Málsnúmer 202301003Vakta málsnúmer
Á 1065. fundi byggðaráðs þann 18. apríl 2023 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kl. 13.15: Þorsteinn G. Þorsteinsson, löggiltur endurskoðandi frá KPMG. Aðalmenn úr sveitarstjórn: Lilja Guðnadóttir. Katrín Sif Ingvarsdóttir, kl. 13:45, Sviðsstjórar fagsviða: Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs. Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs. Endurskoðandi sveitarfélagsins, Þorsteinn G. Þorsteinsson, kynnti helstu niðurstöður ársreiknings Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2022. Þorsteinn vék af fundi kl. 14:07. Lilja, Katrín Sif, Eyrún og Gísli viku af fundi kl. 14:09. Niðurstaða:Byggðaráð þakkar endurskoðanda fyrir yfirferðina. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2022 til fyrri umræðu í sveitarstjórn, sem er þriðjudaginn 25. apríl nk." Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2022, sundurliðun ársreiknings 20212 skýrsla til sveitarstjóra um stjórnsýsluendurskoðun 20212og endurskoðunarskýrsla 2022. Til máls tók:Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu forsendum og niðurstöðum ársreikningsins.
Helstu niðurstöður:
Rekstur Samstæðu A- og B- hluta er jákvæður um kr. 173.736.000.
Rekstur A- hluta ( Aðalsjóður og Eignasjóður) er jákvæður um kr. 174.271.000.
Rekstur Aðalsjóðs er jákvæður um kr. 148.927.659.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta voru kr. 131.212.000, þarf af fjárfestingar A- hluta kr. 102.815.000.
Skuldaviðmið skv. reglugerð er 24,8% og skuldahlutfall - skuldir/rekstrartekjur er 70,2% fyrir Samstæðuna A- og B- hluta. Skuldir og skuldbindingar á íbúa eru kr. 1.094.000.
Laun og launatengd gjöld eru 56,6% af rekstrartekjum fyrir Samstæðuna.
Velturfjárhlutfallið er 1,81.
Niðurstaða: Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar til síðari umræðu í sveitastjórn."
Forseti sveitarstjórnar býður fundarfólk velkomið og athugar hvort athugasemdir séu við fundarboðun, svo var ekki og lýsir forseti 359.fund sveitarstjórnar lögmætan.
Forseti óskar eftir heimild til afbrigða við dagskrá þannig að eitt mál bætist við dagskrá með málsnúmer 20230616. Var það samþykkt samhljóða og fer málið á dagskrá nr. 52 og færast önnur mál aftar sem því nemur.