Byggðaráð

1080. fundur 14. september 2023 kl. 13:15 - 15:48 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson, aðalmaður boðaði forföll og Sigríður Jódís Gunnarsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Samstarf um barnaverndarþjónustu

Málsnúmer 202212124Vakta málsnúmer

Undir þessum lið koma á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 13:15.

Á 356. fundi sveitarstjórnar þann 21. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Barnaverndarþjónusta; samningar við Akureyrarbæ um Barnaverndaþjónustu Eyjafjarðar og samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar. Siðari umræða.
Málsnúmer 202212124

Á 355. fundi sveitarstjórnar þann 14. febrúar sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
a) Samningur við Akureyrarbæ um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar. Fyrri umræða.
b) Samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar. Fyrri umræða.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi Akureyrarbæjar og Dalvíkurbyggðar um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar ásamt samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar samkvæmt 3. mgr. 123. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samningi um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar ásamt samþykkt um fullnaðarafgreiðslu og vísar samningi og samþykkt til fyrri umræðu í sveitarstjórn."Niðurstaða:Til máls tóku: Monika Margrét Stefánsdóttir. Helgi Einarsson. Fleiri tóku ekki til máls.a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa samningi við Akureyrarbæ um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar til síðari umræðu í sveitarstjórn.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa tillögu að samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Til máls tóku:
Lilja Guðnadóttir, sem óskar eftir að fært verði til bókar að hún óskar eftir að samningurinn verði endurskoðaður í haust með góðum fyrirvara sem og að byggðaráð kalli eftir skýrslu frá félagsmálasviði a.m.k. í þrjú skipti á þessu samningstímabili.

Freyr Antonsson.
Helgi Einarsson.

a) Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum fyrirliggjandi samning við Akureyrarbæ um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar eins og hann liggur fyrir, fylgiskjal I;Samningur Akureyrarbæjar og Dalvíkurbyggðar um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar og fylgiskjal II; Samningur Akureyrarbæjar, Eyjafjarðarsveitar, Grýtubakkahrepps, Hörgársveitar og Svalbarðsstrandarhrepps um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar. Lilja Guðnadóttir greiðir atkvæði á móti, Felix Rafn Felixson situr hjá.
b) Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum fyrirliggjandi samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar samkvæmt 3.mgr. 12. barnaverndarlaga nr. 80/2002, fylgiskjal III. Lilja Guðnadóttir greiðir atkvæði á móti og Felix Rafn Felixson situr hjá."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sviðsstjóra félagsmálasviðs og Vilborgar Þórarinsdóttur, forstööumaður barnaverndar hjá Akureyrarbæ, unnið eftir fund fagráðs Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar þann 31. ágúst sl., er varðar mat og álit á samstarfi Akureyrarbæjar og Dalvíkurbyggðar skv. samningi þar um. Meðfylgjandi er einnig "Stefna og framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar tímabilið 2023 og 2027".

Endurskoðun á ofangreindum samningi er í gangi og verður lagður fyrir þegar tillaga liggur fyrir.
Lagt fram til kynningar.

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202309061Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með atkvæðum viðauka að upphæð kr. 1.548.377 á deild 02300, viðauki nr. 32 við fjárhagsáætlun 2023, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

3.Frá fræðslu- og menningarsviði; Drög að samningi um sérfræðiþjónustu

Málsnúmer 202306019Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:41.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Heilsu- og sálfræðiþjónustunnar um sérfræðiþjónustu sem Dalvíkurbyggð óskar eftir og Heilsu- og sálfræðiþjónustan hefur mannauð til að veita, þar á meðal þjónustu við leik-og grunnskóla, frístund og félagsþjónustu. Samningurinn er til þriggja ára með möguleika á framlengingu í tvör ár, eitt ár í senn.

Sviðsstjórar félagsmálasviðs og fræðslu- og menningarsviðs gerðu grein fyrir ofangreindum samningsdrögum. Málið hefur verið kynnt á fundum fræðsluráðs í júní, ágúst og september.

Eyrún og Gísli viku af fundi kl. 13:56.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum samningsdrögin eins og þau liggja fyrir og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

4.Starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027

Málsnúmer 202304162Vakta málsnúmer

Á 1079. fundi byggðaráðs þann 7. september sl. var eftirfarandi bókað:
"a) Afgreiðsla á forsendum. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að forsendum með fjárhagsáætlun 2024 ásamt fylgigögnum.
b) Afgreiðsla á fjárhagsramma 2023. Með fundarboði byggðaráða fylgdi tillaga að fjárhagsramma 2024 ásamt yfirlit yfir þróun málaflokka 2019-2023 og öðrum fylgigögnum. Niðurstaða:a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu um viku. b) Byggðráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu um viku."

Á fundinum var einnig farið yfir fyrstu niðurstöður úr launaáætlun 2024 samkvæmt þarfagreiningum stjórnenda í samanburði við launaáætlun 2023 ásamt breytingum á stöðugildum á milli ára.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að forsendum eins og þær liggja fyrir.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að breytingum á launum kjörinna fulltrúa.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsramma 2024 eins og hann liggur fyrir með þeirri breytingu að forsenda fyrir almennum hækkunum útgjalda verði 2% í stað 4,9%.
d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að lengja skilafrest stjórnenda til og með 2. október nk. í stað 25. september nk.

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202309029Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

6.Veskislausnir - tilboð - uppfært

Málsnúmer 202304165Vakta málsnúmer

Á 1072. fundi byggðaráðs þann 29. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 26. júní 2023, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023 að upphæð kr. 1.080.000 vegna kaupa og innleiðingar á veskislausn frá Wise. Í erindinum koma fram helstu rök starfsmanna fyrir kaupum og innleiðingu. Lagt er til að byrjað verði að innleiða lausnina í Íþróttamiðstöðinni vegna sundlaugarkorta.Niðurstaða:Byggðaráð frestar frekari umfjöllun og afgreiðslu og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að óska eftir tilboði frá Wise miðað við ef veskislausnin yrði innleidd heilt yfir fyrir fleiri stofnanir sveitarfélagsins miðað við notkunarmöguleika Veskislausnar, s.s. bókasafn, líkamsrækt, gámastöðvar, tónlistarskóla."

Með fundarboði fylgdi uppfært verkefniságrip í samræmi við ofangreindar áherslur.

Til umræðu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum þá tillögu að fela UT-teymi sveitarfélagsins að skoða málið áfram í tengslum við vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027.

7.Styrktarsjóður EBÍ 2022; úthlutun 2022 vegna skiltis "Austur á sand".

Málsnúmer 202203147Vakta málsnúmer

Á 1028. fundi byggðaráðs þann 16. júní 2022 var efirfarandi bókað:
"Á 1025. fundi byggðaráðs þann 19. apríl sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1023. fundi byggðaráðs þann 31. mar sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 24. mars 2022, er varðar Styrktarsjóð EBÍ. Umsóknarfrestur er til loka apríl. Hver aðildarsveitarfélag getur sent inn eina umsókn. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjórn að koma með tillögu að verkefni sem sækja á um fyrir í sjóðinn." Á fundi framkvæmdastjórnar þann 11. apríl sl. var ofangreint til umfjöllunar og tillaga er um að ítreka umsóknina frá því í fyrra um styrk til hönnunar og uppsetningu á skilti sem vísar vegfarendum á útivistarsvæðið "austur á sandi". Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu." Tekið fyrir erindi frá EBÍ, dagsett þann 31. mai sl., þar sem fram kemur að Dalvíkurbyggð fékk úthlutað styrk að upphæð kr. 300.000 vegna verkefnisins "Austur á sand - upplýsingaskilti". Niðurstaða:Lagt fram til kynningar og vísað til skiltanefndar sveitarfélagsins."

Með fundarboði fylgdu eftirfarandi gögn:
Greinargerð sveitarfélagsins vegna úthlutunar til EBÍ, dagsett þann 28. apríl 2023.
Minnisblað upplýsingafulltrúa um stöðu verkefnisins og hugmyndir um staðsetningu.
Kostnaðaráætlun.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa kostnaði sveitarfélagsins vegna skiltisins umfram styrk EBÍ, áætlað kr. 200.000, á lið 11030-4396 í fjárhagsáætlun 2023.

8.Árskógsrétt

Málsnúmer 202309062Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Vali Benediktssyni, dagsett þann 12. september 2023, þar sem vakin er athygli á viðhaldsþörf Árskógsréttar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfis- og dreifbýlisráðs til umfjöllunar.

9.Frá Sýslumanninum á Suðurlandi; Mál nr. 2023-045088 Beiðni um umsögn um umsókn um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað

Málsnúmer 202309042Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett þann 6. september 2023, þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað að Öldugötu 22.. Um er að ræða umsókn Bruggsmiðjunar Kalda ehf. um leyfi til sölu áfengis sem er að rúmmáli minna en 12% af hreinum vínanda. Umsögn sveitarstjórnar skal vera skýr og rökstudd og í henni koma fram hvort skilyrði sem talin eru upp í 5 liðum séu uppfyllt.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofanreindu máli til skoðunar og umsagnar hjá byggingafulltrúa, slökkviliðsstjóra og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra fyrir fund sveitarstjórnar þann 19. september nk.

10.Frá Ríkiskaupum; Rammasamningur um raforku

Málsnúmer 202309022Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Ríkiskaupum, dagsett þann 6. september 2023, er varðar rammasamning um raforku. Ef sveitarfélagið vill ekki vera aðili að þessum rammasamningi þá þarf að láta vita með tölvupósti fyrir 15. september nk. Ef ekkert svar berst þá er litið á það sem staðfestingu á aðild.
Lagt fram til kynningar.

11.Frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun; Opnum fljótlega fyrir umsóknir um stofnframlög

Málsnúmer 202309036Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, dagsett þann 6. september 2023, þar sem fram kemur að á næstu vikum verður auglýst eftir umsóknum í seinni úthlutun fyrir árið 2023 um stofnframlaglög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum skv. lögum nr. 52/2016 og reglugerð nr. 183/2020.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:48.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson, aðalmaður boðaði forföll og Sigríður Jódís Gunnarsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs