Byggðaráð

1073. fundur 06. júlí 2023 kl. 13:15 - 17:05 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson, aðalmaður boðaði forföll og Katrín Sif Ingvarsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202306087Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

2.Framkvæmdir 2023

Málsnúmer 202303202Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, kl. 14:50.

Á fundinum fór deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar yfir framkvæmdaáætlun 2023 og stöðu á verkefnum og framkvæmdum ársins.

Helga Íris vék af fundi kl. 15:24.
Byggðaráð þakkar Helgu Írisi fyrir kynninguna og góða yfirferð.

3.Frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og skólastjóra Dalvikurskóla og Árskógarskóla; Breyttir starfshættir í grunnskóla - viðaukabeiðni

Málsnúmer 202303015Vakta málsnúmer

Á 1072. fundi byggðaráðs þann 29. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Friðrik Arnarsson, skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, kl. 13:15. Á 282. fundi fræðsluráðs þann 14. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Friðrik Arnarson, skólastjóri Dalvíkurskóla, fór yfir hugmyndir er varða breytta starfshætti í Dalvíkurskóla. Fræðsluráð tekur mjög jákvætt í erindið og sannanlega myndi þetta auka faglegt starf í Dalvíkurskóla. Sérbókun: Monika Margrét Stefánsdóttir, leggur til að þetta verði samþykkt." Á 360. fundi sveitarstjórnar þann 20. júní sl. var eftirfarandi bókað um ofangreint: "Til máls tók: Freyr Antonsson, um 7. lið; sem leggur fram eftirfarandi bókun varðandi mál 202303015 Breyttir starfshættir grunnskóla tekið fyrir á 282.fundi fræðsluráðs þann 14.júní sl.: Með fundarboði fræðsluráðs fylgdu eftirfarandi gögn: a) Minnisblað teymiskennsla, greinargerð Gunnars Gíslasonar, forstöðumanns Miðstöðvar skólaþróunar hjá Háskólanum á Akureyri (MSHA). b) Aukning á yngra stigi_fræðsluráð, greinargerð Friðriks Arnarsonar f.h. skólastjórnenda Dalvíkurskóla. c) Minnisblað-Breyttir kennsluhættir í Grunnskóla, Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs. Frá og með næsta skólaári er fyrirhugað að breyta fyrirkomulagi sem hefur verið á yngra stigi þ.e. einn umsjónakennari og stuðningsfulltrúi með hvern bekk/árgang yfir í að þrír kennarar hafa umsjón með tveimur árgöngum/teymi auk stuðningsfulltrúa. Þetta fyrirkomulag hefur verið um nokkurt skeið á unglingastigi og gefist vel. Á 1066.fundi byggðaráðs þann 27.apríl var skólastjórnendum og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs falið að vinna áfram að málinu og leggja fyrir fræðsluráð tillögur með nánari útfærslum á fyrirkomulagi og heildarkostnaði. Fleiri tóku ekki til máls. Það er mat sveitarstjórnar að þau gögn sem fylgdu með fundarboði fræðsluráðs útfæri vel hvað það þýði faglega fyrir Dalvíkurskóla að taka upp breytta starfshætti með teymiskennslu, en það vanti upp á útfærslu á áætluðum heildarkostnaði við breytingarnar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að fela byggðaráði að kalla eftir frekari fjárhagslegum útreikningum og taka í framhaldinu ákvörðun um afgreiðslu málsins." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá skólastjóra og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 26. júní 2023, þar sem farið er yfir áætlaðan viðbótarkostnað vegna ofangreindra breytinga. Gert er ráð fyrir fjölgun stöðugilda kennara um 2,45. Einnig kemur fram að þær breytingarnar sem um ræðir eru tvíþættar, annars vegar til að koma til móts við fjölgun nemenda á yngsta og miðstigi og hins vegar til að styrkja fagleg störf kennara og nám barna. Mikilvægt er að huga vel að snemmtækum stuðningi í námi barna og koma til móts við ólíkar þarfir þeirra. Með því móti sparast tími og fé þegar börnin eldast og tryggt er að umsjónarkennarar komist yfir dagleg verkefni og kröfur sem gerðar eru til starfsins. Breyttir starfs- og kennsluhættir munu draga úr álagi í starfi og dreifa ábyrgð en á undanförnum misserum hefur álag í starfi aukist sem m.a. hefur birst í kulnun og langtímaveikindum. Erfitt er að meta óbeinan sparnað sem fylgir bættum starfsaðstæðum en hægt er að áætla að sparnaður vegna minni forfalla verði um þriðjungur miðað við sl. skólaár. Fram kemur í minnisblaðinu að þó að það séu settar fram tölur varðandi forföll og yfirvinnu, verður reynt að draga úr því eins og hægt er umfram það sem er nefnt, og munu
skólastjóri og sviðsstjóri skoða það frekar nú í haust. Mikið af þeim forfallstundum sem reiknast á Dalvíkurskóla í dag eru vegna langtímaveikinda. Til umræðu ofangreint. Gísli og Friðrik viku af fundi kl. 13:51. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tillögur að breyttum starfsháttum í Dalvíkurskóla og Árskógarskóla og felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og skólastjóra að leggja fyrir byggðaráð viðaukabeiðni við fjárhagsáætlun 2023. Byggðaráð ítrekar að ekki er komin heimild fyrir þeim breytingum sem lagðar eru til fyrr en samþykktur viðauki við fjárhagsætlun 2023 liggur fyrir. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela fræðsluráði að vinna með sviðsstjóra og skólastjórnendum grunnskóla tillögur og umgjörð að skólastarfi í Dalvíkurbyggð."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi viðaukabeiðni, dagsett þann 5. júlí 2023, frá skólastjóra Dalvíkurskóla og Árskógarskóla þar sem óskað er eftir launaviðauka að upphæð kr. 9.551.525,- nettó vegna viðbótarstöðugilda umsjónarkennara 2,45 frá og með 1. ágúst nk. Inni í upphæðinni er sparnaður á móti að upphæð kr. 2.182.648,- þar sem ekki verður ráðið aftur í 70% starf stuðningsfulltrúa sem sagt hefur starfi sínu lausu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um launaviðauka, viðauka nr. 24 við fjárhagsáætlun 2023 að upphæð kr. 9.551.525 við deild 04210 Dalvíkurskóli, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202306153Vakta málsnúmer

Freyr Antonsson vék af fundi undir þessum lið kl. 15:34 til annarra starfa og Felix Rafn Felixson tók við fundarstjórn samkvæmt samkomulagi á milli hans og Katrínar Sifjar Ingvardóttur.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum launaviðauka að upphæð kr. 7.186.874 vegna langtímaveikinda, viðauki nr. 25 við fjárhagsáætlun 2023 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Að öðru leiti er erindið bókað í trúnaðarmálabók.

5.Ósk um breytingu á deiliskipulagi Skáldalæks Ytri - grenndarkynning.

Málsnúmer 202304035Vakta málsnúmer

Á 358. fundi sveitarstjórnar þann 25. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi dags. 30. mars 2023 frá fjórum lóðarhöfum frístundahúsalóðanna í landi Skáldalæks ytri. Í erindinu óska lóðarhafar frístundalóðanna í landi Skáldalæks ytra eftir leyfi til þess að fá að breyta deiliskipulagi lóða nr. 1, 2 og 4. Breytingin felst í því að hámarksbyggingarmagn lóða nr. 1, 2 og 4 er aukið úr 110 m² uppí 170 m², annað er óbreytt. Meðfylgjandi erindinu er tillaga að deiliskipulagsbreytingu dags. 02.04.2023 sem unnin er af Ágústi Hafsteinssyni arkitekt hjá Form ráðgjöf. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan fái meðferð samkvæmt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem óveruleg deiliskipulagsbreyting. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og þá tillögu að deiliskipulagstillagan fái meðferð samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem óveruleg deiliskipulagsbreyting."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu upplýsingar og gögn um grenndarkynningu vegna breytinga á byggingarmagni.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum eftirfarandi bókun varðandi Skáldalæk Ytri:
Óveruleg deiliskipulagsbreyting vegna erindis sem barst þann 30. mars 2023 þar sem fjórir lóðarhafar frístundahúsalóðanna í landi Skáldalæks Ytri óska eftir leyfi til þess að fá að breyta deiliskipulagi lóða nr. 1, 2 og 4 þannig að hámarksbyggingarmagn innan lóðanna þriggja verði aukið úr 110 m² í 170 m². Deiliskipulagstillagan var grennarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 26. apríl til og með 24. maí 2023 fyrir eftirfarandi lóðarhöfum:
Óðni Gunnarssyni Garðatröð 1a, Pétri Jónssyni Lyngholti, Aðalbjörgu Grétu Helgadóttur, Árna Geir Helgasyni og Írisi Dagbjörtu Helgadóttur Skáldalæk-Ytri,
Eiði Árna Sigurðssyni og Ósk Sigríði Jónsdóttur Skáldalæk 1, Dalvíkurbyggð.
Grenndarkynningarferlinu lauk 24. maí 2023 án athugasemda.

Byggðaráð samþykkir tillöguna skv. 2. mgr. 43. gr., með vísun í 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Fjárhagsáætlun 2023; Stekkjarhús - viðhald - viðaukabeiðni

Málsnúmer 202206087Vakta málsnúmer

Á 7. fundi sveitarstjórnar þann 23. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 7. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 3. mars 2023 var eftirfarandi bókað: "Á 1030 fundi byggðaráðs var samþykkt að vísa til umhverfis- og dreifbýlisráðs erindi frá Gangnamannafélagi Sveinsstaðaafréttar, bréf dagsett þann 12. júní 2022 þar sem fram kemur sú ósk að sveitarfélagið komi áfram að kostnaði við framkvæmdir vegna Stekkjarhúss þar sem gamla húsið þurfi orðið upplyftingu. Umhverfis- og dreifbýlisráð frestaði afgreiðslu erindisins og óskaði jafnramt eftir því að forsvarsmenn Gangnamannafélags Sveinsstaðaafréttar komi á fund umhverfis- og dreifbýlisráðs til að gera nánari grein fyrir erindinu. Á 6. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs var lagt til að samningur við Gangnamannafélag Sveinsstaðaafréttar verði endurskoðaður og drög að honum lögð fyrir ráðið. Eins verður viðhaldskostnaðaráætlun uppfærð.Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir leigusamninginn með áorðnum breytingum á fundinum og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Lagt er til að stofnuð verði deild um fasteignina í bókhaldi og sótt um viðauka fyrir kostnaði við endurbætur sem gangnamannafélagið óskar eftir í framlögðu erindi. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi drög að leigusamningi á milli Dalvíkurbyggðar og Gangnamannafélags Sveinstaðaafréttar um leigu á Stekkjarhúsi ásamt bragga í Sveinsstaðaafrétt. Samningstíminn er 4 ár frá og með 1. apríl nk."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeidlar, dagsett þann 30. júní sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023 að upphæð kr. 1.126.348 á deild 31450-4610 vegna endurbóta á þaki og klæðingu samkvæmt erindi frá Gangnamannafélagi Sveinsstaðaafréttar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2023,viðauki nr. 26 að upphæð kr. 1.126.348 á lið 31450-4610 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

7.Frá Orkusölunni ehf.; Upprunaábyrgðir vegna raforku.

Málsnúmer 202307004Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Orkusölunni, rafpóstur dagsettur þann 30. júní 2023 þar sem fram kemur að frá og með 1.1.2023 fylgja upprunaábyrgðir ekki sjálfkrafa með kaupum á raforku. Það helgast af ákvörðun Landsvikjunnar að selja upprunaábyrgðir frekar á sérstökum markaði í stað þess að afhenda með sinni heildsölu.

Í kjölfar breytinganna þurfa viðskiptavinir Orkusölunnar að taka ákvörðun um hvort þeir vilji kaupa raforku með upprunaábyrgðum. Viðskiptavinir Orkusölunnar eru hvattir til að taka meðvitaða ákvörðun og kynna sér vel þau tækifæri sem eru í boði.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa erindinu til umhverfis- og dreifbýlisráðs til umfjöllunar.

8.Fundagerðir stjórnar Dalbæjar 2023, maí.

Málsnúmer 202302036Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórn Dalbæjar frá 17. maí sl.
Lagt fram til kynningar.

9.Starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027

Málsnúmer 202304162Vakta málsnúmer

a) Með fundarboði byggðaráðs fylgdu fyrstu drög að forsendum Dalvíkurbyggðar með fjárhagsáætlun 2024.

b) Samkvæmt tímaramma fjárhagsáætlunar 2024 þá á byggðaráð að fjalla um hugmyndir að verkefnum, framkvæmdum, áherslum, forgangsröðun og stefnu á tímabilinu 04.05.2023 - 21.09.2023 og tillögur að verklagi, fjárhagsleg viðmið og áhættumat á tímabilinu 11.05.2023-21.09.2023.

c) Frumdrög að fjárhagsrömmum:
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að yfirliti framkvæmdastjórnar um mögulegar breytingar á málaflokkum.
Lagt fram til kynningar.

10.Menningarráð - 96, frá 28.06.2023

Málsnúmer 2306009FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum og ekkert þarfnast afgreiðslu.
Lagt fram til kynningar.

11.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 125, frá 30.06.2023.

Málsnúmer 2306011FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 18 liðum.
Liður 5 er sér liður á dagskrá.
Liður 6 er sér liður á dagskrá.
Liður 7 er sér liður á dagskrá.
Liður 16 er sér liður á dagskrá.
Lagt fram til kynningar.
  • Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 125 Veitu- og hafnarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að fara í viðhald á inntaki fyrir heitt og kalt vatn við fasteignina Ránarbraut 1, Dalvík.

    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs um að farið verði í viðhald á inntaki fyrir heitt og kalt vatn við fasteignina að Ránarbraut 1.
  • Orkusjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki til jarðhitaleitar. Áherslur sjóðsins snúa að því að ráðast í átak við leit að heitu vatni á þeim svæðum þar sem nú er notuð raforka og/eða olía til húshitunar og vísað til loftslagsmarkmiða.

    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 125 Veitu- og hafnarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela sveitarstjóra í samráði við ÍSOR að sækja um styrk til jarðhitaleitar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs um að sótt verði um styrk í samráði við ÍSOR til jarðhitaleitar.
  • Veitu- og hafnarráð tók málið fyrir á 123.fundi sínum þann 5.apríl sl. og var eftirfarandi bókað:
    "Farið yfir skýrslu Mannvits og virkjun Brimnesár rædd. Veitu- og hafnaráð sér ekki að Dalvíkurbyggð eigi að vera að fara í þessháttar framkvæmdir. Ráðið beinir því til byggðaráðs að haldinn verði íbúafundur sem allra fyrst til þess að kynna íbúum innihald skýrslunnar. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
    Á 1064.fundi byggðaráðs þann 13.apríl var eftirfarandi bókað: "Byggðaráð felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að undirbúa fundinn og hann fari fram sem fyrst í maí."
    Íbúafundur var haldinn 3.maí í Menningarhúsinu Bergi, Dalvík.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 125 Veitu- og hafnaráð leggur til við byggðaráð að skoðað verði að bjóða út réttindi til virkjunar Brimnesár. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum. Niðurstaða þessa fundar Frestað Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fresta ofangreindu máli.
  • Norðursigling sækir um að setja upp svokallaðan "sendiherra" á höfninni á Árskógssandi, helst hjá Hríseyjarferjunni. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 125 Veitu - og hafnarráð samþykkir með 4 atkvæðum að leyfa Norðursiglingu að setja upp sendiherra við norðurgarð á höfninni á Árskógssandi í sínu nærumhverfi. Veitu- og hafnaráðs áréttar að þessi framkvæmd er byggingaleyfisskyld og vísar erindinu til byggingafulltrúa. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs og heimildar Norðursiglingu að setja upp sendiherra við Norðurgarð á höfnunni á Árskógssandi með fyrirvara um byggingaleyfi frá byggingafulltrúa.

Fundi slitið - kl. 17:05.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson, aðalmaður boðaði forföll og Katrín Sif Ingvarsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs