Veitu- og hafnaráð

109. fundur 12. nóvember 2021 kl. 08:15 - 10:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
  • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Bjarni Daníelsson Sviðsstjóri framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Dalvíkurhöfn verði tollhöfn

Málsnúmer 202104001Vakta málsnúmer

Til kynningar: Umsókn um Tollhöfn er komin áleiðis í ferli. Tollurinn óskaði eftir viðbótarupplýsingum í sína umsögn sem fer til ráðuneytisins. Þar mun ráðuneytið gera nauðsynlegar breytingar á reglugerð til að Dalvíkurhöfn geti talist til Tollhafnar.
Sviðsstjóri fór yfir stöðu mála.

2.Fjárveiting til hafnaframkvæmda 2022

Málsnúmer 202110045Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Vegagerðinni dagsett 8. október 2021, tilkynning um verkefni á samgönguáætlun 2022. Gert er ráð fyrir endurbyggingu bryggju á Norðurgarði Dalvíkurhafnar (120 m, 9m dýpi). Heildarkostnaður verksins er 204 milj.króna m.vsk og er ríkishluti 75%. Heimahluti m.vsk er því 51 miljón króna og skiptist þannig:
Árið 2022 8,8 milj.kr
Árið 2023 25,3 milj.kr
Árið 2024 16,9 milj.kr
Það er ósk Vegagerðarinnar að fjallað verði um þessar framkvæmdir heima fyrir og stofnuninni sent samþykki eða athugasemdir hafnarstjórnar vegna þeirra.
Einnig er óskað eftir staðfestingu á að hafnarsjóðurinn geti staðið undir heimahluta framkvæmdakostnaðar og að gert sé ráð fyrir því í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.
Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemdir við áformaðar framkvæmdir og leggur til að gert verði ráð fyrir mótframlagi sveitarfélagsins í fjárhagsáætlun næsta árs.
Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

3.Smávirkjanir í Dalvíkurbyggð (Brimnesárvirkjun)

Málsnúmer 201407032Vakta málsnúmer

Yfirferð á stöðu verkefnisins og verksamningur við Mannvit til staðfestingar ráðsins.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum fyrir sitt leiti fyrirliggjandi drög að ráðgjafasamningi við Mannvit. Jafnframt óskar ráðið eftir að farið verði yfir og uppfærð kostnaðar- og hagkvæmniathugun virkjunarinnar.

4.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2021

Málsnúmer 202102001Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar

5.Umsókn um stækkun á bryggjutank

Málsnúmer 202111004Vakta málsnúmer

Olís óskar eftir því að fá að stækka hjá sér bryggjutank þar sem núverandi geymir annar ekki eftirspurn.
Veitu- og hafnaráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrir sitt leyti að heimila stækkun á bryggjutank með fyrirvara um að framkvæmdin samræmist lögum og reglum um mengunarvarnir í höfnum.

6.Starfs- og fjárhagsáætlun 2022

Málsnúmer 202108009Vakta málsnúmer

Lagt er til að Framkvæmdasvið fari yfir fjárhagsáætlunina og komi með tillögur að frekari niðurskurði á rekstrar- og fjárfestingaáætlun 2022-2025.
Veitu- og hafnaráð fór yfir starfs- og fjárhagsáætlun 2022 og felur sviðsstjóra að fullvinna tillögur að hagræðingu í rekstrar- og fjárhagsáætlun 2022-2025. samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
  • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Bjarni Daníelsson Sviðsstjóri framkvæmdasviðs