Skipulagsráð

12. fundur 13. september 2023 kl. 14:00 - 17:03 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir formaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Ágúst Hafsteinsson, arkitekt, hjá Form ráðgjöf efh. situr fundinn undir dagskrárliðum nr 1 - 11
Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson vék af fundi kl. 14:02 undir þessum lið vegna vanhæfis.

1.Umsókn um stöðuleyfi; Þór Ingvason á Bakka

Málsnúmer 202308118Vakta málsnúmer

Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsráðs um erindið. Þór Ingvason á Bakka er að sækja um stöðuleyfi vegna gáms við hestahólf í landi Bakka.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við veitingu stöðuleyfis. Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að vísa erindinu til byggingarfulltrúa til fullnaðarafgreiðslu. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum.
Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson kemur aftur til fundar kl. 14:07

2.Umsókn um lóð - Hringtún 10

Málsnúmer 202205034Vakta málsnúmer

Á 58.afgreiðslufundi byggingafulltrúa sem haldinn var 11.júlí sl. var eftirfarandi bókað: "HHS verktakar ehf. kt. 590517-2080, Daggarlundi 12 600 Akureyri, sækja um byggingarleyfi vegna nýbyggingar 200 fm einbýlishúss á lóðinni Hringtúni 10, Dalvík. Erindinu fylgja uppdrættir frá Rögnvaldi Harðarsyni dags. 2023-06-16. Byggingarfulltrúi samþykkir erindið." Með greinargerð deiliskipulagsins er ákvæði um umsögn skipulagsráðs og skipulagshönnuðar vegna byggingarleyfisumsókna. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi umsögn skipulagshöfundar vegna Hringtúns 10 á Dalvík, dagsett þann 6. júlí sl. Að mati skipulagshöfundar verður ekki séð að það frávik sem gert er ráð fyrir frá hæðarskilmálum gangi á hlut næstu nágranna svo teljandi sé, s.s. valdi auknu skuggavarpi á útivistarsvæði næstu nágranna né skerði útsýni þeirra. Frávikið sem felst í aukinni hæð vesturútveggs snýr að Hringtúni 9a - 9c sem er raðhús á einni hæð og stendur nokkuð hærra en fyrirhuguð nýgging. Sunnan við Hringtún 10 er gluggalaus langveggur á bílgeymslu Hringtúns 9 og þar hefur umrætt frávik á lóð Hringtúns frá skilmálum engin teljandi árhif. Varðandi þau útlitslegu gæði sem raunhæft er að sé að fara fram á er því til að svara að um er að ræða einfalt og stílhreint hús.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði heimilt að vinna óverulega deiliskipulagsbreytingu og erindið fái málsmeðferð sem óveruleg deiliskipulagsbreyting skv. 2.mgr.43.gr.skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nái yfir Hringtún 7, 8 og 9 a-c og Hólaveg 19. Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.
Emil Júlíus Einarsson víkur af fundi kl. 14:20 við afgreiðslu málsins vegna vanhæfis.

3.Úrbætur kringum Skógarhóla 29 a-d og deiliskipulag vegna Skógarhóla 12

Málsnúmer 202306096Vakta málsnúmer

Á 1072.fundi byggðaráðs þann 29.júní sl. var tekið fyrir erindi frá íbúum við Skógarhóla 29 a-d, dagsett þann 20. júní 2023, þar sem vísað er í húsfund þann 19. júní sl. Fram koma ábendingar og vangaveltur um ýmis atriði er varðar aðgengi að húsinu og umhverfið í kringum íbúðirnar.
Niðurstaða byggðaráðs var eftirfarandi:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til skipulagsráðs til umfjöllunar. Skipulagsráð taki sérstaklega til skoðunar skipulag á lóðunum með hugsanlega breytingu á deiliskipulagi.
Skipulagsráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að fela sveitarstjóra og skipulagsráðgjafa að boða lóðarhafa Skógarhóla 29 a-d á fund og fara yfir málið.

Emil Júlíus Einarsson kom aftur til fundar kl. 14:35

4.Umsókn um leyfi til flutnings á þjónustuhúsi - Birnunes

Málsnúmer 202210071Vakta málsnúmer

Kjartan Gústafsson landeigandi að Birnunesi sækir um byggingarheimild fyrir frístundahúsi til útleigu í landi Birnuness á Árskógsströnd í Dalvíkurbyggð. Erindinu fylgja uppdrættir frá Val Benediktssyni bygginafræðingi dags. 4.júní 2023.
Í kafla 4.10.4. um landbúnaðarsvæði í greinargerð með aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008 - 2020, segir m.a.: "Undir þetta ákvæði fellur almenn ferðaþjónusta s.s. „ferðaþjónusta bænda", gisting og greiðasala í tengslum við hana. Markmiðið er að gefa kost á nýtingu þess húsakosts sem fyrir er á viðkomandi bæjum fyrir almenna ferðaþjónustu með minni háttar viðbótum og breytingum án þess að breyta þurfi aðalskipulagi. Bygging allt að þriggja frístundahúsa í tengslum við slíka
ferðaþjónustu er heimil þar sem aðstæður leyfa. Fleiri frístundahús verða einungis byggð á svæðum sem í aðalskipulagi eru
skilgreind sem svæði fyrir frístundabyggð."
Skipulagsráð telur að umsóknin rúmist innan skipulagsákvæða gildandi aðalskipulags Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og leggur til við sveitarstjórn að vísa erindinu til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

5.Skil á lóð; Egill Örn Júlíusson

Málsnúmer 202309029Vakta málsnúmer

Egill Örn Júlíusson skilar inn lóðinni við Hringtún 26, Dalvík
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdasviði verði falið að auglýsa lóðina Hringtún 26, Dalvík lausa til umsóknar.
Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.
Emil Júlíus Einarsson víkur af fundi kl. 14:55 við afgreiðslu málsins vegna vanhæfis.

6.Kaup á fjárhúsum sunnan Ásgarðs.

Málsnúmer 202308103Vakta málsnúmer

Á 1079.fundi byggðaráðs þann 7.september sl. var tekið fyrir erindi frá Kristínu Aðalheiði Símonardóttur, dagsett þann 30. ágúst sl., þar sem fram kemur að Kristín Aðalheiður óskar eftir viðræðum um kaup á fjárhúsum sunnan Ársgarðs og tilheyrandi lóð/landi sem þeim fylgja.Niðurstaða byggðaráðs er eftirfarandi: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beina því til Skipulagsráð að taka til skoðunar framtíð fjárhúsanna í skipulagi sveitarfélagsins.
Skipulagsráð bendir á að fjárhúsin eru á reit 407-Ó samkvæmt gildandi aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020.Svæði 407-Ó er óbyggt svæði sem skilgreint er sem framtíðarsvæði íbúabyggðar. Þar verði ekki heimilt að ráðstafa landi á þann hátt að hindri nýtingu landsins undir byggð síðar. Norðan við svæðið er landnotkunarreitur 406-V fyrir verslun og þjónustu sem er ætlað er fyrir blandaða byggð verslunar og þjónustu við íbúa. Svæðið verður andlit bæjarins gagnvart aðkomu úr suðri.
Emil Júlíus Einarsson kemur aftur til fundar kl. 15:11

7.Deiliskipulag við Böggvisbraut

Málsnúmer 202302121Vakta málsnúmer

Á 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl 2023 var eftirfarandi bókað: "Til umræðu og afgreiðslu tilboð í deiliskipulagsvinnu ofan Böggvisbrautar á Dalvík. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að taka tilboði lægstbjóðanda sem er Landmótun. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum".
Á 358.fundi sveitarstjórnar þann 25.apríl 2023 var eftirfarandi bókað: Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgeiðslu skipulagsráðs og þá tillögu að samið verði við Landmótun vegna vinnu við deiliskipulag ofan Böggvisbrautar á Dalvík. 11 aðilum var boðið að skila verðtilboði og 5 tilboð bárust.


Óskar Örn Gunnarsson, hjá Landmótun hafði ekki tök á að koma inn á fundinn.
Skipulagsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela skipulagsráðgjafa að leggja uppfærða skipulagslýsingu fyrir október fund ráðsins.

8.Deiliskipulag fyrir nýtt íbúðahverfi sunnan Dalvíkur

Málsnúmer 202205033Vakta málsnúmer

Á 10.fundi skipulagsráðs þann 10.maí var eftirfarandi bókað: Til umræðu og afgreiðslu tilboð í deiliskipulagsvinnu sunnan Dalvíkur. Niðurstaða: Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að taka tilboði Mannvits sem var lægstbjóðandi.Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum. Anna Kristín Guðmundsdóttir kom aftur inn á fundinn kl. 15:02
Á 359.fundi sveitarstjórnar þann 6.júní sl. var eftirfarandi bókað: Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs, að taka tilboði Mannvits sem átti lægsta tilboð í vinnu við deiliskipulag fyrir nýtt íbúðahverfi sunnan Dalvíkur.

Bjarki Þórir Valberg, Einar Ragnarsson og Steinþór Traustason, frá Mannvit komu inn á fundinn kl. 15:12 á Teams og fóru yfir stöðu á skipulagsvinnu við nýtt deiliskipulag sunnan Dalvíkur.
Skipulagsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela skipulagsráðgjafa að leggja drög að skipulagslýsingu fyrir októberfund ráðsins.

9.Deiliskipulag á Árskógssandi

Málsnúmer 202303040Vakta málsnúmer

Á 10.fundi skipulagsráðs þann 10.maí sl. var eftirfarandi bókað: Anna Kristín Guðmundsdóttir vék af fundi kl.14:53 vegna vanhæfis. Til umræðu og afgreiðslu tilboð í deiliskipulagsvinnu á Árskógssandi. Niðurstaða: Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að taka tilboði Mannvits sem var lægstbjóðandi. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Á 359.fundi sveitarstjórnar þann 6.júní sl. var eftirfarandi bókað: Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs að taka tilboði Mannvits sem átti lægsta boð í vinnu við deiliskipulag á Árskógssandi.

Bjarki Þórir Valberg og Einar Ragnarsson og Steinþór Traustason, frá Mannvit fóru yfir stöðu á skipulagsvinnu við nýtt deiliskipulag á Árskógssandi.
Skipulagsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela skipulagsráðgjafa að leggja drög að skipulagslýsingu fyrir októberfund ráðsins.
Bjarki Þórir Valberg, Einar Ragnarsson og Steinþór Traustason véku af fundi kl. 15:40

10.Þéttingarreitir innan Dalvíkur, kynning frá 2019

Málsnúmer 202306097Vakta málsnúmer

Ágúst Hafsteinsson arkitekt lagði fram samantekt á lóðarvalkostum við þegar byggðar götur á Dalvík sem eru ekki í áætluðum eða rétt óhöfnum deiliskipulagsverkefnum á árinu 2023.
Lagt fram til kynningar

11.Deiliskipulag miðsvæðis Dalvíkur

Málsnúmer 202202043Vakta málsnúmer

Á 1072.fundi byggðaráðs þann 29.júní sl. voru lagðar fram tillögur Ágústar Hafsteinssonar arkitekts hjá Form ráðgjöf að nýju deiliskipulagi miðsvæðis Dalvíkur. Tillögurnar voru unnar á grundvelli minnisblaðs frá skipulagsráði dags. 13. febrúar 2023. Eftirfarandi var bókað: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs um að vinnslutillaga að nýju deiliskpulagi miðsvæðis Dalvíkur verði tekin fyrir á fundi ráðsins í september og tillagan verður þá kynnt á íbúafundi í framhaldinu. Byggðaráð samþykkir jafnfram samhljóða að verkefni fái heitið "Deiliskipulag miðsvæðis Dalvíkur".
Skipulagsráð felur skipulagsráðgjafa að leggja fram drög að tillögu, skipulagsuppdrátt og greinargerð á októberfundi ráðsins.
Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.
Ágúst Hafsteinsson skipulagsráðgjafi vék af fundi kl. 16:30

12.Starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027

Málsnúmer 202304162Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir ýmis gögn og upplýsingar í tengslum við vinnu skipulagsráðs við fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027:

a) Gildandi starfsáætlun fyrir árið 2023.
b) Yfirlit yfir framkvæmdir og fjárfestingar 2023-2026.
c) Forgangslisti deiluskipulagsverkefna

Málaflokkar er heyra undir ráðið eru;
09 Skipulags- og byggingamál. Undanskilin er eftirtaldar deild: 09510; Eigna- og framkvæmdadeild.

Til umræðu hugmyndir að verkefnum, framkvæmdum, áherslum, forgangsröðun og stefna.
Skipulagráð leggur áherslu á að áfram verði fjárveiting á árinu 2024 fyrir þeim þremur deiliskipulagsverkefnum sem fóru af stað á þessu ári og nýju aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar. Á áætlunartímabilinu verði gert ráð fyrir fjárveitingu fyrir þremur nýjum deiliskipulagsverkefnum á ári, samkvæmt forgangslista ráðsins. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

13.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 202307014Vakta málsnúmer

Vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2024 þarf að yfirfara gjaldskrár og uppfæra og/eða koma með breytingatillögur.

Ofangreint til umræðu.


Lagt fram til kynningar.

14.Afgreiðslufundir byggingafulltrúa Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202105029Vakta málsnúmer

Til kynningar fundargerðir afgreiðslufunda byggingafulltrúa nr. 57 frá 27.júní 2023 , 58 frá 11.júlí 2023 og 59 frá 28.ágúst 2023
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:03.

Nefndarmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir formaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri