Byggðaráð

884. fundur 18. október 2018 kl. 17:26 - 19:24 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Jón Ingi Sveinsson boðaði forföll og varamaður hans Þórhalla Karlsdóttir mætti í hans stað. Varaformaður stjórnaði því fundi.

1.Fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022; allt sem stendur út af.

Málsnúmer 201806016Vakta málsnúmer

Á 883. fundi byggðaráðs þann 17. október 2018 voru til umfjöllunar ýmis atriði er varðar vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2019 og 2020-2022.

a) Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti uppfærða viðhaldsáætlun Eignasjóðs fyrir árið 2019.
b) Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti uppfærða samantekt yfir áætluð búnaðarkaup 2019.
c) Farið yfir ýmis útistandandi atriði.
a) Lagt fram til kynningar.
b) Lagt fram til kynningar.
c) Vísað áfram til gerðar fjárhagsáætlunar 2019

2.Frá 79. fundi veitu- og hafnaráðs þann 17.10.2018; Starfs- og fjárhagsáætlun 2019.

Málsnúmer 201808031Vakta málsnúmer

Á 79. fundi veitu- og hafnaráðs þann 17.10.2018 var eftirfarandi bókað:
"Nokkrar athugasemdir voru gerðar við starfs- og fjárhagsáætlun veitu- og hafnasviðs, þær eru helstar hvað rekstur varðar:
Lækkun tekna á milli ára hjá Vatnsveitu og Hitaveitu eru um kr. 3.8 milljónir, þar er um að ræða annars vegar álagningu vatnsgjalds á fasteignir og hins vegar minni tekjur af heimlagnagjaldi hitaveitu. Einnig er gert ráð fyrir leiðréttingu á þjónustugjaldi til Tengis ehf vegna samskipta dælustöðva veitna við stjórnstöð að fjárhæð kr. 1,5 milljón. Rafmagnskostnaður hefur verið að hækka vegna dælingar hjá fráveitu og sama má segja hjá hitaveitu, hluti þess er vegna stækkunar á dreifikerfi hitaveitu. Breyting samtals milli ára er kr. 3,7 milljónir.
Framangreindar skýringar koma frá á innsendum gögnum þar sem tilgreindar skýringar eru við hvern lykil.
Athugasemdir voru einnig gerðar við framkvæmdaáætlun, þar skráði sviðsstjóri heildarkostnað vegna Austurgarðs í stað hlutdeildar Hafnasjóðs og er búið að lagfæra það og er heildarkostnaður tilgreindur einnig í framkvæmdaslista sem fylgir starfsáætlun.
Engar aðrar breytingar eru gerðar á framkvæmdaáætlun, sviðsstjóri hefur yfirfarið alla útreikninga og eru þeir réttir. Bent var á að úttektir á veitukerfi ættu ekki heima undir framkvæmdum þ.e. eignfærslu. Það er skoðun ráðsins að rétt sé að færa þetta sem eignfærslu vegna þess að síðar mun þessi frumhönnun verða notuð til að endurbæta dreifikerfi veitnanna.

Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum endurskoðaða starfs- og fjárhagsáætlun veitu- og hafnasviðs fyrir árið 2019."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð starfsáætlun veitu- og hafnasviðs ásamt samantekt yfir áætlaðar framkvæmdir og fjárfestingar 2019.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi breytingar á framkvæmdaáætlun veitu- og hafnasviðs:
Úttekt á veitukerfi, alls 3,5 m.kr., fari á rekstraráætlun.
Rannsóknir vegna undirbúnings borunar á Brimnesborgum, 3,0 m.kr, fari á rekstraráætlun.
Hitastigulsholur í dölunum, 2,0 m.kr, fari á rekstraráætlun.
Samanlagt 8,5 m.kr. sem eru færðar af framkvæmdaáætlun og yfir á rekstraráætlun.

3.Frá 79. fundi veitu- og hafnaráðs þann 17.10.2018; Smávirkjanir í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201407032Vakta málsnúmer

Á 79. fundi veitu- og hafnaráðs þann 17.10.2018 var eftirfarandi bókað:
"Síðla sumars 2014 ákvað sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að láta vinna úttekt á möguleikum til virkjunar vatnsfalla í sveitarfélaginu. Tilgangurinn var að gera grófa könnun á hvaða möguleikar væru á smávirkjunum af ýmsum stærðum, ekki síst virkjunum sem gætu selt rafmagn inn á dreifikerfið og stuðlað að atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu. Ekki væri verra ef sveitarfélagið væri sjálfu sér nægt um rafmagn. Samið var við Mannvit hf um þetta verkefni í ágústmánuði 2014.
Í framhaldi lét Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar vinna aðra skýrslu sem bar heitið "Úttekt á smávirkjanakostum í Eyjafirði". Báðar þessar skýrslur eru fylgiskjöl með þessu máli.
Áhugi hefur verið á því að taka þetta mál lengra því er þetta mál tekið upp hér.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að leggja til við byggðarráð að það bæti kr. 2.500.000,- við ramma Hitaveitu Dalvíkur og upphæðin verður færð á málaflokk 4741, lykil 4320, þar hefur þetta verkefni verið hýst."

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs að finna svigrúm innan fjárhagsramma 2019 vegna þessa verkefnis og skila nýrri vinnubók/um til sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.

4.Gjaldskrár Dalvíkurbyggðar 2019, samantekt

Málsnúmer 201808068Vakta málsnúmer

Á 882. fundi byggðaráðs þann 4. október s.l. voru til umfjöllunar og skoðunar tillögur fagráða að gjaldskrám 2019. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt yfir allar gjaldskrár sem hlotið hafa umfjöllun. Samantektin sýnir tillögur að breytingum á milli áranna 2018 og 2019.

Til umræðu ofangreint.


Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ofangreindar gjaldskrár verði leiðréttar í samræmi við útgefnar forsendur með fjárhagsáætlun 2019 og að þær verði þá teknar aftur til umfjöllunar og afgreiðslu byggðaráðs.

5.Frá 229. fundi fræðsluráðs þann 12.09.2018; Skólamatur - Breyting á kostnaðarskiptingu

Málsnúmer 201809031Vakta málsnúmer

Á 229. fundi fræðsluráðs þann 12. september 2018 var eftirfarandi bókað:
"Í málefna- og samstarfssamningi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar kjörtímabilið 2018-2022 kemur fram að í ljósi góðrar rekstrarafkomu sveitarfélagsins undanfarið ætlar sveitarfélagið að hækka mótframlag sitt til skólamáltíða grunnskólastigs í 50% frá næstu áramótum. Málið verður síðan endurskoðað við gerð fjárhagsáætlunar hvers árs.

Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að frá og með 1.janúar 2019 verði kostnaðarþátttaka sveitarfélagsins í skólamat á grunnskólastigi 50% í stað 40% eins og nú er."

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar með vísan í 4. lið hér að ofan.

6.Frá 230. fundi fræðsluráðs frá 10.10.2018; Matarkostnaður í grunnskólum

Málsnúmer 201810039Vakta málsnúmer

Á 230. fundi fræðsluráðs þann 10. október 2018 var eftirfarandi bókað:
"Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu-og menningarsviðs, lagði fram minnisblað um verð á máltíðum til starfsmanna grunnskóla í nokkrum sveitarfélögum.
Lagt fram til kynningar og umræðu. Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum að verð á máltíðum til starfsmanna grunnskóla verði óbreytt frá því sem nú er."

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar með vísan í 4. lið hér að ofan.

7.Fasteignaálagning 2019; tillaga um afslátt til elli- og örorkulífeyrisþega.

Málsnúmer 201806121Vakta málsnúmer

Á 876. fundi byggðaráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:

"Á 873. fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað:
Teknar fyrir upplýsingar frá sviðsstjóra umhverfis-og tæknisviðs. Samtölur fasteignamats 2007-2019 og samtölur fasteignaálagningar 2019 miðað við óbreyttar forsendur frá fyrra ári. Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.
Til umræðu forsendur vegna álagningu fasteignagjalda 2019.
Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga sveitarstjóra um að viðmið tekjuteningar hjá einstaklingi verði kr. 230.000 á mánuði og hámarks afsláttur verði kr. 70.000. Áætluð hækkun á niðurgreiðslu til elli- og örorkulífeyrisþega verði því um 4 m.kr. en er bókað árið 2018 um 2,6 m.kr.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu.

8.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Beiðni um umsögn - rekstarleyfi. Hjallasel

Málsnúmer 201810054Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, rafpóstur dagsettur þann 10. október 2018, þar sem óskað er umsagnar um umsókn um rekstrarleyfi fyrir Hjallasel ehf., kt. 410716-0460. Fyrir liggja jákvæðar umsagnir byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að umrætt leyfi sé veitt.

9.Frá vinnuhópi vegna innleiðingar á nýrri persónuverndarlöggjöf; Persónuverndarstefna og Öryggisstefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201807063Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga vinnuhóps um innleiðingu á nýrri persónuverndarlöggjöf að Persónuverndarstefnu Dalvíkurbyggðar.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að Persónuverndarstefnu Dalvíkurbyggðar eins og hún liggur fyrir og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

10.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019 - 2023 , 172. mál.

Málsnúmer 201810064Vakta málsnúmer


Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 12. október 2018, þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019 - 2023 , 172.mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. október n.k.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera drög að umsögn og leggja fyrir byggðaráð á næsta fundi.

11.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019 -2033 , 173. mál.

Málsnúmer 201810065Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 12. október 2018, þar sem fram kemur að Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendi til umsagnar tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019 -2033 , 173. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. október n.k.

Ofangreint var tekið fyrir á fundi veitu- og hafnaráðs 17. október 2018 og eftirfarandi meðal annars bókað:
"Við yfirlestur á ofangreindri tillögu til þingályktunar er ljóst að ekki er gert ráð fyrir neinum stórum verkefnum í Dalvíkurbyggð á því tímabili sem áætlunin tekur til.
Veitu- og hafnaráð lýsir yfir vonbrigðum sínum að ekki er gert ráð fyrir að eftir árið 2023 sé brugðist við uppsafnaðri viðhaldsþörf hafnamannvirkja innan Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar og hvetur sveitarstjórn að fylgja eftir hagsmunum sveitarfélagsins."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera drög að umsögn og leggja fyrir byggðaráð á næsta fundi.

12.Frá Eyþingi; Skipun í fulltrúaráð Eyþings

Málsnúmer 201810034Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Eyþingi, dagsett þann 4. október 2018, er varðar skipun í fulltrúaráð Eyþings. Dalvíkurbyggð á rétt á 2 fulltrúum.

Óskað er eftir upplýsingum um skipun fulltrúa í síðasta lagi 22. október n.k.

Lagt er til að fulltrúar Dalvíkurbyggðar verði:

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Kristján Hjartarson

Sveitarstjóri situr einnig fundi fulltrúaráðsins sem stjórnarmaður í Eyþingi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu.

13.Frá Eyþingi; Byggðaráðstefnan 2018

Málsnúmer 201810053Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Eyþingi, dagsettur þann 9. október 2018, þar sem kynnt er Byggðaráðstefnan 2018 í Stykkishólmi 16. - 17. október 2018.
Lagt fram til kynningar.

14.Frá Eyþingi; fundargerð stjórnar nr. 311

Málsnúmer 201802067Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eyþings nr. 311 frá 9. október s.l.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:24.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs