Veitu- og hafnaráð

92. fundur 22. janúar 2020 kl. 08:00 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Valdimar Bragason formaður
 • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
 • Kristján Hjartarson aðalmaður
 • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
 • Júlíus Magnússon varamaður
Starfsmenn
 • Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri
 • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
 • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá

1.Greinargerð vegna óveðurs í desember 2019.

Málsnúmer 202001060Vakta málsnúmer

Mikið óveður gekk yfir landið í desember, sviðsstjóri hefur tekið saman greinargerð um áhrif þess á starfsemi veitna og hafna Dalvíkurbyggðar. Einnig sagði sviðsstjóri ráðsmönnum frá þeim viðbrögðum sem gripið var til vegna þessa óvenjulega ástands sem skapaðist við þessar erfiðu aðstæður.
Veitu- og hafnarráð vill þakka starfsmönnum og öðrum aðilum sem lögðu sig alla fram við erfiðar aðstæður í óveðrinu í desember sl. Einnig leggur ráðið til að farið verði yfir hvernig best sé staðið að eftirliti og umsjón með varaafli veitna og hugsanleg kaup á minni varaaflsstöðvum. Ráðið leggur til að teknar verði upp viðræður við olíusöluaðila um birgðahald og afhendingu á olíu í þeim tilvikum þegar um rafmagnsleysi er að ræða.
Farið var yfir álag á hafnarmannvirki í Dalvíkurhöfn í óveðrinu og þær öryggisráðstafanir sem gripið var til.

2.Dalvíkurhöfn, dýpkun við Austurgarð 2020.

Málsnúmer 202001061Vakta málsnúmer

Á fundinum voru kynnt drög að útboðsgögnum vegna dýpkunar við Austurgarð, en gögnin voru unnin hjá siglingasviði Vegagerðar ríkisins. Stefnt er á að verkið verði boðið út við fyrsta tækifæri.
Veitu- og hafnaráð leggur áherslu á að dýpkun í Dalvíkurhöfn verði gerð í samræmi við hönnun mannvirkisins þ.e. í -9,0 m. og þá stækkun á því svæði sem sviðsstjóri leggur til að dýpkað verði. Að öðru leyti þá samþykkir ráðið framlögð útboðsgögn með fimm samhljóða atkvæðum.

3.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2019

Málsnúmer 201901088Vakta málsnúmer

Fundargerð 418. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
föstudaginn 6. desember 2019, kl. 12:30 kom stjórn Hafnasambands Íslands saman til fundar í Hlaðbúð, Borgartúni 30 í Reykjavík.

Einnig fylgdi fundargerðinni eftirtalið fylgiskjal til kynningar:

1. Stefnu Vegagerðarinnar fyrir árin 2020-2025.
Lagt fram til kynningar.

4.Breytingar á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis

Málsnúmer 201905162Vakta málsnúmer

Til umsagnar breytingar á aðal- og deiliskipulagi vegna deiliskipulags Hóla- og Túnahverfis.
Eftirfarandi breytingar eru gerðar frá gildandi deiliskipulagi:

1.
Parhúsalóðunum nr. 9a og 9b við Hringtún er breytt í lóð fyrir þriggja íbúða raðhús.
2.
Einbýlishúsalóðunum nr. 17 og 19 við Hringtún er breytt í lóðir fyrir parhús.
3.
Nýrri lóð fyrir parhús á einni til tveimur hæðum, Hringtún 20 - 22 er komið fyrir norðan við Hringtún 13 - 15 og skipulagssvæðið stækkað til norðurs sem því nemur.
4.
Afmarkaður er byggingarreitur utanum 20 m² garðhús á efri hluta einbýlishúsalóðarinnar Hringtún 30.
5.
Einbýlishúsalóðirnar Hringtún 42 og 44 eru sameinaðar í eina lóð og breytt í fjögurra íbúða raðhúsalóð.
6.
Einbýlishúsalóð við Skógarhóla 11 er breytt í þriggja íbúða raðhúsalóð.

Óskað er eftir að umsögn hafi borist undirrituðum eigi síðar en 19. desember n.k.
Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagstillögu Hóla- og Túnahverfis á Dalvík.

5.Smávirkjanir í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201407032Vakta málsnúmer

Vegna þeirra áforma um allt að 1 MW virkjun í Brimnesá voru send til Skipulagsstofnunar, þann 16.10.2019, drög að fyrirspurnarskýrslu til yfirlestrar. Með bréfi, sem dagsett er 13.12.2019, barst svar þar sem athugasemdir eru gerðar við framangreind drög. Á fundinum eru kynnt svör við athugasemdum Skipulagsstofnunar.
Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemdir við framlögð drög.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
 • Valdimar Bragason formaður
 • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
 • Kristján Hjartarson aðalmaður
 • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
 • Júlíus Magnússon varamaður
Starfsmenn
 • Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri
 • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
 • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs