Sveitarstjórn

361. fundur 19. september 2023 kl. 16:15 - 17:54 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði forseti eftir heimild til að bæta við 2 málum á dagskrá;
Liður 35 og liður 36; mál 202309086 og mál 202309087.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að bæta þessu málum við á dagskrá sveitarstjórnar.

Forseti gerði grein fyrir að dagskrárliðir fundar skipulagsráðs og umhverfis- og dreifbýlisráð sem tilgreindir eru sem sér liðir á dagskrá undir fundargerðum viðkomandi ráða eru til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar þótt þeir hafi ekki birst á útsendri dagskrá sem tölusettir liðir.

Forseti kallaði eftir hvort væru athugasemdir við fundarboð eða fundarboðun og komu ekki fram athugasemdir.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1079, frá 07.09.2023

Málsnúmer 2309003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11 liðum.
Liður 2 er sér liður á dagskrá; mál 202305057
Liður 3 er sér liður á dagskrá; mál 202110066
Liður 6 er sér liður á dagskrá; mál 202308103
Liður 10 er sér liður á dagskrá; mál 202308038
Liður 11 er sér liður á dagskrá; mál 202209042
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1080, frá 14.09.2023

Málsnúmer 2309009FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11 liðum.
Liður 2 er sér liður á dagskrá; mál 202309061.
Liður 3 er sér liður á dagkskrá; mál 202306019.
Liður 4 er sér liður á dagskrá; mál 202304162.
Liður 7 er sér liður á dagskrá; mál 202203147.
Liður 9 er sér liður á dagskrá; mál 202309042.

Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Félagsmálaráð - 271, frá 12.09.2023, frá 12.09.2023.

Málsnúmer 2309004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 15 liðum.
Liður 8 er sér liður á dagskrá; mál 202206106.
Liður 11 er sér liður á dagskrá; mál 202309009.
Enginn tók til máls.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Fræðsluráð - 284, frá 13.09.2023

Málsnúmer 2309006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11 liðum.
Liður 9 er sér liður á dagskrá; mál 202309047
Liður 10 er sér liður á dagskrá; mál 20230951
Til máls tók:
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir um lið 11.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að setja 11 lið, mál 202304046, sem sér lið á dagskrá sveitarstjórnar.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Íþrótta- og æskulýðsráð - 151; 05.09.2023

Málsnúmer 2309001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 9 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Menningarráð - 97, frá 07.09.2023

Málsnúmer 2308005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Skipulagsráð - 12, frá 13.09.2023

Málsnúmer 2309008FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 14. liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá; mál 202308118.
Liður 2 er sér liður á dagskrá; mál 202205034.
Liður 4 er sér liður á dagskrá; mál 202210071.
Liður 5 er sér liður á dagskrá; mál 202309029.
Liður 6 er sér liður á dagskrá; mál 202308103.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Umhverfis- og dreifbýlisráð - 12, frá 08.09.2023

Málsnúmer 2309005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 12 liðum.
Liður 4 er sér liður á dagskrá; mál 202305090.
Liður 11 er sér liður á dagskrá; mál 202307016.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Ungmennaráð - 40, frá 08.09.2023

Málsnúmer 2309007FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 2 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 127, frá 06.09.2023

Málsnúmer 2309002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 9 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá; mál 202306117.
Liður 2 er sér liður á dagskrá; mál 202303130.
Liður 3 er sér liður á dagkskrá; mál 202304143.
Liður 4 er sér liður á dagskrá; mál 202308034.
Liður 9 er sér liður á dagskrá; mál 202304162.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027

Málsnúmer 202304162Vakta málsnúmer

a) Forsendur með fjárhagsáætlun 2024.
b) Tillaga að breytingum á launakjörum kjörinna fulltrúa frá og með 1.1.2024.
c) Tillaga að fjárhagsramma vegna fjárhagsáætlunar 2024.
d) Breytingar á tímaramma með fjárhagsáætlun 2024.
e) Tillaga frá veitu- og hafnaráðs varðandi úttekt á Hafnasjóði.

Á 1080. fundi byggðaráðs þann 14. september sl. var eftirfarandi bókað:
Á 1079. fundi byggðaráðs þann 7. september sl. var eftirfarandi bókað:
"a) Afgreiðsla á forsendum. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að forsendum með fjárhagsáætlun 2024 ásamt fylgigögnum.
b) Afgreiðsla á fjárhagsramma 2023. Með fundarboði byggðaráða fylgdi tillaga að fjárhagsramma 2024 ásamt yfirlit yfir þróun málaflokka 2019-2023 og öðrum fylgigögnum.
Niðurstaða:a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu um viku. b) Byggðráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu um viku." Á fundinum var einnig farið yfir fyrstu niðurstöður úr launaáætlun 2024 samkvæmt þarfagreiningum stjórnenda í samanburði við launaáætlun 2023 ásamt breytingum á stöðugildum á milli ára.
Niðurstaða:a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að forsendum eins og þær liggja fyrir.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að breytingum á launum kjörinna fulltrúa.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsramma 2024 eins og hann liggur fyrir með þeirri breytingu að forsenda fyrir almennum hækkunum útgjalda verði 2% í stað 4,9%.
d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að lengja skilafrest stjórnenda til og með 2. október nk. í stað 25. september nk.

Á 127. fundi veitu- og hafnaráðs þann 6. september sl. var eftirfarandi bókað:
Farið var yfir leiðbeiningar við gerð fjárhagsáætlunar, stöðu veitu- og hafna. Niðurstaða:Veitu- og hafnaráð þakkar Guðrúnu Pálínu Jóhannsdóttur fyrir komuna og hennar innlegg til fundarins. Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að gerð verði úttekt á rekstri hafna Dalvíkurbyggðar í ljósi hallareksturs. Í 17.gr. Hafnalaga segir "miða skal við að gjaldtaka standi undir rekstri hafnarinnar" en það er ljóst miðað við rekstur síðastliðinna ára að höfnin er rekin með tapi. Mikilvægt er að halda áfram að leita leiða til þess að snúa rekstrinum við.



Enginn tók til máls.



a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda og fyrirliggjandi tillögu byggðaráðs að forsendum með fjárhagsáætlun 2024.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda og fyrirliggjandi tillögu byggðaráðs að breytingum á launum kjörinna fulltrúa frá og með 1.1.2024.
c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda og fyrirliggjandi tillögu byggðaráðs að fjárhagsramma 2024 vegna vinnu við fjárhagsáætlun.
d) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda og fyrirliggjandi tillögu byggðaráðs að breytingum á tímaramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun þannig að skil verði 2. október nk. í stað 25. september nk.
e) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu veitu- og hafnaráðs um að gerð verði úttekt á rekstri hafna Dalvíkurbyggðar í ljósi hallareksturs.

12.Frá 1079. fundi byggðaráðs þann 07.09.2023; Viðauki vegna slökkviliðsbíls.

Málsnúmer 202110066Vakta málsnúmer

Á 1079. fundi byggðaráðs þann 7. september sl.var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 30. ágúst sl., þar sem fram kemur að á fundi með framkvæmdastjóra Ólafs Gíslasonar & co., umboðsaðila slökkvibilaframleiðandans WISS, þann 29. ágúst sl., kom fram að framleiðandinn getur ekki staðið við áætlaðan afhendingartíma. Samið var um að afhending bílsins yrði í lok þess árs. Fram kemur að WISS getur afhent 1 af þeim 6 bílum sem áætlað var á réttum tíma en hinir 5 munu verða afhentir í mars 2024. Ákveðið hefur verið, á fundi með öðrum kaupendum bílanna, að sá bíll sem kemur á þessu ári fari til Hafnar í Hornafirði. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig afrit af bréfi WISS til Ólafs Gíslasonar & Co., dagsett þann 30. ágúst sl., er varðar seinkun á framleiðslu. Niðurstaða:Lagt fram til kynningar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að gerður verði viðauka við fjárhagsáætlun 2023, viðauki nr. 31, að upphæð kr. 88.000.000, á deild 32200, lið 11505 og verkefni E2202, og að honum verði mætt með hækkun á handbæru fé. Gera þarf því ráð fyrir innkaupum á slökkviliðsbílnum í fjárhagsáætlun 2024."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 31 við fjárhagsáætlun 2023 þannig að liður 32200-11505 lækki um kr. 88.000.000 vegna fjárfestingar og kaupa á slökkviliðsbíl vegna seinkunnar á afhendingu á bílnum til ársins 2024. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanumm verði mætt með hækkun á handbæru fé.

13.Frá 1080. fundi byggðaráðs þann 14.09.2023; Beiðni um launaviðauka.

Málsnúmer 202309061Vakta málsnúmer

Á 1080. fundi byggðaráðs þann 14. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með atkvæðum viðauka að upphæð kr. 1.548.377 á deild 02300, viðauki nr. 32 við fjárhagsáætlun 2023, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 32 við fjárhagsáætlun 2023 að upphæð kr. 1.548.377 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

14.Frá 1079. fundi byggðaráðs þann 07.09.2023; Nýsköpunar- og þróunarsjóður 2023

Málsnúmer 202305057Vakta málsnúmer

Á 1079. fundi byggðaráðs þann 7. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Silja Dröfn Jónsdóttir, innheimtufulltrúi og fyrrv. upplýsingafulltrúi, og Friðjón Árni Sigurvinsson, upplýsingafulltrúi, kl. 14:00. Dalvíkurbyggð auglýsti opið fyrir umsóknir um styrki úr Nýsköpunar- og þróunarsjóði sveitarfélagsins vegna ársins 2023 þann 10. maí sl. Umsóknarfrestur var til og með 11. júní sl. https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir-og-tilkynningar/opid-fyrir-umsoknir-i-nyskopunar-og-throunarsjod-dalvikurbyggdar-4 Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað fyrrv. upplýsingafulltrúa þar sem fram kemur að alls bárust þrjár umsóknir um styrki úr Nýsköpunar- og þróunarsjóði Dalvíkurbyggðar árið 2023. Umsækjendur eru: Gísli Þór Brynjólfsson fyrir hönd G.Þ.B. ehf., Júlía Margrét Rúnarsdóttir Guðrún Inga Hannesdóttir fyrir hönd Daley hönnun ehf. Upplýsingafulltrúi gerði grein fyrir umsóknunum. Umsóknirnar hafa verið metnar út frá reglum um Nýsköpunar- og þróunarsjóð Dalvíkurbyggðar og metur upplýsingafulltrúi þær styrkhæfar. Silja Dröfn og Friðjón Árni viku af fundi kl. 14:19. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi tillögu upplýsingafulltrúa um úthlutun styrkja; G.Þ.B. ehf. kr. 300.000. Vísað á lið 13800-9145. Júlía Margrét Rúnarsdóttir, kr. 500.000. Vísað á lið 13800-9145. Daley hönnun ehf. kr. 500.000. Vísað á lið 13800-9145. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Nýsköpunar- og þróunarsjóðurinn og úthlutunarreglur verði tekið til endurskoðunar."
Til máls tóku:
Freyr Antonsson, sem leggur fram eftirfarandi tillögu um að Nýsköpunar- og þróunarsjóðurinn verði tekinn til endurskoðunar.

Monika Margrét Stefánsdóttir.


Fleiri tóku ekki til máls.



a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og eftirfarandi úthlutun styrkja úr Nýsköpunar- og þróunarsjóði;
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi tillögu upplýsingafulltrúa um úthlutun styrkja; G.Þ.B. ehf. kr. 300.000. Vísað á lið 13800-9145. Júlía Margrét Rúnarsdóttir, kr. 500.000. Vísað á lið 13800-9145. Daley hönnun ehf. kr. 500.000. Vísað á lið 13800-9145.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar um að Nýsköpunar- og þróunarsjóðurinn verði tekinn til endurskoðunar.

15.Frá 1080. fundi byggðaráðs þann 14.09.2023; Styrktarsjóður EBÍ 2022 - skilti "Austur á sand".

Málsnúmer 202203147Vakta málsnúmer

Á 1080. fundi byggðaráðs þann 14. september sk. var eftirfarandi bókað:
"Á 1028. fundi byggðaráðs þann 16. júní 2022 var efirfarandi bókað: "Á 1025. fundi byggðaráðs þann 19. apríl sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1023. fundi byggðaráðs þann 31. mar sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 24. mars 2022, er varðar Styrktarsjóð EBÍ. Umsóknarfrestur er til loka apríl. Hver aðildarsveitarfélag getur sent inn eina umsókn. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjórn að koma með tillögu að verkefni sem sækja á um fyrir í sjóðinn." Á fundi framkvæmdastjórnar þann 11. apríl sl. var ofangreint til umfjöllunar og tillaga er um að ítreka umsóknina frá því í fyrra um styrk til hönnunar og uppsetningu á skilti sem vísar vegfarendum á útivistarsvæðið "austur á sandi". Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu." Tekið fyrir erindi frá EBÍ, dagsett þann 31. mai sl., þar sem fram kemur að Dalvíkurbyggð fékk úthlutað styrk að upphæð kr. 300.000 vegna verkefnisins "Austur á sand - upplýsingaskilti". Niðurstaða:Lagt fram til kynningar og vísað til skiltanefndar sveitarfélagsins." Með fundarboði fylgdu eftirfarandi gögn: Greinargerð sveitarfélagsins vegna úthlutunar til EBÍ, dagsett þann 28. apríl 2023. Minnisblað upplýsingafulltrúa um stöðu verkefnisins og hugmyndir um staðsetningu. Kostnaðaráætlun. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa kostnaði sveitarfélagsins vegna skiltisins umfram styrk EBÍ, áætlað kr. 200.000, á lið 11030-4396 í fjárhagsáætlun 2023."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að vísa áætluðum kostnaði sveitarfélagsins, kr. 200.000, umfram styrk úr Styrktarsjóði EBÍ vegna skiltisins "Austur á sand" á lið 11030-4396 í fjárhagsáætlun 2023.

16.Frá 284. fundi fræðsluráðs þann 13.09.2023; Viðmið vegna lágmörksmönnunar í leikskólum Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202309047Vakta málsnúmer

Á 284. fundi fræðsluráðs þann 13. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir drög að reglum, er varðar viðmið vegna lágmarksmönnunar í leikskólum í Dalvíkurbyggð.Niðurstaða:Fræðsluráð samþykkir með fjórum atkvæðum viðmiðunarreglur vegna lágmarksmönnuunar í leikskólanum á Krílakoti. Viðmið vegna leikskólans í Árskógi verða lögð fyrir á næsta fundi hjá fræðsluráði í október."
Til máls tók:
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðsluráðs og meðfylgjandi drög að reglum er varðar viðmið vegna lágmarksmönnunar í leikskólanum Krílakoti.

17.Frá 284. fundi fræðsluráðs þann 13.09.2023; Starfsmannamál á Krílakoti 2023 - tillaga um úttekt á fjölda stöðugilda í leik- og grunnskólum Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 202309051Vakta málsnúmer

Á 284. fundi fræðsluráðs þann 13. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin umræða um hvernig við getum unnið að því að lokkað starfsfólk til vinnu hjá leikskólum í Dalvíkurbyggð.Niðurstaða:Fræðsluráð samþykkir með fjórum atkvæðum að fela sviðsstjóra að semja við utanaðkomandi fyrirtæki til þess að gera úttekt á stöðugildum og starfsemi hjá leik - og grunnskólum í Dalvíkurbyggð. Ef þessi vinna rúmast ekki innan fjárhagsramma er sviðstjóra falið að sækja um viðauka fyrir henni"
Til máls tók:
Freyr Antonsson sem leggur til að sviðsstjóra fræðslu og menningarsviðs verði falið að gera verðkönnun í úttekt á stöðugildum og starfsemi hjá leik- og grunnskólum í Dalvíkurbyggð og leggja niðurstöðuna fyrir næsta fund fræðsluráðs

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitartjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

18.Frá 1080. fundi byggðaráðs þann 14.09.2023; Drög að samningi um sérfræðiþjónustu

Málsnúmer 202306019Vakta málsnúmer

Á 1080. fundi byggðaráðs þann 14. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:41. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Heilsu- og sálfræðiþjónustunnar um sérfræðiþjónustu sem Dalvíkurbyggð óskar eftir og Heilsu- og sálfræðiþjónustan hefur mannauð til að veita, þar á meðal þjónustu við leik-og grunnskóla, frístund og félagsþjónustu. Samningurinn er til þriggja ára með möguleika á framlengingu í tvör ár, eitt ár í senn. Sviðsstjórar félagsmálasviðs og fræðslu- og menningarsviðs gerðu grein fyrir ofangreindum samningsdrögum. Málið hefur verið kynnt á fundum fræðsluráðs í júní, ágúst og september. Eyrún og Gísli viku af fundi kl. 13:56.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum samningsdrögin eins og þau liggja fyrir og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samningsdrög á milli Dalvíkurbyggðar og Heilsu- og sálfræðiþjónustunnar um sérfræðiþjónustu til þriggja ára með möguleika á framlengingu í tvö ár, eitt ár í senn.

19.Frá 271. fundi félagsmálaráðs þann 12.09.2023; Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta 2024

Málsnúmer 202309009Vakta málsnúmer

Á 271. fundi félagsmálaráðs þann 12. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi dags. 30.08.2023 frá Stígamótum. Árlega leita Stígamót til allra sveitarstjórna til þess að óska eftir fjárstuðningi og samstarfi um reksturinn. Árið 2022 leituðu 910 einstaklingar til Stígamóta. Um helmingur þeirra sem nýta sér þjónustuna á hverju ári búa utan Reykjavíkur - ekki er þó boðið upp á viðtöl á landsbyggðinni. Niðurstaða:Félagsmálaráð hafnar erindinu með fimm greiddum atkvæðum en mun styrkja Aflið á Akureyri, systrafélag Stígamóta. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagsmálaráðs um að hafna erindi frá Stígamótum um fjárstuðning árið 2024.

20.Frá 1079. fundi byggðaráðs þann 07.09.2023 og 12. fundi skipulagsráðs þann 13.09.2023; Kaup á fjárhúsum sunnan Ásgarðs.

Málsnúmer 202308103Vakta málsnúmer

a) Á 1079. fundi byggðaráðs þann 7. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Kristínu Aðalheiði Símonardóttur, dagsett þann 30. ágúst sl., þar sem fram kemur að Kristín Aðalheiður óskar eftir viðræum um kaup á fjárhúsum sunnan Ársgarðs og tilheyrandi lóð/landi sem þeim fylgja.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beina því til Skipulagsráð að taka til skoðunar framtíð fjárhúsanna í skipulagi sveitarfélagsins."

b) Á 12. fundi skipulagsráðs þann 13. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1079.fundi byggðaráðs þann 7.september sl. var tekið fyrir erindi frá Kristínu Aðalheiði Símonardóttur, dagsett þann 30. ágúst sl., þar sem fram kemur að Kristín Aðalheiður óskar eftir viðræðum um kaup á fjárhúsum sunnan Ársgarðs og tilheyrandi lóð/landi sem þeim fylgja.Niðurstaða byggðaráðs er eftirfarandi: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beina því til Skipulagsráð að taka til skoðunar framtíð fjárhúsanna í skipulagi sveitarfélagsins.Niðurstaða:Skipulagsráð bendir á að fjárhúsin eru á reit 407-Ó samkvæmt gildandi aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020.Svæði 407-Ó er óbyggt svæði sem skilgreint er sem framtíðarsvæði íbúabyggðar. Þar verði ekki heimilt að ráðstafa landi á þann hátt að hindri nýtingu landsins undir byggð síðar. Norðan við svæðið er landnotkunarreitur 406-V fyrir verslun og þjónustu sem er ætlað er fyrir blandaða byggð verslunar og þjónustu við íbúa. Svæðið verður andlit bæjarins gagnvart aðkomu úr suðri. "
Til máls tók:
Freyr Antonsson sem leggur til að vísa áfram framtíð fjárhúsanna til skoðunar í byggðaráði.


Fleiri tóku ekki til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að hafna erindi um viðræður um kaup á fjárhúsum sunnan Ásgarðs og tilheyrandi lóð/landi sem þeim fylgja.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta um að vísa áfram til skoðunar í byggðaráði framtíð fjárhúsanna.

21.Frá 1079. fundi byggðaráðs þann 07.09.2023; Þróunarsvæði Selárlandið

Málsnúmer 202308038Vakta málsnúmer

Á 1079. fundi byggðaráðs þann 7. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1078. fundi byggðaráðs þann 31. ágúst sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1075. fundi byggðaráðs þann 27. júlí sl. samþykkti byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum að auglýsa hluta úr Selárlandinu sem þróunarsvæði og felur sveitarstjóra að vinna að minnisblaði fyrir byggðaráð. Mál 202306065. Tekið fyrir minnisblað sveitarstjóra er varðar þróunarreit ofan Hauganess, dagsett þann 30. ágúst 2023. Katrin Sif vék af fundi undir þessum lið kl. 16:13. Lagt fram til kynningar og málið verður tekið áfram til umfjöllunar á næsta fundi." Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeirri vinnu sem átt hefur sér stað frá síðasta fundi um ýmis álitaefni.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu máli og tillögu að auglýsingu eins og hún liggur fyrir til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Til máls tók:
Freyr Antonsson, sem leggur til að sveitarstjórn samþykki meðfylgjandi tillögu að auglýsingu og felur sveitarstjóra að auglýsa hluta úr landi Selár sem þróunarsvæði sem og að sveitarstjórn samþykki að auglýsingin verði kynnt á íbúafundi í Árskógi. Sveitarstjóra sé falið að finna dagsetningu fyrir fundinn.



Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta.

22.Frá 127. fundi veitu- og hafnaráðs þann 06.09.2023; Umsókn um heimlögn

Málsnúmer 202306117Vakta málsnúmer

Á 127. fundi veitu- og hafnaráðs þann 6. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir umsókn Önnu Baldvinu Jóhannesdóttur um heimlögn fyrir heitt og kalt vatn og rotþró.Niðurstaða:Veitu- og hafnarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum framlagða umsókn. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs og staðfestir umsókn Önnu Baldvinu Jóhannesdóttur um heimlögn fyrir heitt vatn, kalt vatn og rotþró fyrir einbýlishús að Hrísum.

23.Frá 127. fundi veitu- og hafnaráðs þann 06.09.2023; Rekstur fiskeldisstöðvar á Hauganesi

Málsnúmer 202303130Vakta málsnúmer

Á 127. fundi veitu- og hafnaráðs þann 6. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 124.fundi veitu- og hafnaráðs var veitt heimild til borunar á tilraunaholu og vatnslögn frá henni að eldisstöðinni á Hauganesi. Veitu- og hafnaráð leggur til að veitt verði heimild til borun tilraunaholu og vatnslögn frá henni að eldisstöðinni á Hauganesi. Halda skal raski á klöpp og gróðri í lágmarki og ganga snyrtilega frá borholunni við verklok þannig að ummerki um framkvæmdina verði í lágmarki. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum. Afgreiðsla veitu- og hafnaráðs var staðfest á fundi sveitarstjórnar þann 6.júní sl. Fyrir fundinum liggur umsókn Ocean EcoFarm ehf um framkvæmdaleyfi til þess að bora vinnsluholu. Borstæði verður innan við 20 metra frá núverandi borholu. Jafnframt egna heimilda landeiganda til gjaldtöku af borholuvatni er óskað eftir afstöðu Dalvíkurbyggðar, um hvort sveitarfélagið hyggst nýta þann rétt sinn til gjaldtöku af jarðsjó.Niðurstaða:Veitu- og hafnarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt fyrir vinnsluholu. Veitu- og hafnaráð hefur hug á að heimsækja fyrirtækið við fyrsta tækifæri. Ákvörðun um gjaldtöku er frestað."
Til máls tók Helgi EInarsson sem leggur til að þessum lið verði vísað til skipulagsráðs.


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Helga Einarssonar um að vísa erindi Ocean EcoFarm dags. 25. ágúst 2023 um umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir nýrri borholu fyrir jarðsjó á Hauganesi og afstöðu Dalvíkurbyggðar til gjaldtöku til skipulagsráðs.

24.Frá 127. fundi veitu- og hafnaráðs þann 06.09.2023; Umsókn um niðursetningu á rotþró við Læk

Málsnúmer 202308034Vakta málsnúmer

Á 127. fundi veitu- og hafnaráðs þann 6. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Veitu- og hafnaráð samþykkir með þrem atkvæðum fyrirliggjandi umsókn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs um umsókn um niðursetningu rotþróar við Læk.

25.Frá 1079. fundi byggðaráðs þann 07.09.2023; Öldugata 31 - ósk um breytingu á deiliskipulagi - umsagnabeiðni Skipulagsstofnunar.

Málsnúmer 202209042Vakta málsnúmer

Á 1079. fundi byggðaráðs þann 7. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1076. fundi byggðaráðs þann 17. ágúst sl. var eftirfarandi bókað: "Á 358. fundi sveitarstjórnar þann 25. apríl sl. var eftirfarandi bókað: Á 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl sl. var eftirfarandi bókað: Óveruleg deiliskipulagsbreyting var grennarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirfarandi lóðarhöfum: Öldugötu 25, 27 og 29, Öldugötu 12-16, 18, 22. Ægisgötu 13, 15, 17, 19, 19a, 21 og 23. Grenndarkynningarferlinu lauk 4. apríl án athugasemda. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir tillögu að óverulegri deiliskipulagsbreytingum skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna Öldugötu 31 á Árskógssandi. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun, dagsett þann 20. júlí sl., þar sem fram kemur að Laxós ehf. hefur sent Skipulagsstofnun meðfylgjandi tilkynningu um breytingu á staðsetningu seiðaeldis, skv. 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Í samræmi við 20. gr. laga nr. 111/2021 er hér með óskað eftir að gefin verði umsögn um ofangreinda framkvæmd. Í umsögninni skal koma fram eftir því sem við á, hvort nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á. Jafnframt hvort og þá hvaða atriði talið sé að þurfi að skýra frekar og hvort þau kalli á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð og eru á starfssviði umsagnaraðila. Óskað er eftir umsögn frá sveitarfélaginu fyrir 22. ágúst nk. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela starfsmönnum ásamt skipulagsfulltrúa að gera drög að umsögn til Skipulagsstofnunar." Fram kom á fundinum að sótt var um frest til Skipulagsstofnunar um skil. Sveitarstjóri gerði grein fyrir tillögum að svarbréfum sem unnin eru með skipulagsfulltrúa, Ágústi Hafsteinssyni, dagsett þann 7. september 2023. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tillögur að svarbréfum til Skipulagsstofnunar og Laxós ehf."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi svarbréf til Skipulagsstofnunar og Laxós ehf.

26.Frá 1080. fundi byggðaráðs þnn 14.09.2023; Mál nr. 2023-045088 Beiðni um umsögn um umsókn um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað

Málsnúmer 202309042Vakta málsnúmer

Á 1080. fundi byggðaráðs þann 14. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett þann 6. september 2023, þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað að Öldugötu 22.. Um er að ræða umsókn Bruggsmiðjunar Kalda ehf. um leyfi til sölu áfengis sem er að rúmmáli minna en 12% af hreinum vínanda. Umsögn sveitarstjórnar skal vera skýr og rökstudd og í henni koma fram hvort skilyrði sem talin eru upp í 5 liðum séu uppfyllt. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofanreindu máli til skoðunar og umsagnar hjá byggingafulltrúa, slökkviliðsstjóra og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra fyrir fund sveitarstjórnar þann 19. september nk. "
Forseti gerði grein fyrir að ekki liggja fyrir frekari gögn eða umsagnir.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn.

27.Frá 127. fundi veitu- og hafnaráðs þann 06.09.2023; Reglugerð Fráveitu Dalvíkurbyggðar, endurskoðun

Málsnúmer 202304143Vakta málsnúmer

Á 127. fundi veitu - og hafnaráðs þann 6. september sl. var eftifarndi bókað:
"Veitu- og hafnaráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggandi drög að reglugerð."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi drög að reglugerð um Fráveitu Dalvíkurbyggðar sem samin er af Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, sbr. 59. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

28.Frá 271. fundi félagsmálaráðs þann 12.09.2023; Jafnréttisáætlun 2022-2026

Málsnúmer 202206106Vakta málsnúmer

Á 271. fundi félagsmálaráðs þann 12. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá Jafnréttisstofu dags. 31. ágúst 2023 þar sem farið var yfir drög að jafnréttisáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árin 2023-2026. Gerðar voru 3 athugasemdir við drögin sem snéru af því að vísa í lagagreinar hvað varðar hinsegin fræðslu og meðferð við ráðstöfun fjármagns.Niðurstaða:Félagsmálaráð samþykkir með fimm greiddum atkvæðum Jafnréttisstefnu Dalvíkurbyggðar með þar til gerðum breytingum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að Jafnréttisáætlun Dalvíkurbyggðar 2022-2026.

29.Frá 12. fundi skipulagsráðs frá 13.09.2023; Umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 202308118Vakta málsnúmer

Á 12. fundi skipulagsráðs þann 13. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsráðs um erindið. Þór Ingvason á Bakka er að sækja um stöðuleyfi vegna gáms við hestahólf í landi Bakka. Niðurstaða:Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við veitingu stöðuleyfis. Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að vísa erindinu til byggingarfulltrúa til fullnaðarafgreiðslu. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs um að vísa erindinu til byggingarfulltrúa til fullnaðarafgreiðslu.

30.Frá 12. fundi skipulagsráðs þann 13.09.2023; Umsókn um lóð - Hringtún 10

Málsnúmer 202205034Vakta málsnúmer

Á 12. fundi skipulagsráðs þann 13. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 58.afgreiðslufundi byggingafulltrúa sem haldinn var 11.júlí sl. var eftirfarandi bókað: "HHS verktakar ehf. kt. 590517-2080, Daggarlundi 12 600 Akureyri, sækja um byggingarleyfi vegna nýbyggingar 200 fm einbýlishúss á lóðinni Hringtúni 10, Dalvík. Erindinu fylgja uppdrættir frá Rögnvaldi Harðarsyni dags. 2023-06-16. Byggingarfulltrúi samþykkir erindið." Með greinargerð deiliskipulagsins er ákvæði um umsögn skipulagsráðs og skipulagshönnuðar vegna byggingarleyfisumsókna. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi umsögn skipulagshöfundar vegna Hringtúns 10 á Dalvík, dagsett þann 6. júlí sl. Að mati skipulagshöfundar verður ekki séð að það frávik sem gert er ráð fyrir frá hæðarskilmálum gangi á hlut næstu nágranna svo teljandi sé, s.s. valdi auknu skuggavarpi á útivistarsvæði næstu nágranna né skerði útsýni þeirra. Frávikið sem felst í aukinni hæð vesturútveggs snýr að Hringtúni 9a - 9c sem er raðhús á einni hæð og stendur nokkuð hærra en fyrirhuguð nýgging. Sunnan við Hringtún 10 er gluggalaus langveggur á bílgeymslu Hringtúns 9 og þar hefur umrætt frávik á lóð Hringtúns frá skilmálum engin teljandi árhif. Varðandi þau útlitslegu gæði sem raunhæft er að sé að fara fram á er því til að svara að um er að ræða einfalt og stílhreint hús.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði heimilt að vinna óverulega deiliskipulagsbreytingu og erindið fái málsmeðferð sem óveruleg deiliskipulagsbreyting skv. 2.mgr.43.gr.skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nái yfir Hringtún 7, 8 og 9 a-c og Hólaveg 19. Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og tillögu skipulagsráðs að lóðarhafa, Hafþóri Helgasyni, verði heimilt að vinna óverulega deiliskipulagsbreytingu og erindið fái málsmeðferð sem óveruleg deiliskipulagsbreyting skv. 2.mgr.43.gr.skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nái yfir Hringtún 7, 8 og 9 a-c og Hólaveg 19. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn samhljóða með 7 atkvæðum tillögu skipulagsráðs um að erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili.

31.Frá 12. fundi skipulagsráðs þann 13.09.2023; Umsókn um leyfi til flutnings á þjónustuhúsi - Birnunes

Málsnúmer 202210071Vakta málsnúmer

Á 12. fundi skipulagsráðs þann 13. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Kjartan Gústafsson landeigandi að Birnunesi sækir um byggingarheimild fyrir frístundahúsi til útleigu í landi Birnuness á Árskógsströnd í Dalvíkurbyggð. Erindinu fylgja uppdrættir frá Val Benediktssyni bygginafræðingi dags. 4.júní 2023. Í kafla 4.10.4. um landbúnaðarsvæði í greinargerð með aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008 - 2020, segir m.a.: "Undir þetta ákvæði fellur almenn ferðaþjónusta s.s. „ferðaþjónusta bænda", gisting og greiðasala í tengslum við hana. Markmiðið er að gefa kost á nýtingu þess húsakosts sem fyrir er á viðkomandi bæjum fyrir almenna ferðaþjónustu með minni háttar viðbótum og breytingum án þess að breyta þurfi aðalskipulagi. Bygging allt að þriggja frístundahúsa í tengslum við slíka ferðaþjónustu er heimil þar sem aðstæður leyfa. Fleiri frístundahús verða einungis byggð á svæðum sem í aðalskipulagi eru skilgreind sem svæði fyrir frístundabyggð."Niðurstaða:Skipulagsráð telur að umsóknin rúmist innan skipulagsákvæða gildandi aðalskipulags Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og leggur til við sveitarstjórn að vísa erindinu til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og tillögu þess efnis að vísa erindinu til fullnaðarafgreiðslu byggingafulltrúa þar sem umsóknin rúmast innan skipulagsákvæða gildandi skipulags Dalvíkurbyggðar 2008-2020.

32.Frá 12. fundi skipulagsráðs þann 13.09.2023; Innskil á lóð

Málsnúmer 202309029Vakta málsnúmer

Á 12. fundi skipulagsráðs þann 13. september sl. var eftirfarndi bókað:
"Egill Örn Júlíusson skilar inn lóðinni við Hringtún 26, DalvíkNiðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdasviði verði falið að auglýsa lóðina Hringtún 26, Dalvík lausa til umsóknar. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum"
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og að lóðin við Hringtún 26 verði auglýst laus til umsóknar á heimasíðu sveitarfélagsins.

33.Frá 12. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 008.09.2023; Landleiga að hluta úr Selá á Árskógsströnd

Málsnúmer 202305090Vakta málsnúmer

Á 12. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 8. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Emil Einarsson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis kl. 09:38. Á 10.fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs var tekin fyrir umsókn, dagsett 10. maí 2023, frá Keng ehf. um leigu hluta lands að Selá á Árskógsströnd. Um er að ræða 65,5 ha. af landi. Niðurstaða: Umhverfis- og dreifbýlisráð felur starfsmönnum Framkvæmdasviðs að ganga frá leigusamningi við Keng ehf. um umrætt svæði. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum. Á 1072.fundi byggðaráðs þann 29.júní 2023 var eftirfarandi bókað; Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs um að fela starfsmönnum framkvæmdavsiðs að ganga frá leigusamningi við Keng ehf. um leigu hluta lands að Selá á Árskógsströnd eða 65,5 ha. af landi. Með fundarboði fylgdi drög að samningi um slægjuland úr landi Selár á milli Dalvíkurbyggðar og Kengs ehf. Samningstíminn er til ársloka 2043.Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög með áorðnum breytingatillögum og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Emil Einarsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs og fyrirliggjandi samningsdrög við Keng ehf. um leigu hluta lands að Selá á Arskógsströnd, 65,5 ha. af landi.

34.Frá 12. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 08.09.2023; Ársfundur náttúruverndarnefnda 2023

Málsnúmer 202307016Vakta málsnúmer

Á 12. fundi umhverfisráðs þann 8. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Ársfundur náttúruverndarnefnda, Umhverfisstofnunar og forstöðumanna náttúrustofa verður haldinn á Ísafirði þann 12.október nk. , sbr. rafpóstur dagsettur þann 5. júlí sl. frá Umhverfisstofnun.Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela formanni að sækja fundinn í gegnum fjarfund og varaformanni til vara."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs um að fela formanni að sækja ársfund náttúruverndarnefnda, Umhverfisstofnunar og forsöðumanna Náttúrustofu í gegnum fjarfund og varaformanni að sækja fundinn til vara.

35.Frá Benedikt Snæ Magnússyni; Ósk um lausn frá störfum

Málsnúmer 202309086Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Benedikt Snæ Magnússyni, dagsett þann 19. september 2023, þar sem Benedikt óskar lausnar frá störfum sem varamaður í menningarráði og sem varamaður í stjórn Dalbæjar.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreint erindi og að veita Benedikt Snæ lausn frá störfum sem varamaður í menningaráði og í stjórn Dalbæjar og þakkar honum fyrir þessi störf.

36.Frá Frey Antonssyni; Ósk um lausn frá störfum

Málsnúmer 202309087Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Frey Antonssyni, dagsett þann 19. september 2023, þar sem Freyr óskar lausnar sem formaður stjórnar Dalbæjar.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að veita Frey lausn frá störfum sem formaður stjórnar Dalbæjar og þakkar honum fyrir starfið.

37.Kosning í nefndir og ráð samkvæmt Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202309077Vakta málsnúmer

a) Formaður veitu- og hafnaráðs.

Til máls tók Helgi Einarsson sem leggur til að Sigmar Örn Harðarson verði formaður veitu- og hafnaráðs í stað Hauks A. Gunnarssonar.

b) Varamaður í veitu- og hafnaráð.

Til máls tók Helgi Einarsson sem leggur til að Snæþór Arnþórsson verði varamaður í veitu- og hafnráði í stað Sigmars.

c) Formaður stjórnar Dalbæjar.

Til máls tók Freyr Antonsson sem leggur til að Benedikt Snær Magnússon verði formaður stjórnar Dalbæjar.

d) Varamaður í stjórn Dalbæjar í stað Benedikts Snæs Magnússonar.

Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur til að Jóhann Már Kristinsson taki sæti sem varamaður í stjórn Dalbæjar.

e) Varamaður í menningarráð í stað Benedikts Snæs Magnússonar.

Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur til að Sigríður Jódís Gunnarsdóttir taki sæti Benedikts sem varamaður í menningarráði.
Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því ofangreint réttkjörin.

38.Leikskólalóð á Krílakoti

Málsnúmer 202304046Vakta málsnúmer

Á 284. fundi fræðsluráðs þann 13.09.2023 var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir stöðuna á verkefninu.Niðurstaða:Sviðsstjóra falið að fylgja málinu eftir með stjórnendum leikskólans og vinna málið samhliða vinnu við fjárhagsáætlun 2024."

Til máls tók:
Freyr Antonsson, sem leggur til að sveitarstjórn feli sviðsstjóra fræðslu og menningarsviðs að kynna íbúum tillögu að nýrri hönnun leikskólalóðar og sviðsstjóri leiti tilboða, kaupi tæki og koma verkefninu af stað miðað við fyrirliggjandi hönnun.
Helgi Einarsson.
Monika Margrét Stefánsdóttir.
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.
Katrín Sif Ingvarsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 17:54.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs