Byggðaráð

1083. fundur 12. október 2023 kl. 13:15 - 18:03 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045; teamsfundur með Yrki Arkitektar ehf.

Málsnúmer 202302116Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs frá Yrki Arkitektum ehf. Gunnar Ágústsson, skipulagsfræðingur, í gegnum TEAMS kl. 13:15.

Á 359. fundi sveitarstjórnar þann 6. júní sl. var samþykkt tillaga skipulagsráðs um að taka tilboði Yrki arkitekta sem áttu lægsta tilboðið í vinnu við nýtt Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045.

Farið var yfir ferlið vegna vinnu við aðalskipulagið og næstu skref. Einnig hverjar væntingarnar eru hjá sveitarfélaginu.

Gunnar vék af fund i kl. 14:02.


Byggðaráð þakkar Gunnari fyrir kynninguna.

Lagt fram til kynningar.

2.Starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027; félagsmálasvið

Málsnúmer 202304162Vakta málsnúmer

a) Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 14:03.

Eyrún fór yfir tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun 2024 frá félagsmálasviði.

Eyrún vék af fundi kl. 15:07.


b)
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi til upplýsingar samantekt frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga yfir önnur laun og viðbætur er varðar gildandi kjarasamninga sem huga þarf að vegna vinnu við launaáætlanir og launatöflur ná ekki yfir.
Með fundarboði fylgdi yfirlit yfir áætluð stöðugildi 2024 skv. þarfagreiningum stjórnenda í samanburði við 2023 og 2022 sem og skýrsla sem sýnir launaáætlun 2024 eins og hún er núna í samanburði við árin 2023 og 2022.
Lagt fram til kynningar.

3.Stefna í málefnum aldraða; umsókn Dalvíkurbyggðar og HSN samþykkt

Málsnúmer 201812033Vakta málsnúmer

Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagmálasviðs, sat fundinn undir þessum lið.

Á 1081. fundi byggðaráðs þann 28. septmeber sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1076. fundi byggðaráðs þann 17. ágúst sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 14:00. Á 357. fundi byggðaráðs þann 21. mars sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1062. fundi byggðaráðs þann 16. mars sl. var eftirfarandi bókað: Á 1059. fundi byggðaráðs þann 23. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: Á 265. fundi félagsmálaráðs þann 14. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: Kjörnir fulltrúar óska eftir því að Stefna í málefnum aldraðra í Dalvíkurbyggð verði endurskoðuð. Niðurstaða:Félagsmálaráð leggur til að stofnaður verði vinnuhópur í stefnu um málefni aldraðra. Félagsmálaráð leggur til að einn fulltrúi frá hverjum flokki innan ráðsins verði í vinnuhópnum, Katrín Kristinsdóttir, Magni Þór Óskarsson, Lilja Guðnadóttir og starfsmenn félagsmálasviðs. Áætlað er að vinnuhópur muni kalla til hagsmunaaðila til umræðna um stefnuna. Vinna þarf erindisbréf fyrir vinnuhópinn og sækja um viðauka til byggðaráðs. Erindinu er því vísað til byggðaráðs til afgreiðslu. Samþykkt samhljóða með 5 greiddum atkvæðum. Til umræðu ofangreind tillaga. Þórhalla vék af fundi kl. 14:26.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir tilnefningu frá Dalbæ og HSN á Dalvík í vinnuhópinn, 1 fulltrúi frá hvorum aðila. Sviðsstjóri félagsmálasviðs starfi með vinnuhópnum. Vinnuhópurinn kalli hagsmunaaðila til fundar og samráðs eftir því sem við á. Byggðaráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.Fyrirliggja tilnefningar í vinnuhópinn frá Dalbæ ses. og HSN; Frá Dalbæ; Elísa Rún Ingvarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri. Frá HSN; Hildigunnur Jóhannesdóttir. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að erindisbréfi fyrir vinnuhóp vegna endurskoðunar stefnu í málefnum aldraðra með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum. Breytingin snýr að því að vinnuhópurinn greini kostnað í málefnum aldraðra þannig að sveitarfélagið, Dalbær og HSN leggi fram upplýsingar hvert fyrir sig. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn samhljóða ofangreinda tillögu að skipan í vinnuhópinn." Sviðsstjóri félagsmálasvið gerði grein fyrir vinnu starfshópsins og fór yfir drög að stefnu í málefnum aldraðra. Til umræðu ofangreint. Eyrún vék af fundi kl. 14:30.Niðurstaða:Byggðaráð þakkar sviðsstjóra félagsmálasviðs fyrir yfirferðina. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra félagsmálasviðs að sækja um samstarf við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið vegna þróunarverkefna um samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk í heimahúsum, sjá auglýsingu á vef Stjórnarráðsins. https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/06/08/Samthaett-thjonusta-i-heimahusum-Auglyst-eftir-tilraunaverkefnum-/ " Með fundarboði byggðaráðs fylgdu upplýsingar frá sviðsstjóra félagsmálasviðs að umsókn var send inn og hún móttekin frá Dalvíkurbyggð en með þeirri athugasemd að það vanti staðfestingu frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að umsóknin er komin í ferli innan HSN skv. upplýsingum frá sviðsstjóra félagsmálasviðs.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."

Í fréttatilkynningu á vef Stjórnarráðsins frá 10. október sl. kemur fram að Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) og Dalvíkurbyggð er eitt af þeim 6 svæðum sem voru valin til þátttöku í þróunarverkefnum.


Eyrún vék af fundi kl.15:07.
Lagt fram til kynningar og byggðaráð fagnar þessari niðurstöðu um að umsókn HSN og Dalvíkurbyggðar var samþykkt.

4.Frá Innviðaráðuneytinu; Til allra sveitarfélaga Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

Málsnúmer 202310003Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Innviðarráðuneytinu, dagsettur þann 29. september sl., þar sem fram kemur að með lögum nr. 96/2021 sem tóku gildi í júní 2021 samþykkti Alþingi nýtt ákvæði við sveitarstjórnarlög sem fjallar um þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum sveitarfélags. Samkvæmt 130. gr. a sveitarstjórnarlaga, skal sveitarstjórn móta stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú árin eftir það, um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðakjörnum viðkomandi sveitarfélags. Mótun stefnunnar skal unnin samhliða fjárhagsáætlun og skal málsmeðferðin vera sú sama, þ.e. byggðarráð eða framkvæmdastjóri, eftir því sem kveðið er á um í samþykkt um stjórn sveitarfélags, leggur tillögu um þjónustustefnu í byggðum eða byggðarlögum sveitarfélags fyrir sveitarstjórn eigi síðar en 1. nóvember ár hvert.

Markmið ákvæðisins er rakið í greinargerð frumvarpsins sem varða að lögum nr. 96/2021. Þar kemur fram að með fækkun sveitarfélaga kunni að myndast víðáttumikil sveitarfélög, mögulega með fáum og stórum byggðakjörnum, en viðkvæmari byggð á öðrum svæðum innan sveitarfélaganna. Því er mikilvægara en áður að stefna sveitarstjórnar varðandi þjónustustig á slíkum svæðum verði skýr og komi til sérstakrar umræðu.
Einnig kemur fram í greinargerðinni að það sé á ábyrgð sveitarstjórnar að móta heildarstefnu fyrir hverja byggð eða byggðarlagi fyrir sig og gera grein fyrir ætluðu þjónustustigi vegna einstakra verkefna sem sveitarfélagið hyggst veita á viðkomandi svæðum, t.d. skólahalds, ferða skólabíla, opnunartíma sundlauga, reksturs félagsheimila o.s.frv.

Til að markmiðum þessa ákvæðis verði betur náð hefur Byggðastofnun, að beiðni ráðuneytisins, unnið fyrirmynd og leiðbeiningar um mótun þjónustustefnu sveitarfélags í samstarfi við sveitarfélagið Norðurþing sem eru að finna á vef ráðuneytisins.

Athygli er vakin á því að sveitarfélög geta með ýmsum hætti nálgast það hvernig þau móta sér stefnu um þjónustustig í byggðum og byggðarlögum og leiðbeiningar þessar eru eingöngu dæmi um mögulega nálgun. Ráðuneytið vill þó árétta að sveitarfélögum ber lögbundin skylda til að hafa samráð við íbúa um mótun og gerð stefnunnar og í leiðbeiningum.
Byggðaráð gerir athugasemdir við hversu seint ofangreindar leiðbeiningar og fyrirmynd eru á ferðinni frá ríkinu -sér í lagi þar sem þarf að hafa í huga að samkvæmt sveitarstjórnarlögum þarf byggðaráð að skila frumvarpi að fjárhagsáætlun til fyrri umræðu til sveitarstjórnar fyrir 1. nóvember ár hvert.
Lagt fram til kynningar.

5.Frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs; Viðaukabeiðni vegna Led - lýsingar í Dalvíkurskóla

Málsnúmer 202310027Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 12. október, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023 fyrir hönd framkvæmdasviðs vegna ledvæðingar í Dalvíkurskóla. Fjárheimild ársins er búin en verkinu ekki lokið. Því er óskað eftir kr. 1.000.000 við lið 32200-11602, verknúmer E2205. Verkið stendur nú í kr. 15.375.932.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum beiðni um viðauka að upphæð kr. 1.000.000 við fjárhagsáætlun 2023, viðauki nr. 34 á lið 32200-11602 - verknúmer E2205, svo hægt sé að ljúka verkefninu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

6.Flugklasi - stuðningur

Málsnúmer 202310031Vakta málsnúmer

Fram kemur í fundargerð byggðaráðs Akureyrarbæjar þann 5. október sl.að Akureyrarbær áformar að hætta stuðningi við Flugklasann Air 66N frá og með 1.1.2024.

Á fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 3. nóvember 2022 samþykkti sveitarstjórn erindi Markaðsstofu Norðurlands um áframhaldandi stuðning við Flugklasann árin 2023-2025 og gert er ráð fyrir því í tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun 2024.

Lagt fram til kynningar.

7.Mánaðarlegar skýrslur 2023; janúar - ágúst 2023

Málsnúmer 202303028Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti eftirfarandi skýrslur:

Staða bókhalds janúar - ágúst 2023 í samanburði við fjárhagsáætlun.
Fjárfestingar og framkvæmdir- staða bókhalds 27.09.2023 í samanburði við áætlun ársins.
Stöðugildi janúar - ágúst í samanburði við áætlun 2023.
Launakostnaður janúar - ágúst í samanburði við áætlun 2023.
Yfirlit yfir fjárfestingar og framkvæmdir 2023-2027 (drög).
Greidd staðgreiðsla til Dalvíkurbyggðar í samanburði við önnur sveitarfélög janúar - ágúst 2023.
Lagt fram til kynningar.

8.Frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs; Leikskólalóð á Krílakoti; upplýsingar um áfangaskiptingu og kostnað.

Málsnúmer 202304046Vakta málsnúmer

Á 361. fundi sveitarstjórnar þann 19. sepember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 284. fundi fræðsluráðs þann 13.09.2023 var eftirfarandi bókað: "Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir stöðuna á verkefninu.Niðurstaða:Sviðsstjóra falið að fylgja málinu eftir með stjórnendum leikskólans og vinna málið samhliða vinnu við fjárhagsáætlun 2024." Niðurstaða:Til máls tók: Freyr Antonsson, sem leggur til að sveitarstjórn feli sviðsstjóra fræðslu og menningarsviðs að kynna íbúum tillögu að nýrri hönnun leikskólalóðar og sviðsstjóri leiti tilboða, kaupi tæki og koma verkefninu af stað miðað við fyrirliggjandi hönnun. Helgi Einarsson. Monika Margrét Stefánsdóttir. Sigríður Jódís Gunnarsdóttir. Katrín Sif Ingvarsdóttir. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar."

Á 286. fundi fræðsluráðs þann 11. október sl. var leikskólalóð Krílakots til umfjöllunar. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs fór yfir nýjustu upplýsingar varðandi vinnu við uppbyggingu á leikskólalóð á Krílakoti. Fræðsluráð bókaði að ráðið leggur til að hönnun á lóð verði samþykkt. Samráð var haft við starfsfólk, foreldra og íbúa. Engar athugasemdir hafa borist. Fræðsluráð leggur til við byggðaráð að tryggt verði fjármagn að upphæð kr. 70.000.000 á fjárhagsárinu 2024 til þess að fara í alla 5 áfangana á næsta ári.

Á fjárhagsáætlun ársins 2023 er gert ráð fyrir 20 m.kr. og 20 m.kr. aftur árið 2024 í þriggja ára áætlun þannig að heildarkostnaður við verkið var áætlaður um 40 m.kr með hönnun. Samkvæmt meðfylgjandi upplýsingum þá er áætlaður heildarkostnaður við verkið núna rúmar 85 m.kr. með fyrirvara þar sem hönnun er ekki lokið. Sú upphæð er þá án kostnaðar við hönnun og skv. samningi við Landmótun.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2024.

9.Frá leikskólastjóra Krílakots; Beiðni um viðauka vegna matvælainnkaupa

Málsnúmer 202310015Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá leikskólatjóra Krílakots, dagett þann 3. október 2023, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023 vegna kaupa á matvörum. Mikil hækkun hefur orðið á vöruverði almennt og börnum með fæðuóþol / ofnæmi hefur fjölgað. Óskað er eftir kr. 2.000.000 viðauka við deild 04140, liður 2110.

Bókfærð staða er nú kr. 8.282.348 og áætlað kr. 9.059.735 út árið.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 2.000.000, viðauki nr. 35 við fjárhagsáætlun 2023, á lið 04140-2110 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

10.Malbikun október 2023

Málsnúmer 202310028Vakta málsnúmer

Samkvæmt tillögu frá Eigna- og framkvæmdadeild 3. október sl. var tekin ákvörðun um að nýta tækifærið að malbikunarbíllinn kom í Dalvíkurbyggð 4. október sl. og var það metin síðustu forvöð að malbika. Lagt var til að setja yfirlögn á Smáraveg og Sandskeið við grjótgarð, áætlaður kostnaður um 16 m.kr. Þar sem ekki hefur náðst að fara í öll verkefni ársins 2023 þá er metin svigrún innan heildarheimildar.

Byggðaráð staðfesti í rafpósti þann 3. október sl. að veita heimild fyrir ofangreindu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum kostnaði á deild 32200; framkvæmdir við götur, gangstéttir og stíga.

11.Frá fjármála- og stjórnsýslusviði; Rafrænt pósthólf - tilboð og innleiðing.

Málsnúmer 202310032Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs lagði fram erindi um heimild til að taka tilboði frá Wise varðandi starfrænt pósthólf í gegnum Ísland.is. Um er að ræða lausn til að birta m.a. greiðsluseðla, sölureikninga og launaseðla. Metið er að kostnaður rúmist innan fjárhagsáætlunar 2023 og gert er ráð fyrir mánaðarlegum kostnaði í tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun 2024.

Samkvæmt lögum um stafrænt pósthólf nr. 105/2021 þá er opinberum aðilum skylt að birta gögn í stafrænu pósthólfi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindi.

12.Smávirkjanir í Dalvíkurbyggð (Brimnesárvirkjun); niðurstaða könnunar

Málsnúmer 201407032Vakta málsnúmer

Á 127. fundi veitu- og hafnaráðs þann 6. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1077.fundi byggðaráðs var samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að setja könnun í loftið á grundvelli minnisblaðs með þeim breytingum á spurningum sem gerðar voru á fundinum.
Starfandi formaður veitu- og hafnaráðs óskaði eftir að fá kynningu á framkvæmd íbúakönnunnar.
Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu niðurstöður úr könnuninni.

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar og byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa niðurstöðunni til kynningar í veitu- og hafnaráði.

13.Fundagerðir Starfs- og kjaranefndar 2023; fundur 10.10.2023

Málsnúmer 202301116Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir fundi starfs- og kjaranefndar frá 10. október sl.
Lagt fram til kynningar.

14.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202211062Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

15.Frá Römpum upp Íslands; Römpum upp opinberar byggingar

Málsnúmer 202309106Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Innviðaráðuneytinu, dagsett þann 2. október sl., þar sme fram kemur að Fasteignasjóður Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hefur haft aðkomu að verkefninu Römpum upp Ísland frá upphafi verkefnisins og hefur heimild til að leggja verkefninu til 200 milljr. Stjórn RUÍ ákvað á st´jornarfundi þann 19. september sl. að bjóða hinu opinbera, ríki og sveitarfélögum, samstarf um gerð ramapa við húsnæði í þeirra eigu. Meðfylgjandi er erindi frá Römpum upp Ísland, sbr. samhljóðandi rafpóstur frá 26. september sl. Í erindinu kemur fram lýsing á aðkomu Römpum upp Ísland annars vegar og hins vegar þá aðkomu sveitarfélagsins. Fram kemur að óskað er er eftir umsóknum sem fyrst og ekki síðar en 10. desember nk.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til aðgengisfulltrúa sveitarfélagsins, Þórhöllu Franklín Karlsdóttur, til skoðunar.

16.Frá umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu; Bréf til sveitarfélaga um innviði fyrir orkuskipti

Málsnúmer 202309110Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu, dagsett þann 26. september sl., þar sem fram kemur að til þess að ná markmiðum Íslands í orku- og loftlagsmálum þarf orkuskipti í samgöngum á landi. Í umhverfis- og orku og loftslagsráðuneytinu er unnið að endurskoðun fyrirliggjandi aðgerðaáætlunarum orkuskipti frá árinu 2017. Bent hefur verið á að til að ná fyrrgreindum markmiðum þurfi aðbyggja hratt upp hleðsluinnviði og dreifi- og flutningskerfi raforku.Ljóst er að staðarval fyrir lóðir undirhraðhleðslustöðvar fyrir smáa og stóra bíla er mikilvægt skipulagsmál, enda varðar miklu að hugaðsé að áhrifum á umferð, þörf fyrir aðra þjónustu og að litið sé til framtíðar í jarðefnaeldsneytislausulandi. Í því sambandi þarf að huga að aðgengi áhugasamra aðila að lóðum undir hraðhleðslustöðvarog hleðslugarða og svigrúmi raforkufyrirtækja til að byggja upp innviði sem þjóna þurfahleðsluþörfinni, Orkustofnun hefur bent á að við staðarval vegna hraðhleðslustöðva þurfi að hafa í huga nálægðinavið mikilvæga innviði raforkukerfisins, eins og tengipunkta flutningskerfisins (tengivirki). Í ljósiþess að sveitarfélögin í landinu fara með skipulagsgerð innan sinna sveitarfélagamarka telurráðuneytið rétt að benda þeim á þennan mikilvæga þátt, þrátt fyrir að margir aðrir þættir geti einnighaft áhrif á heppilegt staðarval.

Orkustofnun hefur bent á að æskilegt sé að sveitarfélög útbúi orkuskiptaáætlun á sínu svæði í góðu samræaði við helstu hagaðila, þar með talið dreifiveitur. Markmið orkuskiptaáætlunar er veraleiðarljós við skipulagsvinnu þannig að unnt sé að skapa svigrúm til nauðsynlegrar uppbyggingarinnviða í skipulagi og hafa til reiðu mögulegar lóðir sem henta. Hafa verður í huga að orkuskipti álandi ná til einkabíla,bílaleigubíla, hópferðabíla og vöruflutningabíla.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til skipulagsráðs til upplýsingar og skoðunar í tengslum við skipulagsvinnu sveitarfélagsins.

17.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umsagnarbeiðni tímabundið áfengisleyfi

Málsnúmer 202310004Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 2. október sl., þar sem óskað er umsagnar um tímabundið áfengisleyfi frá Cafe Aroma um hrekkjavökuball í Menningarhúsinu Bergi 28. október nk. Fyrir liggur jákvæð umsögn frá Slökkviliðsstjóra.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi sé veitt með fyrirvara um umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.

18.Frá Menningarfélaginu Bergi ses; Aðalfundur

Málsnúmer 202310007Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Menningarfélaginu Bergi ses.,dagsettur þann 2. október 2023, þar sem boðað er til aðalfundar félagsins 17. október nk. kl. 14:00.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs sitji fundi og fari með umboðs sveitarfélagsins á fundinum.

19.Frá Greiðri leið; Aðalfundur

Málsnúmer 202310001Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Greiðri leið ehf., rafpóstur dagsettur þann 29. september sl. , þar sem boðað er til aðalfundar félagsins föstudaginn 13. október nk. kl. 13:00 í gegnum TEAMS.
Lagt fram til kynningar.

20.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024-2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028, 182. mál.T

Málsnúmer 202309132Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafóstur frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis, dagsettur þann 29. september sl., þar sem fram kemur að Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024- 2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024 -2028, 182. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 13. október nk.
Lagt fram til kynningar.

21.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um fasteignalán til neytenda, nr. 1182016 (lántökuskilyrði vegna íbúðafjárfestinga) 171. mál.

Málsnúmer 202310002Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis, dagsettur þann 29. september 2023, þar sem Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016 (lántökuskilyrði vegna íbúðafjárfestinga) 171. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 13. október nk.
Lagt fram til kynningar.

22.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; fundagerð stjórnar.

Málsnúmer 202301152Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 934 frá 29. september sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:03.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs