Veitu- og hafnaráð

89. fundur 02. október 2019 kl. 08:00 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Kristján Hjartarson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Óskar Þór Óskarsson varamaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá
Ásdís boðaði forföll og varamaður mætti í hennar stað.

1.Austurgarður, þekja og rafmagnsmál.

Málsnúmer 201903011Vakta málsnúmer

Á þessum fundi er tekin fyrir eftirtalin fundargerð:
Verkfundur nr. 7 sem var haldinn 16.08.2019 og var sú fundargerð staðfest 13.09.2019.
Lögð fram til kynningar.

2.Fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 201906008Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð fór yfir ramma sviðsins að fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 og gerði sviðsstjóri grein fyrir þeim breytingum sem þar er gert ráð fyrir. Einnig kynnti sviðsstjóri drög að fjárfestingum næsta árs og spunnust töluverðar umræður um þær.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum fram lagða ramma að fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 og mun ræða starfs- og fjárhagsáætlun veitu- og hafnasviðs, fyrir árið 2020, á næsta fundi ráðsins.

3.Framkvæmdir 2019.

Málsnúmer 201903096Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðu framkvæmda á veitu- og hafnasviði á yfirstandandi fjárhagsári.
Lagt fram til kynningar.

4.Smávirkjanir í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201407032Vakta málsnúmer

Í minnisblaði um áform um virkjun Brimnesá kemur eftirfarandi fram:

„Á þessu ári verður lokið við matsskyldufyrirspurn og er vænst niðurstöðu Skipulagsstofnunar um mánaðarmótin nóvember/desember. Þegar að það liggur fyrir er ljóst hvort að ráðast þurfi í mat á umhverfisáhrifum virkjunar eður ei. Gert er ráð fyrir að ekki þurfi að fara í fullt mat á umhverfisáhrifum og miðast eftirfarandi áætlanir við það.

Einnig verður frumhönnun virkjunar lokið á þessu ári og mun hún leiða í ljós hagkvæmni virkjunar en þegar að þetta er skrifað er ekki kominn tengikostnaður við dreifikerfi Rariks. Þó lítur út fyrir að um sé að ræða hagkvæman virkjunarkost og gæti virkjunin borgað sig upp á 17-20 árum (án tengikostnaðar).„

Í niðurstöðum minnisblaðsins kemur eftirfarandi fram:

„Hér er um að ræða hagkvæman virkjunarkost sem borgar sig upp á 17-20 árum sé einungis miðað við að orkan yrði seld á dreifikerfið og meðalorkugeta um 5.070 MWst/ári. Orkuþörf vegna reksturs Dalvíkurbyggðar er um 3.000 MWst/ári þannig að með virkjun í Brimnesá yrði Dalvíkurbyggð sjálfbær varðandi orkuöflun.

Ef leið A verður valin varðandi rennslismælingar má gera ráð fyrir að undirbúningskostnaður verði um 13,5 Mkr og 1,2 Mkr á árinu 2020 og að virkjun verði komin í rekstur í lok árs 2025.

Ef leið B verður valin varðandi rennslismælingar má gera ráð fyrir að undirbúningskostnaður verði um 14,4 Mkr og 5,1 Mkr á árinu 2020 og að virkjun verði komin í rekstur í lok árs 2023. Tíma- og kostnaðaráætlun eru gróflega áætlaðar og er kostnaðaráætlunin án VSK.“

Fram kemur í minnisblaðinu að framkvæmdakostnaður er um 232 milljónir án vsk.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að farin verði leið B, eins og hún er fram sett í umræddu minnisblaði.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Kristján Hjartarson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Óskar Þór Óskarsson varamaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs