Sveitarstjórn

362. fundur 07. nóvember 2023 kl. 16:15 - 17:53 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Freyr Antonsson aðalmaður
 • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
 • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
 • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
 • Helgi Einarsson aðalmaður
 • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
 • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
 • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði forseti eftir heimild til bæta máli á dagskrá sveitarstjórnar, mál nr. 202311025 og 59 liður á dagskrá; Frá stjórn Fiskidagsins mikla vegna Fiskidagsins.
Engar athugasemdir komu fram við því.

Engar athugasemdir komu fram við fundarboð og/eða fundarboðun.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1081, frá 28.09.2023

Málsnúmer 2309015FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 20 liðum.
Liður 2 er sér liður á dagskrá; mál 202207020.
Liður 5 er sér liður á dagskrá; mál 202305096.
Liður 10 er sér liður á dagskrá;mál 202305057.
Liður 13 er sér liður á dagskrá; mál 202309078.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1082, frá 05.10.2023

Málsnúmer 2310001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 1 lið og ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1083, frá 12.10.2023

Málsnúmer 2310005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 22 liðum.
Liður 4 er sér liður á dagskrá; mál 202310003.
Liður 5 er sér liður á dagskrá; mál 202310027.
Liður 9 er sér liður á dagskrá; mál 202310015.
Liður 10 er sér liður á dagskrá; mál 202310028.
Liður 11 er sér liður á dagskrá; mál 202310032.
Liður 17 er sér liður á dagskrá; mál 202310004.
Liður 18 er sér liður á dagskrá; mál 202310007.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

4.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1084, frá 13.10.2023

Málsnúmer 2310008FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 1 lið og ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

5.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1085, frá 25.10.2023

Málsnúmer 2310011FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum og ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

6.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1086, frá 02.11.2023

Málsnúmer 2310012FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 18 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá; mál 202308076.
Liður 5 er sér liður á dagskrá; mál 202310009.
Liður 6 er sér liður á dagskrá; mál 202303104.
Liður 7 er sér liður á dagskrá; mál 202310141.
Liður 8 er sér liður á dagskrá; mál 202212124 til fyrri umræðu.
Liður 18 er sér liður á dagskrá; mál 202304162 til fyrri umræðu.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

7.Félagsmálaráð - 272, frá 01.10.2023

Málsnúmer 2309016FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 1 lið og ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

8.Félagsmálaráð - 273, frá 10.10.2023.

Málsnúmer 2310004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá; mál 202309111.
Liður 2 er sér liður á dagskrá; mál 202310018.
Liður 3 er sér liður á dagskrá; mál 202310024.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

9.Fræðsluráð - 285, frá 28.09.2023.

Málsnúmer 2309013FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 5 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

10.Fræðsluráð - 286, frá 11.10.2023

Málsnúmer 2310003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá, mál 202304046 - tillaga um hönnun á lóð.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

11.Íþrótta- og æskulýðsráð - 152, frá 03.10.2023

Málsnúmer 2309017FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum og ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

12.Íþrótta- og æskulýðsráð - 153, frá 19.10.2023

Málsnúmer 2310007FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 1 lið og ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

13.Menningarráð - 98, frá 04.10.2023

Málsnúmer 2310002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 2 liðum og ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

14.Skipulagsráð - 13, frá 18.10.2023

Málsnúmer 2310010FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 16 liðum.
Liður 4 er sér liður á dagskrá; mál 202210017.
Liður 5 er sér liður á dagskrá; mál 202303130.
Liður 7 er sér liður á dagskrá; mál 202310054.
Liður 8 er sér liður á dagskrá; mál 202309104.
Liður 9 er sér liður á dagskrá; mál 202309107.
Liður 10 er sér liður á dagskrá; mál 202310068.
Liður 11 er sér liður á dagskrá; mál 202307006.
Liður 15 er sér liður á dagskrá; mál 202310017.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

15.Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 38, frá 29.09.2023

Málsnúmer 2309014FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 3 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

16.Umhverfis- og dreifbýlisráð - 13, frá 26.09.2023

Málsnúmer 2309012FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

17.Umhverfis- og dreifbýlisráð - 14, frá 20.10.2023

Málsnúmer 2310006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum.
Liður 5 er sér liður á dagskrá, mál 202310017.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

18.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 128, frá 18.10.2023

Málsnúmer 2310009FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
Liður 8 er sér liður á dagskrá; mál 202310077.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

19.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 129, frá 01.11.2023.

Málsnúmer 2310013FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum.
Liður 4 er sér liður á dagskrá, mál 202311003.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

20.Frá 1086. fundi byggðaráðs þann 02.11.2023; Fjárhagsáætlun 2023; heildarviðauki II útkomuspá

Málsnúmer 202311017Vakta málsnúmer

Á 1086. fundi byggðaráðs þann 2. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"b) Útkomuspá 2023/ heildarviðauki II

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig tillaga að útkomuspá 2023/ heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2023 með þeim viðaukum sem gerðir hafa verið og samþykktir í sveitarstjórn frá heildarviðauka I.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa tillögu að útkomuspá/ heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2023 til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."

Helstu niðurstöður:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta er áætluð jákvæð um kr. 116.404.000.
Veltufé frá rekstri Samstæðu A- og B- hluta er áætlað kr. 416.062.000.
Fjárfestingar og framkvæmdir Samstæðu A- og B- hluta eru áætlaðar kr. 304.545.000.
Áætluð lánataka fyrir samstæðuna er kr. 0.
Afborganir lána fyrir samstæðuna eru kr. 126.300.000.
Til máls tók:
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu forsendum og niðurstöðum.


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2023/ útkomuspá 2023.

21.Frá 1086. fundi byggðaráðs þann 02.11.2023; Starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027. Fyrri umræða.

Málsnúmer 202304162Vakta málsnúmer

Á 1086. fundi byggðaráðs þann 2. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"a) Fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun til fyrri umræðu. Á 1085. fundi byggðaráðs þann 25. október sl. var lokið við yfirferð á tillögum frá stjórnendum og fagráðum vegna vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að vísa þeirri vinnu til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar í samræmi við umfjöllun byggðaráðs. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir helstu niðurstöður úr fjárhagsáætlunarlíkani fyrir fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlunar 2025-2027 skv. meðfylgjandi gögnum.
Niðurstaða:a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027 til fyrri umræðu í sveitarstjórn eins og það liggur fyrir."

Til máls tók:
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu niðurstöðum og forsendum.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027 til byggðaráðs á milli umræðna í sveitarstjórn.

22.Frá 1083. fundi byggðaráðs þann 12.10.2023; Til allra sveitarfélaga Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

Málsnúmer 202310003Vakta málsnúmer

Á 1083. fundi byggðaráðs þann 12. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Innviðarráðuneytinu, dagsettur þann 29. september sl., þar sem fram kemur að með lögum nr. 96/2021 sem tóku gildi í júní 2021 samþykkti Alþingi nýtt ákvæði við sveitarstjórnarlög sem fjallar um þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum sveitarfélags. Samkvæmt 130. gr. a sveitarstjórnarlaga, skal sveitarstjórn móta stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú árin eftir það, um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðakjörnum viðkomandi sveitarfélags. Mótun stefnunnar skal unnin samhliða fjárhagsáætlun og skal málsmeðferðin vera sú sama, þ.e. byggðarráð eða framkvæmdastjóri, eftir því sem kveðið er á um í samþykkt um stjórn sveitarfélags, leggur tillögu um þjónustustefnu í byggðum eða byggðarlögum sveitarfélags fyrir sveitarstjórn eigi síðar en 1. nóvember ár hvert. Markmið ákvæðisins er rakið í greinargerð frumvarpsins sem varða að lögum nr. 96/2021. Þar kemur fram að með fækkun sveitarfélaga kunni að myndast víðáttumikil sveitarfélög, mögulega með fáum og stórum byggðakjörnum, en viðkvæmari byggð á öðrum svæðum innan sveitarfélaganna. Því er mikilvægara en áður að stefna sveitarstjórnar varðandi þjónustustig á slíkum svæðum verði skýr og komi til sérstakrar umræðu. Einnig kemur fram í greinargerðinni að það sé á ábyrgð sveitarstjórnar að móta heildarstefnu fyrir hverja byggð eða byggðarlagi fyrir sig og gera grein fyrir ætluðu þjónustustigi vegna einstakra verkefna sem sveitarfélagið hyggst veita á viðkomandi svæðum, t.d. skólahalds, ferða skólabíla, opnunartíma sundlauga, reksturs félagsheimila o.s.frv. Til að markmiðum þessa ákvæðis verði betur náð hefur Byggðastofnun, að beiðni ráðuneytisins, unnið fyrirmynd og leiðbeiningar um mótun þjónustustefnu sveitarfélags í samstarfi við sveitarfélagið Norðurþing sem eru að finna á vef ráðuneytisins. Athygli er vakin á því að sveitarfélög geta með ýmsum hætti nálgast það hvernig þau móta sér stefnu um þjónustustig í byggðum og byggðarlögum og leiðbeiningar þessar eru eingöngu dæmi um mögulega nálgun. Ráðuneytið vill þó árétta að sveitarfélögum ber lögbundin skylda til að hafa samráð við íbúa um mótun og gerð stefnunnar og í leiðbeiningum.Niðurstaða:Byggðaráð gerir athugasemdir við hversu seint ofangreindar leiðbeiningar og fyrirmynd eru á ferðinni frá ríkinu -sér í lagi þar sem þarf að hafa í huga að samkvæmt sveitarstjórnarlögum þarf byggðaráð að skila frumvarpi að fjárhagsáætlun til fyrri umræðu til sveitarstjórnar fyrir 1. nóvember ár hvert. Lagt fram til kynningar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að taka undir ofangreinda bókun byggðaráðs og samþykkir jafnframt að þar sem leiðbeiningar og fyrirmynd frá ríkinu eru þetta seint á ferðinni þá metur sveitarstjórn það ótækt að vinna þjónustustefnuna samhliða vinnu við fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027. Sveitarstjórn vill árétta að Dalvíkurbyggð hefur ítrekað kallað eftir leiðbeiningum og fyrirmynd frá ríkinu frá því að ákvæði um þjónustustefnuna var sett inn í sveitarstjórnarlög.

23.Frá 361. fundi sveitarstjórnar þann 19.09.2023; Reglugerð Fráveitu Dalvíkurbyggðar, endurskoðun. Síðari umræða.

Málsnúmer 202304143Vakta málsnúmer

Á 361. fundi sveitarstjórnar þann 19. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 127. fundi veitu - og hafnaráðs þann 6. september sl. var eftifarndi bókað: "Veitu- og hafnaráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggandi drög að reglugerð."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi drög að reglugerð um Fráveitu Dalvíkurbyggðar sem samin er af Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, sbr. 59. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að reglugerð fyrir Fráveitu Dalvíkurbyggðar og vísar henni til staðfestingar Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytisins.

24.Frá 1086. fundi byggðaráðs þann 02.11.2023; Barnaverndarþjónusta - endurskoðun á samningi.Fyrri umræða.

Málsnúmer 202212124Vakta málsnúmer

Á 1086. fundi byggðaráðs þann 2. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1080. fundi byggðaráðs þann 14. september sl. kom fram að endurskoðun á samningi um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar væri í gangi á milli Akureyrarbæjar og Dalvíkurbyggðar. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að endurskoðuðum samningi þar sem fram koma tillögur að breytingum eftir yfirferð starfsmanna barnaverndar Dalvíkurbyggðar og Akureyrarbæjar, sveitarstjóra og ráðuneytisins.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög og vísar þeim til fyrri umræðu í sveitarstjórn þann 7. nóvember nk."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa fyrirliggjandi samningsdrögum á milli Akureyrarbæjar og Dalvíkurbyggðar um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar til síðari umræðu í sveitarstjórn.

25.Frá 1086. fundi byggðaráðs þann 02.11.2023; Netárás á tölvukerfi Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202305096Vakta málsnúmer

Á 1086. fundi byggðaráðs þann 2. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1072. fundi byggðaráðs þann 29. júní sl. samþykkti byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum að vísa framtíðarfyrirkomulagi netöryggismála sveitarfélagsins til UT-teymis Dalvíkurbyggðar í kjölfar netárásar sem sveitarfélagið varð fyrir í maí sl. Með fundarboði fylgdi minnisblað innanhúss er varðar högun netöryggismála sveitarfélagsins og gert er ráð fyrir þeim tillögum í starfs- og fjárhagsáætlun 2024.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

26.Frá 1083. fundi byggðaráðs þann 12.10.2023; Viðaukabeiðni vegna Led - lýsingar í Dalvíkurskóla

Málsnúmer 202310027Vakta málsnúmer

Á 1083. fundi byggðaráðs þann 12. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 12. október, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023 fyrir hönd framkvæmdasviðs vegna ledvæðingar í Dalvíkurskóla. Fjárheimild ársins er búin en verkinu ekki lokið. Því er óskað eftir kr. 1.000.000 við lið 32200-11602, verknúmer E2205. Verkið stendur nú í kr. 15.375.932. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum beiðni um viðauka að upphæð kr. 1.000.000 við fjárhagsáætlun 2023, viðauki nr. 34 á lið 32200-11602 - verknúmer E2205, svo hægt sé að ljúka verkefninu. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Engin tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauka nr. 34 við fjárhagsáætlun 2023 að upphæð kr. 1.000.000 á lið 32200-11602, verknúmer E2205, vegna ledlýsingar í Dalvíkurskóla. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

27.Frá 1083. fundi byggðaráðs þann 12.10.2023; Beiðni um viðauka vegna matvælainnkaupa

Málsnúmer 202310015Vakta málsnúmer

Á 1083. fundi byggðaráðs þann 12. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá leikskólastjóra Krílakots, dagett þann 3. október 2023, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023 vegna kaupa á matvörum. Mikil hækkun hefur orðið á vöruverði almennt og börnum með fæðuóþol / ofnæmi hefur fjölgað. Óskað er eftir kr. 2.000.000 viðauka við deild 04140, liður 2110. Bókfærð staða er nú kr. 8.282.348 og áætlað kr. 9.059.735 út árið.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 2.000.000, viðauki nr. 35 við fjárhagsáætlun 2023, á lið 04140-2110 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni að upphæð kr. 2.000.000, viðauki nr. 35 við fjárhagsáætlun 2023 á lið 04140-2110. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

28.Frá 1086. fundi byggðaráðs þann 02.11.2023; Beiðni um launaviðauka v. veikindaafleysinga

Málsnúmer 202310009Vakta málsnúmer

Á 1086. fundi byggðarráðs þann 2. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðaukabeiðni að upphæð kr. 2.038.743 á deild xxxxx-laun,viðauki nr. 34 við fjárhagsáætlun 2023, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Að öðru leiti er málið bókað í trúnaðarmálabók."
Leiðrétting á númeri á viðauka - verður 36 í stað 34.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauka nr. 36 (leiðrétt númer á viðauka) við fjárhagsáætlun 2023, að upphæð kr. 2.038.743 vegna veikindalauna og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

29.Frá 1086. fundi byggðaráðs þann 02.11.2023; Beiðni um viðauka árið 2023

Málsnúmer 202303104Vakta málsnúmer

Á 1086. fundi byggðaráðs þann 2. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Beiðni um viðauka - bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 35 og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn á deild 02570. Byggðaráð leggur til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé."
Leiðrétting á númeri á viðauka, verður nr. 37 í stað nr. 35.
Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem gerði grein fyrir að upphæð viðaukans er kr. 5.007.864.

Fleiri tóku ekki til máls.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni nr. 37 (leiðrétting á númeri) við fjárhagsáætlun 2023 þannig að deild 02570 hækki um kr. 5.007.864. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

30.Frá 1086. fundi byggðaráðs þann 02.11.2023; Úttekt á rekstri hafna Dalvíkurbyggðar; KPMG - beiðni um viðauka.

Málsnúmer 202310141Vakta málsnúmer

Á 1086. fundi byggðaráðs þann 2. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sveitarstjóra, dagsett þann 31. október sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023 að upphæð kr. 3.300.000 án vsk. vegna úttektar á rekstri hafna Dalvíkurbyggðar í ljósi hallarekstur. Fyrir liggur samþykki frá sveitarstjórn á tillögu veitu- og hafnaráðs um að gerð verði úttekt á rekstri Hafnasjóðs. Með fundarboði fylgdi einnig verkefna tillaga frá KPMG varðandi útttektina.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka vegna úttektar á rekstri Hafnasjóðs, viðauki nr. 36 við fjárhagsáætlun 2023, að upphæð kr. 3.300.000 á lið 41210-4391 þannig að hann verði kr. 3.400.000 í stað kr. 100.000 og að honum verði mmætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við meðfylgjandi verkefnatillögu frá KPMG."
Leiðrétting á númeri viðauka - verður nr. 38 í stað nr. 36.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með með 7 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 38 (leiðrétting á númeri) við fjárhagsáætlun 2023, að upphæð kr. 3.300.000 á lið 41210-4391 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við meðfylgjandi verkefnatillögu frá KPMG.

31.Frá 1083. fundi byggðaráðs þann 12.10.2023; Rafrænt pósthólf

Málsnúmer 202310032Vakta málsnúmer

Á 1083. fundi byggðarráðs þann 12. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs lagði fram erindi um heimild til að taka tilboði frá Wise varðandi starfrænt pósthólf í gegnum Ísland.is. Um er að ræða lausn til að birta m.a. greiðsluseðla, sölureikninga og launaseðla. Metið er að kostnaður rúmist innan fjárhagsáætlunar 2023 og gert er ráð fyrir mánaðarlegum kostnaði í tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun 2024. Samkvæmt lögum um stafrænt pósthólf nr. 105/2021 þá er opinberum aðilum skylt að birta gögn í stafrænu pósthólfi. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindi."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að veita sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs heimild til að taka tilboði frá Wise varðandi stafrænt pósthólf í gegnum island.is.

32.Frá 1083. fundi byggðaráðs þann 12.10.2023; Malbikun október 2023

Málsnúmer 202310028Vakta málsnúmer

Á 1083. fundi byggðaráðs þann 12. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Samkvæmt tillögu frá Eigna- og framkvæmdadeild 3. október sl. var tekin ákvörðun um að nýta tækifærið að malbikunarbíllinn kom í Dalvíkurbyggð 4. október sl. og var það metin síðustu forvöð að malbika. Lagt var til að setja yfirlögn á Smáraveg og Sandskeið við grjótgarð, áætlaður kostnaður um 16 m.kr. Þar sem ekki hefur náðst að fara í öll verkefni ársins 2023 þá er metin svigrún innan heildarheimildar. Byggðaráð staðfesti í rafpósti þann 3. október sl. að veita heimild fyrir ofangreindu.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum kostnaði á deild 32200; framkvæmdir við götur, gangstéttir og stíga."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og vísar áætluðum kostnaði vegna malbikunar og yfirlögn á Smáraveg og Sandskeið við grjótgarð, kr. 16.000.000, á deild 32200; framkvæmdir við götur, gangstéttar og stíga.

33.Frá 1081. fundi byggðaráðs þann 28.09.2023; Ósk um endurskoðun á samningi varðandi húsnæðið Ungó og styrkveitingu frá Dalvíkurbyggð - drög að samningi.

Málsnúmer 202207020Vakta málsnúmer

Á 1081. fundi byggðaráðs þann 28. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 97. fundi menningarráðs þann 7. september sl. var eftirfarandi bókað: "Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, lagði fram drög að styrktarsamningi milli Dalvíkurbyggðar og Leikfélags Dalvíkur.Niðurstaða:Menningarráð leggur til að samningur verði samþykktur í Byggðaráði og staðfestur í sveitastjórn. Sviðstjóra falið að vinna málið til Byggðaráðs." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu ofangreind drög að samningi.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."


Samningurin gildir frá og með 1. janúar 2024 og til og með 31. desember 2027. Styrkfjárhæð þessi 4 ár er samtals kr. 2.200.000 og þar að auki fær Leikfélagið að nota samkomuhúsið Ungó endurgjaldslaust. Greiðsla á styrk er skilyrt staðfestingu á umsókn til Bandalags íslenskra leikfélaga eftir sýningu en ef ekki næst að setja upp sýningu getur leikfélagið sótt um styrk fyrir rekstri sem myndast það ár.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og meðfylgjandi samningsdrög á milli Dalvíkurbyggðar og Leikfélags Dalvíkur.

34.Frá 1086. fundi byggðaráðs þann 02.11.2023; Útboð á ræstingum hjá stofnunum Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202308076Vakta málsnúmer

Á 1086. fundi byggðaráðs þann 2. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:15. Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 17. október sl., þar sem fram kemur að útboðsgögn vegna ræstingar hjá stofnunum Dalvíkurbyggðar 2023-2026 voru tilbúin til afhendingar á skrifstofu Dalvíkurbyggðar 25. ágúst 2023. Það voru þrír aðilar sem óskuðu eftir gögnum og tveir aðilar komu í vettvangsskoðun. Opnun á tilboðum var auglýst 29. september kl. 10:15 á efstu hæð í Ráðhúsi Dalvíkurbyggðar. Það var einn aðili sem skilaði inn tilboði. Tilboðið sem barst er frá Dögum. Fram kemur að miðað við kostnaðaráætlun þá er tilboðið 44% hærra miðað við forsendur sem voru í útreikningum. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs leggur til að gengið verði til samninga við Daga hf. á grundvelli tilboðs frá 29. september sl. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að stjórn húsfélags Ráðhúss Dalvíkur fjallaði um þann hluta tilboðsins er snýr að sameign á fundi sínum þann 18. október sl. og samþykkti að gengið verði til samninga við Daga varðandi sameignina. Gísli vék af fundi kl. 13:40.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu og leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við Daga á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs og útboðsgagna."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi einnig drög að verksamningi til upplýsingar.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu um að gengið verði til samninga við Daga á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs og útboðsgagna.

35.Frá 1081. fundi byggðaráðs þann 28.09.2023; Nýsköpunar- og þróunarsjóður 2023 - tillaga um að leggja sjóðinn niður.

Málsnúmer 202305057Vakta málsnúmer

Á 1081. fundi byggðaráðs þann 28. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 361. fundi sveitarstjórnar þann 19. september sl. var samþykkt tillaga forseta sveitarstjórnar um að Nýsköpunar- og þróunarsjóðurinn verði tekinn til endurskoðunar.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að sjóðurinn verði lagður niður."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um að Nýsköpunar- og þróunarsjóður sveitarfélagsins verði lagður niður, Monika Margrét Stefánsdóttir greiðir atkvæði á móti.

36.Frá 1081. fundi byggðaráðs þann 28.09.2023; Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tækifærisleyfi vegna stóðréttadansleiks

Málsnúmer 202309078Vakta málsnúmer

Á 1081. fundi byggðaráðs þann 28. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Lilja Guðnadóttir vék af fundi kl. 16:52 vegna vanhæfis. Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 15. september sl., þar sem óskað er umsagnar um umsókn um tækifærisleyfi vegna Stóðréttadansleiks að Rimum 7. október nk.Niðurstaða:Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn með fyrirvara um umsagnir frá slökkviliðsstjóra og Heilbrigðiseftirlitinu. Lilja Guðnadóttir tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis."
Til máls tók:
Lilja Guðnadóttir, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:49.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og gerir ekki athugasemdir við umsóknina með fyrirvara um umsagnir frá slökkviliðsstjóra og Heilbrigðiseftirlitinu. Lilja Guðnadóttir tekur ekki þátt í umfjöllun og atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

37.Frá 1083. fundi byggðaráðs þann 12.10.2023; Umsagnarbeiðni tímabundið áfengisleyfi

Málsnúmer 202310004Vakta málsnúmer

Lilja Guðnadóttir kom inn á fundinn að nýju kl. 16:50.

Á 1083. fundi byggðaráðs þann 12. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 2. október sl., þar sem óskað er umsagnar um tímabundið áfengisleyfi frá Cafe Aroma um hrekkjavökuball í Menningarhúsinu Bergi 28. október nk. Fyrir liggur jákvæð umsögn frá Slökkviliðsstjóra.Niðurstaða:Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi sé veitt með fyrirvara um umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og gerir ekki athugasemdir við um umbeðið leyfi sé veitt með fyrirvara um umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.

38.Frá 1083. fundi byggðaráðs þann 12.10.2023; Aðalfundur Menningarfélagsins Berg ses

Málsnúmer 202310007Vakta málsnúmer

Á 1083. fundi byggðaráðs þann 12. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá Menningarfélaginu Bergi ses.,dagsettur þann 2. október 2023, þar sem boðað er til aðalfundar félagsins 17. október nk. kl. 14:00.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs sitji fundi og fari með umboðs sveitarfélagsins á fundinum."
Til máls tók:
Freyr Antonsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl.16:51.
1. varaforseti, Lilja Guðnadóttir, tók við fundarstjórn.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs sat aðalfund Menningarfélagsins Bergs ses. 17. október sl. og fór með umboð sveitarfélagisns. Freyr Antonsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.

39.Frá 273. fundi félagsmálaráðs þann 10.10.2023; Til sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar - styrkbeiðni

Málsnúmer 202309111Vakta málsnúmer

Freyr Antonsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið og tók við fundarstjórn kl. 16:53.

Á 273. fundi félagsmálaráðs þann 10. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir rafpóstur frá Aflinu, samtök gegn kynferðis- og/eða heimilisofbeldi dagsett 27.september 2023 þar sem Aflið óskar eftir styrkveitingu frá sveitarfélaginu. Niðurstaða:Félagsmálaráð samþykkir með fimm greiddum atkvæðum að styrkja Aflið um 100.000,- krónur, tekið af lið 02-80-9145. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagsmálaráðs, vísað á lið 02-80-9145 í fjárhagsáætlun 2023.

40.Frá 273. fundi félagsmálaráðs þann 10.10.2023; Reglur - endurnýjun 2023; a) fjárhagsaðstoð og b) NPA samninga.

Málsnúmer 202310018Vakta málsnúmer

Á 273. fundi félagsmálaráðs þann 10. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Teknar fyrir tillögur af uppfærðum reglum um fjárhagsaðstoð og NPA samninga í Dalvíkurbyggð miðað við nýjar leiðbeinandi reglur og breytingar á þeim reglugerðum sem fyrir voru. Niðurstaða:Félagsmálaráð samþykkir með fimm greiddum atkvæðum reglur um fjárhagsaðstoð og NPA samninga. Vísað til sveitarstjórnar til samþykktar."
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagsmálaráðs og fyrirliggjandi tillögu að reglum um fjárhagsaðstoð.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagamálaráðs og fyrirliggjandi tillögu að reglum um NPA samninga.

41.Frá 273. fundi félagsmálaráðs þann 10.10.2023; Okkar heimur á norður og austurlandi - stýrihópur

Málsnúmer 202310024Vakta málsnúmer

Á 273. fundi félagsmálaráðs þann 10. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir rafpóstur dags 5.október 2023 frá Elínu Karlsdóttur sálfræðingi og Elísabet Ýrr Steinarsdóttur, fjölskyldufræðingi fyrir hönd Okkar heims á norður og austurlandi. Erindi rafpóstsins er að vekja athygli á að mynda stýrihóp fyrir fyrirhugaða fjölskyldusmiðjur á Akureyri fyrir foreldra með geðrænan vanda og börn þeirra. Þær Elín og Elísabet Ýrr munu halda utan um verkefni og vonast til að sem flestir geti lagt þeim lið varðandi þetta mikilvæga verkefni.Niðurstaða:Félagsmálaráð samþykkir með fimm greiddum atkvæðum að taka þátt í verkefninu og tilnefnir Þórhöllu Karlsdóttur í stýrihóp Okkar heims á norður- og austurlandi. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagsmálaráðs um að tilnefna Þórhöllu Karlsdóttur í stýrihópinn "Okkar heimur á Norður- og Austurlandi".

42.Frá 286. fundi fræðsluráðs þann 11.10.2023: Leikskólalóð á Krílakoti - tillaga um hönnun.

Málsnúmer 202304046Vakta málsnúmer

Á 286. fundi fræðsluráðs þann 11. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir nýjustu upplýsingar varðandi vinnu við uppbyggingu á leikskólalóð á Krílakoti.Niðurstaða:Fræðsluráð leggur til að hönnun á lóð verði samþykkt. Samráð var haft við starfsfólk,foreldra og íbúa, engar athugasemdir hafa borist. Fræðsluráð leggur til við Byggðaráð Dalvíkurbyggðar, að tryggt verði fjármagn að upphæð 70.000.000 kr. á fjárhagsárinu 2024 til þess að fara í alla 5 áfangana á næsta ári. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu fræðsluráðs um hönnun á lóð Krílakots og samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu að hönnun.

43.Frá 13. fundi skipulagsráðs 18.10.2023; Rekstur fiskeldisstöðvar á Hauganesi

Málsnúmer 202303130Vakta málsnúmer

Á 13. fundi skipulagsráðs þann 18. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Fyrir fundinum liggur umsókn Ocean EcoFarm ehf um framkvæmdaleyfi til þess að bora vinnsluholu. Borstæði verður innan við 20 metra frá núverandi borholu. Jafnframt vegna heimilda landeiganda til gjaldtöku af borholuvatni er óskað eftir afstöðu Dalvíkurbyggðar, um hvort sveitarfélagið hyggst nýta þann rétt sinn til gjaldtöku af jarðsjó. Á 127.fundi veitu- og hafnarráðs þann 6.september sl. var eftirfarandi bókað: Veitu- og hafnarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt fyrir vinnsluholu. Veitu- og hafnaráð hefur hug á að heimsækja fyrirtækið við fyrsta tækifæri. Ákvörðun um gjaldtöku er frestað. Á 361.fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 19.september sl. var tekin fyrir fundargerð veitu- og hafnaráðs og eftirfarandi bókað: Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Helga Einarssonar um að vísa erindi Ocean EcoFarm dags. 25. ágúst 2023 um umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir nýrri borholu fyrir jarðsjó á Hauganesi og afstöðu Dalvíkurbyggðar til gjaldtöku til skipulagsráðs. Niðurstaða:Afgreiðslu frestað. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum."
Til máls tók:
Forseti sveitarstjórnar sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Skipulagsráð kanni mögulega breytingu á deiliskipulagi þar sem lóð sé skilgreind undir borholu og lagnaleiðir skilgreindar til viðtakanda.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að beina því til Veit-u og hafnaráðs að koma með tillögu um gjaldtöku sem byggi á gjaldskrá hitaveitu, vatnsveitu eða nýrri. "

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

44.Frá 13. fundi skipulagsráðs þann 18.10.2023; Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá - Skáldalækur Ytri

Málsnúmer 202210017Vakta málsnúmer

Á 13. fundi skipulagsráðs þann 18. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 4. fundi skipulagsráðs 2. nóvember 2022 var frestað afgreiðslu umsóknar Írisar Dagbjartar Helgadóttur, dagsett 5. október 2022, þar sem hún óskar eftir skráningu þriggja nýrra lóða í landi Skáldalæks Ytri og felur framkvæmdasviði að kanna hvort stofnun umræddra lóða sé í samræmi við aðalskipulag. Fyrir liggur álit frá Teiknistofu Arkitekta um stöðu aðalskipulags á svæðinu. Umræddar lóðir eru innan landbúnaðarsvæðis 613-L og að hluta á landnotkunarreit 660-F fyrir frístundabyggð í aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020. Skipulagsráð felur umsækjanda að vinna að breytingu á aðalskipulagi, skv. 36. gr. skipulagslaga 123/2010, fyrir breytta landnotkun á svæðinu og rökstyðja breytta nýtingu á landbúnaðarlandi. Skipulagsráð vekur athygli á að lóðirnar eru innan veghelgunarsvæðis Skíðadalsvegar og þarf því að leita umsagnar Vegagerðarinnar.Niðurstaða:Tekin fyrir tillaga að aðalskipulagsbreytingu dags. 13. október 2023 frá Árna Ólafssyni arkitekt á Teikna teiknistofu þar sem lagt er til að Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 verði breytt á eftirfarandi hátt: Frístundasvæði 660-F í landi Skáldalæks ytri er breytt þannig að annars vegar er núverandi afmörkun svæðisins færð til samræmis við gildandi deiliskipulag og hins vegar er svæðið stækkað til suðurs og þar gert ráð fyrir þremur lóðum til viðbótar við þær fjórar sem þegar eru byggðar. Afmörkun landnotkunar tekur mið af veghelgunarsvæði en eignamörk geta náð út fyrir landnotkunarreit. Breytingin á ekki við meginatriði aðalskipulagsins. Um er að ræða stækkun frístundahúsabyggðar með fjölgun úr fjórum í sjö hús og leiðréttingu á afmörkun núverandi svæðis. Stækkunin er utan veghelgunarsvæðis og að mestu utan túna. Ekki eru þekktar fornminjar á svæðinu en svæðið verður kannað m.t.t. þess áður en deiliskipulag verður samþykkt. Breytingin hefur engin áhrif á náttúruverndarsvæði eða vistgerðir, sem njóta sérstakrar verndar. Stækkunin er í samhengi við þá byggð sem fyrir er og nýtir sömu vegtengingu. Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að fela sveitarstjóra að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna samkvæmt 36. gr. skipulagslaga 123/2010 og senda hana til umsagnar hjá Vegagerðinni og RARIK. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og þá tillögu að fela sveitarstjóra að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna vegna Skáldalækjar - Ytri samkvæmt 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og senda hana til umsagnar hjá Vegagerðinni og RARIK.

45.Frá 13. fundi skipulagsráðs þann 18.10.2023; Strengjalögn innan þéttbýlis á Dalvík

Málsnúmer 202310054Vakta málsnúmer

Á 13. fundi skipulagsráðs þann 18. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi dags. 26. september 2023 frá Árna Grétari Árnasyni hjá RARIK þar sem óskað er eftir leyfi fyrir lagningu nýs háspennustrengs frá spennistöð 155 og upp að vatnsbóli. Einnig er óskað eftir lóð vegna færslu á spennistöð 155 vestur fyrir Böggvisbraut. Loks óskar RARIK eftir að fundin verði lagnaleið fyrir 33 kV streng sem fer til Ólafsfjarðar og 11 kV streng frá aðveitustöð að spennistöð 155 og þaðan í Sæplast.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til að sveitarstjórn veiti sveitarstjóra heimild til að samþykkja lögn á háspennustreng í jörð frá spennistöð 155 og upp með vegi til vesturs í línustæði Ólafsfjarðalínu að vatnsbóli. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og veitir sveitarstjóra heimild til að samþykkja lögn á háspennustreng í jörð frá spennistöð 155 og upp með vegi til vesturs í línustæði Ólafsfjaðrarlínu að vatnsbóli.

46.Frá 13. fundi skipulagsráðs þann 18.10.2023; Ósk um sameiningu lóða Öldugötu 31, 33 og 35, Árskógssandi

Málsnúmer 202309104Vakta málsnúmer

Á 13. fundi skipulagsráðs þann 18. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Laxós ehf dags. 15. septemtber 2023 þar sem lóðarhafi óskar eftir heimild til að sameina lóðirnar Öldugötu 31, 33 og 35 á Árskógssandi. Óskað er eftir að byggingareitir lóðanna þriggja verði sameinaðir og nýtingarhlutfall lóðanna verði hækkað í 0.55. Fyrir er nýtingarhlutfall á lóð Öldugötu 31, 0.41/0.5 og á lóðunum Öldugata 33 og 35 er nýtingarhlutfallið 0.3/0.4. Til skýringar segir í greinargerð með gildandi deiliskipulagi svæðisins í kafla „3.4.3 Nýtingarhlutfall. Miðað er við hámarksnýtingarhlutfall á svæðinu 0,3 og 0,4 nema að annað sé tekið fram. Um athafnalóðirnar gildir auk þess eftirfarandi; í þeim tilfellum þar sem um milliloft eða efri hæð er um að ræða er heimilt að fara með nýtingarhlutfallið uppí 0,4, en sé einungis um einnar hæðar byggingu er hámarksnýtingarhlutfallið 0,3.“Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði heimilt að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu samkvæmt skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir næsta fund ráðsins. Skipulagsráð setur fram skilmála um útlitsleg gæði bygginganna í samræmi við umræður á fundinum. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipuagsráðs og þá tillögu um að heimila umsækjanda, Laxós ehf., að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

47.Frá 13. fundi skipulagsráðs þann 18.10.2023; Stofna lóð - landskipti - Hreiðarsstaðir - Hálendi, stærð 70,4ha

Málsnúmer 202309107Vakta málsnúmer

Á 13. fundi skipulagsráðs þann 18. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Fyrir fundinum liggur beiðni frá Framkvæmdasýslu ríkisins ríkiseignir dags. 19.september sl., þar sem óskað er eftir að stofna lóðina/landið Hreiðarsstaðir - Hálendi. Landið er stofnað úr jörðinni Hreiðarsstaðir, L151938, Dalvíkurbyggð. Heildarstærð nýrrar lóðar er 70,4 ha. Einnig er óskað eftir landskiptum á landið.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til að sveitarstjórn heimili sveitarstjóra að stofna landið Hreiðarsstaði-Hálendi ásamt umbeðnum landsskiptum. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum."

Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og heimilar sveitarstjóra að stofna landið Hreiðarsstaði-Hálendi ásamt umbeðnum landsskiptum.

48.Frá 13. fundi skipulagsráðs þann 18.10.2023; Klængshóll umsókn um lóð

Málsnúmer 202310068Vakta málsnúmer

Á 13. fundi skipulagsráðs þann 18. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir umsókn dags. 10.október 2023 frá Jökli Bergmann kt. 110876-3199 og Önnu H. Hermannsdóttur kt. 240357-5509 eigendum jarðarinnar Klængshóls þar sem óskað er eftir leyfi til að stofna nýja lóð úr landi Klængshóls samkvæmt uppdráttum frá arkitektastofunni Kollgátu dags. 5. október 2023.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til að sveitarstjórn heimili sveitarstjóra að stofna nýja lóð úr landi Klængshóls. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og heimilar sveitarstjóra að stofna nýja lóð úr landi Klængshóls.

49.Frá 13. fundi skipulagsráðs þann 18.10.2023; ósk um byggingaleyfi vegna íbúðarhúss og hesthúss, Brekkukot

Málsnúmer 202307006Vakta málsnúmer

Á 13. fundi skipulagsráðs þann 18. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á fundi byggðaráðs þann 13. júlí 2023 var samþykkt að grenndarkynna erindi frá Friðriki Þórarinssyni, dagsett þann 6. júlí sl., þar sem sótt er um leyfi frá eigendum Brekkukots um að byggja íbúðarhús og hesthús á jörðinni. Ekki er til deiliskipulag fyrir þetta svæði og þess vegna þurfa þessi áform að fá afgreiðslu skipulagsráðs og sveitarstjórnar áður en byggingafulltrúi getur tekið umsókna til afgreiðslu. Niðurstaða:Erindið var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir eigendum Brekkukots 1, Snerru, Brekku og Jarðbrú frá 20. september til 12. október 2023 án athugasemda. Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og málinu vísað til byggingarfulltrúa til afgreiðslu. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs er varðar beiðni um byggingaleyfi frá eigendum Brekkukots um að byggja íbúðarhús og hesthús á jörðinni og samanber grenndarkynningu vegna erindsins og samþykkir erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að málinu verði vísað til byggingarfulltrúa til afgreiðslu.

50.Frá 13. fundi skipulagsráð þann 18.10.2023 og 14. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 20.10.2023 ; Svæðisskipulagsnefnd 2023

Málsnúmer 202310017Vakta málsnúmer

Á 13. fundi skipulagsráðs þann 18. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Fyrir fundinum liggur fundargerð 12.fundar Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar dags. 13.september 2023. Í 6.tl. fundargerðarinnar er rætt um starf nefndarinnar og undirbúning fjárhagsáætlunar 2024 og var eftirfarandi bókað: Svæðisskipulagsnefndin óskar eftir að umræða verði tekin í skipulagsráðum/nefndum og sveitarstjórnum sveitarfélaganna um endurskoðun og framtíð svæðisskipulags Eyjafjarðar. Næsti fundur nefndarinnar verður í nóvember þar sem ákvörðun verður tekin um framhaldið.“ Óskað er eftir sjónarmiðum sveitarfélaganna varðandi endurskoðunina, hvaða kafla ætti helst að styrkja eða uppfæra og eins ef talin er þörf á viðbótarköflum. Nefna má t.d. málefni ferðaþjónustu sem hefur áður verið rætt að gera skipulag um, umræðu um flokkun landbúnaðarlands og þróun þéttbýlis og búsetu. Þá stendur til að gera skipulag haf- og strandsvæða fyrir Eyjafjörð og mögulega stærra svæði, sú vinna gæti orðið á sama tíma og þá í takt við endurskoðun svæðisskipulagsins.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."

Á 14. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 20. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Svæðisskipulagsnefndin óskar eftir að umræða verði tekin í skipulagsráðum/nefndum og sveitarstjórnum sveitarfélaganna um endurskoðun og framtíð svæðisskipulags Eyjafjarðar. Óskað er eftir því að sveitarfélögin taki málefni Svæðisskipulags Eyjafjarðar fyrir á fundum skipulagsráðs/nefndar hvers sveitarfélags og/eða sveitarstjórnar eftir því sem við á. Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð vísar erindinu til byggðaráðs til afgreiðslu. "
Til máls tók:
Forseti sveitarstjórnar sem leggur til eftirfarandi bókun:

"Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkir samhljóða að leggja til að eftirfarandi köflum eða liðum verði bætt við vinnu við endurskoðun svæðisskipulags Eyjafjarðar.
Haf-og strandsvæðaáætlun fyrir Eyjafjörð í samstarfi við innviðaráðuneytið með tilliti til umhverfisverndar, friðunar, veiða, nýtingar og lagareldis.
Ferðaþjónusta og uppbygging tengd vaxandi atvinnugrein.
Gerð verði ítarlegri flokkun landbúnaðarlands
Þróun þéttbýlis og búsetu.
Samgönguáætlun þar sem settar séu fram framtíðarverkefni svo sem ný göng milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar.
Gerð sé sameiginleg náttúru- og loftlagsáætlun fyrir Eyjafjörð.
Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar bendir enn fremur á að nú er í vinnslu nýtt aðalskipulag Dalvíkurbyggðar og telur að vinna því tengdu geti nýst vel í endurskoðun svæðisáætlunar fyrir Eyjafjörð".

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

51.Frá 128. fundi veitu- og hafnaráðs þann 18.10.2023; Hafnafundur 2023 haldinn 20.október 2023

Málsnúmer 202310077Vakta málsnúmer

Á 128. fundi veitu- og hafnaráðs þann 18. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Stjórn Hafnasambands Íslands boðar til 11. hafnafundar, sem haldinn verður í ráðstefnusal Hafrannsóknarstofnunar í Hafnarfirði, föstudaginn 20. október nk.Niðurstaða:Veitu- og hafnarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að Benedikt Snær Magnússon verði fulltrúi hafna Dalvíkurbyggðar á hafnafundinum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að Benedikt Snær Magnússon var fulltrúi Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar á Hafnafundinum þann 20. október sl.

52.Frá 129. fundi veitu- og hafnaráðs þann 01.11.2023; Fjarlandanir og þróun í vigtunarmálum; Fiskistofa

Málsnúmer 202311003Vakta málsnúmer

Á 129. fundi veitu- og hafnaráðs þann 1. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Benedikt Snær upplýsti að á Hafnafundi sem haldinn var í Hafnarfirði þann 20.október sl. hafi komið fram að Fiskistofa sé að fara í þróunarverkefni í samstarfi við Hafnasamband Íslands um fjarvigtun í tveimur höfnum. Niðurstaða:Veitu- og hafnarráð leggur til við sveitarstjórn að hafnir Dalvíkurbyggðar óski eftir því að taka þátt í verkefninu. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu veitu- og hafnaráðs um að Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar óski eftir að taka þátt í þróunarverkefni um fjarvigtun.

53.Föst starfsstöð þyrlu Landhelgisgæslunnar á Akureyri

Málsnúmer 202311019Vakta málsnúmer

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdu upplýsingar um þingsályktunartillögu um fasta starfsstöð þyrlu Landhelgisgæslunnar á Akureyri https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/154/327/?ltg=154&mnr=327
Til máls tók:

Forseti sveitarstjórnar, sem leggur fram eftirfarandi tillögu að bókun:
"Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar fagnar framkominni þingsályktunartillögu um fasta starfsstöð þyrlu Landhelgisgæslunnar á Akureyri. Að mati sveitarstjórnar væri þetta skynsamleg og tímabær ráðstöfun til að tryggja betur öryggi fólks víða um land, en eins og fram kemur í umsögn Landhelgisgæslu Íslands um sama mál þá yrði þetta stórt framfaraskref í viðbragðs-, öryggis,- og eftirlits- og björgunarmálum þjóðarinnar. Þannig myndi neyðar- og viðbragðsgeta Landhelgisgæslunnar við íbúa um land allt stóraukast, einkum á Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi, á hálendinu og miðum landsins.
Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar bendir einnig á niðurstöðu vísindarannsóknar teymis Dr. Björns Gunnarsson yfirlæknis sjúkraflugs og Dósents við Heilbrigðisvísindastofnun Háskólans á Akureyri. Þar er stuðst við gögn frá Hagstofu Íslands um búsetu allra landsmanna og einnig gögn frá Neyðarlínu um staðsetningar útkalla í fyrsta forgangi á sjö ára tímabili. Niðurstaðan er að viðbragðstími innan 60 mínútna færi úr 62% dekkunar fyrir eina starfsstöð eins og í dag í 94% dekkun fyrir seinni starfsstöð á Akureyri.
Sveitarstjórn telur því ekki skynsamlegt að hafa allar þyrlur landhelgisgæslunnar staðsettar á sama landsvæði. Björgunarþyrla á Akureyri myndi ekki bara styrkja innviði neyðar- og viðbragðsþjónustu á því svæði sem betur verður þjónustað heldur skapast tækifæri til að koma á landsdekkandi sérhæfðu neyðar- og björgunarviðbragði með markvissu samstarfi viðbragðsaðila og þjálfun þeirra.
Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar skorar á Alþingi að afgreiða þetta mál sem allra fyrst á jákvæðan hátt, enda myndi föst viðvera þyrlusveitarinnar á Akureyri einfaldlega geta bjargað mannslífum."


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

54.Fjárhagsstaða bænda

Málsnúmer 202311020Vakta málsnúmer

Til máls tók:

Forseti sveitarstjórnar, sem leggur fram eftirfarandi bókun:
"Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem komin er upp hjá bændum. Það er sveitarfélaginu mikilvægt að matvælaframleiðslu séu skapaðar öruggar rekstraraðstæður, enda landbúnaður mikilvæg atvinnugrein í Dalvíkurbyggð.
Miklar fjárfestingar hafa verið síðustu árin í landbúnaði í Dalvíkurbyggð en miklar aðfangahækkanir, hækkun fjármagnskostnaðar og almennar launahækkanir hafa þrengt verulega að rekstri. Þrátt fyrir hækkanir afurðaverðs hafa þær ekki haldið í við hækkun rekstrarkostnaðs og er hækkun fjármagnskostnaðs þar ofan á.
Sveitarstjórn skorar á ríkisvaldið að flýta vinnu starfshóps matvælaráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og innviðaráðuneytisins vegna fjárhagsstöðu bænda og koma með raunhæfar aðgerðir sem fyrst. "


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

55.Uppbygging og umgjörð lagareldis - Stefna til ársins 2040

Málsnúmer 202311021Vakta málsnúmer

Í Samráðsgáttinni þá kynnir Matvælaráðuneytið til samráðs drög að stefnumótun lagareldis til ársins 2024.
https://island.is/samradsgatt/mal/3554
Til máls tók:

Forseti sveitarstjórnar, sem leggur fram eftirfarandi bókun.
"Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar bendir á að svæðisskipulag Eyjafjarðar er að fara í endurskoðun og telur að sveitarfélögin á svæðinu í samstarfi við Innviðaráðuneytið eigi að marka sér haf-og strandsvæðaáætlun fyrir Eyjafjörð með tilliti til umhverfisverndar, friðunar, veiða, nýtingar og lagareldis. Tekið verði tillit til þess við gerð stefnu um uppbyggingu og umgjörð lagareldis að vinna hefur ekki hafist og að framtíðartillögur þeirrar vinnu verði til grundavallar umgjörð og uppbyggingu lagareldis í Eyjafirði."


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta.

56.Frá stjórn Dalbæjar, Fundagerðir 2023 ágúst, september og október.

Málsnúmer 202302036Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundargerðir stjórnar Dalbæjar frá 23. ágúst sl., frá 27. september sl., og frá 25. október sl.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

57.Frá stjórn húsfélags Ráðhúss Dalvíkur; Fundargerðir stjórnar Ráðhúss nr. 1, nr. 2 og nr. 3 árið 2023.

Málsnúmer 202311023Vakta málsnúmer

Fundargerðir stjórnar húsfélags Ráðhúss Dalvíkur lagðar fram til kynningar, frá 19. mai sl., 5. september sl., og 18. október sl.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

58.Frá stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses; Fundargerðir stjórnar 2023

Málsnúmer 202311024Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses. frá 18. september sl. og fundargerð ársfundar frá 9. október sl.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

59.Frá stjórn Fiskidagsins mikla; Yfirlýsing

Málsnúmer 202311025Vakta málsnúmer

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi rafpóstur frá stjórn Fiskidagsins mikla, dagsettur þann 5. nóvember sl., þar sem meðfylgjandi er yfirlýsing frá framkvæmdastjóra Fiskidagsins mikla fyrir hönd stjórnar. Fram kemur m.a. að tekin hefur verið ákvörðun um að Fiskidagurinn mikli á Dalvík heyrir sögunni til og gert er grein fyrir á hvaða forsendum sú ákvörðun er tekin.
Til máls tók:

Forseti sveitarstjórnar sem leggur fram eftirfarandi bókun.

"Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar þakkar stjórn Fiskidagsins Mikla fyrir samstarfið gegnum árin. Fiskidagurinn Mikli hefur á undanförnum árum bætt ímynd Dalvíkurbyggðar, verið stolt íbúa, glatt fjölmarga gesti, endurspeglað fjölbreytt menningarlíf og vakið athygli á gestrisni íbúa.
Starfsfólk og íbúar Dalvíkurbyggðar hafa lagt til óteljandi stundir til að gera hátíðina sem best úr garði gerða. Við það bætist vinir og gestir Fiskidagsins, fjölmargir bakhjarlar, styrktaraðilar og fyrirtæki. Sameiginlega gerðum við hátíðina þá stærstu á Íslandi. Dalvíkurbyggð mun sakna þess krafts, samheldni og kærleiks sem fylgdi Fiskideginum Mikla. Þakkir fá allir sem komu að eða heimsóttu Dalvíkurbyggð í 20 skipti Fiskidagsins Mikla.
Sérstakar þakkir færum við ykkur, Júlíus Júlíusson, Þorsteinn Már Aðalsteinsson, Óskar Óskarsson, Guðmundur St. Jónsson, Sigurður Jörgen Óskarsson og Gunnar Aðalbjörnsson, fyrir styrka stjórn og ómælda vinnu við þessa stórmerkilegu hátíð Fiskidaginn Mikla.
Í þakklætisskyni vill sveitarstjórn fá ykkur til samstarfs um að reisa minnisvarða um Fiskidaginn Mikla sem reistur yrði og afhjúpaður 2024."


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 17:53.

Nefndarmenn
 • Freyr Antonsson aðalmaður
 • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
 • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
 • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
 • Helgi Einarsson aðalmaður
 • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
 • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
 • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs