Veitu- og hafnaráð

96. fundur 03. júní 2020 kl. 08:00 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Valdimar Bragason formaður
 • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
 • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
 • Kristján Hjartarson Aðalmaður
 • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
 • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
 • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá

1.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2020

Málsnúmer 202001090Vakta málsnúmer

Fundargerð 422. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
mánuudaginn 27. apríl 2020, kl. 11:30 kom stjórn Hafnasambands Íslands saman til fundar og fór hann fram í gegnum fjarfundarbúnað.
Lögð fram til kynningar.

2.Ársreikningur Hafnasamband Íslands 2019

Málsnúmer 202005079Vakta málsnúmer

Með rafpósti, sem dagsettur er 15. maí 2020 barst ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2019. Samkvæmt 5. mgr. 5. gr. laga Hafnasambands Íslands skal stjórn samþykkja ársreikninga eftir að þeir hafa verið kynntir aðildarhöfnunum.
Athugasemdir, ef einhverjar eru, sendist vinsamlega til undirritaðs fyrir 28. maí nk.
Lagður fram til kynningar.

3.Orkuskipti í höfnum - beiðni um upplýsingar

Málsnúmer 202004043Vakta málsnúmer

Með rafpósti, sem dagsettur er 15. maí 2020, barst eftirfarandi tilkynning um úthlutun styrkja til orkuskipta í höfnum.
"Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur tekið ákvörðun um skiptingu þeirra fjármuna sem ætlaðir eru til orkuskipta í höfnum af sérstöku fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar.
Allir þeir aðilar sem sendu inn fullnægjandi gögn innan tilskilins tímafrests fá styrk. Styrkupphæð til einstakra verkefna nemur um 24% af áætluðum heildarkostnaði verkefna."

Styrkurinn sem Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar fékk er kr. 10,3 m.kr.
Veitu- og hafnaráð þakkar það framlag sem umhverfis- og auðlindaráðherra úthlutaði Hafnasjóði til orkuskipta í Dalvíkurhöfn.

4.Smávirkjanir í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201407032Vakta málsnúmer

Með bréfi frá Skipulagsstofnun, sem dagsett er 28. maí 2020, kemur eftirfarandi fram:
„Á grundvelli fyrirliggjandi gagna er það niðurstaða Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Samkvæmt 14. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum má kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til 6. júlí 2020."
Lagt fram til kynningar. Sviðsstjóra falið að ganga frá tilkynningu á heimasíðu Dalvíkurbyggðar um afgreiðslu Skipulagsstofnunar.

5.Vettvangsferð um framkvæmdasvæði á forræði veitu- og hafnaráðs.

Málsnúmer 202005146Vakta málsnúmer

Í ferðinni kynnti ráðið sér stöðu hinna ýmsu framkvæmda sem eru á áætlun ársins 2020.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
 • Valdimar Bragason formaður
 • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
 • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
 • Kristján Hjartarson Aðalmaður
 • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
 • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
 • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs