Byggðaráð

1064. fundur 13. apríl 2023 kl. 13:15 - 16:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Smávirkjanir í Dalvíkurbyggð (Brimnesárvirkjun)

Málsnúmer 201407032Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, kl. 13:20.

Á 123. fundi veitu- og hafnaráðs þann 5. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir skýrsla um frumhönnun á Brimnesárvirkjun.Niðurstaða:Farið yfir skýrslu Mannvits og virkjun Brimnesár rædd. Veitu- og hafnaráð sér ekki að Dalvíkurbyggð eigi að vera að fara í þessháttar framkvæmdir. Ráðið beinir því til byggðaráðs að haldinn verði íbúafundur sem allra fyrst til þess að kynna íbúum innihald skýrslunnar. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Til umræðu ofangreint.

Bjarni Daníel vék af fundi kl. 13:49.
Byggðaráð felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að undirbúa fundinn og hann fari fram sem fyrst í maí.

2.Samningur um tjaldsvæði og baðströnd í Sandvík, Hauganesi

Málsnúmer 202210077Vakta málsnúmer

Á 354. fundi sveitarstjórnar þann 17. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1054. fundi byggðaráðs þann 12. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1053. fundi byggðaráðs þann 5. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 353. fundi sveitarstjórnar þann 20. desember sl. var samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að viljayfirlýsingu á milli Ektabaða ehf. og Dalvíkurbyggðar og halda áfram viðræðum við Ektaböð ehf. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins, samskiptum við Ektaböð varðandi ofangreint og breytingatillögum frá Ektaböðum á viljayfirlýsingunni.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu og tekið verði þá tillit til þeirra tillagna sem fram komu á fundi byggðaráðs um viljayfirlýsinguna." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð drög að viljayfirlýsingu.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að viljayfirlýsingu og felur sveitarstjóra að undirrita með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi viljayfirlýsingu við Ektaböð ehf."

Á grundvelli ofangreindrar viljayfirlýsingar er búið að ganga frá og undirrita lóðarleigusamninga um tjaldsvæðis-, atvinnu- og ferðaþjónustulóð, landnúmer L235493, og um byggingalóð, landnúmer L235494.

Til umræðu næstu skref.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að ræða við forsvarsmenn Ektabaða ehf.

3.Útboð á rekstri á kaffihúsi í Bergi

Málsnúmer 202303050Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna, kl. 14:20.

Á 95. fundi menningarráðs þann 31. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu og menningarsviðs, fór yfir stöðuna á útboði vegna kaffihússins í Menningarhúsinu Bergi.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir ofangreindu útboði og meðfylgjandi minnisblaði hans og forstöðumanns safna. Eitt tilboð barst í rekstur kaffihússins í Bergi frá Ingunni Hafdísi Júlíusdóttur. Fram kemur í minnisblaði sviðsstjóra og forstöðumanns safna að þau leggja til að gengið verði til samninga við Ingunni Hafdísi á grundvelli tilboðsins með endurskoðunarákvæði á leigu eftir eitt ár.

Björk vék af fundi kl. 14:49.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að ganga til samninga við Ingunni Hafdísi.

4.Ósk um endurskoðun á samningi varðandi húsnæðið Ungó.

Málsnúmer 202207020Vakta málsnúmer

Á 95. fundi menningarráðs þann 31. mars 2023 var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, lagði fyrir drög að samningi við Gísla, Eirík og Helga, varðandi afnot að húsnæði í Ungó.Niðurstaða:Menningarráð gerir ekki athugasemdir við samning og vísar honum til umfjöllunar í Byggðaráði Dalvíkurbyggðar."

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir ofangreindum og meðfylgjandi samningsdrögum.

Gísli vék af fundi kl. 15:02.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind samningsdrög með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum og að samningstíminn verði út árið 2024 með möguleika á framlengingu til eins árs í senn.
Byggðaráð felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að ganga frá samningsdrögum fyrir fund sveitarstjórnar.

5.Rekstur fiskeldisstöðvar á Hauganesi

Málsnúmer 202303130Vakta málsnúmer

a) Tekið fyrir erindi frá Ocean EcoFarm ehf. þar sem óskað er eftir formlegri ákvörðun sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar hvort útgáfa starfsleyfis til nýrrar eldisstöðvar OEF á Hauganesi skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Starfsemin fellur undir C-flokk framkvæmda og sveitarstjórn skuli því taka formlega ákvörðun um hvort að framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum eða hvort sveitarstjórn telji ekki þörf á umhverfismati vegna 10 tonna framleiðslu í eldisstöð OEF á Hauganesi. Meðfylgjandi er minnisblað um umhverfisáhrif framkvæmdar.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands, dagsett þann 11. apríl 2023, þar sem fram kemur að fyrirhuguð framkvæmd fellur undir tölulið 1.09 í 1. viðauka laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Hún er því í flokki B og þ.a.l. tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar sem tekur ákvörðun um hvort framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Áður en stofnunin tekur ákvörðun sína leitar hún m.a. til umsagnaraðila.

Fyrirhugað starfsemi er leyfisskyld skv. reglugerð 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit. Starfsemin fellur undir tölulið 2 í viðuka IX og því er það Umhverfisstofnun sem gefur út starfsleýfi vegna starfseminnar og hefur efirlit með henni.


b) Tekið fyrir erindi frá Ocean EcoFarm ehf., dagsett þann 29. mars 2023, þar sem óskað er eftir formlegri heimild á frá Dalvíkurbyggð um að bora til tilraunar 30-40 metra djúpa borholu á klettanefi við sjó skammt norðan við hafnarsvæði skv. meðfylgjandi korti. Til tilraunar verður boruð 6" sver hola sem verður víkkuð ef árangur verður viðunandi.a) Byggðaráð bendir á að erindið þarf fyrst að fara til Skipulagsstofnunar sbr. ofangreindar leiðbeiningar frá HNE.
b) Byggðaráð vísar erindinu til veitu- og hafnaráðs.

6.Aðalfundur Norðurbaða hf.(áður Tækifæri hf) árið 2023

Málsnúmer 202304057Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Norðurböðum ehf., dagsett þann 5 .apríl 2023, þar sem boðað er til aðalfundar fimmtudaginn 27. apríl nk. kl 9 á Akureyri eða í gegnum TEAMS.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sækja fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar og fara með umboð sveitarfélagsins.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

7.Dalvíkurlína 2 - Stígur meðfram lagnaleið

Málsnúmer 202111018Vakta málsnúmer

Á 1062. fundi byggðaráðs þann 16. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi með Snæbirni Sigurðarsyni, verkefnastjóri hjá Landsneti, föstudaginn 10. mars sl., um Dalvíkurlínu 2 og lagningu stíga meðfram lagnaleið. Sveitarstjóri leggur til að lögð verði áhersla á lagningu hjólastígs samhliða lagningu jarðstrengs frá Árskógarskóla til Dalvíkur. Jafnframt er lagt til að gengið verði frá yfirýsingu og samningi við þá landeigendur sem heimila lagningu hjólastígs á landi þeirra, þrátt fyrir að hann komi ekki til fyrr en eftir einhver ár.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu samningsdrög um uppgjör landbóta vegna landsréttinda í þágu hjóla- og göngustígs.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög.

8.Frá Sýslumanningum á Norðurlandi eystra; Umsagnarbeiðni rekstrarleyfi veitingar fl. II Baccalá bar

Málsnúmer 202304018Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninumá Norðurlandi eystra, rafpóstur dagsettur þann 3. apríl sl., þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um veitingaleyfi í flokki II frá Ektafiski ehf. vegna Baccalá bar.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn með fyrirvara um umsagnir frá slökkviliðsstjóra og heilbrigðiseftirlitinu. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

9.Nýting endurgreiðslu vsk. 2023 - erindi frá slökkviliðsstjóra

Málsnúmer 202304043Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá slökkviliðsstjóra, dagsett þann 5. mars 2023, þar sem óskað er eftir heimild til að nýta endurgreiðslu á virðisaukaskatti að upphæð kr. 841.381 til endurnýjunar á skóbúnaði liðsmanna. Fyrir liggur tilboð að upphæð kr. 811.456 fyrir innkaupum á 20 pörum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindi og heimilar slökkviliðsstjóra að nýta aukatekjur til kaupa á skóbúnaði fyrir Slökkvilið Dalvíkur. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

10.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202304017Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

11.Styrktarsjóður EBÍ 2023

Málsnúmer 202304041Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 4. apríl 2023, þar sem Dalvíkurbyggð er boðið að senda inn umsókn um stuðning við verkefni sem fellur undir reglur sjóðsins. Umsóknarfrestur er til aprílloka.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa málinu áfram til þjónustu- og upplýsingafulltrúa.

12.Ársþing Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, 2023 14. og 15. apríl

Málsnúmer 202304012Vakta málsnúmer

Tekið fyrir rafpóstur frá SSNE þar sem fram kemur að stjórn SSNE boðar til ársþings á Siglufirði 14. og 15. apríl nk.
Minnt er á að þingið er opið öllum þó aðeins þingfulltrúar hafi rétt til greiðslu atkvæða og allt sveitarstjórnarfólk í landshlutanum er hvatt til að mæta.
Lagt fram til kynningar.

13.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar 915. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis

Málsnúmer 202304010Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 31. mars 2023, þar sem Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um matvælastefnu til ársins 2040, 915. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 17. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.

14.Fundargerðir Sambandsins 2023

Málsnúmer 202301152Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 921 frá 30. mars sl.
Lagt fram til kynningar.

15.Fundargerðir SSNE 2023

Málsnúmer 202301151Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNE nr. 51 frá 29. mars sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs