Veitu- og hafnaráð

120. fundur 07. desember 2022 kl. 08:15 - 12:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Haukur Gunnarsson formaður
 • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
 • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
 • Gunnlaugur Svansson aðalmaður
 • Silja Pálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Bjarni Daníel Daníelsson Sviðsstjóri Framkvæmdasviðs
Dagskrá
Undir þessum lið komu á fund veitu- og hafnaráðs Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri, Helgi Einarsson, Freyr Antonsson. Rúnar Helgi Óskarsson og Arnar Rúnarsson starfsmenn veitna. Þorsteinn Egilson, Bjarni Gautason og Sigurveig Árnadóttir fulltrúar ISOR sem kynna niðurstöður álagsprófunar á jarðhitasvæði á Birnunesborgum.

1.Álagsprófun borholna á Birnunesborgum

Málsnúmer 202205205Vakta málsnúmer

Í júni 2022 hóf Íslenskar orkurannsóknir (ISOR) álagspróf á jarðhitasvæðinu við Birnunesborgir . Nú liggja niðurstöður fyrir og munu starfsmenn ISOR kynna þær hér á fundi Veitu- og hafnaráðs.
Veitu- og hafnaráð þakkar starfsmönnum ISOR fyrir greinagóða kynningu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri, Freyr Antonsson. Rúnar Helgi Óskarsson og Arnar Rúnarsson starfsmenn veitna. Þorsteinn Egilson, Bjarni Gautason og Sigurveig Árnadóttir véku af fundi kl. 09:50
Jón Þórir og Björn Björnsson starfsmenn hafna komu inn undir þessum lið og Fannar Gíslason og Hrafnkell Már Stefánsson starfsmenn Vegagerðarinnar á Teams.

2.Stálþil Norðurgarður endurnýjun. 2223

Málsnúmer 202211125Vakta málsnúmer

Á fjárlögum vegagerðarinnar fyrir árið 2022 er gert ráð fyrir endurbyggingu stálþils við Norðurgarð Dalvíkurhafnar. Starfsmenn vegagerðarinnar koma til með að kynna verkefnið í fjarfundabúnaði fyrir Veitu- og hafnaráði.
Veitu- og hafnaráð þakkar starfsmönnum vegagerðarinnar fyrir greinagóða kynningu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Jón Þórir, Björn Björnsson, Fannar Gíslason og Hrafnkell Már Stefánsson véku af fundi kl 10:20

3.Smávirkjanir í Dalvíkurbyggð (Brimnesárvirkjun)

Málsnúmer 201407032Vakta málsnúmer

Til kynningar
Lagt fram til kynningar
Helgi Einarsson vék af fundi kl. 10:45

4.Beiðni um afstöðu til afhendingarmagns á heitu vatni

Málsnúmer 202211120Vakta málsnúmer

Fyrir hönd Laxóss ehf óskar Guðmundur Valur Stefánsson eftir því að tekin verði fyrir beiðni sem barst í tölvupósti dags 5. des 2022 um afstöðu Veitu- og Hafnarráðs Dalvíkurbyggðar um mögulegt afhendingarmagn heits vatns til uppbyggingar seiða- og matfiskaeldis á landi á og í nágrenni Árskógssands.
Samskonar beiðni var tekin fyrir á 77. fundi Veitu- og hafnaráðs og síðan á 305. fundi Sveitarstjórnar, undir málsnr. 201809022, þar sem Veitu- og hafnaráð lagði til við sveitarstjórn að hún feli Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar að hefja viðræður við Laxós um vatnssölu til fyrirtækisins vegna hugmynda fyrirtækisins um starfrækslu á seiðaeldisstöð á Árskógssandi. Veitu- og hafnaráð samþykkti samhljóða framlagða tillögu. Sveitarstjórn samþykkti síðan samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu veitu- og hafnaráðs.
Í ljósi niðurstöðu á álagsprófunum ISOR á jarðhitasvæði Birnunesborga telur veitu- og hafnaráð að frekari langtíma rannsókna þurfi við til að ákvarða um getu jarðhitakerfisins til að afhenda umbeðið magn vatns umfram áfanga 1 og 2.
Sviðsstjóra framkvæmdasviðs er falið að ræða niðurstöður rannsókna ISOR við Laxós.
Veitu- og hafnaráð samþykkir með fjórum atkvæðum. Silja Pálsdóttir situr hjá.

5.Samningur um tjaldsvæði og baðströnd í Sandvík, Hauganesi

Málsnúmer 202210077Vakta málsnúmer

Fyrir hönd Ektabaða ehf sendir Elvar Reykjalín umsókn sem barst í tölvupósti dags 5. des 2022 um heitt og kalt vatn að tjaldsvæði á Hauganesi vegna fyrirhugaðrar aukningu umsvifa og stækkun hjá sjóböðunum og tjaldsvæðis.
Veitu- og hafnaráð samþykkir afhendingu á umbeðnu magni á heitu og köldu vatni.
Veitu- og hafnaráð getur ekki staðfest að Ektaböð ehf muni greiða fyrir notkun á heitu vatni samkvæmt 2. gr. b liðar heldur verði farið eftir a. lið 2. gr. gjaldskrár hitaveitu Dalvíkur þar sem starfsemin skilgreinist ekki sem sundlaug.
samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Fundargerðir 2022

Málsnúmer 202202037Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð frá 446. Fundi stjórnar hafnasambands Íslands.
Lagt fram til kynningar

7.Óhirt og munaðarlaus veiðarfæri

Málsnúmer 202210114Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Hafnarsambandi Íslands, þar sem óskað er eftir því að fulltrúar hafna sem hafa munaðarlaus veiðarfæri á sínu umráðasvæði hafi samband við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi til að ráða úr þeim vanda.
Lagt fram til kynningar

8.Vatnssýni 2022

Málsnúmer 202201006Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar niðurstöður neysluvatnssýna sem HNE tók í ágúst og október, og einnig niðurstaða heilsýnatöku á neysluvatni frá Bakkalindum.
Lagt fram til kynningar

9.Sérstak strandveiðigjald hafna 2022

Málsnúmer 202211159Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá fiskistofu það sem Dalvíkurbyggð er tilkynnt hver hlutur hafnanna er, en sérstakt gjald er innheimt af strandveiðibátum sem greiða á hverri höfn í hlutfalli viðkomandi hafnar í heildarafla sem fenginn var við strandveiðar.
Lagt fram til kynningar.

10.Skipulagsverkefni - forgangsmál

Málsnúmer 202208137Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar forgangslista Skipulagsráðs um deiliskipulag Dalvíkurbyggðar.
Dagskrárliður 10. frestað til næsta fundar.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum.

11.Erindisbréf veitu- og hafnaráðs

Málsnúmer 202206082Vakta málsnúmer

Tekið fyrir breytingar á erindisbréfi Veitu- og hafnaráðs.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum framlagðar breytingar á erindisbréfi veitu- og hafnaráðs.

Fundi slitið - kl. 12:45.

Nefndarmenn
 • Haukur Gunnarsson formaður
 • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
 • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
 • Gunnlaugur Svansson aðalmaður
 • Silja Pálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Bjarni Daníel Daníelsson Sviðsstjóri Framkvæmdasviðs