Sveitarstjórn

359. fundur 06. júní 2023 kl. 16:15 - 18:40 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir, aðalmaður boðaði forföll og Monika Margrét Stefánsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Katrín Sif Ingvarsdóttir (K) boðaði forföll enginn varamaður K lista hafði tök á að sitja fundinn.

Forseti sveitarstjórnar býður fundarfólk velkomið og athugar hvort athugasemdir séu við fundarboðun, svo var ekki og lýsir forseti 359.fund sveitarstjórnar lögmætan.

Forseti óskar eftir heimild til afbrigða við dagskrá þannig að eitt mál bætist við dagskrá með málsnúmer 20230616. Var það samþykkt samhljóða og fer málið á dagskrá nr. 52 og færast önnur mál aftar sem því nemur.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1066, frá 27.04.2023

Málsnúmer 2304007FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 10 liðum.
Liður 2 er sér liður á dagskrá; mál 202303050.
Liður 3 er sér liður á dagskrá; mál 202303137.
Liður 6 er sér liður á dagskrá; mál 202304106.
Liður 7 er sér liður á dagskrá; mál 202304108.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1067, frá 04.05.2023.

Málsnúmer 2305001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 17 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá; mál 202304162.
Liður 3 er sér liður á dagskrá; mál 202305014.
Liður 4 er sér liður á dagskrá; mál 202305012.
Liður 6 er sér liður á dagskrá; mál 202302052.
Liður 10 er sér liður á dagskrá; mál 202304057.
Liður 12 er sér liður á dagskrá; mál 202304152.
Liður 13 er sér liður á dagskrá mál 202304130.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1068. frá 11.05.2023

Málsnúmer 2305006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11 liðum.
Liður 3 er sér liður á dagskrá; mál 202304074.
Liður 4 er sér liður á dagskrá; mál 202206053.
Liður 5 er sér liður á dagskrá; mál 202202028.
Liður 10 er sér liður á dagskrá; mál 202305042.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Félagsmálaráð - 268, frá 25.04.2023.

Málsnúmer 2304002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Félagsmálaráð - 269, frá 09.05.2023

Málsnúmer 2305003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum.
Ekkert þarfnst afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Íþrótta- og æskulýðsráð - 149, frá 02.05.2023

Málsnúmer 2304008FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 3 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Skipulagsráð - 10, frá 10.05.2023

Málsnúmer 2305002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 24 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá; mál 202302116.
Liður 5 er sér liður á dagskrá; mál 202305041.
Liður 8 er sér liður á dagskrá; mál 202305017.
Liður 9 er sér liður á dagskrá; mál 202303003.
Liður 10 er sér liður á dagskrá; mál 202304062.
Liður 11 er sér liður á dagskrá; mál 202303040.
Liður 12 er sér liður á dagskrá; mál 202205033.
Liður 13 er sér liður á dagskrá; mál 202211151.
Liður 14 er sér liður á dagskrá; mál 202209054.
Liður 15 er sér liður á dagskrá; mál 202304060.
Liður 16 er sér liður á dagskrá; mál 202304091.
Liður 18 er sér liður á dagskrá; mál 202304134.
Liður 19 er sér liður á dagskrá; mál 202303008.
Liður 20 er sér liður á dagskrá; mál 202303007.
Liður 21 er sér liður á dagskrá; mál 202303006.
Liður 22 er sér liður á dagskrá; mál 202304112.
Liður 23 er sér liður á dagskrá; mál 202005032.



Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Umhverfis- og dreifbýlisráð - 9, frá 11.05.2023

Málsnúmer 2305004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá; mál 202304112.
Liður 5 er sér liður á dagskrá; mál 202305043.
Liður 6 er sér liður á dagskrá; mál 202305045.
Liður 7 er sér liður á dagskrá; mál 202106116.
Liður 8 er sér liður á dagskrá; mál 202305049.
Liður 9 er sér liður á dagskrá; mál 202304020.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Ungmennaráð - 39, frá 29.04.2023.

Málsnúmer 2304009FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 2 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 124, frá 03.05.2023

Málsnúmer 2304004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum.
Liður 4 er sér liður á dagskrá; mál 202303181.
Liður 7 er sér liður á dagskrá; mál 202303130.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2022.Síðari umræða.

Málsnúmer 202301003Vakta málsnúmer

Á 1065. fundi byggðaráðs þann 18. apríl 2023 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kl. 13.15: Þorsteinn G. Þorsteinsson, löggiltur endurskoðandi frá KPMG. Aðalmenn úr sveitarstjórn: Lilja Guðnadóttir. Katrín Sif Ingvarsdóttir, kl. 13:45, Sviðsstjórar fagsviða: Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs. Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs. Endurskoðandi sveitarfélagsins, Þorsteinn G. Þorsteinsson, kynnti helstu niðurstöður ársreiknings Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2022. Þorsteinn vék af fundi kl. 14:07. Lilja, Katrín Sif, Eyrún og Gísli viku af fundi kl. 14:09. Niðurstaða:Byggðaráð þakkar endurskoðanda fyrir yfirferðina. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2022 til fyrri umræðu í sveitarstjórn, sem er þriðjudaginn 25. apríl nk." Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2022, sundurliðun ársreiknings 20212 skýrsla til sveitarstjóra um stjórnsýsluendurskoðun 20212og endurskoðunarskýrsla 2022. Til máls tók:Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu forsendum og niðurstöðum ársreikningsins.

Helstu niðurstöður:
Rekstur Samstæðu A- og B- hluta er jákvæður um kr. 173.736.000.
Rekstur A- hluta ( Aðalsjóður og Eignasjóður) er jákvæður um kr. 174.271.000.
Rekstur Aðalsjóðs er jákvæður um kr. 148.927.659.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta voru kr. 131.212.000, þarf af fjárfestingar A- hluta kr. 102.815.000.
Skuldaviðmið skv. reglugerð er 24,8% og skuldahlutfall - skuldir/rekstrartekjur er 70,2% fyrir Samstæðuna A- og B- hluta. Skuldir og skuldbindingar á íbúa eru kr. 1.094.000.
Laun og launatengd gjöld eru 56,6% af rekstrartekjum fyrir Samstæðuna.
Velturfjárhlutfallið er 1,81.
Niðurstaða: Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar til síðari umræðu í sveitastjórn."
Til máls tók:
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ársreikning Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2022 eins og hann liggur fyrir og áritar reikninginn því til staðfestingar ásamt ábyrgðar- og skuldbindingayfirliti.

12.Frá 1067. fundi byggðaráðs þann 04.05.2023; Framlög Jöfnunarsjóðs 2023 - nýjustu upplýsingar; viðaukabeiðni

Málsnúmer 202305014Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs þar sem gerð er grein fyrir breytingum á áætlunum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga samkvæmt nýjustu upplýsingum á vef sjóðsins.
Sviðstjóri leggur til að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2023 að upphæð kr. -65.405.947.

Liður 00100-0121, útgjaldajöfnunarframlag, hækki um kr. -6.371.771 og verði því kr. -324.479.997.
Liður 00100-0141, grunnskólaframlag, hækki um kr. -11.368.858 og verði því kr. -209.296.858.
Liður 00100-0151, málefni fatlaðra, hækki um kr. -41.313.000 og verði því kr. -179.333.000.
Liður 00100-0190, önnur framlög, hækki um kr. -6.352.092 og verði því kr. -20.852.0292. Um er að ræða framlög vegna tónlistarskólanema utan lögheimilssveitarfélags og vegna farsældarlaga.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, nr. 17 við fjárhagsáætlun 2023, þannig að tekjur deildar 00100 hækki alls um kr. -65.405.947.
Byggðaráð samþykkir að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum viðauka, nr. 17 við fjárhagsáætlun 2023, þannig að tekjur deildar 00100 hækki alls um kr. -65.405.947.
Sveitarstjórn samþykkir að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.

13.Frá 1067. fundi byggðaráðs þann 04.05.2023; a) Samningur við Skógræktarfélag Eyfirðinga vegna Hánefsstaðaskógs og b) viðaukabeiðni vegna samningsins.

Málsnúmer 202202028Vakta málsnúmer

Á 358. fundi sveitarstjórnar þann 25. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 8. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 31. mars sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 3. október 2022 voru lögð fram til kynningar drög að samningi um styrk til umhirðu og uppbyggingar á skógræktar- og útivistarsvæði í Hánefsstaðaskógi en á 374. fundi umhverfisráðs var Framkvæmdasviði falið að ganga til samninga við Skógræktarfélag Eyfirðinga og leggja til í fjárhagsáætlunargerð næsta árs. Á 1034. fundi byggðaráðs var samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum samningsdrögum til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar 2023. Niðurstaða:Umhverfis-og dreifbýlisráð felur starfsmönnum framkvæmdasviðs að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023 þar sem ekki var gert ráð fyrir fjármagni í þetta verkefni í fjárhagsáætlun 2023. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi drög að þjónustusamningi við Skógræktarfélag Eyfirðinga um umhirðu og uppbyggingu á skógræktar- og útivistarsvæði í Hánefsstaðaskógi í Dalvíkurbyggð."Með fundarboði byggðaráðs á 1067.fundi fylgdi erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 27. apríl 2023, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 1.000.000 á lið 11030-9145 vegna styrkt til Skógræktarfélags Eyfirðinga til umhirðu og uppbyggingar skógræktar- og útivistarsvæðis í Hánefssaðaskógi. Niðurstaða: Afgreiðslu frestað.

Á 1068.fundi byggðaráðs var tekin fyrir uppfærð viðaukabeiðni deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 10. maí 2023. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 2.240.000 þannig að liður 11030-9145 hækki um kr. 1.000.000 og liður 11030-4396 hækki um kr. 1.240.000. Niðurstaða: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðaukabeiðni, viðauka nr. 18 við fjárhagsáætlun 2023, vegna samnings við Skógaræktarfélag Eyfirðinga um Hánefsstaðaskóg. Liður 11030-9145 hækkar um kr. 1.000.000 og verður því kr. 1.500.000. Byggðaráð samþykkir einnig að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Byggðaráð hafnar beiðni um að liður 11030-4396 hækki um kr. 1.240.000 og leggur til við sveitarstjórn að ákvæði þess efnis í samingsdrögunum verði tekið út.Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum viðaukabeiðni, viðauka nr. 18 við fjárhagsáætlun 2023, vegna samnings við Skógaræktarfélag Eyfirðinga um Hánefsstaðaskóg. Liður 11030-9145 hækkar um kr. 1.000.000 og verður því kr. 1.500.000. Sveitarstjórn samþykkir einnig að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Sveitarstjóra falið að undirrita samninginn f.h. sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn hafnar beiðni um að liður 11030-4396 hækki um kr. 1.240.000 og samþykkir að ákvæði þess efnis í samingsdrögunum verði tekið út.

14.Frá 1067. fundi byggðaráðs þann 04.05.2023; Hugbúnaður til að halda utan um gæðamál í Grunnskólum

Málsnúmer 202305012Vakta málsnúmer

"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 2. maí 2023, þar sem óskað er eftir heimild til að nýta styrk að upphæð kr. -800.000 úr Sprotasjóði fyrir skólaárið 2021-2022 til að styrkja lærdómssamfélagið og teymiskennslu í grunnskólum. Kostnaður við verkefnið og fyrri hluti af greiddum styrk féll til árið 2022.

Lagt er til að styrkurinn verði nýttur til að kaupa hugbúnað til að halda utan um gögn er varðar innra mat á skólastarfi Árskógarskóla og Dalvíkurskóla. Meðfylgjandi eru upplýsingar um hugbúnaðinn og tilboð frá Bravo Lesson. Niðurstaða: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindi og heimilar að ofangreindar tekjur 2023 verði nýttar til að kaupa og innleiða hugbúnað vegna innra mats í grunnskólum sveitarfélagsins. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreint erindi og heimilar að ofangreindar tekjur 2023 verði nýttar til að kaupa og innleiða hugbúnað vegna innra mats í grunnskólum sveitarfélagsins.

15.Frá 1067. fundi byggðaráðs þann 04.05.2023; Starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027 - tímarammi.

Málsnúmer 202304162Vakta málsnúmer

Á 1067.fundi byggðaráðs þann 5.maí 2023 var eftirfarandi bókað:
"a) Auglýsing
Með fundarboði fylgdi tillaga að auglýsingu vegna erinda í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027.
b) Tímarammi
Með fundarboði fylgdi tillaga að tímaramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027.
c) Fyrstu skrefin skv. Samþykktum fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar.
Til umræðu fyrstu og næstu skref vegna vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2025-2027 samkvæmt Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar.
Niðurstaða: a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að ofangreindri auglýsingu eins og hún liggur fyrir.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að tímaramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun.
c) Byggðaráð beinir því til fagráða að taka til umfjöllunar vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun á næsta fundi.
Enginn tók til máls.
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að auglýsingu.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að tímaramma.
c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og beinir því til fagráða að taka til umfjöllunar vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun á næsta fundi.

16.Frá 1066. fundi byggðaráðs Dalvíkurbyggðar frá 27.04.2023; Útboð á rekstri á kaffihúsi í Bergi - drög að húsaleigusamningi.

Málsnúmer 202303050Vakta málsnúmer

Á 1064. fundi byggðaráðs þann 13. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna, kl. 14:20. Á 95. fundi menningarráðs þann 31. mars sl. var eftirfarandi bókað: "Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu og menningarsviðs, fór yfir stöðuna á útboði vegna kaffihússins í Menningarhúsinu Bergi.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar." Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir ofangreindu útboði og meðfylgjandi minnisblaði hans og forstöðumanns safna. Eitt tilboð barst í rekstur kaffihússins í Bergi frá Ingunni Hafdísi Júlíusdóttur. Fram kemur í minnisblaði sviðsstjóra og forstöðumanns safna að þau leggja til að gengið verði til samninga við Ingunni Hafdísi á grundvelli tilboðsins með endurskoðunarákvæði á leigu eftir eitt ár. Björk vék af fundi kl. 14:49.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að ganga til samninga við Ingunni Hafdísi."
"Á 1066. fundi byggðaráðs þann 27.apríl sl. var eftirfarandi bókað: Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að húsaleigusamningi við Ingunni Hafdísi Júlíusdóttur. Til umræðu ofangreint. Niðurstaða: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind samningsdrög eins og þau liggja fyrir og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu til sveitarstjórnar.
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreindan húsaleigusamning við Ingunni Hafdísi Júlíusdóttur og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn.

17.Frá 1068. fundi byggðaráðs þann 11.05.2023; Samningur um Rima, Sundskála Svarfdæla og tjaldsvæði

Málsnúmer 202304074Vakta málsnúmer

Á 1068.fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað: Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, og Börkur Þór Ottósson, verkefnastjóri á framkvæmdasviði. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi við Í Tröllahöndum ehf. um leigu á félags- og íþróttahúsinu Rimum, Sundskála Svarfdæla og tjaldsvæðinu við Rima ásamt fylgigögnum.
Samningstímabilið er 3 ár og framlengjanlegt um eitt ár í senn allt að tvisvar sinnum. Til umræðu ofangreint. Helga Íris og Börkur Þór viku af fundi kl. 15:15. Niðurstaða: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar og verkefnastjóra framkvæmdasviðs að útfæra samninginn í samræmi við umræður á fundi þannig að hann liggi fyrir klár fyrir fund sveitarstjórnar. Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að samningurinn verði gerður til áramóta.
Til máls tóku:
Monika Margrét Stefánsdóttir
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir
Helgi Einarsson
Felix R. Felixson

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samning við Í Tröllahöndum ehf. með breytingu á 7.gr. samningsins sem hljóði svo: leigutími þessa samnings er til 31.12.2023. Sveitarstjóra er falið að undirrita samninginn svo breyttum.

18.Frá 1066. fundi byggðaráðs þann 27.04.2023; Úrgangsmál; Trefillinn - samvinna og tilboð vegna útboðs.

Málsnúmer 202303137Vakta málsnúmer

Á 1066.fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað: Með fundarboði byggðaráðs fylgdi kynning frá Kvöðli ehf. ásamt upplýsingum um undirbúning fyrir tilboðsbeiðni vegna ráðgjafar og aðstoð verið gerð útboðsgagna, greiningarvinnu og aðra þætti sem varða úrgangshirðu og meðhöndlun úrgangs í sveitarfélögunum Hörgársveit, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppi, Grýtubakkahreppi og Dalvíkurbyggðar. Fyrir liggur áhugi ofangreindra sveitarfélaga að hafa með sé samstarf um breytingar í úrgangsmálum. Verkkaupi yrði hvert sveitarfélag fyrir sig. Sveitarstjóri og formaður byggðaráðs gerðu grein fyrir ofangreindu og fundi sveitarfélaganna í gær vegna þessa. Niðurstaða: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð taki þátt í ofangreindri greiningarvinnu og kaup á ráðgjöf frá Kvöðli ehf.
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs að Dalvíkurbyggð taki þátt í ofangreindri greiningarvinnu og kaup á ráðgjöf frá Kvöðli ehf.

19.Frá 1067. fundi byggðaráðs þann 04.05.2023; Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036- varðar viðauka.

Málsnúmer 202302052Vakta málsnúmer

Á 1059. fundi byggðaráðs þann 23. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 13. febrúar 2023, þar sem meðfylgjandi er tillaga að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi sem verður nú send til umsagnar eins og kveðið er á um í 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003 og í samræmi við 15. gr. laga um umhverfismat áætlana og framkvæmda, nr. 111/2021. Þetta felur í sér að tillagan, ásamt umhverfismatsskýrslu sem er hluti tillögunnar, verður auglýst í sex vikur þannig að hagsmunaaðilar, almenningur og stjórnvöld hafi tækifæri til að gera athugasemdir við hana. Að kynningu lokinni verður gengið frá svæðisáætluninni í heild sinni að teknu tilliti til athugasemda sem borist hafa við tillöguna og umhverfismatsskýrsluna og hún síðan lögð fyrir hlutaðeigandi sveitarstjórnir til staðfestingar. Frestur til að skila ábendingum og athugasemdum er til 31. mars nk. og verður tekið við slíku á stefan@environice.is. Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."
Á 1067.fundi byggðaráðs þann 4.maí sl. var eftirfarandi bókað: Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 26. apríl sl., þar sem fram kemur að Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi er nú tilbúin til afgreiðslu í sveitarstjórnum, að öðru leyti en því að eftir er að taka afstöðu til beiðni Sveitarfélagsins Skagafjarðar um að felldur verði út viðauki með greiningu á stöðu úrgangsmála í fjórðungnum vorið 2022 og sá hluti skjalsins þess í stað gefinn út sem sérstakt skjal sem hægt væri að vísa í. Því er áformað að fella umræddan viðauka út úr skjalinu, en þar sem þar er um að ræða verulega breytingu frá því skjali sem áður hefur verið kynnt þótti rétt að kanna fyrst hug sveitarfélaga á svæðinu til breytingarinnar. Ef Dalvíkurbyggð gerir athugasemd við að viðaukinn verði felldur út þarf það að liggja fyrir í síðasta lagi 5. maí nk. Gengið verður frá endanlegri útgáfu svæðisáætlunarinnar að fengnum svörum og hún send út til endanlegrar afgreiðslu í síðasta lagi 12. maí. Niðurstaða:Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að ofangreindur viðauki um greiningu á stöðu úrgangsmála verði felldur úr skjalinu um Svæðisáætlun um meðhöndum úrgangs á Norðurlandi.
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og gerir ekki athugasemdir við að ofangreindur viðauki um greiningu á stöðu úrgangsmála verði felldur úr skjalinu um Svæðisáætlun um meðhöndum úrgangs á Norðurlandi.

20.Frá 1066. fundi byggðaráðs þann 27.04.2023; Umsagnarbeiðni veitinga - Mýri

Málsnúmer 202304106Vakta málsnúmer

Á 1066.fundi byggðaráðs þann 27.apríl sl. var eftirfarandi bókað: Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, rafpóstur frá 18. apríl sl., þar sem óskað er umsagnar um umsókn um veitingaleyfi í flokki II frá NV Veitingum ehf vegna Mýri veitingahúss innan Bjórbaðanna. Fyrir liggur jákvæð umsögn frá Slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða: Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn með fyrirvara um umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn með fyrirvara um umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.

21.Frá 1066. fundi byggðaráðs þann 27.04.2023; Erindi vegna skipan í stjórn SSNE

Málsnúmer 202304108Vakta málsnúmer

Á 1066.fundi byggðaráðs þann 27.apríl sl. var eftirfarandi bókað: Tekið fyrir erindi frá SSNE, dagsett þann 17. apríl 2023, þar sem fram kemur að á ársþingi SSNE sem haldið var á Siglufirði 14. - 15. apríl sl., var samþykkt breyting á samþykktum samtakanna þannig að hvert sveitarfélaga á nú að skipa einn aðalfulltrúa og einn varafulltrúa í stjórn SSNE nema Akureyrarbær sem er með tvo. Hér með er óskað eftir að sveitarstjórn Dalvíkurbyggaðr skipi varafulltrúa í stjórn SSNE en Dalvíkurbyggð á fyrir aðalfulltrúa í stjórn. Niðurstaða: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Helgi Einarsson verði varafulltrúi Dalvíkurbyggðar í stjórn SSNE.
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum að Helgi Einarsson verði varafulltrúi Dalvíkurbyggðar í stjórn SSNE.

22.Frá 1067. fundi byggðaráðs þann 04.05.2023; Norðurböð ehf.- tillaga um sölu á hlut Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202304057Vakta málsnúmer

Á 358. fundi sveitarstjórnar þann 25. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1064. fundi byggðaráðs þann 13. apríl 2023 var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Norðurböðum ehf., dagsett þann 5 .apríl 2023, þar sem boðað er til aðalfundar fimmtudaginn 27. apríl nk. kl 9 á Akureyri eða í gegnum TEAMS. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sækja fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar og fara með umboð sveitarfélagsins. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."Niðurstaða:Til máls tóku: Felix Rafn Felixson sem leggur til að sveitarfélagið skoði alvarlega sölu á hlut sveitarfélagsins í Norðurböðum. Freyr Antonsson, sem tekur undir ofangreinda tillögu frá Felix. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitartjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og felur sveitarstjóra að sækja aðalfund Norðurbaða ehf og fara með umboð sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða ofangreinda tillögu frá Felix og Frey að byggðaráði verði falið að kanna mögulega sölu á hlut Dalvíkurbyggðar í Norðurböðum."
Á 1067.fundi byggðaráðs þann 4.maí sl. var eftirfarandi bókað: Með fundarboði byggðaráðs fylgdi ársreikningur Norðurbaða hf. fyrir árið 2022. Dalvíkurbyggð á 0,92% í félaginu. Niðurstaða: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að tilkynna stjórn Norðurbaða að hlutur Dalvíkurbyggðar í félaginu er til sölu.
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs að fela sveitarstjóra að tilkynna stjórn Norðurbaða að hlutur Dalvíkurbyggðar í félaginu er til sölu.

23.Frá 1067. fundi byggðaráðs þann 04.05.2023; Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2023

Málsnúmer 202304152Vakta málsnúmer

Á 1067.fundi byggðaráðs þann 4.maí var eftirfarandi bókað: Tekið fyrir erindi frá Landskerfi bókasafna, dagsett þann 17.apríl sl., þar sem boðað er til aðalfundar 9. maí nk. kl. 14:30 í Reykjavík. Meðfylgjandi er einnig núgildandi samþykktir félagsins og ársreikningur 2022. Niðurstaða: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fela forstöðumanni safna að sitja fundinn ef hún á leið suður á sama tíma og hefur tök á að sitja fundinn.
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og felur forstöðumanni safna að sitja fundinn hafi hún tök á.

24.Frá 1067. fundi byggðaráðs þann 04.05.2023; Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands 2023

Málsnúmer 202304130Vakta málsnúmer

Á 1067.fundi byggðaráðs þann 4.maí sl. var eftirfarandi bókað:
Tekinn fyrir rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsettur þann 26. apríl sl., þar sem boðað er til aðalfundar 16. maí nk. kl. 13 á Hótel Laugarbakka. Niðurstaða: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela þjónustu- og upplýsingafulltrúa að sækja fundinn, ef hún hefur tök á, og fara með umboð Dalvíkurbyggðar.
Til máls tók:
Felix Rafn Felixson

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og felur þjónustu- og upplýsingafulltrúa að sækja fundinn og fara með umboð Dalvíkurbyggðar.

25.Frá 1068. fundi byggðaráðs þann 11.05.2023; Rásfundur fyrir forsetakosningar 2024

Málsnúmer 202305042Vakta málsnúmer

Á 1068.fundi byggðaráðs þann 11.maí var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá Landskjörstjórn, rafpóstur dagsettur þann 5. maí 2023, þar sem fram kemur að þann 1. júní á næsta ári fara fram forsetakosningar og af því tilefni býður Landskjörstjórn einum fulltrúa frá sveitarfélaginu til rásfundar um forsetakosningarnar og önnur kosningatengd málefni þann 1. júní frá kl. 13-16 að Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík.Fulltrúinn má gjarnan vera úr yfirkjörstjórn sveitarfélagsins eða starfsmaður sem kemur að kosningatengdum málum.Fjarfundur verður í boði fyrir þau sem ekki eiga heimangengt. Niðurstaða: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og formanni kjörstjórnar að sækja fundinn í gegnum fjarfund.
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og formanni kjörstjórnar að sækja fundinn í gegnum fjarfund.

26.Frá 10. fundi skipulagsráðs þann 10.05.2023; Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045- tilboð

Málsnúmer 202302116Vakta málsnúmer

"Á 10.fundi skipulagsráðs var eftirfarandi bókað: Til umræðu og afgreiðslu tilboð í endurskoðun aðalskipulags Dalvíkurbyggðar 2025-2045, en tilboðsfrestur rann út föstudaginn 5. maí 2023. Fjögur tilboð bárust. Niðurstaða: Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að tilboði Yrki arkitekta sem var lægstbjóðandi verði tekið. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs að taka tilboði Yrki arkitekta sem áttu lægsta tilboðið í vinnu við nýtt Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045.

27.Frá 10. fundi skipulagsráðs þann 10.05.2023; Deiliskipulag á Árskógssandi- verðfyrirspurn - tilboð.

Málsnúmer 202303040Vakta málsnúmer

Á 10.fundi skipulagsráðs þann 10.maí sl. var eftirfarandi bókað:Anna Kristín Guðmundsdóttir vék af fundi kl.14:53 vegna vanhæfis. Til umræðu og afgreiðslu tilboð í deiliskipulagsvinnu á Árskógssandi. Niðurstaða: Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að taka tilboði Mannvits sem var lægstbjóðandi. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs að taka tilboði Mannvits sem átti lægsta boð í vinnu við deiliskipulag á Árskógssandi.

28.Frá 10. fundi skipulagsráðs þann 10.05.2023; Deiliskipulag fyrir nýtt íbúðahverfi sunnan Dalvíkur- verðfyrirspurn-tilboð

Málsnúmer 202205033Vakta málsnúmer

Á 10.fundi skipulagsráðs þann 10.maí var eftirfarandi bókað: Til umræðu og afgreiðslu tilboð í deiliskipulagsvinnu sunnan Dalvíkur. Niðurstaða: Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að taka tilboði Mannvits sem var lægstbjóðandi.Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Anna Kristín Guðmundsdóttir kom aftur inn á fundinn kl. 15:02
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs, að taka tilboði Mannvits sem átti lægsta tilboð í vinnu við deiliskipulag fyrir nýtt íbúðahverfi sunnan Dalvíkur.

29.Frá 10. fundi skipulagsráðs þann 10.05.2023; Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna malartöku við Bakka

Málsnúmer 202305017Vakta málsnúmer

Á 10.fundi skipulagsráðs þann 10.maí sl. var eftirfarandi bókað. Með innsendu erindi dags. 2 maí 2023 óskar Þór Ingvason eftir framkvæmdarleyfi fyrir 37.000 m3 efnistöku til fimm ára úr Svarfaðardalsá í landi Bakka. Meðfylgjaldi er umsögn Fiskistofu og Veiðifélags Svarfaðardalsár. Í aðalskipulagi er merkt náma 614-N í árfarvegi Svarfaðardalsár í landi Bakka. Niðurstaða: Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og leggur til við sveitarstjórn að fela framkvæmdarsviði að gefa út framkvæmdarleyfi þegar umsækjandi hefur skilað inn efnistökuáætlun. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og felur sveitarstjóra að gefa út framkvæmdaleyfi þegar umsækjandi hefur skilað inn efnistökuáætlun.

30.Frá 10. fundi skipulagsráðs þann 10.05.2023; Umsókn um framkvæmdarleyfi við Hálsá

Málsnúmer 202303003Vakta málsnúmer

Á 10.fundi skipulagsráðs var eftirfarandi bókað: "Tekin var fyrir skipulagslýsing dags. í apríl 2023 fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem gerð er grein fyrir áformum um efnisnámu við Hálsá norðan þjóðvegar sbr. umsókn frá Arnfríði Friðriksdóttur dags. 28. febrúar 2023 og bókun sveitarstjórnar um erindið 21. mars 2023. Niðurstaða: Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði send umsagnaraðilum og kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs, að skipulagslýsingin verði send umsagnaraðilum og kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

31.Frá 10. fundi skipulagsráðs þann 10.05.2023; Umsókn um breytingu á deiliskipulagi Dalvíkurhafnar

Málsnúmer 202304062Vakta málsnúmer

Á 10.fundi skipulagsráðs var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi dags. 28. apríl 2023 frá Gunnlaugi Svanssyni fyrir hönd Sæfraktar ehf vegna Gunnarsbrautar 8 og 10 á Dalvík þar sem lagður er fram uppdráttur með tillögu að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðisins á Dalvík dags. 25. apríl 2023 frá Ágústi Hafsteinssyni arkitekt á Form ráðgjöf. Deiliskipulagstillagan felur í sér að byggingarreitur atvinnulóðarinnar Gunnarsbrautar 8 sé breikkaður um 2.5 m til vesturs, annað er óbreytt. Einnig er tekin fyrir áður samþykkt breyting á lóðunum Gunnarsbraut 8 og 10 á Dalvík frá dags. 3.september.2021 sem ekki hlaut ekki gildistöku í Stjórnartíðindum B innan tilskilins tíma. Um er að ræða breytingu þar sem lóðirnar Gunnarsbraut 8 og 10 eru sameinaðar í eina lóð, Gunnarsbraut 10. Innkeyrslum inná sameinaða lóð frá Gunnarsbraut er fækkað úr tveimur í eina. Innkeyrsla inná sameinaða lóð frá Sjávarbraut í norðri er eftir allri norðurhlið lóðarinnar. Niðurstaða: Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að erindið fái málsmeðferð sem óveruleg deiliskipulagsbreyting skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nái yfir Gunnarsbraut 4,6 og 12, Karlsbraut 6-20 og 13-15, og Ránarbraut 5-9. Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs að um óverulega deiliskipulagsbreytingu sé að ræða skv.skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að vísa erindinu í grenndarkynningu skv. 2.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nái yfir Gunnarsbraut 4,6 og 12, Karlsbraut 6-20 og 13-15, og Ránarbraut 5-9. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum að erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili.

32.Frá 10. fundi skipulagsráðs þann 10.05.2023; Ósk um breytingar á skipulagi lóða - Lyngholt 4 og 6 á Hauganesi

Málsnúmer 202211151Vakta málsnúmer

Á 10.fundi skipulagsráðs þann 10.maí sl. var eftirfarandi bókað: " Tekið fyrir erindi dags. 26. apríl 2023 frá Sveini Jónssyni fyrir hönd Kötlu ehf vegna einbýlishúsalóðanna Lyngholts 4, 6 og 8 á Hauganesi þar sem lagður er fram uppdráttur með tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hauganess, dags. 25. apríl 2023 frá Ágústi Hafsteinssyni arkitekt á Form ráðgjöf. Deiliskipulagstillagan felur í sér að einbýlishúsalóðin Lyngholt 4 sé stækkuð um 402.1 m², úr 835.4 m² í 1.237.5 m² og henni breytt í lóð fyrir einnar hæðar raðhús með fjórum íbúðum. Jafnframt er númeri lóðarinnar breytt úr Lyngholti 4 í Lyngholt 4-10. Hámarks byggingarmagn er aukið úr 300 m² og uppí 450 m². Hámarksheildarhæð húss er lækkuð úr 5,2 m í 4.5 m. Einbýlishúsalóðirnar Lyngholt 6 og 8 eru sameinaðar í eina lóð fyrir parhús á einni hæð og verður Lyngholt 12-14. Flatarmál sameinaðar lóðar verður 1.270.0 m². Hámarks byggingarmagn lóðanna Lyngholt 6 og 8 er minnkað úr 600 m² niður í 500 m². Hámarksheildarhæð húss er lækkuð úr 5,2 m í 4.5 m. Niðurstaða: Skipulagsráð telur að um óverulega deiliskipulagsbreytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingartillögunni er vísað í grenndarkynningu skv. 2.mgr. 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning skal ná yfir Lyngholt 1-5 og 2, Ásholt 1-5 og Ásveg 3-7. Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs að um óverulega deiliskipulagsbreytingu sé að ræða skv. 2.mgr. 43.gr.skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að vísa breytingartillögunni í grenndarkynningu skv. 2.mgr. 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning skal ná yfir Lyngholt 1-5 og 2, Ásholt 1-5 og Ásveg 3-7. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum að erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili.

33.Frá 10. fundi skipulagsráðs þann 10.05.2023; Dalvíkurlína 2 - Breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202209054Vakta málsnúmer

Á 10.fundi skipulagsráðs var eftirfarandi bókað: "Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem Dalvíkurlína 2, jarðstrengur, ásamt göngu- og hjólastíg er færð inn á aðalskipulagsuppdrátt var auglýst 9. febrúar 2023 skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur var til 3. apríl 2023. Ein athugasemd barst. Athugasemd ódagsett frá Baldvin Haraldssyni og Elínu Lárusdóttur: "Landeigendur á Stóru-Hámundarstöðum mótmæla breytingu á aðalskipulagi vegna Dalvíkurlínu 2 sem gerir ráð fyrir að raflína, reiðleið, göngu- og hjólastígur verði sett austan þjóðvegar númer 82 í landi jarðarinnar." Enginn rökstuðningur fylgir athugasemdinni. Við mótun aðalvalkosts Landsnets um lagningu Dalvíkurlínu 2 var stuðst við umsagnir og samráð við landeigendur og aðra umsagnaraðila með það að markmiði að lágmarka neikvæð áhrif. Samráð um aðalskipulagsbreytinguna var haft með framlagningu skipulagslýsingar í desember 2021. Engar ábendingar eða athugasemdir komu á því stigi frá landeigendum í Dalvíkurbyggð. Fyrirhugað framkvæmdasvæði liggur um land sem þegar hefur verið raskað með mannvirkjagerð þar sem strengurinn fylgir vegstæði þjóðvegar og verður innan veghelgunarsvæðis. Fyrirhuguð línuleið og göngu- og hjólastígur munu verða í grennd við friðlýstar fornminjar í landi Stóru-Hámundarstaða. Framkvæmdin verður unnin í samráði við minjavörð og þess gætt að fornminjum verði ekki raskað. Framkvæmdin mun skerða skógarreit í landi Stóru- Hámundarstaða, sem er að hluta nálægt þjóðvegi og innan veghelgunarsvæðis. Niðurstaða: Ekki verður séð að fyrirhuguð framkvæmd skerði landareign Stóru-Hámundarstaða eða nýtingarmöguleika jarðarinnar umfram það sem nú þegar hefur verið gert með lagningu þjóðvegar og skilgreiningu veghelgunarsvæðis hans. Athugasemdin gefur ekki tilefni til breytingar á tillögunni. Á aðalskipulagsuppdrætti er jarðstrengur og göngu- og hjólastígur sýndur samhliða þjóðvegi á táknrænan hátt og er staðsetning s.s. hvorum megin vegar hann liggur ákvörðuð við endanlega hönnun. Því ekki þörf á að breyta legu hans á aðalskipulagsuppdrætti. Skipulagsráð bendir á að með tilliti til umferðaröryggis ætti vegafarendur ekki að þurfa að þvera veginn oftar en nauðsyn krefur.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breyttu Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna Dalvíkurlínu 2 og göngu- og hjólastígs verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar samkvæmt 2. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum"
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og leggur til að tillaga að breyttu Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna Dalvíkurlínu 2 og göngu- og hjólastígs verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar samkvæmt 2. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

34.Frá 10. fundi skipulagsráðs þann 10.05.2023; Umsókn um stækkun á lóð við Skógarhóla 12, Dalvík

Málsnúmer 202304060Vakta málsnúmer

Á 10.fundi skipulagsráðs þann 10.maí var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi dags. 27. apríl frá Valbirni Ægi Vilhjálmssyni vegna Skógarhóla 12 á Dalvík þar sem lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi dags. 25. apríl 2023 frá Ágústi Hafsteinssyni arkitekt á Form ráðgjöf. Deiliskipulagstillagan felur í sér að byggingarreitur lóðarinnar við Skógarhóla 12 breikki um 4.0 m til vesturs og 4.0 m til norðurs og lóð stækki um 6.5 m til norðurs. Við breytinguna eykst flatarmál lóðarinnar um 223.0 m². Hámarksbyggingarmagn innan lóðarinnar er aukið úr 260 m² upp í 320 m². Skilgreiningu á húsgerð er breytt úr E2 í E1 og hámarksvegghæð lækkuð úr 6.0 m niður í 5.0 m. Í tengslum við stækkun á lóð Skógarhóla 12 er lóð Skógarhóla 10 minnkuð um 76.3 m² og byggingarreitur minnkaður um 5.0 m til norðurs. Skilgreiningu á húsgerð er breytt úr E2 í E1 og hámarksvegghæð lækkuð úr 6.0 m niður í 3.0 m. Göngustígur norðan við lóð Skógarhóla 12 hliðrast til norðurs um 6.5m. Einnig er tekin fyrir áður samþykkt breyting á lóðinni Skógarhólar 11 á Dalvík frá dags. 14.12.2021 sem ekki hlaut ekki gildistöku í Stjórnartíðindum B innan tilskilins tíma. Um er að ræða breytingar á stærð lóðanna að Skógarhólum 11 og Skógarhólum 23 a,b,c og d til þess að koma fyrir nýrri húsagötu í eigu og rekstri Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða: Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að erindið fái málsmeðferð sem óveruleg deiliskipulagsbreyting skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nái yfir Skógarhóla 7, 13, 14, 15, 16 og 17, 23 og 29, Lynghóla 1-3 og 5-7. Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs að um óverulega deiliskipulagsbreytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að breytingartillögunni verði vísað í grenndarkynningu skv. 2.mgr. 44.gr.skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning skal ná yfir Skógarhóla 7, 13, 14, 15, 16 og 17, 23 og 29, Lynghóla 1-3 og 5-7. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum að erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili.

35.Frá 10. fundi skipulagsráðs þann 10.05.2023; Umsókn um breytta notkun Skíðabraut 7b

Málsnúmer 202304091Vakta málsnúmer

Á 10.fundi skipulagsráðs þann 10.maí 2023 var eftirfarandi bókað: "Með innsendu erind dags. 17.apríl.2023 óskar Helgi Geirharðsson fyrir hönd Uppstreymi ehf eftir leyfi til að skipta húseigninni Skíðabraut 7b í tvær eignir samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Niðurstaða: Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir og vísar erindi til byggingafulltrúa og deiliskipulagsgerðar þjóðvegarins í gegnum Dalvík. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og vísar erindinu til byggingafulltrúa og deiliskipulagsgerðar þjóðvegarins í gegnum Dalvík.

36.Frá 10. fundi skipulagsráðs þann 10.05.2023; Umsókn um byggingarleyfi - tillöguteikningar

Málsnúmer 202304134Vakta málsnúmer

Á 10.fundi skipulagsráðs þann 10.maí var eftirfarandi bókað: "Til kynningar tillöguteikningar fyrir Hringtún 26 ásamt umsögn skipulagshönnuðar. Niðurstaða: Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn og vísar umsókninni til afgreiðslufundar byggingarfulltrúa. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og vísar umsókninni til afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.

37.Frá 10. fundi skipulagsráðs þann 10.05.2023; Umsókn um lóð, Hringtún 28 - tillöguteikningar.

Málsnúmer 202303008Vakta málsnúmer

Á 10.fundi skipulagsráðs þann 10.maí sl. var eftirfarandi bókað: "Til kynningar tillöguteikningar fyrir Hringtún 28 ásamt umsögn skipulagshönnuðar. Niðurstaða: Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlög gögn og vísar umsókninni til afgreiðslufundar byggingarfulltrúa. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og vísar umsókninni til afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.

38.Frá 10. fundi skipulagsráðs þann 10.05.2023; Umsókn um lóð, Hringtún 34 - tillöguteikningar.

Málsnúmer 202303007Vakta málsnúmer

Á 10.fundi skipulagsráðs þann 10.maí var eftirfarandi bókað: "Til kynningar tillöguteikningar fyrir Hringtún 34 ásamt umsögn skipulagshönnuðar. Niðurstaða: Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn og vísar umsókninni til afgreiðslufundar byggingarfulltrúa. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls:
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og vísar umsókninni til afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.

39.Frá 10. fundi skipulagsráðs þann 10.05.2023; Umsókn um lóð, Hringtún 36-tillöguteikningar

Málsnúmer 202303006Vakta málsnúmer

Á 10.fundi skipulagsráðs þann 10.maí var eftirfarandi bókað: "Til kynningar tillöguteikningar fyrir Hringtún 36 ásamt umsögn skipulagshönnuðar. Niðurstaða: Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn og vísar umsókninni til afgreiðslufundar byggingarfulltrúa. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls:
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og vísar umsókninni til afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.

40.Frá 9. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 11.05.2023 og 10. fundi skipulagsráðs þann 10.05.2023; Umsókn um styrk í framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2023

Málsnúmer 202304112Vakta málsnúmer

Á 9.fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs var eftirfarandi bókað: "Til umræðu umsókn í framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir árið 2024. Niðurstaða: Umhverfis-og dreifbýlisráð felur framkvæmdarsviði að undirbúa umsókn í framkvæmdarsjóð ferðamannastaða 2024 fyrir hugmyndasamkeppni að útsýnisstað í Múla og endurbyggingu gömlu bryggjunnar á Hauganesi. Ráðið leggur til að endurbygging gömlu bryggjunar á Hauganesi verði sett í forgang þegar unnar verða umsóknir fyrir 2024. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Á 10.fundi skipulagsráðs var eftirfarandi bókað: "Til umræðu umsókn í framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir árið 2024. Skipulagsráð felur framkvæmdarsviði að undirbúa umsókn í framkvæmdarsjóð ferðamannastaða 2024 fyrir hugmyndasamkeppni að útsýnisstað í Múla og strandlengju innan þéttbýlisins við Dalvík. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Til máls tóku:
Monika Margrét Stefánsdóttir
Gunnar Kristinn Guðmundsson
Freyr Antonsson
Felix Rafn Felixson
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir
Helgi Einarsson

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum að fela framkvæmdasviði að undirbúa umsóknir í framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2024 í samstarfi við byggðaráð, umhverfis- og dreifbýlisráð, skipulagsráð og veitu- og hafnaráð.

41.Frá 10. fundi skipulagsráðs þann 10.05.2023; Skólalóð Dalvíkurskóla

Málsnúmer 202005032Vakta málsnúmer

Á 10.fundi skipulagsráðs var eftirfarandi bókað: "Umræðum um deiliskipulag skólalóðar Dalvíkurskóla var vísað til skipulagsráðs á 281. fundi fræðsluráðs þann 12. apríl 2023. Niðurstaða: Skipulagsráð bendir á að hönnun lóðar Dalvíkurskóla er ekki sett fram í deiliskipulagi og heyrir því ekki undir ráðið.
Skipulagsráð vísar deiliskipulagsvinnu á skólasvæði Dalvíkur á forgangslista skipulagsráðs. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tók:
Monika Margrét Stefánsdóttir
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs um deiliskipulag skólalóðar Dalvíkurskóla verði sett á forgangslista.

42.Frá 9. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 11.05.2023; Umsókn um beitiland

Málsnúmer 202305043Vakta málsnúmer

Á 9.fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 11.maí sl. var eftirfarandi bókað: "Með innsendu erind dags. 8. maí 2023 óskar Kristinn Ingi Valsson eftir leyfi til að girða hólf fyrir hesta norðan Brimnesbrautar 31 samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Niðurstaða: Umhverfis- og dreifbýlisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina svo framarlega sem svæðis sé girt tryggilega á kostnað umsækjanda og að umsækjandi leggi fram samþykki eigenda Brimnesbrautar 23-39 áður en gengið er frá leigusamningi. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tóku:
Felix Rafn Felixson
Gunnar Kristinn Guðmundsson
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir
Helgi Einarsson
Monika Margrét Stefánsdóttir
Freyr Antonsson

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs um leyfi til að girða hólf fyrir hesta norðan Brimnesbrautar 31 út árið 2023. Sveitarstjórn beinir því til umhverfis- og dreifbýlisráðs að útbúa leiðbeinandi reglur um beitihólf fyrir búfénað nærri þéttbýli.

43.Frá 9. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 11.05.2023; Fjallgirðingarmál 2023

Málsnúmer 202305045Vakta málsnúmer

Á 9.fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 11.maí sl. var eftirfarandi bókað: "Til umræðu og afgreiðslu viðhald fjallgirðinga 2023. Niðurstaða: Umhverfis-og dreifbýlisráð leggur til að eftirtaldar girðingar verði endurnýjaðar sumarið 2023. Lokið verði við endurbætur á fjallgirðingunni á Árskógssandi. Endurnýjuð verði girðingin á landamerkjum Hrafnsstaðakots og Ytra-Holts. Ráðið vísar endurnýjun á girðingu í landi Hamars til umræðu í veitu-og hafnarráði. Ráðið felur starfsmönnum framkvæmdasviðs að ræða við Vegagerðina um aðkomu þeirra að endurnýjun fjallgirðinga í Dalvíkubyggð. Starfsmönnum framkvæmdasvið falið að kalla fjallskiladeild Árskógsdeildar til fundar í haust þar sem rætt verður framtíðar fyrirkomulag fjallgirðingarmála. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tók:
Freyr Antonsson
Gunnar Kristinn Guðmundsson
Felix Rafn Felixson

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs að umræddar girðingar verði endurnýjaðar sumarið 2023 og boðað verði til fundar með fjallskiladeild Árskógsdeildar í haust.

44.Frá 9. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 11.05.2023; Fjárhagsáætlun 2022; Girðing Hrafnsstaðakot Ytra-Holt. endurnýjun

Málsnúmer 202106116Vakta málsnúmer

Á 9.fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 11.maí sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá eigendum Hrafnstaðakots frá 2021 þar sem óskað er eftir aðkomu sveitafélagsins við endurnýjun landamerkjagirðingar. Niðurstaða: Umhverfis-og dreifbýlisráð samþykkir að fara í þessa framkvæmd sumarið 2023. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs og samþykkir að fara í þessa framkvæmd.

45.Frá 9. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 11.05.2023; Hreinsunarátak 2023

Málsnúmer 202305049Vakta málsnúmer

Á 9.fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 11.maí sl. var eftirfarandi bókað: Til umræðu hreinsunarátak í Dalvíkurbyggð 2023. Niðurstaða: Umhverfis- og dreifbýlisráð felur framkvæmdasviði að fylgja eftir þessu hreinsunarátaki og jafnframt að leggja mat á kostnað sem það felur í sér. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tók:
Monika Margrét Stefánsdóttir

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs um hreinsunarátak í Dalvíkurbyggð 2023.

46.Frá 124. fundi veitu- og hafnaráðs þann 03.05.2023; Dýpkun á holu á Birnunesborgum

Málsnúmer 202303181Vakta málsnúmer

Á 124.fundi veitu- og hafnaráðs þann 3.maí sl. var eftirfarandi bókað: "Bjarni Gautason fór yfir stöðu jarðhitarannsókna hjá Dalvíkurbyggð, kynning hans náði yfir dagskrárliði 1-4 á fundinum. Niðurstaða: Veitu- og hafnaráð, samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fylgja ráðgjöf frá Bjarna Gautasyni hjá ÍSOR og leggur til að holan við Birnunesborgir verði ekki dýpkuð að svo stöddu."
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs varðandi dýpkun á holu á Birnunesborgum.

47.Frá 124. fundi veitu- og hafnaráðs frá 003.05.2023; Rekstur fiskeldisstöðvar á Hauganesi - beiðni til að staðsetja og bora eftir jarðsjó

Málsnúmer 202303130Vakta málsnúmer

Á 124.fundi veitu- og hafnaráðs þann 3.maí sl. var eftirfarandi bókað: "Niðurstaða: Veitu- og hafnaráð leggur til að veitt verði heimild til borun tilraunaholu og vatnslögn frá henni að eldisstöðinni á Hauganesi. Halda skal raski á klöpp og gróðri í lágmarki og ganga snyrtilega frá borholunni við verklok þannig að ummerki um framkvæmdina verði í lágmarki. Verkefnisstjóra framkvæmdasviðs er falið að afla frekari gagna frá umsækjanda um framkvæmd og frágang og kynna fyrirhugaða framkvæmd fyrir næstu nágrönnum. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum."
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs um borun tilraunaholu og vatnslögn frá henni að eldisstöðinni á Hauganesi.

48.Frá 9. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs frá 11.05.2023; Til umsagnar 914. mál frá nefnda- og greiningarsvið Alþingis

Málsnúmer 202304020Vakta málsnúmer

Á 9.fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 11.maí sl. var eftirfarandi bókað: "Með rafpósti dags. 31. mars 2023 óskar atvinnuveganefnd Alþingis eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um landbúnaðarstefnu til ársins 2040. Niðurstaða: Umhverfis- og dreifbýlisráð gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs.

49.Frá 10. fundi skipulagsráðs þann 10.05.2023; Til umsagnar 1028. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis

Málsnúmer 202305041Vakta málsnúmer

Á 10.fundi skipulagsráðs var eftirfarandi bókað: "Með rafpósti dags. 5. maí 2023 óskar Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 1028 vegna frumvarps til laga um breytingar á raforkulögum, nr. 65/2003. Niðurstaða: Skipulagsráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við framlagðar breytingar á frumvarpi til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 1028 vegna frumvarps til laga um breytingar á raforkulögum, nr. 65/2003."
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs.

50.Frá byggingafulltrúa; Umsókn um lóð, Karlsbraut 3 - grenndarkynning

Málsnúmer 202303005Vakta málsnúmer

Karlsbraut 3, Dalvík - einbýlishús 2023

BG hús ehf., kt. 430523-1120, hefur sótt um byggingarleyfi vegna nýbyggingar 136,0 fm einbýlishúss á lóðinni Karlsbraut 3 á Dalvík. Erindinu fylgja uppdrættir frá Sigríði Ólafsdóttur arkitekt dags. 16. maí 2023.
Til máls tók:
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum eftirfarandi afgreiðslu. Deiliskipulag er ekki fyrir hendi á lóðinni en sveitarstjórn telur að byggingaráformin samræmist aðalskipulagi. Sveitarstjórn vísar erindinu í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning skal ná yfir Bárugötu 1, Karlsbraut 1,2 og 5, Karlsrauðatorg 10. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að þeir geri ekki athugasemd við byggingaráformin. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum að ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu telst erindið samþykkt.

51.Vöktunar- og viðbragðsþjónusta vegna tölvukerfis sveitarfélagsins - samningar

Málsnúmer 202305096Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi minnisblað vegna öryggismála eftir netárás í maí frá Bjarna Jóhanni Valdimarssyni f.h. UT-teymis Dalvíkurbyggðar.
Til máls tóku:
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum samning við SecureIT um marglaga öryggissvítuna Heimdal, ásamt tölvupóstvörn E-mail security Advanced og E-mail Fraud Prevention. Samningurinn er til þriggja ára án uppsagnar. Samningstíminn framlengist sjálfkrafa um annað þjónustutímabil nema að honum sé sagt upp með 3ja mánaða fyrirvara fyrir lok samningstímans.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum samning við SecureIT til 12 mánaða fyrir SIEM og SOC fyrir vöktun fyrir 200 tæki. Samningstíminn er bundinn frá þeirri dagsetningu sem samningurinn tekur gildi.
c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum að fela byggðaráði að fara yfir framtíðarfyrirkomulag netöryggismála sveitarfélagsins.

52.Leikskólagjöld, tillaga um að fella niður leikskólagjöld meðan á verkfalli stendur.

Málsnúmer 202306016Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum tillögu forseta sveitarstjórnar að fella niður leikskólagjöld og fæðisgjöld vegna skerðingar á vistun barna í verkfalli BSRB og aðildarfélaga þeirra. Leikskólagjöldin verða leiðrétt í samræmi við þær skerðingar sem börnin verða fyrir. Leiðrétting mun koma fram á fyrsta greiðsluseðli eftir að verkfalli lýkur.

53.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202206053Vakta málsnúmer

Mál tekið fyrir luktum dyrum og slökkt á streymi.

Fundi slitið - kl. 18:40.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir, aðalmaður boðaði forföll og Monika Margrét Stefánsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri