Byggðaráð

947. fundur 11. júní 2020 kl. 13:00 - 15:20 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Umsókn um rekstrarleyfi fyrir Menningarfélagið Berg

Málsnúmer 202006048Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir tölvupóstur frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 5. júní 2020 þar sem óskað er umsagnar um umsókn um rekstrarleyfi veitinga fyrir Menningarfélagið Berg ses kt. 471009-0590 vegna Menningarhússins Bergs.

Fyrir liggur að byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina, með fyrirvara um að ekki komi athugasemdir frá slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar.

2.Launaviðauki vegna veikinda starfsmanns

Málsnúmer 202006053Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, ósk um viðauka vegna veikinda starfsmanna á Krílakoti.

Með fundarboði fylgdi útreikningur á launaviðauka vegna langtímaveikinda.
Byggðaráð samþykkir samhljóða ofangreinda beiðni um launaviðauka nr. 19 við fjárhagsáætlun 2020, deild 04140 Krílakot, launakostnaðar vegna langtímaveikinda kr. 6.605.318. Kostnaði sé mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

3.Samningur um afnot, umráð og útleigu á menningarhúsinu Ungó

Málsnúmer 201906083Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kom inn á fundinn kl. 13:07.

Á 946. fundi byggðaráðs þann 4. júní 2020 var til umræðu samningur við Gísla, Eirík, Helga ehf. um afnot, umráð og útleigu á Ungó en hann rann út þann 31.05.2020.

Byggðaráð fól sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og sveitarstjóra að ræða við samningsaðila um framhald máls.

Með fundarboði fylgdu drög að samningi við Gísla, Eirík, Helga ehf. um áframhaldandi leigu á Ungó.

Gísli vék af fundi kl. 13:22.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að framlengja leigusamning um leigu á Ungó til Gísla Eiríks Helga ehf. til eins árs, til loka maí 2021.

4.Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar.Endurskoðun

Málsnúmer 201907016Vakta málsnúmer

Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, fjármála- og stjórnsýslusviði, kom inn á fundinn kl. 13:25.

Á 325. fundi sveitarstjórnar þann 12. maí 2020 voru endurskoðuð skipurit Dalvíkurbyggðar, samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar og erindisbréf fagráða tekin til fyrri umræðu.
Sveitarstjórn samþykkti samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindu til byggðaráðs á milli umræðna og síðan til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Farið yfir breytingar á skipuritum frá fyrri umræðu, aðrar breytingar hafa ekki verið gerðar á fyrirliggjandi gögnum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða framlögð endurskoðuð skipurit Dalvíkurbyggðar, samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar og erindisbréf fagráða og vísar því til síðari umræðu í sveitarstjórn.

5.Sumarátaksstarf námsmanna 2020

Málsnúmer 202005039Vakta málsnúmer

Á 944. fundi byggðaráðs þann 14. maí var eftirfarandi samþykkt:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum að vinna áfram að tillögu 2. Sú tillaga felur í sér að Dalvíkurbyggð leggur til 5 sumarstörf til viðbótar við þau 8 sem eru styrkt af Vinnumálastofnun. Þannig verði 13 sumarstörf auglýst á næstu dögum fyrir námsmenn í aldurshópnum 18 ára og eldri.

Áætlaður kostnaður fyrir Dalvíkurbyggð af þeirri tillögu er um 10,4 millj króna og er sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að koma með viðauka vegna þess á næsta fund byggðaráðs."

Með fundarboði fylgdi, frá starfandi sviðsstjóra FS sviðs, beiðni um viðauka nr. 20 við fjárhagsáætlun 2020 vegna átaksverkefnisins sumarstörf námsmanna. Um er að ræða launaviðauka upp á rúmlega 7 miljónir en gjöld vegna efnis og áhalda rúmast innan fjárhagsáætlunar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða beiðni um launaviðauka nr. 20 við fjárhagsáætlun 2020, deild 06260, sumarnámskeið, kr. 1.799.920 og deild 11410, opin svæði, kr. 5.245.140. Viðaukanum, samtals kr. 7.045.060 sé mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

6.Vinnuskólaumsóknir 2020

Málsnúmer 202004096Vakta málsnúmer

Á 946. fundi byggðaráðs þann 4. júní samþykkti byggðaráð samhljóða að fara í átak vegna vinnu 17 ára ungmenna í vinnuskóla 2020, áætlað um 5,2 miljónir króna og fól sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma með viðauka vegna þess á næsta fund byggðaráðs.

Með fundarboði fylgdi, frá starfandi sviðsstjóra FS sviðs, útreikningar á viðauka nr. 21 við fjárhagsáætlun 2020 vegna vinnuskóla fyrir 17 ára.

Katrín Dóra vék af fundi kl. 13:50.
Byggðaráð samþykkir samhljóða beiðni um launaviðauka nr. 21 við fjárhagsáætlun 2020, deild 06270 vinnuskóli, vegna launakostnaðar vinnuskóla 17 ára kr. 5.261.377 og að kostnaði sé mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

7.Framkvæmdir umhverfis- og tæknisviðs 2020

Málsnúmer 201909134Vakta málsnúmer

Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og Steinþór Björnsson, deildarstjóri EF deildar komu á fundinn kl. 13:55.

Á 946. fundi byggðaráðs þann 4. júní 2020 lagði sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs fram nýja tillögu til umræðu, lista yfir átaksverkefni sumarsins.

Byggðaráð vísaði málinu áfram til ákvarðanatöku á næsta fundi ráðsins.

Með fundarboði fylgdi breytt tillaga frá umhverfis- og tæknisviði að átaksverkefnum sumarsins.
Byggðaráð samþykkir samhljóða framlagðan lista yfir átaksverkefni sumarsins.

8.Snjómokstur 2020

Málsnúmer 202002053Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar staða á kostnaði vegna snjómoksturs það sem af er ári. Bókfært á deild 10600, snjómokstur og hálkueyðing, er tæpar 50 miljónir það sem af er ári en í fjárhagsáætlun 2020 með viðaukum er gert ráð fyrir 40 miljónum í heild fyrir árið.

Börkur og Steinþór viku af fundi kl. 14:27.
Lagt fram til kynningar.

9.Frá launafulltrúa, vegna ákvæða í nýjum kjarasamningum.

Málsnúmer 202006058Vakta málsnúmer

Rúna Kristín Sigurðardóttir, launafulltrúi, kom inn á fundinn kl. 14:40.

Tekið fyrir erindi frá launafulltrúa, kynning á nýju heimildarákvæði í kjarasamningum þar sem sveitarfélög hafa heimild til að meta persónuálag vegna háskólaprófs, ef um er að ræða ófaglærðan einstakling og ekki er krafist menntunar.

Rúna vék af fundi kl. 14:47.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að sveitarfélagið nýti ofangreint heimildarákvæði við mat á launum.

10.Smávirkjanir í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201407032Vakta málsnúmer

Þorsteinn Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs kom inn á fundinn kl. 14:51.

Til kynningar og upplýsinga staða á smávirkjunarverkefni í Brimnesá. Undirbúningur er í fullum gangi. Skipulagsstofnun telur að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki vera háð mati á umhverfisáhrifum.

Þorsteinn vék af fundi kl. 15:15.

Lagt fram til kynningar.

11.Átak í fráveitumálum, upplýsingar til sveitarstjórna.

Málsnúmer 202006025Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Samorku dagsett 2. júní 2020, kynning á frumvarpi til breytinga á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna um aukinn stuðning ríkissjóðs við fráveituframkvæmdir sveitarfélaga á árunum 2020-2030.

Meginmarkmið frumvarpsins er að styrkja fráveituframkvæmdir á vegum fráveitna sveitarfélaga til þess að uppfylla lög um uppbyggingu og rekstur fráveitna, lög um stjórn vatnamála og reglugerð um fráveitur og skólp.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð fagnar því að baráttumál sveitarfélaganna um aukinn stuðning við fráveituframkvæmdir sé að verða að veruleika.

12.Laxeldi í Eyjafirði, innsend erindi.

Málsnúmer 202005036Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá SUNN, Samtökum um náttúruvernd á Norðurlandi dagsett 2. júní 2020 þar sem samtökin fagna samþykkt meirihluta bæjarstjórnar á Akureyri og sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps um að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi.
Samtökin taka undir þessa tillögu og hvetja önnur sveitarfélög á svæðinu til að sameinast um slíka afstöðu.

Einnig lagt fram til kynningar svar Hafrannsóknarstofnunar við fyrirspurn SSNE um burðarþolsmælingu og áhættumat í Eyjafirði sem og bókanir annarra sveitarstjórna í Eyjafirði um laxeldismál.

Þá lá fyrir fundinum fundarboð frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem boðað er til opins fundar, í Hofi á Akureyri, um fiskeldi á Norðurlandi fimmtudaginn 11. júní 2020 kl. 20:00 í Hofi. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra stýrir fundinum, en þar flytja framsögu fulltrúi veiðiréttarhafa og fulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Lagt fram til kynningar.

13.Fundargerðir stjórnar SSNE 2020

Málsnúmer 202002037Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNE frá 10. fundi þann 2. júní 2020.
Lagt fram til kynningar.

14.Fundargerðir sveitarstjórafunda SSNE

Málsnúmer 202006043Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir SSNE með sveitarstjórum starfssvæðisins frá 17. apríl til 29. maí 2020.
Lagt fram til kynningar.

15.Fréttir frá SSNE

Málsnúmer 202004030Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fréttabréf SSNE frá apríl og maí 2020.
Einnig frá SSNE til kynningar samantekt um stöðumat atvinnulífs á Norðurlandi eystra frá 11. maí og fundargerð frá fundi þingmanna kjördæmisins, sveitarstjóra og SSNE sem haldinn var þann 15. maí 2020 í fjarfundi.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:20.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri