin er borin saman við útsenda reikninga. Samningar við íþróttafélögin eru lausir um næstu áramót. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa málinu til skoðunar í íþrótta- og æskulýðsráði."

Styrkur vegna reksturs vallarins á næsta ári verður tekin í heild undir málinu Starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027- málsnúmer-202304162.

2.Sundlaugin á Dalvík - viðhald 2024

Málsnúmer 202308108Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir því að búið aðilar frá AVH hafi verið fengnir á staðinn og meta aðstæður. Beðið er eftir tölum frá þeim til að hægt verði að skoða kostnað við viðhald á sundlaug.

3.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 202307014Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð fór yfir gjaldskrá fyrir málaflokk 06. Ráðið samþykkir með 5 atkvæðum fyrirliggjandi gjaldskrá sem tekur mið af 4,9% hækkun. Gjaldskráin tekur gildi 1. janúar 2024.

4.Starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027

Málsnúmer 202304162Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð vann í styrktarsamningum og fjárhagsáætlun. Íþrótta- og æskulýðsráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun. Óskað er eftir hækkun á ramma vegna aukins rekstrarkostnaðar.
íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með 5 atkvæðum starfsáætlun íþrótta- og æskulýðsmála árið 2024.
Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að hvatastyrkur árið 2024 verði kr. 40.000.-
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að gerðir verði samningar til eins árs við íþróttafélögin og um leið verði skiptaregla vegna félagsstarfs endurskoðuð fyrir lok þess samnings.
Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að ráðinn verði starfsmaður innan íþróttahreyfingarinnar og boðað verði til formannafundar með íþróttafélögum vegna þessa. Gert var ráð fyrir þeim kostnaði inn í tillögu að fjárhagsáætlun næsta árs.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að vinna minnisblað með fjárhagsáætlun til skýringar á ofangreindu.
Elísa Rún Gunnlaugsdóttir fór af fundi kl. 09:55.

5.Uppbygging íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202212136Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir því að vinnuhópur um uppbyggingu á skíðasvæði hefur ekki enn skilað niðurstöðu þar sem beðið er eftir gögnum frá verkfræðistofu.

6.Samningar við íþróttafélög 2024-2027

Málsnúmer 202302023Vakta málsnúmer

Unnið var í þessum lið undir starfs- og fjárhagsáætlun. Stefnt er að því að samningar verði gerðir fyrir árið 2024 og eftir það verði gerðir samningar til 4 ára.

Fundi slitið - kl. 10:19.

Nefndarmenn
  • Jóhann Már Kristinsson formaður
  • Elsa Hlín Einarsdóttir varaformaður
  • Elísa Rún Gunnlaugsdóttir aðalmaður
  • Snævar Örn Ólafsson aðalmaður
  • Kristinn Bogi Antonsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi