Sveitarstjórn

339. fundur 02. nóvember 2021 kl. 16:15 - 18:35 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson varamaður
  • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir varamaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir 1. varamaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 997. frá 30.09.2021

Málsnúmer 2109016FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 17 liðum.
Liðir 1, 7, 8, 9, 10, 11, 12 eru sér liðir á dagskrá.
Enginn tók til máls um fundargerðina og hún lögð fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 998, frá 05.10.2021.

Málsnúmer 2110001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 1. lið.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls um fundargerðina og hún lögð fram til kynningar.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 999, frá 13.10.2021

Málsnúmer 2110006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 1 lið.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls um fundargerðina og hún lögð fram til kynningar.

4.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1000, frá 14.10.2021

Málsnúmer 2110007FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 17 liðum.
Liður 6, 8, 14 eru sér liðir á dagskrá.
Enginn tók til máls um fundargerðina og hún lögð fram til kynningar.

5.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1001, frá 20.10.2021

Málsnúmer 2110010FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 1 lið.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls um fundargerðina og hún lögð fram til kynningar.

6.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1002, frá 21.10.2021

Málsnúmer 2110012FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 13. liðum.
Liðir 1, 2,3, 9, 10 og 13 eru sér liðir á dagskrá.
Enginn tók til máls um fundargerðina og hún lögð fram til kynningar.

7.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1003, frá 28.10.2021

Málsnúmer 2110014FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 10 liðum.
Liðir 1, 2, 3, 5, 6, 8, 9 og 10 eru sér liðir á dagskrá.
Enginn tók til máls um fundargerðina og hún lögð fram til kynningar.

8.Atvinnumála- og kynningarráð - 65, frá 06.10.2021

Málsnúmer 2110002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 5 liðum.
Liður 3 þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
  • Haldinn verður ársfundur Norðurstrandarleiðar, þann 8. nóvember nk. þar sem farið verður yfir stöðu verkefnisins, hvernig það hefur gengið hingað til og hver næstu skref eru. Atvinnumála- og kynningarráð - 65 Ráðið felur þjónustu- og upplýsingafulltrúa og formanni ráðsins að sækja fundinn á Hótel Natur ef þær hafa tök á. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu Atvinnumála- og kynningarráð um að þjónustu- og upplýsingafulltrúi og formaður ráðsins sæki ársfund Norðurstrandarleiðar.

9.Félagsmálaráð - 254, frá 19.10.2021

Málsnúmer 2110005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls og fundargerðin er lögð fram til kynningar.

10.Fræðsluráð - 264, frá 13.10.2021

Málsnúmer 2110004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 5 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls og fundargerðin er lögð fram til kynningar.

11.Íþrótta- og æskulýðsráð - 132, frá 28.09.2021

Málsnúmer 2109014FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum.
Liður 5 og 7 eru sér liðir á dagskrá.
Enginn tók til máls og fundargerðin er lögð fram til kynningar.

12.Landbúnaðarráð - 141, frá 23.09.2021

Málsnúmer 2109011FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls og fundargerðin er lögð fram til kynningar.

13.Menningarráð - 87, frá 23.09.2021

Málsnúmer 2109010FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls og fundargerðin er lögð fram til kynningar.

14.Menningarráð - 88, frá 22.10.2021

Málsnúmer 2110011FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls og fundargerðin er lögð fram til kynningar.

15.Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 28, frá 25.10.2021

Málsnúmer 2110013FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls og fundargerðin er lögð fram til kynningar.

16.Umhverfisráð - 364, frá 05.10.2021

Málsnúmer 2109015FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11. liðum.
Liðir 1, 2, 3, 4, 5 og 6 eru sér liðir á dagskrá.
Enginn tók til máls og fundargerðin er lögð fram til kynningar.

17.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 107, frá 24.09.2021

Málsnúmer 2109012FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 10 liðum.
Liðir 3, 4, 5 og 6 eru sér liðir á dagská.
Enginn tók til máls og fundargerðin er lögð fram til kynningar.

18.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 108, frá 08.10.2021

Málsnúmer 2110003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum.
Liðir 2 og 3 eru sér liðir á dagskrá.
Enginn tók til máls og fundargerðin er lögð fram til kynningar.

19.Frá 997.fundi byggðaráðs þann 30.09.2021; Beiðni um viðauka vegna aukningar á starfshlutfalli í skammtímavistun Lokastíg 3

Málsnúmer 202109125Vakta málsnúmer

Á 997. fundi byggðaráðs þann 30. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra félagamálasviðs, dagsett þann 28. september 2021, þar sem óskað er eftir launaviðauka við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 2.199.645 við deild 02560- Skammtímavistun. Fram kemur að auka þarf um 100% stöðugildi vegna aukningar þjónustuþega. Lagt er til að launaviðaukanum verði mætt með lækkun á lið 02110-9110. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2021, viðauki nr. 20, að upphæð kr. 2.199.645 við deild 02560 og að honum verði mætt með lækkun á lið 02110-9110. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda bókun byggðaráðs og beiðni um launaviðauka nr. 20 við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 2.199.645 við deild 02560 og að honum verði mætt með lækkun á lið 02110-9110.

20.Frá 997. fundi byggðaráðs þann 30.09.2021; Viðaukabeiðni frá fræðslu- og menningarsviði vegna afleysinga.

Málsnúmer 202106014Vakta málsnúmer

Á 997. fundi byggðaráðs þann 30. september 2021 var samþykkt beiðni frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs um viðauka við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 3.528.000 á deild 04210 og lið 4396.

Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 19 við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 3.528.000 á lið 04210-4396 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

21.Frá 1000. fundi byggðaráðs þann 14.10.2021; Viðaukabeiðni - Yfirferð á framkvæmdum sumarsins 2021.

Málsnúmer 202103193Vakta málsnúmer

Á 1000. fundi byggðaráðs þann 14. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 338. fundi sveitarstjórnar þann 21. september sl. var eftirfarandi bókað; "Á 361. fundi umhverfisráðs þann 3. september 2021 var eftirfarandi bókað: "Umhverfisráð fór yfir stöðu verkefna sumarsins með deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar. Ráðið leggur til að vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar við sjóvörn við Framnes og Sæból og þeirra þungaflutninga sem þeim fylgja, verði yfirlögn frestað til næsta árs. Umhverfisráð leggur til að þeir fjármunir verði fluttir á verkefni E2118 - Opið svæði í Hringtúni. Framkvæmdum við skjólbelti meðfram Hauganesvegi verði frestað þangað til deiliskipulag fyrir Hauganes liggur fyrir. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum." Til máls tóku: Katrín Sigurjónsdóttir. Guðmundur St. Jónsson. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar og afgreiðslu í byggðaráði." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, móttekið þann 13.10.2021, þar sem fram kemur að í fjárveitingum fyrir 2021 (sbr. viðauki) voru settar 2,0 m.kr. í framkvæmdir við opið svæði við Hringtún. Framkvæmdin var vanáætluð og er kostnaður kominn nú í um 3,4 m.kr. og áætlað er að það vanti 700 þ.kr. upp á til að klára verkið fyrir veturinn. Til að klára verkið er óskað eftir heimild til að færa verkefnið "Olíumöl frá þjóðvegi að Sæbóli" að upphæð kr. 800.000 yfir á verkefnið við Hringtún. Vegna framkvæmda við sjóvörn við Sæból og Framnes er fyrirséð að mikill þungaflutningur á eftir að verða á veginum og því ekki ráðlagt að fara í framkvæmdir við hann fyrr en vinnu við sjóvörn er lokið. Heildarkostnaður við opið svæði við Hringtún árið 2021 er því áætlaður kr. 4.071.728 í stað kr. 2.000.000. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka og tilfærslu á milli verkefna, viðauki nr. 22 við fjárhagsáætlun 2021 þannig að kr. 700.000 verði fluttar á milli ofangreindra verkefna, af E2110 og yfir á E2118 innan deildar 32200 og kr. 100.000 sem eftir stendur af verki E2110 verði tekið út. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 22 við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 700.000 sem verða fluttar á milli verkefna af E2110 (Olíumöl frá þjóðvegi að Sæbóli) og yfir á E21118 (Opið svæði Hringtún) innan deildar 32200 og kr. 100.000 sem eftir standa af verki E2110 falli niður.

22.Frá 1000. fundi byggðaráðs þann 14.10.2021; Viðaukabeiðni - Tímabundin afleysing á fjármála- og stjórnsýslusviðs

Málsnúmer 202108041Vakta málsnúmer

Á 1000. fundi byggðaráðs þann 14. október sl. var samþykktur viðauki nr. 21 við fjárhagsáætlun 2021 samkvæmt erindi frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs við fjárhagsáætlun 2021, launaviðauki við deild 21400 að upphæð kr. 5.296.507 vegna afleysinga og ýmissa kjarasamningsbundinna breytinga. Samþykkt var að mæta viðaukanum með lækkun á handbæru fé.



Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og launaviðauka nr. 21 við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 5.296.507 við deild 21400. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

23.Frá 1002. fundi byggðaráðs þann 21.10.2021; Viðaukabeiðni 2021 vegna uppfærslu á lífeyrisskuldbindingu

Málsnúmer 202110040Vakta málsnúmer

Á 1002. fundi byggðaráðs þann 21. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, bréf dagsett þann 18. október sl., þar sem lagt er til hækkun á áætlun vegna uppfærslu lífeyrisskuldbindinga að upphæð kr. 12.223.000 þannig að áætlun ársins verði kr. 64.644.000 á lið 21600-1112. Um er að ræða reiknaða stærð þannig að hún hefur ekki áhrif á sjóðstreymi en hefur áhrif á rekstur og efnahag. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að viðauka að upphæð kr. 12.223.000, viðauki nr. 23 við fjárhagsáætlun 2021 á lið 22600-1112 og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 23 við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 12.223.000 á lið 22600-1112. Um er að ræða reiknaða uppfærslu lífeyrirskuldbindinga þannig að hún hefur ekki áhrif á sjóðsstreymi en hefur áhrif á rekstrargjöld og rekstrarniðurstöðu sveitarfélagsins.

24.Frá 1002. fundi byggðaráðs þann 21.10.2021; Staða íþróttafélaga vegna COVID19 - viðaukabeiðni.

Málsnúmer 202004008Vakta málsnúmer

Á 1002. fundi byggðaráðs þann 21. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1000. fundi byggðaráðs þann 14. október sl. var eftirfarandi bókað: "Á 132. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 28. september sl. var eftirfarandi bókað: "Byggðaráð vísaði minnisblaði íþrótta- og æskulýðsfulltrúa til umfjöllunar í íþrótta- og æskulýðsráði og að íþrótta- og æskulýðsráð komi með tillögu til byggðaráðs hvernig á að bregðast við fyrirliggjandi óskum og hugmyndum íþróttafélaganna. Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að félögin verði styrkt um eftirfarandi upphæð vegna stöðu þeirra vegna fjárhagstaps í ljósi takmarkana sóttvarnaryfirvalda. - Skíðafélag Dalvíkur fái þær 5.000.000 sem félagið fékk fyrirfram á síðasta ári til að brúa bil. Ljóst er að bilið hvorki minnkaði né stækkaði sl. ár og því stendur þessi upphæð eftir. - Sundfélagið Rán fái styrk á móti leigu að upphæð 391.400.- þar sem sundlaugin var lokuð að hluta vegna sóttvarnartakmarkana sem og vegna framvæmda árið 2021. Einnig náði félagið ekki að halda árlegar fjáraflanir. - Barna- og unglingaráð UMFS: 600.000. Félagið hefur sýnt ráðdeild og passað upp á fjármagn, en fjáröflun verið erfið undanfarið ár.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu íþrótta- og æskulýðsráðs og óskar eftir að íþrótta- og æskulýðsfulltrúi leggi fyrir byggðaráð á næsta fundi viðaukabeiðni í samræmi við tillöguna." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi viðaukabeiðni frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 5.991.400 við deild 06800 og lið 9145 vegna ofangreinds. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 22 við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 5.991.400 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 22 við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 5.991.400 við deild 06800 og lið 9145 vegna viðbótarstyrkja til íþrótta- og æskulýðsfélaga. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

25.Frá 1002. fundi byggðaráðs þann 21.10.2021; Viðaukabeiðni vegna framlaga frá Jöfnunarsjóði 2021

Málsnúmer 202110041Vakta málsnúmer

Á 1002. fundi byggðaráðs þann 21. október sl. var eftifarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, bréf dagsett þann 18. október sl, þar sem lagt er til að áætlun vegna framlaga úr Jöfnunarsjóði 2021 verði hækkuð um kr. -38.398.575 í samræmi við nýjustu áætlanir Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Lagt er til að deild 00100 hækki samtals um ofangreinda fjárhæð, skipt niður á einstök framlög í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Viðaukinn kæmi til hækkunar á handbæru fé sem nemur sömu upphæð. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun 2021, nr. 24, að upphæð kr. -38.398.575 á deild 00100 og að hann komi til hækkunar á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 24 við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. -38.398.575 við deild 00100 vegna áætlunar um hækkun á framlögum frá Jöfnunarsjóði. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.

26.Frá 1003. fundi byggðaráðs þann 28.10.2021; Fjárhagsáætlun 2021; heildarviðauki III - útkomuspá

Málsnúmer 202110057Vakta málsnúmer

Á 1003. fundi byggðaráðs þann 28. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs lagði fram og kynnti tillögu að útkomuspá fyrir árið 2021 / heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2021 í fjárhagsáætlunarlíkani með þeim viðaukum sem samþykktir hafa verið á árinu ásamt tillögu eftirfarandi viðaukum til viðbótar: Viðauki 27 - breyting á áætlun útsvars Viðauki 26 - TÁT - breyting á endurgreiðslu Fjallabyggð Viðauki 25- TÁT launaviðauki og breytingar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að útkomuspá fyrir árið 2021 / heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2021 og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Til máls tók:
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og staðgengill sveitarstjóra, sem gerði grein fyrir ofangreindum heildarviðauka III og útkomuspá fyrir árið 2021; helstu forsendum og niðurstöðum.

Helstu niðurstöður eru:

Rekstrarniðurstaða er áætluð neikvæð um 78,9 m.kr. fyrir Samstæðu A- og B- hluta.
Rekstrarniðurstaða er áætluð neikvæð um 70,4 m.kr. fyrir A-hluta.
Áætlaðar fjárfestingar fyrir Samstæðu A- og B- hluta eru um 153,5 m.kr.
Lántaka er áætluð 0 fyrir Samstæðu A- og B- hluta.
Veltufé Samstæðu A- og B- hluta er áætlað 179 m.kr. og handbært fé 164,4 m.kr.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda viðauka nr. 25, nr. 26., nr. 27.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2021 og útkomuspá 2021 eins og hún liggur fyrir.

27.Frá 1003. fundi byggðaráðs þann 28.10.2021; Gjaldskrár 2022; tillögur frá fagráðum

Málsnúmer 202110039Vakta málsnúmer

Á 1003. fundi byggðaráðs þann 28. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdu tillögur að gjaldskrám 2022 frá fagráðum ; Frá félagsmálasviði: Heimilisþjónusta. Framfærslukvarði. Matarbakkar og sendingar. Ferðaþjónusta. Dagmæður. Lengd viðvera. Frá fræðslu- og menningarsviði: Félagsheimilið Árskógur. Dalvíkurskóli. Frístund Árskógarskóli og Dalvikurskóli. Leikskóladvöl Krílakot og Kötlukot. Skólamáltíðir Árskógarskóli og Dalvíkurskóli. Tónlistarskólinn á Tröllaskaga. Bókasafn Dalvíkurbyggðar. Héraðsskjalasafn Svarfdæla í Dalvíkurbyggð. Bygggasafnið Hvoll. Íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar. Félagsmiðstöðin Týr. Frá framkvæmdasviði; Kattahald í Dalvíkurbyggð. Hundahald í Dalvíkurbyggð. Gjaldskrá byggingarfulltrúa. Fjallskil. Upprekstrargjald. Lausaganga búfjár. Leiguland. Vatnsveita vinnuskjal Hitaveita vinnuskjal og tillaga til samþykktar. Lagt fram til kynningar og vísað áfram til umfjöllunar í byggðaráði."
Til máls tóku:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
Guðmundur St. Jónsson.
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir.
Jón Ingi Sveinsson.
Dagbjört Sigurpálsdóttir.

Ekki tóku fleiri til máls og er liðurinn lagður fram til kynningar.

28.Frumvarp að starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025. Fyrri umræða.

Málsnúmer 202105027Vakta málsnúmer

Á 1003. fundi byggðaráðs þann 28. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýsluviðs lagði fram og kynnti tillögu að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025 í fjárhagsáætlunarlíkani. Einnig meðfylgjandi undirgögn/ vinnugögn: Starfsáætlanir frá fagsviðum. Samanburður á niðurstöðum deilda úr NAV á milli áranna 2021 og 2022. Tillögur að fjárfestingum og framkvæmdum - heildaryfirlit fyrir árin 2022-2025. Búnaðarkaupabeiðnir 2022 - heildaryfirlit. Rökstuðningur frá Framkvæmdasviði vegna búnaðarkaupabeiðna. Tillögur að viðhaldi Eignasjóðs 2022. Yfirlit yfir áætlaðan launakostnað per deild 2022 og stöðugildi. Samantekt og tillaga að endurnýjunaráætlun vinnuhóps vegna bifreiðakaupa. Minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs yfir breytingar sem gerðar hafa verið frá síðasta fundi byggðaráðs (tékklisti).Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025 til sveitarstjórnar."
Til máls tóku:
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og staðgengill sveitarstjóra, sem gerði grein fyrir helstu forsendum og niðurstöðum fjárhagsáætlunar 2022 og þriggja ára áætlunar 2023 -2025.
Guðmundur St. Jónsson.
Dagbjört Sigurpálsdóttir.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
Felix Rafn Felixson.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa áætluninni til umfjöllunar í byggðaráði á milli umræðna í sveitarstjórn.

29.Frá 997. fundi byggðaráðs þann 30.09.2021; Þróunarvinna fyrir Menningarhúsið Berg

Málsnúmer 201911072Vakta málsnúmer

Á 997. fundi byggðaráðs þann 30. september 2021 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Freyr Antonsson, formaður stjórnar Menningarfélagsins Bergs ses, kl. 13:00. Á 964. fundi byggðaráðs þann 5. nóvember 2020 var m.a. eftirfarandi bókað: "Til umræðu ofangreint og forstöðumaður safna gerði grein fyrir stöðu mála og meðfylgjandi minnisblaði frá forstöðumanni safna, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og formanni stjórnar Menningarfélagsins Bergs ses, dagsett þann 03.11.2020, þar sem lagt er til að samkomulag Dalvíkurbyggðar og Menningarfélagsins Bergs ses um framkvæmdastjóra og rekstur Menningarhússins Bergs verði í gildi út árið 2021. Framlag forstöðumanns safna til menningarhússins er metið 15% af 100% stöðugildi. Lagt er til að 4,85% af launum deildarbókavarðar bókist einnig á deild 05610 þannig að heildarstöðugildi vegna Menningarhússins Berg ses er 19,85%. Menningarfélagið Berg ræður síðan starfsmann á sínum vegum til að sinna daglegum verkefnum hússins í því hlutfalli sem metið er ásættanlegt af stjórn menningarfélagsins. -Samningur vegna launa lækkar um 1.000.000 kr. á ársgrundvelli en rekstrarstyrkur Dalvíkurbyggðar hækkar á móti um sömu upphæð. Við breytingarnar verður ekki kostnaðarauki á framlagi Dalvíkurbyggðar til menningarhússins en skiptingin verður önnur. a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að ofangreint fyrirkomulag gildi áfram út árið 2021 og tíminn verði notaður til rýni með það að markmiði að fyrir gerð fjárhagsáætlunar 2022 liggi fyrir tillaga að lausn og fyrirkomulagi til framtíðar. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa tillögu að skiptingu launa starfsmanna safna og endurskoðun á styrktarfjárhæðum við Menningarfélagið Berg ses til gerðar fjárhagsáætlunar 2021." Tekinn fyrir rafpóstur frá Menningarfélaginu Bergi ses, dagsettur þann 29. september 2021, þar sem fram kemur að formanni stjórnar var falið að ræða við Dalvíkurbyggð í samræmi við umræður á fundi þar sem um áramót lýkur þeim tíma sem gefinn var til að endurmeta sú skipan að forstöðumaður safna væri jafnframt framkvæmdastjóri Menningarhússins Bergs. Í ljósi aukinna verkefna forstöðumanns safna er ljóst að breytinga er þörf. Freyr vék af fundi kl. 13:31. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að verða við ósk stjórnar Menningarfélagsins Bergs ses að snúa til fyrra horfs frá og með 1.1.2022. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjórum Fræðslu- og menningarsviðs og Fjármála- og stjórnsýslusviðs að endurskoða fyrirliggjandi samninga, eftir því sem við á."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að verða við ósk stjórnar Menningarfélagsins Bergs ses um að snúa til fyrra horfs frá og með 1.1.2022.

30.Frá 997. fundi byggðaráðs þann 30.09.2021; Erindi til sveitarfélagsins- Hagkvæmnimat Líforkuver

Málsnúmer 202102038Vakta málsnúmer

Á 997. fundi byggðaráðs þann 30. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 996. fundi byggðaráðs þann 16. september sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá stjórn SSNE dagsett 15. september 2021. Stjórn SSNE fjallaði um líforkuver á 28. fundi sínum, 11. ágúst og var umræðum fram haldið á 29. fundi stjórnar, 8. september og samþykkti stjórn svohljóðandi bókun: „Stofnað verði einkahlutafélag til að halda utan um verkefnið “Líforkuver" og félagið vistað undir hatti SSNE. Stofnfé af hálfu SSNE verði framlag áhersluverkefnis umhverfismála, 3 m.kr að viðbættum 5 m.kr styrk sem Umhverfisráðuneytið veitti í verkefnið til eflingar hringrásarhagkerfisins. Óskað verður eftir 12 m.kr fjárframlagi frá sveitarfélögum á starfssvæði SSNE í hlutfalli við íbúafjölda til þess að fjármagna að fullu hagkvæmnimat sem áætlað er að kosta muni 20 m.kr.“ SSNE óskar eftir því að Dalvíkurbyggð leggi kr. 729.000,- til verkefnisins sem um leið verður hlutafé Dalvíkurbyggðar í einkahlutafélagi um Líforkuver. Upphæðin er hlutfall af 12 millj kr. miðað við íbúafjölda Dalvíkurbyggðar 1. janúar 2021. Sveitarstjóri gerði grein fyrir málinu og umfjöllun um það. Afgreiðslu frestað."Byggðaráð samþykkir samhljóða að leggja kr. 729.000,- til verkefnisins en telur eðlilegra að um beinan styrk til verkefnisins verði að ræða fremur en framlag til óstofnaðs einkahlutafélags, enda verði skýrslan sem hagkvæmnimatið skilar í sameiginlegri eigu sveitarfélaganna á starfssvæði SSNE. Byggðaráð skorar jafnframt á stjórn SSNE að endurvekja og ljúka vinnu við greiningu og stefnumörkun í úrgangsmálum sem hafin var í samstarfi við SSNV, en ekki lokið eftir því sem næst verður komist. Í tengslum við hagkvæmnisathugun á líforkuveri ætti því einnig að horfa til meðhöndlunar á öðrum úrgangi, þannig að heildstæð stefna verði mörkuð í úrgangsmálum á Norðurlandi öllu. Byggðaráð samþykkir fyrir sitt leyti að Flokkun Eyjafjarðar ehf. greiði hluta Dalvíkurbyggðar í verkefninu, enda samþykki öll önnur sveitarfélög sem standa að Flokkun slíkt hið sama. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að leggja kr. 729.000 til verkefnisins vegna hagkvæmnimats Líforkuvers en telur eðlilegra að um beinan styrk til verkefnisins verði að ræða fremur en framlag til óstofnaðs einkahlutafélags, enda verði skýrslan sem hagkvæmnimatið skilar í sameiginlegri eigu sveitarfélaganna á starfssvæði SSNE. Sveitarstjórn tekur jafnframt undir áskorun byggðaráðs um að skora jafnframt á stjórn SSNE að endurvekja og ljúka vinnu við greiningu og stefnumörkun í úrgangsmálum sem hafin var í samstarfi við SSNV, en ekki lokið eftir því sem næst verður komist. Í tengslum við hagkvæmnisathugun á líforkuveri ætti því einnig að horfa til meðhöndlunar á öðrum úrgangi, þannig að heildstæð stefna verði mörkuð í úrgangsmálum á Norðurlandi öllu. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að Flokkun Eyjafjarðar ehf. greiði hluta Dalvíkurbyggðar í verkefninu, enda samþykki öll önnur sveitarfélög sem standa að Flokkun slíkt hið sama.

31.Frá 997. fundi byggðaráðs þann 30.09.2021; Endurnýjun á samningi um Rent-a-Prent

Málsnúmer 202109112Vakta málsnúmer

Á 997. fundi byggðaráðs þann 30. september 2021 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að samningi við Origo um Rent-A-Prent. Málið var til umfjöllunar í UT_teymi sveitarfélagsins eftir yfirferð tölvuumsjónarmanns. Meðfylgjandi er einnig minnisblað tölvuumsjónarmanns, dagsett 30.09.2021. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind drög að samningi á milli Origo og Dalvíkurbyggðar um RentAPrent og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samning við Origo um Rent-A-Prent.

32.Frá 997. fundi byggðaráðs þann 30.09.2021; Skipulagsfulltrúi

Málsnúmer 202103157Vakta málsnúmer

Á 997. fundi byggðaráðs þann 30. september 2021 var eftirfarandi bókað:
"Á 335. fundi sveitarstjórnar þann 20. apríl sl. kom fram að á 334. fundi sveitarstjórnar var gengið frá ráðningu í auglýst starf byggingar- og skipulagsfulltrúa hjá Dalvíkurbyggð. Einnig var samþykkt sú tillaga að kanna mögulegt samstarf við nágrannasveitarfélögin um verkefni byggingarfulltrúa til að uppfylla kröfur laga um mannvirki. Sveitarstjóri lagði til að starfsheiti Helgu Írisar Ingólfsdóttur verði Skipulags- og tæknifulltrúi í ráðningarsamningi og starfslýsingu. Einnig voru kynnt uppfærð drög að starfslýsingu. Sveitarstjórn staðfesti afgreiðslu byggðaráðs frá 8. apríl sl. og tillögu um starfsheitið skipulags- og tæknifulltrúi. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi svarbréf frá Umhverfis- og auðlindarráðuneytinu, dagsett þann 16. september sl. þar sem fram kemur að beiðni Dalvikurbyggðar um að veita Helgu Írisi Ingólfsdóttur tímabundna undanþágu (áætlað fram að áramótum) frá ákvæði 5. mgr. 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er synjað. Forsenda synjunar er að Dalvíkurbyggð auglýsti fyrst og fremst starf byggingarfulltrúa en ekki skipulagsfulltrúa og sveitarfélagið hefur ekki sýnt fram á að reynt hafi verið að fá réttindamann í starf skipulagsfulltrúa. Dalvíkurbyggð er bent á að auglýsa starf skipulagsfulltrúa að nýju og sækja að nýju um undanþágu ef ekki tekst að fá starfsmann sem uppfyllir hæfisskilyrði 5. mgr. 7. gr. skipulagslaga. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitarfélagið leysi málið, a.m.k. tímabundið, áfram með aðkeyptri vinnu vegna skipulagsmála eins og tíðkast hefur í gegnum árin."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að sveitarfélagið leysi málið, a.m.k. tímabundið, áfram með aðkeyptri vinnu vegna skipulagsmála eins og tíðkast hefur í gegnum árin.

33.Frá 1000. fundi byggðaráðs þann 14.10.2021; Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni

Málsnúmer 202110009Vakta málsnúmer

Á 1000. fundi byggðaráðs þann 14. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, sbr. rafpóstur dagsettur þann 1. október sl. og minnisblað 30. september sl., þar sem fram kemur að á fundi stjórnar Sambandsins þann 24. september sl. var fjallað um verkefni sem snúa að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni. Kynnt var hugmynd sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur mótað og felur í sér að setja á fót húsnæðissjálfseignarstofnun er starfi á landsbyggðinni. Markmið þessa nýja aðila verði að stuðla að uppbyggingu almennra íbúða þar sem þess er þörf utan höfuðborgarsvæðis og vaxtarsvæða í þágu tekjulágra hópa á vinnumarkaði og þeirra hópa sem sveitarfélög bera sérstakar lagaskyldur gagnvart, m.a. fötluðu fólki. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga óskar eftir að sveitarstjórnir á landsbyggðinni taki afstöðu til hugmyndarinnar og upplýsi sambandið um hana fyrir lok október. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur fram eftirfarandi tillögu að bókun og afgreiðslu:

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar hefur áhuga á samtali, án allra skuldbindinga, við HMS til að kynna sér nánar hugmynd að nýrri húsnæðissjálfseignarstofnun sem starfi á landbyggðinni með það að markmiði að stuðla að uppbyggingu almennra íbúða þar sem þess er þörf utan höfuðborgarsvæðis og vaxtarsvæða. Ef af verður þá verði stofnunin samstarfsverkefni sveitarfélaga sem geti þannig náð stærðarhagkvæmni með því að sameinast um uppbyggingu og rekstur íbúðanna. Í þessu samhengi er rétt að geta þess að Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses. er eitt af þeim átta hses. á vegum sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins sem eru starfandi í dag, eins og fram kemur í minnisblaði HMS frá 17.09.2021. Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar kom Leiguíbúðum Dalvíkurbyggðar hses á laggirnar. Félagið hefur byggt 7 íbúða þjónustukjarna á Dalvík fyrir fatlað fólk og voru íbúðirnar teknar í notkun á árinu 2019.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu að bókun og afgreiðslu.

34.Frá 1000. fundi byggðaráðs þann 14.10.2021; Leiga á Böggvisstaðaskála

Málsnúmer 201902134Vakta málsnúmer

Á 1000. fundi byggðaráðs þann 14. október sl. var eftirfarandi bókað:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson vék af fundi kl. 14:51 vegna vanhæfis og varaformaður "tók við fundarstjórn. Á 996. fundi byggðaráðs þann 16. september sl. var m.a. eftirfarandi bókað í tengslum við útleigu á Böggvisstaðaskála: "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar að óska eftir formlegum tilboðum frá báðum aðilum sem innihaldi upplýsingar um leigugreiðslur, hvaða viðhald og framkvæmdir á húsnæðinu verði á kostnað leigutaka og hvort gerðar séu einhverjar kröfur á sveitarfélagið hvað varðar ástand húsnæðisins við upphaf leigu sem og á leigutíma. Einnig að fram komi ósk um tímalengd leigusamnings, upplýsingar um áætlaða starfsemi sem og metin áhrif á nærumhverfi. Byggðaráð áskilur sér rétt að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi eitt tilboð sem barst fyrir tilskilinn tíma. Til umræðu ofangreint. Steinþór vék af fundi kl. 15:09. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að hafna öllum tillögum og tilboðum í leigu á Böggvisstaðaskála. Gunnþór Eyfjörð tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis."
Til máls tók:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl.17:33.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að hafna öllum tillögum og tilboðum í leigu á Böggvisstaðaskála. Gunnþór Eyfjörð tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

35.Frá 1002. fundi byggðaráðs þann 21.10.2021; BHS- Hluthafafundur

Málsnúmer 202110053Vakta málsnúmer

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kom inn á fundinn að nýju kl.17:34.


Á 1002. fundi byggðaráðs þann 21. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir fundarboð frá BHS ehf. þar sem boðað er til hluthafafundar að Fossbrún 2, fimmtudaginn 28. október nk kl. 17:00. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Jón Ingi Sveinsson sæki fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar og fari með umboð fyrir hönd þess."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að Jón Ingi Sveinsson sótti hluthafafund BHS fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

36.Frá 1002. fundi byggðaráðs þann 21.10.2021; Innleiðing heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, stuðningsverkefni

Málsnúmer 202109116Vakta málsnúmer

Á 1002. fundi byggðaráðs þann 21. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 997. fundi byggðaráðs þann 30. september sl. var eftirfarandi bókað: "Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 17. september 2021 þar sem meðfylgjandi er bréf framkvæmdastjóra Sambandsins til allra sveitarfélaga um stuðningsverkefni vegna innleiðingar heimsmarkmiðanna í sveitarfélögum og kynning á verkefninu. Umsókn um þátttöku í verkefninu þarf að berast fyrir 15. október nk. og styðjast við samþykkt sveitarstjórnar. Í bréfi framkvæmdastjóra Sambandsins kemur fram að Sambandið hefur fengið styrk úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna innleiðingar. Hvert sveitarfélag þarf að tilefna tvo fulltrúa, annars vegar kjörinn fulltrúa og hins vegar starfsmann til að bera ábyrgð á innleiðingarvinnunni innan sveitarfélagsins og taka þátt í 1-2 vinnustofum, auk stöðu- og lokafunda. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar í framkvæmdastjórn." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur sveitarstjóra frá 18. október sl. þar sem fram kemur að Framkvæmdastjórn hefur ekki náð að fjalla um ofangreint. Fram kemur að sveitarstjóri og skipulags- og tæknifulltrúi hafa setið í samráðsvettvangi sveitarfélaganna um loftslagsmál. En þar sem það á alveg eftir að móta með hvaða hætti sveitarstjórn ætlar að innleiða heimsmarkmiðin og hvaða aðgerðir Dalvíkurbyggð ætlar leggja áherslu á í framhaldinu þá er lagt til að Dalvíkurbyggð skrái sig ekki fyrir þátttöku í ofangreindu verkefni heldur verði tekið til nánari skoðunar á árinu 2022. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu i sveitarstjórn."
.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að Dalvíkurbyggð skrái sig ekki fyrir þátttöku í verkefninu heldur verði tekið til nánari skoðunar á árinu 2022.

37.Frá 1002. fundi byggðaráðs þann 21.10.2021; Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses; Beiðni um skuldbreytingu

Málsnúmer 202108061Vakta málsnúmer

Á 1002. fundi byggðaráðs þann 21. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 994. fundi byggðaráðs þann 2. september sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses, rafpóstur dagsettur 28. júlí 2021, þar sem stjórnin óskar eftir að viðskiptaskuld félagsins við Dalvíkurbyggð frá framkvæmdatíma upp á rúmar 5 milljónir króna verði breytt í langtímalán. Fyrir liggur samþykkt byggðaráðs um skammtímalán vegna skuldarinnar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma með tillögu fyrir byggðaráð varðandi ofangreint erindi." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að lánasamningi um ofangreinda skuldbreytingu við Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses ásamt greiðsluáætlun. Gert er ráð fyrir að lánakjör séu í samræmi við þau lánakjör sem standa Dalvíkurbyggð til boða. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að lánasamningi á milli Dalvíkurbyggðar og Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að lánasamningi á milli Dalvíkurbyggðar og Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses vegna skuldbreytingar.

38.Frá 1003. fundi byggðaráðs þann 28.10.2021; Aflétting á kvöðum vegna sölu á Brimnesbraut 3

Málsnúmer 202110060Vakta málsnúmer

Á 1003. fundi byggðaráðs þann 28. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá fasteignasölunni Eignaveri, dagsett þann 21. október 2021, þar sem óskað er eftir afléttingu á kvöðum vegna sölu á eigninni við Brimnesbraut 3 en íbúðin er háð ákvæðum laga nr. 51/1980 og reglugerðar nr. 527/1980 með áorðnum breytingum. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum afléttingu á ofangreindum kvöðum er snúa að Dalvíkurbyggð. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um afléttingu á kvöðum vegna Brimnesbrautar 3 er snúa að Dalvíkurbyggð.

39.Frá 1003. fundi byggðaráðs 28.10.2021; Breytingartillaga á erindisbréfi Eineltisteymi Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201802073Vakta málsnúmer

Á 1003. fundi byggðaráðs þann 28. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi gildandi erindisbréf fyrir Eineltisteymi Dalvíkurbyggðar með tillögum að breytingum. Vegna breytinga í starfsmannahaldi þá er lagt til að gerð verði sú breyting á að teymið verði skipað áfram 5 einstaklingum en þá þannig að óskað verði eftir tilnefningum sem hér segir: 2 starfsmenn af Fræðslu- og menningarsviði. 1 starfsmaður af Framkvæmdasviði. 1 starfsmaður af Fjármála- og stjórnsýslusviði. 1 starfsmaður af Félagsmálasviði. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að breytingum á erindisbréfi fyrir Eineltisteymi Dalvíkurbyggðar og vísar því til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Til máls tók:
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að breytingum á erindisbréfi Eineltisteymi Dalvíkurbyggðar.

40.Frá 1003. fundi byggðaráðs þann 28.10.2021; Ósk um tilnefningu fulltrúa sveitarfélags vegna innleiðingar laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Málsnúmer 202110062Vakta málsnúmer

Á 1003. fundi byggðaráðs þann 28. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá félagsmálaráðuneytinu, rafpóstur dagsettur þann 25. október 2021, þar sem fram kemur að þann 1. janúar 2022 taka gildi ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021. Félags- og barnamálaráðherra ber ábyrgð á því að gerðar séu viðeigandi ráðstafanir til að undirbúa gildistöku laganna og styðja við innleiðingu þeirra en í því felst meðal annars að stýra aðgerðum við innleiðingu í samstarfi við ráðherra skv. 1. mgr. 3. gr. laganna og sveitarfélög. Til að tryggja nauðsynlega aðkomu sveitarfélaga að innleiðingu laganna á öllum stigum óskar félags- og barnamálaráðherra hér með eftir því að hvert sveitarfélag tilnefni sérstakan fulltrúa innleiðingar. Viðkomandi aðili verður tengiliður sveitarfélagsins við ráðuneytið og alla þá aðila og hópa sem verkefninu tengjast. Til upplýsinga skal þess getið að jafnframt verður óskað eftir því að heilsugæslur/heilbrigðisstofnanir, lögreglustjórar, sýslumenn og framhaldsskólar tilnefni sambærilega fulltrúa innleiðingar. Auk þess verður óskað eftir tilnefningum fulltrúa stofnana á landsvísu. Þess er vinsamlega óskað að tilnefning berist ráðuneytinu eigi síðar en mánudaginn 1. nóvember nk. Jafnframt vekur ráðuneytið athygli á að í tengslum við innleiðingarferlið verður haldinn vinnufundur í Hörpu þar sem óskað verður eftir þátttöku fulltrúa innleiðingar. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 17. nóvember nk. Nánari upplýsingar um dagskrá fundarins berast síðar í vikunni. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að tilnefna sviðsstjóra félagsmálasviðs sem fulltrúa innleiðingarinnar. Til vara verði sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs. Byggðaráð óskar eftir að fá sviðsstjóra félagsmálasviðs og fræðslu- og menningarsviðs á næsta fund ásamt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa til að ræða heildarskipulag í tengslum við samþættingu á þjónustu í þágu farsældar barna."
Til máls tók:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að sviðsstjóri félagsmálasviðs verði fulltrúi innleiðingarinnar vegna laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs verði til vara.

41.Frá 1003. fundi byggðaráðs þann 28.10.2021; Lokun Húsasmiðjunnar á Dalvík

Málsnúmer 202110056Vakta málsnúmer

Á 1003. fundi byggðaráðs þann 28. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Samkvæmt umfjöllun í fjölmiðlum þá liggur fyrir að verslunum Húsasmiðjunnar á Dalvík og Húsavík verður lokað um næstu áramót. Í tilkynningu frá Húsasmiðjunni segir að forsvarsmenn fyrirtækisins séu meðvitaðir um mikilvægi þess að smærri og dreifðari byggðir landsins hafi aðgang að góðri þjónustu í heimabyggð.„Hörð samkeppni, aukin vefverslun og fleiri breytingar á markaði hafa gert það að verkum að rekstur byggingavöruverslana og timbursölu á sér ekki grundvöll á þessum stöðum,“ segir í tilkynningunni. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar harmar þær fregnir að loka eigi útibúi Húsasmiðjunnar á Dalvík. Með þeirri lokun tapast ekki bara störf úr sveitarfélaginu heldur er um gríðarlega þjónustuskerðingu að ræða. Verslunin á Dalvík hefur þjónað íbúum og fyrirtækjum sveitarfélagsins sem og nágrannasveitarfélögum og verið einn af hornsteinum þjónustu í heimabyggð. Byggðaráð skorar á Húsasmiðjuna að endurskoða þessa ákvörðun sína og gera sitt til að viðhalda því góða þjónustustigi sem er á svæðinu. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda bókun byggðaráðs og tekur undir áskorun byggðaráðs um að Húsasmiðjan endurskoði þessa ákvörðun sína.

42.Frá 1003. fundi byggðaráðs þann 28.10.2021; Bæjartún íbúðafélags hses; Umsókn um stofnframlag vegna bygginga á 6 íbúðum

Málsnúmer 202103152Vakta málsnúmer

Á 1003. fundi byggðaráðs þann 28. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 334. fundi sveitarstjórnar þann 30. mars sl. var staðfest afgreiðsla og tillaga byggðaráðs um stofnframlag til Bæjartúns íbúðafélags hses fyrir 12% af áætluðu stofnvirði til byggingar sex íbúða á Dalvík. Forsenda fyrir veitingu stofnframlags Dalvíkurbyggðar er að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veiti umsækjanda jafnframt stofnframlag ríkisins innan sex mánaða frá samþykki á umsókn um stofnframlag. Ákvörðun um veitingu stofnframlags Dalvíkurbyggðar fellur niður án tilkynningar ef þetta skilyrði er ekki uppfyllt. Fyrir liggur því samkvæmt ofangreindu að forsendur fyrir veitingu stofnframlags eru brostnar þar sem liðnir eru meira en sex mánuðir frá afgreiðslu sveitarstjórnar. Jafnframt var upplýst á fundinum að fyrir liggur staðfesting frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun á þeirri ákvörðun HMS um að synja Bæjartúni íbúðafélagi hses um stofnframlag ríkisins til byggingar sex almennra íbúða á Dalvík. Samantekið þá verður ekki af stofnframlagi Dalvíkurbyggðar til Bæjartúns íbúðafélags hses. Lagt fram til kynningar."
Enginn tók til máls

Ofangreint lagt fram til kynningar, þ.e. að ekki verður af stofnframlagi frá Dalvíkurbyggð til Bæjartúns íbúðafélags hses.

43.Frá 132. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 28.09.2021; Hvatagreiðslur Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202109109Vakta málsnúmer

Á 132. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 28. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Ákveðið var eftir vorfund íþrótta- og æskulýðsráðs að taka til umræðu hvort gera á breytingar á fyrirkomulagi hvatagreiðslna Dalvíkurbyggðar. Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að styrkhæfur aldur lækki úr 6 árum í 4 ár. Búið er að gera ráð fyrir því í tillögu að fjárhagsáætlun næsta árs."
Til máls tóku:
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum þá tillögu að styrkhæfur aldur lækki úr 6 árum í 4 ár og vísar til íþrótta- og æskulýðsráðs að reglur sveitarfélagsins um hvatagreiðslur verði endurskoðaðar og lagðar fyrir sveitarstjórn ásamt upplýsingum um áætluð fjárhagsleg áhrif.

44.Frá 364. fundi umhverfisráðs þann 05.10.2021; Umsókn um lóð við Hringtún 13-15, Dalvík

Málsnúmer 201803057Vakta málsnúmer

Á 364. fundi umhverfisráðs þann 5. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 361. fundi umhverfisráðs, þann 3. september sl., var tekin fyrir ósk frá Birni Friðþjófssyni fyrir hönd Tréverks um framlengingu á lóðarúthlutun fyrir lóðina að Hringtúni 13-15. Umhverfisráð samþykkti að veita Tréverk frest til 1. október 2021 til að skila inn teikningum og sækja um byggingarleyfi. Engin gögn bárust fyrir þann frest. Umhverfisráð felur skipulags- og tæknifulltrúa að innkalla lóðina við Hringtún 13-15 og bæta á lista yfir lausar lóðir. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tók:
Felix Rafn Felixson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 17:50.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um innköllun á lóðinni við Hringtún 13-15 og að henni verði bætt á lista yfir lausar lóðir á heimasíðu sveitarfélagsins. Felix Rafn Felixson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

45.Frá 364. fundi umhverfisráðs þann 05.10.2021; Umsókn um lóð - Hamar lóð 17

Málsnúmer 202108055Vakta málsnúmer

Felix Rafn Felixson kom inn á fundinn að nýju kl. 17:52.
Á 364. fundi umhverfisráðs þann 5. október 2021 var eftirfarandi bókað:
"Með umsókn, dagsettri 19. ágúst 2021, óskar Þórir Matthíasson eftir frístundalóð nr. 17 að Hamri. Umhverfisráð samþykkir erindið og felur skipulags- og tæknifulltrúa að úthluta lóðinni. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á frístundalóðinni nr. 17 að Hamri.

46.Frá 364. fundi umhverfisráðs þann 05.10.2021; Aðalbraut 16 - breyting á lóð

Málsnúmer 202110001Vakta málsnúmer

Á 364. fundi umhverfisráðs þann 5. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Fyrir fundinum lá lóðablað fyrir lóðina að Aðalbraut 16 á Árskógssandi frá árinu 2017. Lóðarhafi og næsti nágranni hafa báðir óskað eftir að lóðin verði stækkuð og byggingarreit hnikað til þannig að lengra verði á milli húsanna. Umhverfisráð telur að með tilliti til heildaryfirbragðs Aðalbrautar sé ekkert því til fyrirstöðu að stækka lóðina að Aðalbraut 16 þannig að hún verði svipuð að stærð og aðrar lóðir við götuna og auka þannig fjarlægð milli byggingarreita. Skipulags- og tæknifulltrúa er falið að ganga frá lóðarleigusamningi og uppfæra lóðarblað í samráði við lóðarhafa. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og stækkun á lóðinni að Aðalbraut 16 á Árskógssandi og að byggingarreit verði hnikað til.

47.Frá 364. fundi umhverfisráðs þann 05.10.2021; Umsókn um stöðuleyfi fyrir matarvagn

Málsnúmer 202109095Vakta málsnúmer

Á 364. fundi umhverfisráðs þann 5. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Með erindi dagsettu 20. september 2021 óskar Stefán Bjarmar Stefánsson eftir áframhaldandi stöðuleyfi fyrir matarvagn sinn á lóð Hólsins við Hafnarbraut yfir sumarið 2022 og leyfi til að staðsetja matarvagninn vestan við Ránarbraut 1 yfir vetrarmánuðina. Erindi samþykkt með fyrirvara um skriflegt samþykki eiganda Ránarbrautar 1. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um stöðuleyfi fyrir matarvagn við Hafnarbraut yfir sumarið 2022 og leyfi til að staðsetja matarvagninn vestan við Ránarbraut 1 yfir vetrarmánuðina með þeim fyrirvara sem umhverfisráð setur.

48.Frá 364. fundi umhverfisráðs þann 05.10.2021; Umsókn um framkvæmdaleyfi í Böggvisstaðafjalli

Málsnúmer 202109124Vakta málsnúmer

Á 364. fundi umhverfisráðs þann 5. október 2021 var eftirfarandi bókað:
"Með umsókn, dagsettri 28. september 2021, óskar Hörður Elís Finnbogason fyrir hönd Skíðafélags Dalvíkur eftir leyfi sveitarfélagsins til landmótunar í skíðabrekkum Böggvisstaðafjalls. Meðfylgjandi er leyfi Umhverfisstofnunar fyrir framkvæmdinni og framkvæmdalýsing. Umhverfisráð samþykkir erindið og leggur til að umbeðið framkvæmdaleyfi verði veitt með þeim fyrirvörum sem fram koma í leyfisbréfi Umhverfisstofnunar. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og umbeðið framkvæmdaleyfi með þeim fyrirvörum sem gerðir eru.

49.Frá 364. fundi umhverfisráðs þann 05.10.2021; Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2008-2020 - Lýsing vegna aðalskipulagbreytingar á Hauganesi

Málsnúmer 202106093Vakta málsnúmer

Á 364. fundi umhverfisráðs þann 5. október 2021 var eftirfarandi bókað:
"Á 360. fundi umhverfisráðs, þann 13. ágúst 2021, samþykkti umhverfisráð tillögu að lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 fyrir Hauganes. Skipulagslýsingin var auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnar- og athugasemdafrestur var til 27. september 2021. Alls bárust tíu umsagnir og athugasemdir. Umhverfisráð fór yfir innkomnar umsagnir og athugasemdir og leggur eftirfarandi til: - Íbúðasvæði verði aftur stækkað til vesturs frá Lyngholti eins og í gildandi aðalskipulagi. - Hafnarsvæði verði stækkað meðfram ströndinni til norðurs og verbúðarlóðir aftur settar inn austan Aðalgötu. Sérstakir skilmálar verða settir varðandi hæð og form á þeim byggingum. - Nýjum verbúðarlóðum í Sandvík fjölgað aftur í fimm. - Opið svæði stækkað til vesturs að skurði. Umhverfisráð felur skipulags- og tæknifulltrúa að koma breytingartillögum ráðsins áfram til skipulagsráðgjafa. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tók:
Jón Ingi Sveinsson.


Ofangreint lagt fram til upplýsingar.

50.Frá 997. fundi byggðaráðs þann 30.09.2021; Smávirkjanir í Dalvíkurbyggð (Brimnesárvirkjun) -Ráðgjafasamningur

Málsnúmer 201407032Vakta málsnúmer

Á 997. fundi byggðaráðs þann 30. september sl. var eftirfarandi bókað:

"Á 107. fundi veitu- og hafnaráðs þann 24. september sl. var eftirfarandi bókað: "Farið yfir stöðu á verkefninu Brimnesárvirkjun en rafrænn kynningarfundur var haldinn þann 31. ágúst, til upplýsinga fyrir íbúa. Staðan núna er sú að matskyldufyrirspurn er lokið, fornleifastofnun hefur skoðað fornminjar, rennslismælingar og úrvinnsla rennslisgagna er langt komin og einnig er GPS mælingum lokið að mestu. Næsta skref er að hefja jarðgrunnsathugun og leggja mat á aðstæður. Samhliða þessu er hugmyndin að senda rennslisgögn til Vatnaskila, sem munu stilla upp vatnafarslíkani af Brimnesá en með hliðsjón af því verður endanlegt mat lagt á virkjað rennsli. Það er Mannvit sem heldur utan um framgang verkefnisins skv. samningi við Dalvíkurbyggð. Lagt fram til kynningar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi við Mannvit um eftirfarandi verkþætti fyrir árin 2021 og 2022: Lokaáfanga við forathugun vegna Brimnesárvirkjunar Frumhönnun virkjunar Gerð deiliskipulags og aðstoð við leyfismál Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 28.09.2021, er varðar vangaveltur um rekstrarform smávirkjunar / rafveitu Dalvíkurbyggðar til framtíðar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samningi við Mannvit og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi ráðgjafasamning við Mannvit.

51.Frá 107. fundi veitu- og hafnaráðs þann 24.09.2021; Umsókn um heimlögn

Málsnúmer 202109081Vakta málsnúmer

Á 107. fundi veitu- og hafnaráðs var eftirfarandi bókað:
"Umsókn um heimlögn á heitu- og köldu vatni sem og fráveitutengingu, nýtt hús á Árskógssandi. Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemd við þessa umsókn. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Til máls tók:
Dagbjört Sigurpálsdóttir sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 18:02.

Sveitarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs með 6 atkvæðum og gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Dagbjört Sigurpálsdóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

52.Frá 107. fundi veitu- og hafnaráðs þann 24.09.2021; Svalbarði - Umsókn um heimlögn kalt vatn

Málsnúmer 202109073Vakta málsnúmer

Dagbjört Sigurpálsdóttir kom inn á fundinn að nýju kl. 18:03.

Á 107. fundi veitu- og hafnaráðs þann 24. septemer sl. var eftirfarandi bókað:
"Sótt er um kalt og heitt vatn. Heita vatnið er tiltölulega aðgengilegt en kaldavatnið er hinsvegar í töluvert meiri fjarlægð. Veitu- og hafnaráð frestar afgreiðslu umsóknarinnar og felur sviðsstjóra að kanna möguleika á að útvíkka vatnsveituna."
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við bókun ráðsins.

53.Frá 107. fundi veitu- og hafnaráðs þann 24.09.2021; Reiðholt - Umsókn um heimlögn breyting kalt vatn

Málsnúmer 202109104Vakta málsnúmer

Á 107. fundi veitu- og hafnaráðs þann 24. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Kristján Hjartarson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 09:46. Sótt er um nýja tengingu Reiðholts við kaldavatnsstofninn en þessi framkvæmd tengist umsókn Sörlaskjóls á köldu og heitu vatni í maí 2021. Sörlaskjól er sumarhús fyrir ofan Reiðholt. Verið er að ganga frá tengingu Sörlaskjóls. Veitu- hafnaráð samþykkir umsóknina með þremur atkvæðum, Kristján tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.

54.Frá 107. fundi veitu- og hafnaráðs þann 24.09.2021; Svalbarði - Umsókn um heimlögn

Málsnúmer 202109072Vakta málsnúmer

Á 107. fundi veitu- og hafnaráðs þann 24. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Óskað er eftir heimlögn á köldu og heitu vatni. Stofnæðar hitaveitunnar eru aðgengilegar og hægt að verða við þeirri ósk, kostnaður liggur ekki fyrir. Veitu- og hafnaráð samþykkir umsóknina og felur sviðsstjóra að upplýsa umsækjanda um kostnað skv. gjaldskrá hitaveitunnar. Samþykkt samhljóða."
Til máls tóku:
Jón Ingi Sveinsson.
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.

55.Frá 108. fundi veitu- og hafnaráðs þann 08.10.2021; Varðar gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2021 -leiðrétting.

Málsnúmer 202108010Vakta málsnúmer

Á 108. fundi veitu- og hafnaráðs þann 8. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Umræða um leiðréttingu á gjaldskrá hitaveitunnar. Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að leiðrétta 1. mgr. 4. gr. gjaldskrár hitaveitu Dalvíkur þannig að greinin hljóði svo: "Heimæðagjald Hitaveitu Dalvíkur skal vera sem hér segir fyrir eina heimæð: Fyrir hús allt að 400 m³ að utanmáli og heimæð allt að 50 m, kr. 357.245 og á m³ þar yfir, kr. 449 og á m. fram yfir 50 m, kr. 7.818. Ennfremur í 4. mgr. 4. gr. verði vísað í 17. gr. Reglugerðar fyrir Hitaveitu Dalvíkur í stað 19. gr. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tók:
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs um leiðréttingu á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2021 vegna misritunar.

56.Fundargerðir stjórnar Menningarfélagsins Bergs ses. 2021

57.Fundargerðir stjórnar Dalbæjar 2021

Málsnúmer 202102139Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Dalbæjar frá 30. september 2021 og 28. október 2021.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:35.

Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson varamaður
  • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir varamaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir 1. varamaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs