Veitu- og hafnaráð

105. fundur 11. júní 2021 kl. 08:15 - 10:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Valdimar Bragason formaður
 • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
 • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
 • Kristján Hjartarson Aðalmaður
 • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
 • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
 • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá

1.Kröfur varðandi skimunarbúnað fyrir öryggisleit vegna siglingaverndar

Málsnúmer 202106032Vakta málsnúmer

Með rafpósti sem dagsettur er 28.05.2021, barst erindi frá Samgöngustofu um þá ákvörðun að stofnunin hefur mótað þær kröfur sem skimunarbúnaður fyrir öryggisleit vegna siglingaverndar þarf að uppfylla. Skipta má þessum kröfum í tvo þætti annars vegar í „Kröfur til búnaðar sem notaður er við öryggisleit á einstaklingum og farangri sbr. reglur nr. 550/2004 um fyrirkomulag öryggisleitar hafnaryfirvalda vegna siglingaverndar“ og hins vegar í „Kröfur til viðhalds og eftirlits með búnaði sem notaður er við öryggisleit á einstaklingum og farangri sbr. II viðauka fylgiskjals í reglugerð 474/2007 um vernd skipa og hafnaraðstöðu“.
Lagt fram til kynningar.

2.Könnun á nýframkvæmdum og endurbótum hafnarmannvirkja

Málsnúmer 202106049Vakta málsnúmer

Í bréfi Hafnasambans Íslands, frá 08.06.2021, kemur eftirfarandi fram: "Hafnasambandið er að hefja vinnu við úttekt á nýframkvæmda- og viðhaldsþörf hafnarmannvirkja um land allt. Sumarstarfsmaður sambandsins, Sesselía Dan Róbertsdóttir hagfræðingur, mun annast gagnaöflun og skýrslugerð sem stefnt er á verði tilbúin á haustdögum.
Það er mat Hafnasambandsins að brýnt sé að safna saman á einn stað ítarlegum upplýsingum um almenna viðhaldsþörf hafnarmannvirkja og öllum áformum um framtíðaruppbyggingu næstu ár. Málefni hafna þurfa að fá meiri þunga í almennri umræðu um samgöngumál og um leið skilning stjórnvalda á mikilvægi hafnarþjónustu og öruggum og nútímalegum hafnarmannvirkjum um land allt."
Veitu- og hafnarráð felur sviðsstjóra að senda inn langtímaáætlun Hafnasjóðs að viðbættum þeim hugmyndum sem eru um endurbætur á ytri mannvirkjum Árskógssandshafnar og Dalvíkurhafnar.

3.Beiðni um viðauka vegna gatnagerðar og lagnavinnu að Hamri 2021

Málsnúmer 202106021Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Þorsteini Björnssyni, sviðsstjóra, dagsett 3. júní 2021 og minnisblað dagsett 10.06.2021. Þar tekur hann saman kostnað við framkvæmdir í frístundabyggðinni að Hamri. Búið er að úthluta sex lóðum í hverfi B9 undir sumarhús og því er nauðsynlegt að fara í slóðagerð og lagnavinnu sem fyrst.

Það sem snýr að veitu- og hafnaráði er niðursetning rotþróar og lagnavinna vegna vatnslagnar, fylgdi uppdráttur erindi sviðsstjóra. Áætlaður kostnaður við rotþró og lagnir eru um kr. 2.000.000,- og vatnslagnir kr. 700.000,-. Ekki er gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjárhagsáætlun 2021 og því fylgdi erindinu beiðni um viðauka sem yrði mætt með lækkun á handbæru fé.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum erindi sviðsstjóra um lagnavinnu að Hamri.

4.Beiðni um upplýsingar varðandi vatnsgjald og leiðbeiningar ráðuneytisins þar að lútandi

Málsnúmer 202105097Vakta málsnúmer

Með bréf, sem dagsett er 7. maí 2021, „fer ráðuneytið fram á að gjaldskrá vatnsveitu sveitarfélags verði yfirfarin að nýju með hliðsjón að leiðbeiningum ráðuneytisins. Fer ráðuneytið þess á leit að verða í framhaldinu upplýst um niðurstöðu sveitarfélags hvað varðar forsendur fyrir þeim útreikningum sem gjaldskrá vatnsveitunnar um álagningu vatnsgjalds er byggð á, sbr. 10 gr. laga um vatnsveitu sveitarfélaga. Jafnframt fer ráðuneytið fram á að verða upplýst um langtímaáætlun vatnsveitunnar, sbr. 10 gr. reglugerðar nr. 401/2005.
Telji sveitarfélagið að lokinni yfirferð sinni að ekki sé ástaða til að uppfæra gjaldskrá vatnsveitunnar er farið frá á að sú niðurstaða verði rökstudd í svari til ráðuneytisins.“

Þetta mál er nú til skoðunar hjá Samorku, fyrir hönd allra vatnsveitna landsins.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að hafa samráð við Samorku um svar við erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis.

5.Vatnssýni 2021

Málsnúmer 202106038Vakta málsnúmer

Á fundinum voru kynntar niðurstöður vatnssýna sem Heilbrigðiseftirlit tók 04.06.2021, fyrir Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar. Sýnin voru tvö, annað tekið á Dalvík og hitt á Hauganesi og voru þau bæði í lagi.
Lagt fram til kynningar.

6.Smávirkjanir í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201407032Vakta málsnúmer

Unnið hefur verið að rennslismælinum í Brimnesá nú í um ár og hefur gengið nokkuð vel að afla þeirra gagna um rennsli í ánni sem hægt er að nota til samanburðar við rennsli í Þorvaldsdalsá. Á fundinum voru kynnt þau áform sem áætlað er að vinna eftir í ár. Þessi virkjun hefur fengið vinnuheitið Brimnesárvirkjun og vonandi verða menn sáttir við það.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða að stefnt sé að íbúafundi með haustinu til kynningar á virkjunaráformum í Brimnesá.

7.Framkvæmdir 2021

Málsnúmer 202106029Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fór yfir stöðu framkvæmda á veitu- og hafnasviði á árinu 2021.
Lagt fram til upplýsinga.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
 • Valdimar Bragason formaður
 • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
 • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
 • Kristján Hjartarson Aðalmaður
 • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
 • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
 • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs