Umhverfisráð 2022

373. fundur 22. júní 2022 kl. 14:15 - 17:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
 • Anna Kristín Guðmundsdóttir formaður
 • Eiður Smári Árnason aðalmaður
 • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
 • Friðjón Árni Sigurvinsson varamaður
Starfsmenn
 • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi
Dagskrá

1.Erindisbréf umhverfisráðs og fundartími ráðsins

Málsnúmer 202206096Vakta málsnúmer

Lagt fram erindisbréf umhverfisráðs og farið yfir þá málaflokka og deildir sem heyra undir ráðið.

2.Starfsáætlun framkvæmdasviðs 2022

Málsnúmer 202206085Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar Starfáætlun Framkvæmdasviðs fyrir árið 2022.

3.Umsókn um leiguland á Böggvisstöðum

Málsnúmer 202205196Vakta málsnúmer

Með tölvupósti, dagsettum 14. október 2021, óskar Freydís Dana Sigurðardóttir eftir að fá á leigu túnspildu á Böggvisstöðum og koma þeim í rækt.
Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir umrædda spildu.
Umhverfisráð hafnar erindinu á grundvelli þess að fyrir liggur samkomulag við Hestamannafélagið Hring um nýtingu umræddrar spildu. Ráðið felur starfsmönnum Framkvæmdadeildar að skoða aðra möguleika með umsækjanda.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum
Emil Júlíus Einarsson vék af fundinum undir þessum lið vegna vanhæfis.

4.Umsókn um leiguland til slægna og beitar úr landi Selár

Málsnúmer 202205154Vakta málsnúmer

Með erindi, dagsettu 5. janúar 2022, óska þau Guðmundur Geir Jónsson og Freydís Inga Bóasdóttir eftir að fá á leigu allt það leiguland í landi Selár sem verður falt frá árinu 2022.
Umhverfisráð samþykkir erindið með fyrirvara um uppbyggingu í tengslum við deiliskipulag Hauganess.
Starfsmönnum Framkvæmdasviðs er falið að yfirfara leigusamninga fyrir ræktunarland og skilmála um frágang að leigu lokinni.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

5.Umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar á lögbýlinu Syðra-Holti

Málsnúmer 202203097Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá aftur umsókn Eiríks Gunnarssonar um framkvæmdaleyfi til skógræktar í Syðra-Holti en bæði umhverfisráð og landbúnaðarráð höfðu áður veitt framkvæmdaleyfi til skógræktar á milli hnitpunkta 4-13 en ekki milli hnitpunkta 1-3 á uppdrætti sem er svæðið fyrir neðan veg.
Fyrir lá ósk Eiríks um frekari rökstuðning fyrir höfnun ráðsins á framkvæmdaleyfi til skógræktar neðan við veg.
Umhverfisráð staðfestir fyrri bókun ráðsins og leggur áherslu á sjónarmið um snjósöfnun og umferðaröryggi. Jafnframt er svæðið á landbúnaðarlandi L2 í aðalskipulagi og á svæðinu er vistgerð með háu verndargildi; snarrótarvist.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Emil kom aftur inn á fundinn kl. 15:00

6.Ósk um leyfi landeigenda til fornleifarannsókna við Upsir

Málsnúmer 202206056Vakta málsnúmer

Með tölvupósti, dagsettum 15. júní 2022, óskar Ramona Harrison fyrir hönd Fornleifastofnunar Íslands eftir leyfi landeiganda til þess að grafa eftir fornleifum í landi Upsa í sumar. Um er að ræða öskuhaug og verður grafið á einum stað.
Erindi samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Ósk um niðurfellingu á gjaldi vegna förgunar búpenings.

Málsnúmer 202205082Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir tölvupóstur, dagsettur 4. maí 2022, þar sem Kjartan Gústafsson óskar eftir því að förgunargjald fyrir nautgripi á Birnunesi verði fellt niður frá mánaðarmótunum febrúar - mars 2022, þar sem engir nautgripir séu lengur til staðar.
Umhverfisráð hafnar erindinu og bendir á að álagning förgunargjalds taki mið af ásetningsskýrslu hvers árs. Breytingar á gjöldum munu því taka gildi um næstu áramót.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

8.Beiðni um umsögn vegna landeldis Laxós á Árskógssandi

Málsnúmer 202205013Vakta málsnúmer

Á 372. fundi umhverfisráð, þann 6. maí 2022, var tekin fyrir beiðni Andra Snæs Þorsteinssonar fyrir hönd Matvælastofnunar um umsögn Dalvíkurbyggðar um rekstrarleyfi vegna landeldis Laxóss á Árskógssandi.
Umhverfisráð frestaði afgreiðslu og óskaði eftir frekari gögnum til að byggja umsögn á.
Fyrir fundinum lágu frekari gögn um fyrirhugaða starfsemi Laxóss.
Erindi frestað til næsta fundar.

9.Innköllun á lóð - Hringtún 24

Málsnúmer 202104023Vakta málsnúmer

Þann 8. apríl 2021 var samþykkt í umhverfisráði að úthluta Bjarna Th. Bjarnasyni lóðina að Hringtúni 24. Samkvæmt reglum Dalvíkurbyggðar um úthlutun lóða fellur lóðarúthlutun úr gildi ef byggingarnefndarteikningar hafa ekki borist innan sex mánaða frá úthlutun lóðar eða ef byggingarframkvæmdir hafa ekki hafist innan tólf mánaða frá útgáfu byggingarleyfis.
Lóðarhafa var gefinn kostur á að óska skriflega eftir framlengingu til að leggja fram bygginganefndarteikningar, en gerði það ekki.
Umhverfisráð felur skipulags- og tæknifulltrúa að bæta lóðinni að Hringtúni 24 inn á lista yfir lausar lóðir.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

10.Innköllun á lóð - Skógarhólar 8

Málsnúmer 202103173Vakta málsnúmer

Þann 8. apríl 2021 var samþykkt í umhverfisráði að úthluta EGOhús ehf. lóðina að Skógarhólum 8. Samkvæmt reglum Dalvíkurbyggðar um úthlutun lóða fellur lóðarúthlutun úr gildi ef byggingarnefndarteikningar hafa ekki borist innan sex mánaða frá úthlutun lóðar eða ef byggingarframkvæmdir hafa ekki hafist innan tólf mánaða frá útgáfu byggingarleyfis.
Lóðarhafa var gefinn kostur á að óska skriflega eftir framlengingu til að leggja fram bygginganefndarteikningar, en gerði það ekki.
Umhverfisráð felur skipulags- og tæknifulltrúa að bæta lóðinni að Skógarhólum 8 inn á lista yfir lausar lóðir.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

11.Innköllun á lóð - Hringtún 23

Málsnúmer 202103172Vakta málsnúmer

Þann 8. apríl 2021 var samþykkt í umhverfisráði að úthluta EGO hús ehf. lóðina að Hringtúni 23. Samkvæmt reglum Dalvíkurbyggðar um úthlutun lóða fellur lóðarúthlutun úr gildi ef byggingarnefndarteikningar hafa ekki borist innan sex mánaða frá úthlutun lóðar eða ef byggingarframkvæmdir hafa ekki hafist innan tólf mánaða frá útgáfu byggingarleyfis.
Lóðarhafa var gefinn kostur á að óska skriflega eftir framlengingu til að leggja fram bygginganefndarteikningar, en gerði það ekki.
Umhverfisráð felur skipulags- og tæknifulltrúa að bæta lóðinni að Hringtúni 23 inn á lista yfir lausar lóðir.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

12.Innskil á lóð - Skógarhólar 12

Málsnúmer 202110015Vakta málsnúmer

Með tölvupósti, dagsettum 1. júní 2022, skila þau Daria Szok og Guðni Berg Einarsson inn lóðinni að Skógarhólum 12.
Umhverfisráð felur Skipulags- og tæknifulltrúa að bæta lóðinni að Skógarhólum 12 inn á lista yfir lausar lóðir.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

13.Umsókn um lóð - Lyngholt 7

Málsnúmer 202206077Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá umsókn, dagsett 20. júní 2022, þar sem þau Svanhvít Íris McCue og Joseph Howard McCue óska eftir að fá úthlutaðri lóðinni að Lyngholti 7 á Hauganesi.
Umhverfisráð samþykkir umsóknina og felur skipulags- og tæknifulltrúa að úthluta lóðinni.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

14.Grenndarkynning v. byggingarleyfisumsóknar - Öldugata 2 Árskógssandi

Málsnúmer 202204033Vakta málsnúmer

Á 13. afgreiðslufundi Byggingafulltrúa Dalvíkurbyggðar þann 26. apríl 2022 var tekin fyrir umsókn EGO hús ehf. um byggingarleyfi að Öldugötu 2 á Árskógssandi. Óskað var eftir leyfi til þess að byggja þriggja íbúða raðhús á lóðinni.
Þar sem umrædd lóð er á ódeiliskipulögðu svæði var umsókninni vísað í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningin náði til eigenda eftirfarandi húseigna að: Ægisgötu 1, 3 og 5. Aðalbraut 2, 4, 6 og 8. Öldugötu 1, 3, 4, 5 og 7. Grenndarkynningargögn voru send út 27. apríl og var frestur til athugasemda til 25. maí 2022. Ein athugasemd barst sem snýst um hávaða og ónæði á byggingartíma.
Umhverfisráð leggur til að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi. Ráðið tekur ekki undir athugasemd um ónæði á byggingartíma enda mun byggingafulltrúi fylgja eftir ákvæðum byggingareglugerðar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

15.Deiliskipulag við Dalbæ og Karlsrauðatorg - Skipulagslýsing

Málsnúmer 202202043Vakta málsnúmer

Á 344. fundi sveitarstjórnar þann 26. apríl 2022 var staðfest afgreiðsla umhverfisráðs og fyrirliggjandi drög að skipulagslýsingu vegna deiliskipulags við Dalbæ og Karlsrauðatorg unnin af Form ráðgjöf.
Skipulagslýsingin var auglýst og kynnt skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur var til 31. maí 2022. Þrjár athugasemdir eða ábendingar bárust á auglýsingatíma.
Umhverfisráð leggur til að skipaður sé vinnuhópur með hagsmunaaðilum varðandi frekari þróun og forsendur um uppbyggingu innan skipulagssvæðisins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

16.Breyting á deiliskipulagi Lokastígsreits - Lokastígur 6

Málsnúmer 202110051Vakta málsnúmer

Á 342. fundi sveitarstjórnar, þann 23.11.2021, var staðfest afgreiðsla umhverfisráðs um að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Lokastígsreits skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin snýr að breytingu á byggingarreit, byggingarreit fyrir útigeymslur, hækkun á nýtingarhlutfalli lóðar og breytingu á skilmálum.
Breytingartillagan var auglýst frá 12. apríl 2022 til og með 24. maí 2022. Engin athugasemd barst á auglýsingatíma.
Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að annast gildistöku hennar í samræmi við 42. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

17.Breyting á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna deiliskipulags Hauganess

Málsnúmer 202111093Vakta málsnúmer

Á 343. fundi sveitarstjórnar, þann 22. mars 2022, var samþykkt að auglýsa tillögu umhverfisráðs að breytingu á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 fyrir Hauganes. Skipulagsbreytingin var auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umsagnar- og athugasemdafrestur var frá 22. apríl 2022 til og með 13. júní 2022.
Alls bárust 6 umsagnir og athugasemdir.
Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að breytingartillagan verði samþykkt og skipulags- og tæknifulltrúa falið að annast gildistöku hennar í samræmi við 2. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

18.Deiliskipulag Hauganesi

Málsnúmer 201901044Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju, að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að deiliskipulagi fyrir Hauganes.
Umsagnar- og athugasemdafrestur var frá 22. apríl 2022 til og með 13. júní 2022.
Alls bárust 12 umsagnir og athugasemdir.
Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt með minni háttar lagfæringum og skipulags- og tæknifulltrúa falið að annast gildistöku hennar í samræmi við 42. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

19.Breyting á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar vegna aðveitulagnar hitaveitu

Málsnúmer 202205152Vakta málsnúmer

Með tölvupósti, dagsettum 12. maí 2022, óskar Helgi Jóhannesson fyrir hönd Norðurorku eftir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar. Fyrir liggur að Norðurorka þarf að taka jarðhitasvæðið við Syðri-Haga í notkun og leggja aðveitulögn þaðan að dælustöð í Arnarholti. Einnig eru uppi hugmyndir um að tengja hitaveitu Norðurorku og Dalvíkur.
Óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi þannig að báðar tengingar komi þar inn. Lega lagnanna mun taka mið af legu fyrirhugaðs jarðstrengs Landsnets milli Rangárvalla og Dalvíkur sem er í hönnunarferli.
Umhverfisráð leggur til að farið verði í breytingu á aðalskipulagi þar sem gert er ráð fyrir þessum tengingum. Umhverfisráð telur mikilvægt að tengja framkvæmdina við stígagerð og lagningu jarðstrengs.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

20.Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar - ákvörðun um endurskoðun í upphafi kjörtímabils

Málsnúmer 202205193Vakta málsnúmer

Til umræðu endurskoðun á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, en vinna við endurskoðunina hefur verið í gangi frá árinu 2019.
Umhverfisráð leggur til að farið verði í gerð á nýju aðalskipulagi þar sem eldra var staðfest árið 2009 og miklar breytingar orðið í sveitarfélaginu og stefnu þess síðan þá. Einnig hafa verið gerðar breytingar á skipulagslögum, reglugerðum, lögum um mat á umhverfisáhrifum, lögum um menningarminjar og komið er nýtt svæðisskipulag og landsskipulag.
Gera skal kröfu um að skipulagið sé unnið stafrænt sbr. stefnu Skipulagsstofnunar og að skipulagsráðgjafi haldi íbúaþing, vinnuhópa og leggi upp með góðu samstarfi þar sem nýtt skipulag mun vera í gildi og leggja línurnar fyrir framtíð sveitarfélagsins.
Nýtt skipulag skal taka mið af því að Dalvíkurbyggð er á atvinnusóknarsvæði Eyjafjarðar og því þarf að gera ráð fyrir íbúaaukningu, stígaskipulagi, stefnu um atvinnuuppbyggingu, náttúruvernd, flokkun landbúnaðarlands og fleira.
Umhverfisráð leggur til að sviðsstjóri Framkvæmdasviðs óski eftir tilboðum frá skipulagsráðgjöfum í verkefnið.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

21.Verndarsvæði - endurmat í upphafi kjörtímabils 2022-2026

Málsnúmer 202205194Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn skal að loknum sveitarstjórnarkosningum endurmeta þau verndarsvæði sem fyrir eru í sveitarfélaginu með tilliti til þess hvort auka eigi við þau eða breyta mörkum þeirra að öðru leyti.
Á 346. fundi sveitarstjórnar, þann 8. júní 2022, var endurmati á verndarsvæðum í byggð vísað til umhverfisráðs til úrvinnslu.
Umhverfisráð vísar ákvörðunum um skilgreiningu á verndarsvæðum í byggð til vinnu við nýtt aðalskipulag.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Nefndarmenn
 • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
 • Anna Kristín Guðmundsdóttir formaður
 • Eiður Smári Árnason aðalmaður
 • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
 • Friðjón Árni Sigurvinsson varamaður
Starfsmenn
 • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi