Veitu- og hafnaráð

123. fundur 05. apríl 2023 kl. 08:15 - 10:28 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson, aðalmaður boðaði forföll og Sigmar Örn Harðarson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
  • Benedikt Snær Magnússon aðalmaður
  • Gunnlaugur Svansson, aðalmaður boðaði forföll og Gunnar Kristinn Guðmundsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Silja Pálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Bjarni D. Daníelsson Sviðsstjóri framkvæmdasviðs.
Dagskrá
Benedikt Snær er með fundarstjórn.
Gunnar Kristinn mætir undir fjórða lið.

1.Ósk um niðurfellingu hitaveitureikninga

Málsnúmer 202212129Vakta málsnúmer

Á 121. fundi veitu- og hafnaráðs var tekið fyrir erindi, dagsett 15. nóvember 2022, frá Jóhönnu Sigurjónsdóttur það sem hún óskaði eftir, fyrir hönd Lækjar Skíðadal sf., að hitaveitureikningar verði skoðaðir út frá óeðlilegri notkun í kjölfar bilunar. Málinu var frestað þar til frekari gögn lægju fyrir.
Í ljós kom að við gerð hitaveitureikninga á umræddu tímabili fór út áætlunarreikningur í stað reiknings eftir álestri. Út frá þeim
bilunum sem áttu sér stað kom óeðlilega hár áætlunarreikningur á þessa húsveitu sem nú hefur verið leiðréttur og búið að tala við viðkomandi aðila og útskýra málið. Veitu- og hafnaráð felur framkvæmdasviði að vinna leiðbeinandi vinnuferil til þess að taka tillit til þegar um óviðráðanlega bilun er að ræða innanhúss hjá viðskiptavinum.

Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

2.Mánaðarlegar skýrslur 2023

Málsnúmer 202303028Vakta málsnúmer

Til kynningar
Veitu- og hafnaráð frestar umfjöllun um mánaðarlegar skýrslur til næsta fundar þar sem gögn vantaði.

Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

3.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2023

Málsnúmer 202301132Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá fundargerð 450. fundar stjórnar Hafnasamband Íslands sem haldinn var föstudaginn 17. febrúar 2023.
Tekin fyrir fundargerð 450. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands. Ekki komu athugasemdir við fundargerðina á fundinum.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Gunnar Kristinn Guðmundsson kom inn á fundinn kl: 08:38

4.Eftirlit með móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum

Málsnúmer 202208129Vakta málsnúmer

Tekin fyrir lokaskýrsla úr eftirliti Umhverfisstofnunar með móttökuaðstöðu fyrir úrgang frá skipum í höfnum Dalvíkurbyggðar þann 13. október s.l.
Veitu- og hafnaráð felur framkvæmdasviði að vinna áfram að úrbótum sem koma fram í eftirlitsskýrslu um móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Skipulagsverkefni - forgangsmál

Málsnúmer 202208137Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar forgangslisti Skipulagsráðs um deiliskipulag Dalvíkurbyggðar.
Á forgangslista skipulagsráðs er ekki endurskoðun á deiliskipulagi á hafnarsvæðinu á Dalvík. Veitu- og hafnaráð beinir því til Skipulagsráðs að taka til endurskoðunar deiliskipulag á hafnarsvæðinu á Dalvík. Einnig beinir Veitu- og hafnaráð því til skipulagsráðs að hægt sé að fara að vinna að hugmyndum um útfærslur á deiliskipulagi á hafnarsvæði Árskógssands og flýta þannig ferlinu þó svo að formlegt deiliskipulagsferli sé ekki byrjað. Benedikt Snær bíðst til þess að koma á fund skipulagsráðs og fara yfir umræður sem voru á fundinum.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

6.Hafnasjóður beiðni um viðræður

Málsnúmer 202211096Vakta málsnúmer

Á 357. fundi sveitarstjórnar var samþykkt á 1062. fundi byggaráðs þann 16. mars sl. eftirfarandi bókun:
"Á 1061. fundi byggðaráðs þann 9. mars sl. voru til umfjöllunar viðræður við Hafnasamlag Norðurlands um inngöngu Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar í samlagið, SVÓT greining og fundur þann 15. mars sl. með stjórn og framkvæmdastjóra Hafnasamlagsins. Á fundinum frá Dalvíkurbyggð var byggðaráð, sveitarstjóri, sviðsstjóri framkvæmdasviðs og fulltrúar úr veitu- og hafnaráði. Á fundi byggðaráðs var farið yfir fundinn í gær, 15. mars. Niðurstaða: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að viðræðum við Hafnasamlag Norðurlands verði frestað um óákveðinn tíma. "
Sviðsstjóri fór yfir hver staða á viðræðum Hafnasjóðs við Hafnasamlag Norðurlands er. Viðræðum var frestað um óákveðinn tíma.

7.Hafnasjóður - stöðugildi - Hafnasamlag

Málsnúmer 202212091Vakta málsnúmer

Tekið fyrir starfsmannamál og stöðugildi hjá hafnasjóði.
Sviðsstjóri fór yfir starfmannamál og stöðugildi hjá hafnasjóði.

8.Smávirkjanir í Dalvíkurbyggð (Brimnesárvirkjun)

Málsnúmer 201407032Vakta málsnúmer

Tekin fyrir skýrsla um frumhönnun á Brimnesárvirkjun.
Farið yfir skýrslu Mannvits og virkjun Brimnesár rædd. Veitu- og hafnaráð sér ekki að Dalvíkurbyggð eigi að vera að fara í þessháttar framkvæmdir. Ráðið beinir því til byggðaráðs að haldinn verði íbúafundur sem allra fyrst til þess að kynna íbúum innihald skýrslunnar.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

9.Brimnesá - samtal um leigu á vatnsréttindum og landnotum

Málsnúmer 202302019Vakta málsnúmer

Tekið fyrir rafpóstur frá Skírni Sigurbjörnssyni fyrir hönd Arctic Hydro hf., dagsett 22. desember 2022, þar sem óskað er eftir viðræðum um leigu vatnsréttinda og landnot fyrir vatnsaflsvirkjun í Brimnesá.
Veitu- og hafnaráð telur að halda þurfi íbúafund til þess að kynna fyrir íbúum vatnsaflsvirkjun í Brimnesá, áður en farið er í viðræður um leigu vatnsréttinda og landnot fyrir vatnsaflsvirkjun í Brimnesá.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

10.Dýpkun á holu á Birnunesborgum

Málsnúmer 202303181Vakta málsnúmer

Tekið fyrir tilboð frá Vatnsborunum ehf., dagsett 21. mars 2023, um dýpkun á borholu við Birnunesborgir vegna vatnsborðsmælinga.
Veitu- og hafnaráð ákveður að fá Bjarna Gautason á fund ráðsins 14. apríl næstkomandi, og ræða þær rannsóknir sem Hitaveita Dalvíkur er að gera, og þarf að gera. Sveitarstjórn verður boðið á fundinn.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

11.Hitastigulsboranir við Þorvaldsdal - Norðurorka

Málsnúmer 202202053Vakta málsnúmer

Til kynningar
Veitu- og hafnaráð ákveður að Bjarni Gautason hjá ISOR muni fara yfir hitastigulsboranir í sveitarfélaginu á næsta fundi ráðsins sem verður 14. apríl næstkomandi.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 10:28.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson, aðalmaður boðaði forföll og Sigmar Örn Harðarson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
  • Benedikt Snær Magnússon aðalmaður
  • Gunnlaugur Svansson, aðalmaður boðaði forföll og Gunnar Kristinn Guðmundsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Silja Pálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Bjarni D. Daníelsson Sviðsstjóri framkvæmdasviðs.