Menningarráð

100. fundur 18. janúar 2024 kl. 08:15 - 10:05 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Lovísa María Sigurgeirsdóttir formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs
Dagskrá
Aðrir sem sátu fund: Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins Berg.

1.Rafræn skjalavarsla

Málsnúmer 202301121Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir,forstöðumaður safna og Menningarhússins Bergs, fór yfir hvernig vinnu við innleiðingu á rafrænni skjalavörslu stendur.
Menningarráð samþykkir með þremur atkvæðum að taka þátt í þessu verkefni (Rafræn skjalavarsla). Svigrúm er inn í fjárhagsáætlun 2024 fyrir þátttökugjaldi sem er 166.612 kr. á ári.

2.Bókasala

Málsnúmer 202311134Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir,forstöðumaður safna og Menningarhússins Bergs, kynnir hugmynd er varðar bóksölu.
Menningarráð, gerir ekki athugasemdir við bókasölu og menningarráð treystir forstöðumanni á bókasafni til þess að sjá um framkvæmdina.

3.Starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027

Málsnúmer 202304162Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs og Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins Berg, fóru yfir helstu atriði í fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2024.
Lagt fram til kynningar
Björk fór af fundi kl. 09:20

4.Endurskoðun á reglum varðandi umsókn í Menningar - og viðurkenningarsjóð Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202306129Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, lagði fram endurskoðaðar reglur varðandi umsókn í Menningar - og viðukenningarsjóð Dalvíkurbyggðar.
Menningarráð samþykkir með þremur atkvæðum verklagsreglur Menningar - og viðurkenningarsjóðs Dalvíkurbyggðar og vísar þeim til staðfestingar í sveitastjórn Dalvíkurbyggðar.

5.Auglýsing fyrir Menningar - og viðurkenningarsjóð Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202311131Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, lagði fram auglýsingu fyrir Menningar - og viðurkenningarsjóð Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2024.
Lagt fram til kynningar

6.Endurskoðun á Menningarstefnu

Málsnúmer 201909050Vakta málsnúmer

Vinna við endurskoðun á Menningarstefnu Dalvíkurbyggðar skipulögð.
Menningarráð leggur til að tekinn verði einn fundur sérstaklega undir þetta mál.

7.Minnisvarði um True detective

Málsnúmer 202401069Vakta málsnúmer

Tekin fyrir rafpóstur frá Leikfélagi Dalvíkur dags. 10.01.2024.
Menningarráð tekur jákvætt í verkefnið og vísar málinu til umfjöllunar í Byggðaráði Dalvíkurbyggðar, og telur mikilvægt að fá aðila frá Leikfélagi Dalvíkur inn á fund hjá Byggðaráði.

Fundi slitið - kl. 10:05.

Nefndarmenn
  • Lovísa María Sigurgeirsdóttir formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs