Íþrótta- og æskulýðsráð

150. fundur 13. júní 2023 kl. 08:15 - 09:40 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jóhann Már Kristinsson formaður
  • Elsa Hlín Einarsdóttir varaformaður
  • Elísa Rún Gunnlaugsdóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá
Snævar Örn boðaði forföll og mætti Snæþór Arnþórsson í hans stað.

1.Uppbygging íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202212136Vakta málsnúmer

Samantekt á uppbyggingu troðaraaðstöðu í lok maí 2023:
Skíðafélagið hefur spurt hvort það sé inn í myndinni að fara frekar í að gera hús sem er steypt og byggt inn í landið þannig byggingin falli betur að landslaginu. Þetta byggist á gömlum hygmyndum sem hafa verið ræddar með forsvarsmönnum skíðafélagsins.
Skíðafélagið áætlar að það kosti 60 milljónir meira en að reisa stálgrindarhús. Það eru ekki til kostnaðaráætlanir eða teikningar af slíku húsi og er því ekki hægt að staðfesta þessar tölur. Það er í raun ekki til nægilegar upplýsingar til að meta þetta þannig að hægt sé að segja já á þessari stundu.
Það sem þarf að gera er að taka afstöðu til þess hvort við samþykkjum að hluti af því uppbyggingarfjármagni sem hefur verið samþykkt til skíðafélagsins verði notað til að láta teikna og kostnaðargreina þessa byggingu.

Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum á fundi sínum þann 8. júní sl. að hluti af því fjármagni sem hefur verið samþykkt til skíðafélagsins verði notað til þess að teikna og kostnaðargreina ofangreinda hugmynd.
Ofangreint til umræðu og upplýsinga.
Snæþór Arnþórsson vék af fundi kl: 8:30

2.Starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027

Málsnúmer 202304162Vakta málsnúmer

Farið var yfir starfsáætlun þessa árs fyrir íþrótta- og æskulýðsmál. Íþrótta- og æskulýðsráð fór yfir helstu áherslur við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar. Rætt var um forgangsröðun verkefna.

3.Íþróttavika Evrópu 2023 - UMSÓKN

Málsnúmer 202305108Vakta málsnúmer

Íþróttavika Evrópu 2023 verður 23.-30. september nk. Sveitarfélög geta sótt um fjárstyrk til ÍSÍ vegna úrfærslu á þátttöku sinni í íþróttavikunni. Rætt um hugmyndir að verkefnum og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að sækja um styrk vegna þessa.

4.Frístund

Málsnúmer 202211126Vakta málsnúmer

Byggðaráð hefur samþykkt að óska eftir sameiginlegum fundi með fræðsluráði, íþrótta- og æskulýðsráði og sveitarstjórn til að ræða tillögur vinnuhópsins. Íþrótta- og æskulýðsráð tekur jákvætt í hugmyndir vinnuhópsins og telur brýnt að fundað verði sem fyrst.

Fundi slitið - kl. 09:40.

Nefndarmenn
  • Jóhann Már Kristinsson formaður
  • Elsa Hlín Einarsdóttir varaformaður
  • Elísa Rún Gunnlaugsdóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason íþrótta- og æskulýðsfulltrúi