Ósk um niðurfellingu á gjaldi vegna förgunar búpenings.

Málsnúmer 202205082

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð 2022 - 373. fundur - 22.06.2022

Tekinn fyrir tölvupóstur, dagsettur 4. maí 2022, þar sem Kjartan Gústafsson óskar eftir því að förgunargjald fyrir nautgripi á Birnunesi verði fellt niður frá mánaðarmótunum febrúar - mars 2022, þar sem engir nautgripir séu lengur til staðar.
Umhverfisráð hafnar erindinu og bendir á að álagning förgunargjalds taki mið af ásetningsskýrslu hvers árs. Breytingar á gjöldum munu því taka gildi um næstu áramót.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 347. fundur - 28.06.2022

Á 373. fundi umhverfisráðs þann 22. júní 2022, var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir tölvupóstur, dagsettur 4. maí 2022, þar sem Kjartan Gústafsson óskar eftir því að förgunargjald fyrir nautgripi á Birnunesi verði fellt niður frá mánaðarmótunum febrúar - mars 2022, þar sem engir nautgripir séu lengur til staðar. Umhverfisráð hafnar erindinu og bendir á að álagning förgunargjalds taki mið af ásetningsskýrslu hvers árs. Breytingar á gjöldum munu því taka gildi um næstu áramót. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.