Veitu- og hafnaráð

28. fundur 29. apríl 2015 kl. 07:30 - 10:00 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Pétur Sigurðsson Formaður
 • Óskar Óskarsson Varaformaður
 • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
 • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
 • Kristján Hjartarson Aðalmaður
Starfsmenn
 • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
 • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
 • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá

1.Starfsmannamál

Málsnúmer 201504110Vakta málsnúmer

Á hverju vori eru til umræðu ráðningar á starfsmönnum til sumarafleysingar hjá veitu- og hafnasviði. Sumarleyfi fastráðinna starfsmanna eru sex vikur og þarf að gera ráð fyrir að starfsmenn geti tekið sitt orlof.

Einnig er tekið til umræðu, á hverju vori, lengd viðvera hafnastarfsmanna vegna strandveiða.
Rúnar Ingvarsson mun hefja störf hjá Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar frá 1. maí n.k. og mun starf hjá veitum verða auglýst.

Veitu- og hafnaráð samþykkir að viðverutími hafnastarfsmanna verði lengdur á meðan strandveiðatími er þ.e. frá 17:00 til 19:00.

2.Hafnasamlag Norðurlands, samráðsfundur.

Málsnúmer 201403115Vakta málsnúmer

Búið er að tilnefna fulltrúa í samráðsnefnd hjá báðum aðilum. Fram kom hjá formanni að búið er að boða til fundar 5. maí n.k.
Kynnt fundarmönnum.

3.Fundargerðir Hafnasambandsins 2015

Málsnúmer 201501125Vakta málsnúmer

Á fundinum var kynnt fundargerð 374. fundar Hafnasambands Íslands.
Lögð fram til kynningar.

4.Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201411143Vakta málsnúmer

Yfirhafnavörður hefur fengið fyrirspurnir um ákveðna gjaldskrárliði í gildandi gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar. Hann fór yfir málið með ráðinu sem snéri að gjaldi sem tekið er fyrir fast viðlegugjald.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að taka gjaldskrá Hafnasjóðs til endurskoðunar fyrir lok maí.

5.Dalvíkurhöfn, dýpkun 2015.

Málsnúmer 201504148Vakta málsnúmer

Í mörg ár hefur staðið til að fara í viðhaldsdýpkun í Dalvíkurhöfn. Á árinu 2012 voru útbúin útboðsgögn vegna þeirrar framkvæmdar.
Stefnt hefur verið að viðhaldsdýpkun í nokkur ár, en í tengslun við gerð nýs hafnarkants var gert ráð fyrir að dýpkun yrði einn verkliður þeirrar framkvæmdar. Vegna tafa á framangreindri framkvæmd hefur þessi verkliður tafist og er orðið brýnt að ráðast í hann sem fyrst.

Hafnastjóra og sviðsstjóra falið að ganga frá umsókn um viðhaldsdýpkun til siglingasviðs Vegagerðar ríkisins.

6.Tékklisti og ferlar vegna verkefna

Málsnúmer 201503058Vakta málsnúmer

Umræða hefur verið innan stjórnsýslu Dalvíkurbyggðar um að nauðsyn sé á að skerpa á ferli erinda sem koma til afgreiðslu og umfjöllunar hjá Dalvíkurbyggð. Því var gerður ofangreindur "Tékklisti" em hér er til kynningar.
Lagður fram til kynningar.

7.Smávirkjanir í Dalvíkurbyggð.

Málsnúmer 201407032Vakta málsnúmer

Drög að skýrslu liggur nú fyrir um Smávirkjanir í Dalvíkurbyggð. Að auki hefur verið unnið að mælingu á rennsli vatnsfalla til þess að geta staðfest betur hvað afrennsli vatnasvæðisins er mikið í Dalvíkurbyggð.
Skýrslan er lögð fram til kynningar.

8.Gagnaveita Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201401123Vakta málsnúmer

Kynning á fundi sem sveitarstjóri á með fulltrúum Mílu ehf 10. apríl sl.
Sveitarstjóri gerði ráðsmönnum grein fyrir ofangreindum fundi.

9.Verksamningur um rotþróarhreinsun

Málsnúmer 201504058Vakta málsnúmer

Hreinsitækni hefur séð um rotþróartæmingu hjá Dalvíkurbyggð á undanförnum árum. Auk þess hefur fyrirtækið einnig séð um hreinsun á lagnakerfi fráveitunnar og safnþrær. Nú liggja fyrir drög að nýjum samningi við fyrirtækið.
Upphæð framangreinds samnings er hærri en viðmið innkaupareglna Dalvíkurbyggðar og hafnar veitu- og hafnaráð samningsdrögunum.

Sviðsstjóra falið að afla tilboða frá fleiri verktökum í umræddan verkþátt og að samningurinn uppfylli innkaupareglur Dalvíkurbyggðar.

10.Suðurdælustöð Fráveitu Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201504111Vakta málsnúmer

Kynning og umræður vegna framkvæmda við uppsetningu á búnaði dælustöðvarinnar en í fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 er gert ráð fyrir kr. 1.500.000,- til þess að ljúka endurbótum á henni.
Veitu- og hafnaráð telur brýnt að tengingu suðurdælustöðvar verði lokið eins fljótt og auðið er eigi síðar en í lok júní.

11.Frumvarp til laga um stjórn vatnamála (gjaldtaka fyrir vatnsþjónustu, EES-reglur), 511. mál.

Málsnúmer 201502071Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um stjórn vatnamála (gjaldtaka fyrir vatnsþjónustu, EES-reglur), 511. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 23. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/0888.htmlSamband íslenskar sveitafélaga skilaði umsögn um frumvarpið og eru hér lokaorð þess."Eins og hér hefur verið rakið allítarlega er það eindregin afstaða Sambands íslenskra sveitarfélaga að ekki verði unað við þá skattlagningu á almannaþjónustu sem hér er lögð til heldur beri að fjármagna stjórnsýsluverkefni vegna innleiðingar vatnatilskipunarinnar með framlögum á

fjárlögum. Allt frá því að fyrst var byrjað að huga að innleiðingu vatnatilskipunarinnar hefur sambandið lagst gegn auknum álögum á sveitarfélög vegna þeirrar auknu stjórnsýslu sem af henni hlýst.

Sambandið væntir þess að við umfjöllun um málið á Alþingi verði sérstaklega kallað eftir afstöðu ríkisins til þess hvort ekki sé skynsamlegra að auka stuðning við sveitarfélög sem ekki hafa lokið nauðsynlegum

fráveituframkvæmdum og þau áform um skattlagningu á almenningsveitur sem hér eru til umsagnar verði jafnframt lögð á hilluna til frambúðar.Sambandið leggst eindregið gegn samþykkt frumvarpsins."
Veitu- og hafnaráð gerir lokaorð umsagnar Sambands íslenskra sveitarfélaga að sínum og leggur til að sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar geri það einnig.

12.Trúnaðarmál

13.Trúnaðarmál

14.Trúnaðarmál

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
 • Pétur Sigurðsson Formaður
 • Óskar Óskarsson Varaformaður
 • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
 • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
 • Kristján Hjartarson Aðalmaður
Starfsmenn
 • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
 • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
 • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs