Byggðaráð

879. fundur 26. september 2018 kl. 08:15 - 11:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Guðmundur St. Jónsson boðaði forföll og varamaður hans, Dagbjört Sigurpálsdóttir, mætti í hans stað.
Sveitarstjóri, Katrín Sigurjónsdóttir, var fjarverandi vegna annarra starfa.

1.Fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022

Málsnúmer 201806016Vakta málsnúmer

a) Tillaga að starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálasviðs 2019.

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 8:15.

Sviðsstjóri félagsmálasviðs fór yfir og kynnti tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálasviðs fyrir árið 2019 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2020-2022.

Til umræðu ofangreint.

Eyrún vék af fundi kl. 09:15.

b) Tillaga að starfs- og fjárhagsáætlun fjármála- og stjórnsýslusviðs 2019 ásamt starfsáætlun upplýsingafulltrúa.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir og kynnti tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun fjármála- og stjórnsýslusviðs ásamt starfsáætlun upplýsingafulltrúa fyrir árið 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022.

Til umræðu ofangreint.

c) Önnur mál.
Lagt fram til kynningar.

2.Frá 69. fundi menningarráðs þann 19.09.2018; Fjárhagsáætlun 2019; Ósk um auka fjárveitingu vegna kaupa á listaverki

Málsnúmer 201709161Vakta málsnúmer

Á 69. fundi menningarráðs þann 19. september 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað varðandi hugmyndir um kaup á listaverkinu 2,34 eftir listamanninn Guðlaug Arason, sbr. erindi frá forstöðumanni bóka- og héraðsskjalasafns sem móttekið var 25. september 2017 og vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2019:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar menningarráðs og óskar eftir rökstuddri tillögu að afgreiðslu. Byggðaráð óskar jafnframt eftir að menningarráð komi með tillögu að stefnu um kaup og viðhald listaverka.
Menningarráð hefur mikinn áhuga á listaverkinu 2,34 í ljósi skírskotunar til byggðalagsins. Í ljósi þess að ekki liggur fyrir stefna Dalvíkurbyggðar um kaup, viðgerðir og varðvörslu listaverka leggur menningarráð til að ákvörðun um kaup á listaverkinu 2,34 verði frestað þar til sú stefna liggur fyrir. "

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

3.Frá 103. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs; Fjárhagsáætlun 2019; Skíðafélag Dalvíkur; Húsnæði og troðari

Málsnúmer 201802112Vakta málsnúmer

Á 103. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 18. september 2018 var eftirfarandi bókað:
"Styrktarsamningar við íþróttafélögin í Dalvíkurbyggð gilda út árið 2019 og óskar íþrótta- og æskulýðsráð að fyrir vinnu við endurnýjun styrktarsamninga við félögin muni öll íþróttafélögin leggja fram sína framtíðarsýn og kostnaðaráætlun á uppbyggingu á sínum íþróttasvæðum til næstu 5-10 ára. Skíðafélagið hefur nú þegar skilað inn slíkri áætlun. Varðandi viðhald á troðara 2019 þá verður það afgreitt undir lið 5 "Starfs-og fjárhagsáætlun fræðslu- og menningarsviðs 2019"."

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

4.Frá 103. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs; Fjárhagsáætlun 2019; Hestamannafélagið Hringur; styrkur

Málsnúmer 201809017Vakta málsnúmer

Á 103. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 19. september 2018 var eftirfarandi bokað:
"Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að styrkur vegna reiðvegagerðar fyrir árið 2019 verði kr. 2.500.000.- með fyrirvara um að slíkt falli að skipulagsmálum sveitarfélagsins. Reynslan sýnir að utanaðkomandi styrkir til reiðvegagerðar verða hærri ef sveitarfélög leggja til fjármagn á móti slíkum styrkjum. Styrktarsamningar við íþróttafélögin í Dalvíkurbyggð gilda út árið 2019 og óskar íþrótta- og æskulýðsráð að fyrir vinnu við endurnýjun styrktarsamninga við félögin muni öll íþróttafélögin leggja fram sína framtíðarsýn og kostnaðaráætlun á uppbyggingu á sínum íþróttasvæðum til næstu 5-10 ára."
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

5.Frá 310. fundi umhverfisráðs og 78. fundi veitu- og hafnaráðs; Fjárhagsáætlun 2019; Íbúasamtökin á Árskógssandi.

Málsnúmer 201809013Vakta málsnúmer

Á 310. fundi umhverfisráðs þann 7. september 2018 var til umfjöllunar erindi frá Íbúasamtökunum á Árskógssandi með ábendingum og tillögum þeirra í 7 liðum.
Á fundi byggðaráðs var farið yfir bókun og niðurstöður umhverfisráðs.

Á 78. fundi veitu- og hafnaráðs þann 19. september 2018 var til umfjöllunar erindi frá Íbúasamtökunum á Árskógssandi með ábendingum og tillögum þeirra í 10. liðu.
Á fundi byggðaráðs var farið yfir bókun og niðurstöður veitu- og hafnaráðas.

Til umræðu ofangreint.

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

6.Frá 310. fundi umhverfisráðs og 78. fundi veitu- og hafnaráðs; Fjárhagsáætlun 2019; Íbúasamtök Hauganess

Málsnúmer 201809014Vakta málsnúmer

Á 310. fundi umhverfisráðs þann 7. september 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað:
"Umhverfisráð þakkar íbúasamtökunum á Hauganesi fyrir innsendar ábendingar og leggur eftirfarandi til.
1.Vetrarstæði við Ásholt verði stækkað að Lyngholti (samkvæmt tillögu að framkvæmdaráætlun).
2.Áframhald á gangstétt við Aðalgötu er vísað til deiliskipulagsgerðar fyrir Hauganes sem gert er ráð fyrir að fara í á árinu 2019.
3. Hraðahindrun við Aðalgötu verði lengd samkvæmt tillögu og er umhverfisstjóra falið að framkvæma það næsta sumar.
4. Umhverfisráð hefur þegar óskað eftir lækkun á umferðarhraða og uppsetningu á skiltum undir málnr. 201809040.
5. Sviðsstjóra falið að skerpa á tímasetningum vegna snjómoksturs.
Samþykkt með fimm atkvæðum."

Á 78. fundi veitu- og hafnaráðs þann 19. september 2018 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Erindið sem um ræðir er að loka fyrir umferð að gömlu bryggjunni og seinna uppbygging á henni. Í erindinu er einnig bent á að það sé álit íbúa að um menningarverðmæti sé að ræða.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að gera ráð fyrir því að gera ráð fyrir kr. 800.000,- til lagfæringar á henni við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019 og að lokað verði fyrir umferð fram á bryggjunna. "

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

7.Frá 69. fundi menningarráðs þann 19.09.2018; Fjárhagsáætlun 2019; Sóknarnefnd Dalvíkurkirkju - styrkur

Málsnúmer 201808100Vakta málsnúmer

Á 69. fundi menningarráðs þann 19. september 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað:
"Menningarráð leggur til að orðið verði við beiðni um rekstrarstyrk að fjárhæð kr. 150.000. Styrkurinn tekinn af lykli 5810-9145. "
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

8.Fjárhagsáætlun 2018: endurnýjun og/eða viðhald á stoðvegg á lóðarmörkum við Hafnarbraut 16 og 18

Málsnúmer 201708036Vakta málsnúmer

Á 867. fundi byggðaráðs þann 11. maí 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað:
"a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind drög að samkomulagi með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum og felur sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að ganga frá samningi við húseigendur við Hafnarbraut 16 og 18. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 11/2018 við fjárhagsáætlun 2018, allt að kr. 2.000.000, við deild 09290, lykill 4620 og að viðaukanum sé mætt með lækkun á handbæru fé."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi undirritað samkomulag á milli Dalvíkurbyggðar annars vegar og húseiganda við Hafnarbraut 16 og Hafnarbraut 18 hins vegar, dagsett þann 14. september 2018.

Í rafpósti sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs frá 24. september s.l. kemur fram að að ósk húseiganda var að frestur til loka framkvæmda yrði fluttur til 1. ágúst 2019 og þurfi því að flytja það fjármagn sem heimild var fyrir yfir á árið 2019.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samkomulag.

9.Frá sveitarstjórnar- og samgönguráðuneytinu; Yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga

Málsnúmer 201809095Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsettur þann 21. september 2018 þar sem kynnt er frétt um yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga. Fram kemur að Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur tekið saman yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga, skv. 1. mgr. 7. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011. Yfirlitið er ætlað til leiðbeiningar fyrir sveitarfélög við stefnumótun og áætlanagerð ásamt því að auðvelda umræðu og yfirsýn yfir skyldur og hlutverk sveitarfélaga.
Sjá nánar:
https://www.stjornarradid.is/default.aspx?pageid=e5cf150d-33a7-11e6-80c7-005056bc217f&newsid=6dbf9f74-bdaa-11e8-942c-005056bc530c

Til umræðu ofangreint.

Lagt fram til kynningar og vísað á fagráð sveitarfélagsins til yfirferðar.

10.Frá Ungmennafélagi Íslands; Óskað eftir umsóknum vegna unglingalandsmóts 2021 eða 2022

Málsnúmer 201809105Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Ungmennafélagi Íslands, rafpóstur dagsettur þann 21. september 2018, þar sem stjórn UMFÍ óskar eftir umsóknum frá sambandsaðilum UMFÍ og sveitarstjórnum um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 24. Unglingalandsmóts UMFÍ 2021 og 25. Unglingalandsmóts UMFÍ 2022.Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin er um verslunarmannahelgina ár hvert. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið í fyrsta skipti á Dalvík árið 1992 og hefur síðan þá vaxið og dafnað. Nú er svo komið að Unglingalandsmót UMFÍ er orðinn ómissandi viðburður hjá mörgum fjölskyldum um verslunarmannahelgi. Frestur til að skila inn umsóknum er til 10. desember 2018.

Til umræðu ofangreint.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til upplýsingar í íþrótta- og æskulýðsráði en byggðaráð sér ekki flöt á því að Dalvíkurbyggð sæki um að þessu sinni.

11.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201809107Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók

12.Frá sveitarstjóra; Smávirkjanir í Dalvíkurbyggð; varðar umsókn um framlag úr stefnumótandi byggðaáætlun 2018-2024.

Málsnúmer 201407032Vakta málsnúmer

Til umræðu möguleg umsókn Dalvíkurbyggðar um framlag úr stefnumótandi byggðaáætlun 2018-2024 vegna:

"B.3. Stuðningur við byggingu smávirkjana.
Verkefnismarkmið: Að kanna og styðja möguleika á aukinni raforkuframleiðslu á landsbyggðinni með smávirkjunum og efla þar með orkuöryggi á landsvísu.
Orkustofnun og sveitarfélög kanni möguleika á staðbundnum lausnum í orkumálum með því að kortleggja mögulega smærri virkjunarkosti á landsbyggðinni (allt að 10 MW). Ráðist verði í uppfærslu á gagnagrunni Orkustofnunar um smærri vatnsaflsvirkjanir og samvinnu við Veðurstofuna um rennslislíkan. Verkefnið feli einnig í sér forhönnun virkjunarkosta og fræðsluátak. Verkefnið verði ekki bundið við vatnsaflsvirkjanir.
Ábyrgð: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.
Framkvæmdaraðili: Orkustofnun.
Dæmi um samstarfsaðila: Landshlutasamtök sveitarfélaga.
Tímabil: 2018?2022.
Tillaga að fjármögnun: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti."

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar í veitu- og hafnaráði.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs