Byggðaráð

997. fundur 30. september 2021 kl. 13:00 - 15:40 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Þróunarvinna fyrir Menningarhúsið Berg

Málsnúmer 201911072Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Freyr Antonsson, formaður stjórnar Menningarfélagsins Bergs ses, kl. 13:00.

Á 964. fundi byggðaráðs þann 5. nóvember 2020 var m.a. eftirfarandi bókað:

"Til umræðu ofangreint og forstöðumaður safna gerði grein fyrir stöðu mála og meðfylgjandi minnisblaði frá forstöðumanni safna, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og formanni stjórnar Menningarfélagsins Bergs ses, dagsett þann 03.11.2020, þar sem lagt er til að samkomulag Dalvíkurbyggðar og Menningarfélagsins Bergs ses um framkvæmdastjóra og rekstur Menningarhússins Bergs verði í gildi út árið 2021. Framlag forstöðumanns safna til menningarhússins er metið 15% af 100% stöðugildi. Lagt er til að 4,85% af launum deildarbókavarðar bókist einnig á deild 05610 þannig að heildarstöðugildi vegna Menningarhússins Berg ses er 19,85%. Menningarfélagið Berg ræður síðan starfsmann á sínum vegum til að sinna daglegum verkefnum hússins í því hlutfalli sem metið er ásættanlegt af stjórn menningarfélagsins. -Samningur vegna launa lækkar um 1.000.000 kr. á ársgrundvelli en rekstrarstyrkur Dalvíkurbyggðar hækkar á móti um sömu upphæð. Við breytingarnar verður ekki kostnaðarauki á framlagi Dalvíkurbyggðar til menningarhússins en skiptingin verður önnur.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að ofangreint fyrirkomulag gildi áfram út árið 2021 og tíminn verði notaður til rýni með það að markmiði að fyrir gerð fjárhagsáætlunar 2022 liggi fyrir tillaga að lausn og fyrirkomulagi til framtíðar. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa tillögu að skiptingu launa starfsmanna safna og endurskoðun á styrktarfjárhæðum við Menningarfélagið Berg ses til gerðar fjárhagsáætlunar 2021."

Tekinn fyrir rafpóstur frá Menningarfélaginu Bergi ses, dagsettur þann 29. september 2021, þar sem fram kemur að formanni stjórnar var falið að ræða við Dalvíkurbyggð í samræmi við umræður á fundi þar sem um áramót lýkur þeim tíma sem gefinn var til að endurmeta sú skipan að forstöðumaður safna væri jafnframt framkvæmdastjóri Menningarhússins Bergs. Í ljósi aukinna verkefna forstöðumanns safna er ljóst að breytinga er þörf.

Freyr vék af fundi kl. 13:31.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að verða við ósk stjórnar Menningarfélagsins Bergs ses að snúa til fyrra horfs frá og með 1.1.2022.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjórum Fræðslu- og menningarsviðs og Fjármála- og stjórnsýslusviðs að endurskoða fyrirliggjandi samninga, eftir því sem við á.

2.Frá framkvæmdasviði; Styrkir til verkefna á sviði orkuskipta - viðaukabeiðni

Málsnúmer 202105131Vakta málsnúmer

Frestað.

3.Starfs- og fjárhagsáætlun 2022 - 2025; skil frá fagráðum og stjórnendum.

Málsnúmer 202105027Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu tillögur að starfsáætlunum frá fjármála- og stjórnsýslusviði, fræðslu- og menningarsviði, félagsmálasviði og Tónlistarskólanum á Tröllaskaga.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að aukafundur byggðaráðs verði nk. þriðjudag kl. 15:00 þar sem byrjað verði á yfirferð með sviðsstjórum.

4.Nýtt hlutverk fyrir Gamla skóla

Málsnúmer 202011083Vakta málsnúmer

Á 991. fundi byggðaráðs þann 8. júlí sl. var eftirfarandi bókað:
"Á fundi sínum þann 15. júní 2021 vísaði sveitarstjórn ákvarðanatöku um nýtt hlutverk fyrir Gamla skóla til fullnaðarafgreiðslu í byggðaráði. Fyrir fundinum lágu upplýsingar um kostnað verkefnisins og útfærslur frá sveitarstjóra, forstöðumanni safna og þjónustu- og upplýsingafulltrúa. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að farið verði í endurbyggingu á Gamla skóla og byggingunni falið nýtt hlutverk. Byggðasafnið verði flutt úr Hvoli, fuglasýning og Friðlandsstofa sett upp. Fleiri kostir verða skoðaðir áfram hvað varðar frekari starfsemi í húsinu. Jafnframt verði áfram til skoðunar framtíðarnýting á elsta hlutanum. Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2022-2025."

Samkvæmt kostnaðarmati AVH frá 4. maí sl. þá eru endurbætur áætlaðar um 190 m.kr. Á móti er samningur á milli SSNE og Dalvíkurbyggðar um styrk að upphæð 35 m.kr. vegna endurbyggingar á nýrri hluta Gamla skóla og sölu á Hvoli.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir íbúafundi frá 23. september sl. og hugmyndum um aðkeypta hönnunarvinnu.
Lagt fram til kynningar.

5.Frá Menningarráði; Frá Dalvíkurkirkju; Ósk um styrk vegna göngustígs meðfram Dalvíkurkirkju

Málsnúmer 202109096Vakta málsnúmer

Á 87. fundi menningarráðs þann 23. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir bréf frá sóknarnefnd Dalvíkur, dags. 17.09.2021, þar sem óskað er eftir styrk vegna stígs við austurhlið Dalvíkurkirkjugarðs. Menningarráði líst vel á verkefnið og sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs er falið að skoða málið betur."
Lagt fram til kynningar.

6.Frá Menningarráði; Frá sóknarnefnd Dalvíkurkirkju vegna fjárhagsáætlunar 2022

Málsnúmer 202108070Vakta málsnúmer

Á 87. fundi menningarráðs þann 23. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir bréf frá formanni sóknarnefndar Dalvíkursóknar, dags. 26.08.2021. Undirritaður f.h. sóknanefndar óskar eftir fjárstyrk fjárhagsárið 2022, með niðurfellingu fasteignagjalda, eins og undanfarin ár. Meðfylgjandi er einnig minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs dags. 26.08.2021. Menningarráð samþykkir samhljóða með þremur greiddum atkvæðum að veita styrk fjárhagsárið 2022."
Lagt fram til kynningar.

7.Trúnaðarmál- viðaukabeiðni

Málsnúmer 202106014Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

8.Frá sviðsstjóra félagsmálasviðs; Beiðni um viðauka vegna aukningar á starfshlutfalli í skammtímavistun Lokastíg 3

Málsnúmer 202109125Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra félagamálasviðs, dagsett þann 28. september 2021, þar sem óskað er eftir launaviðauka við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 2.199.645 við deild 02560- Skammtímavistun. Fram kemur að auka þarf um 100% stöðugildi vegna aukningar þjónustuþega. Lagt er til að launaviðaukanum verði mætt með lækkun á lið 02110-9110.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2021, viðauki nr. 20, að upphæð kr. 2.199.645 við deild 02560 og að honum verði mætt með lækkun á lið 02110-9110. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

9.Frá SSNE; Erindi til sveitarfélagsins- Hagkvæmnimat Líforkuver

Málsnúmer 202102038Vakta málsnúmer

Á 996. fundi byggðaráðs þann 16. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá stjórn SSNE dagsett 15. september 2021. Stjórn SSNE fjallaði um líforkuver á 28. fundi sínum, 11. ágúst og var umræðum fram haldið á 29. fundi stjórnar, 8. september og samþykkti stjórn svohljóðandi bókun: „Stofnað verði einkahlutafélag til að halda utan um verkefnið “Líforkuver" og félagið vistað undir hatti SSNE. Stofnfé af hálfu SSNE verði framlag áhersluverkefnis umhverfismála, 3 m.kr að viðbættum 5 m.kr styrk sem Umhverfisráðuneytið veitti í verkefnið til eflingar hringrásarhagkerfisins. Óskað verður eftir 12 m.kr fjárframlagi frá sveitarfélögum á starfssvæði SSNE í hlutfalli við íbúafjölda til þess að fjármagna að fullu hagkvæmnimat sem áætlað er að kosta muni 20 m.kr.“ SSNE óskar eftir því að Dalvíkurbyggð leggi kr. 729.000,- til verkefnisins sem um leið verður hlutafé Dalvíkurbyggðar í einkahlutafélagi um Líforkuver. Upphæðin er hlutfall af 12 millj kr. miðað við íbúafjölda Dalvíkurbyggðar 1. janúar 2021. Sveitarstjóri gerði grein fyrir málinu og umfjöllun um það. Afgreiðslu frestað."

Byggðaráð samþykkir samhljóða að leggja kr. 729.000,- til verkefnisins en telur eðlilegra að um beinan styrk til verkefnisins verði að ræða fremur en framlag til óstofnaðs einkahlutafélags, enda verði skýrslan sem hagkvæmnimatið skilar í sameiginlegri eigu sveitarfélaganna á starfssvæði SSNE.

Byggðaráð skorar jafnframt á stjórn SSNE að endurvekja og ljúka vinnu við greiningu og stefnumörkun í úrgangsmálum sem hafin var í samstarfi við SSNV, en ekki lokið eftir því sem næst verður komist. Í tengslum við hagkvæmnisathugun á líforkuveri ætti því einnig að horfa til meðhöndlunar á öðrum úrgangi, þannig að heildstæð stefna verði mörkuð í úrgangsmálum á Norðurlandi öllu.

Byggðaráð samþykkir fyrir sitt leyti að Flokkun Eyjafjarðar ehf. greiði hluta Dalvíkurbyggðar í verkefninu, enda samþykki öll önnur sveitarfélög sem standa að Flokkun slíkt hið sama.

10.Smávirkjanir í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201407032Vakta málsnúmer

Á 107. fundi veitu- og hafnaráðs þann 24. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Farið yfir stöðu á verkefninu Brimnesárvirkjun en rafrænn kynningarfundur var haldinn þann 31. ágúst til upplýsinga fyrir íbúa. Staðan núna er sú að matskyldufyrirspurn er lokið, fornleifastofnun hefur skoðað fornminjar, rennslismælingar og úrvinnsla rennslisgagna er langt komin og einnig er GPS mælingum lokið að mestu. Næsta skref er að hefja jarðgrunnsathugun og leggja mat á aðstæður. Samhliða þessu er hugmyndin að senda rennslisgögn til Vatnaskila, sem munu stilla upp vatnafarslíkani af Brimnesá en með hliðsjón af því verður endanlegt mat lagt á virkjað rennsli. Það er Mannvit sem heldur utan um framgang verkefnisins skv. samningi við Dalvíkurbyggð. Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi við Mannvit um eftirfarandi verkþætti fyrir árin 2021 og 2022:
Lokaáfanga við forathugun vegna Brimnesárvirkjunar
Frumhönnun virkjunar
Gerð deiliskipulags og aðstoð við leyfismál

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 28.09.2021, er varðar vangaveltur um rekstrarform smávirkjunar / rafveitu Dalvíkurbyggðar til framtíðar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samningi við Mannvit og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

11.Frá UT_teymi; Endurnýjun á samningi um Rent-a-Prent - drög að samningi

Málsnúmer 202109112Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að samningi við Origo um Rent-A-Prent. Málið var til umfjöllunar í UT_teymi sveitarfélagsins eftir yfirferð tölvuumsjónarmanns. Meðfylgjandi er einnig minnisblað tölvuumsjónarmanns, dagsett 30.09.2021.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind drög að samningi á milli Origo og Dalvíkurbyggðar um RentAPrent og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

12.Frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu; Varðar skipulagsfulltrúa og höfnun á undanþágu

Málsnúmer 202103157Vakta málsnúmer

Á 335. fundi sveitarstjórnar þann 20. apríl sl. kom fram að á 334. fundi sveitarstjórnar var gengið frá ráðningu í auglýst starf byggingar- og skipulagsfulltrúa hjá Dalvíkurbyggð. Einnig var samþykkt sú tillaga að kanna mögulegt samstarf við nágrannasveitarfélögin um verkefni byggingarfulltrúa til að uppfylla kröfur laga um mannvirki. Sveitarstjóri lagði til að starfsheiti Helgu Írisar Ingólfsdóttur verði Skipulags- og tæknifulltrúi í ráðningarsamningi og starfslýsingu. Einnig voru kynnt uppfærð drög að starfslýsingu. Sveitarstjórn staðfesti afgreiðslu byggðaráðs frá 8. apríl sl. og tillögu um starfsheitið skipulags- og tæknifulltrúi.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi svarbréf frá Umhverfis- og auðlindarráðuneytinu, dagsett þann 16. september sl. þar sem fram kemur að beiðni Dalvikurbyggðar um að veita Helgu Írisi Ingólfsdóttur tímabundna undanþágu (áætlað fram að áramótum) frá ákvæði 5. mgr. 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er synjað. Forsenda synjunar er að Dalvíkurbyggð auglýsti fyrst og fremst starf byggingarfulltrúa en ekki skipulagsfulltrúa og sveitarfélagið hefur ekki sýnt fram á að reynt hafi verið að fá réttindamann í starf skipulagsfulltrúa.

Dalvíkurbyggð er bent á að auglýsa starf skipulagsfulltrúa að nýju og sækja að nýju um undanþágu ef ekki tekst að fá starfsmann sem uppfyllir hæfisskilyrði 5. mgr. 7. gr. skipulagslaga.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitarfélagið leysi málið, a.m.k. tímabundið, áfram með aðkeyptri vinnu vegna skipulagsmála eins og tíðkast hefur í gegnum árin.

13.Frá SSNE; Skýrsla RHA um mögulegar framkvæmdir í vegargerð á Norðurlandi eystra

Málsnúmer 202109088Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi skýrsla RHA sem unnin er fyrir SSNE um mögulegar framkvæmdir i vegagerð á Norðurlandi eystra. Markmið verkefnisins er að greina framtíðar vegaframkvæmdir eða samgöngukosti sem varða starfssvæði SSNE þannig að þeir komist í umræðu og í framhaldinu sé unnt að forgangsraða völdum kostum kerfisbundið á einhvern hátt með hag almennings og atvinnu- og efnahagslíf landshlutans í huga. Skýrslan er afrakstur hugmyndavinnu.
Lagt fram til kynningar.

14.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Innleiðing heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, stuðningsverkefni

Málsnúmer 202109116Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 17. september 2021 þar sem meðfylgjandi er bréf framkvæmdastjóra Sambandsins til allra sveitarfélaga um stuðningsverkefni vegna innleiðingar heimsmarkmiðanna í sveitarfélögum og kynning á verkefninu. Umsókn um þátttöku í verkefninu þarf að berast fyrir 15. október nk. og styðjast við samþykkt sveitarstjórnar. Í bréfi framkvæmdastjóra Sambandsins kemur fram að Sambandið hefur fengið styrk úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna innleiðingar. Hvert sveitarfélag þarf að tilefna tvo fulltrúa, annars vegar kjörinn fulltrúa og hins vegar starfsmann til að bera ábyrgð á innleiðingarvinnunni innan sveitarfélagsins og taka þátt í 1-2 vinnustofum, auk stöðu- og lokafunda.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar í framkvæmdastjórn.

15.Frá Unicef Ísland; Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Málsnúmer 202003065Vakta málsnúmer

Á 329. fundi sveitarstjórnar þann 24. nóvember sl. var m.a. bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá UNICEF, dagsettur þann 5. nóvember 2020, kannað er hvort enn sé áhugi fyrir því að taka þátt í verkefninu barnvæn sveitarfélög 2021. Eins og fram kom á sínum tíma þá greiðir sveitarfélagið 500.000kr skráningargjald en fræðsla og ráðgjöf er niðurgreidd af Félagsmálaráðuneytinu. Það þarf að tilnefna umsjónarmann með verkefninu og þar hefur 30% starfshlutfall gefið góða raun. Innleiðingarferlið tekur að meðaltali 2 ár. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um frestun þátttöku í verkefninu og að kannað verði með þátttöku á árinu 2022."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá samskiptastjóra innanlandsdeildar UNICEF, dagsettur þann 14. september sl, þar sem innt er eftir áhuga Dalvíkurbyggðar að taka þátt í verkefninu árið 2022.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til skoðunar hjá sviðsstjórum fræðslu- og menningarsviðs og félagsmálasviðs og meta hver yrði ávinningur Dalvíkurbyggðar að taka þátt í þessu verkefni.

16.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Fjármálaráðstefna 2021

Málsnúmer 202109083Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 15. september 2021, þar sem minnt er á skráningu á Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2021 sem haldinn verður fimmtudaginn 7. október og föstudaginn 8. október á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður á ráðstefnunni.
Lagt fram til kynningar.

17.Frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga; Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2021

Málsnúmer 202109084Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dagsettur þann 15. september 2021, þar fram kemur að ársfundur Jöfnunarsjóðs verður haldinn miðvikudaginn 6. október nk. kl. 16:00. Til fundarins eru boðaðir framkvæmdastjórar sveitarfélaga eða staðgenglar þeirra og fulltrúar samtaka sveitarfélaga.

Sveitarstjóri mun sitja fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:40.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs