Breyting á deiliskipulagi Lokastígsreits - Lokastígur 6

Málsnúmer 202110051

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 365. fundur - 05.11.2021

Tekin fyrir umsókn dagsett 5. október 2021 frá Hugrúnu Þorsteinsdóttur fyrir hönd Modulus eignarhaldsfélags ehf. um breytingu á deiliskipulagi Lokastígsreits. Deiliskipulagsbreytingin felst í auknu byggingamagni og stækkun og tilfærslu á byggingarreit á lóðinni við Lokastíg 6 á Dalvík.
Meðfylgjandi er afstöðumynd og uppdráttur af breytingunni auk skuggavarpsmynda.
Umhverfisráð samþykkir erindið og leggur til að breyting á deiliskipulagi Lokastígsreits verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 340. fundur - 23.11.2021

Á 365. fundi umhverfisráðs þann 05.11.2021 var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir umsókn dagsett 5. október 2021 frá Hugrúnu Þorsteinsdóttur fyrir hönd Modulus eignarhaldsfélags ehf. um breytingu á deiliskipulagi Lokastígsreits. Deiliskipulagsbreytingin felst í auknu byggingamagni og stækkun og tilfærslu á byggingarreit á lóðinni við Lokastíg 6 á Dalvík. Meðfylgjandi er afstöðumynd og uppdráttur af breytingunni auk skuggavarpsmynda.Umhverfisráð samþykkir erindið og leggur til að breyting á deiliskipulagi Lokastígsreits verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og breytingu á deiliskipulagi Lokastígsreits samkvæmt beiðni frá Modulus eignarhaldsfélagi ehf. Breytingin felst í auknu byggingamagni og stækkun og tilfærslu á byggingarreit á lóðinni við Lokastíg 6 á Dalvík.

Umhverfisráð - 367. fundur - 13.01.2022

Á fundi umhverfisráðs, þann 5. nóvember 2021, var tekin fyrir ósk Modulus eignarhaldsfélags ehf. um breytingu á deiliskipulagi Lokastígsreits. Umhverfisráð samþykkti erindið og lagði til að breyting á deiliskipulagi Lokastígsreits yrði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Með fundarboði fylgdu athugasemdir skipulagshöfundar deiliskipulags Lokastígsreits varðandi fyrirhugaðar breytingar á deiliskipulaginu og afgreiðslu umhverfisráðs á breytingartillögunni. Einnig liggja fyrir svör frá framkvæmdaaðila við umræddum athugasemdum.
Umhverfisráð stendur við fyrri bókun sína frá fundi sínum þann 5. nóvember sem var staðfest í sveitarstjórn þann 23. nóvember 2021 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa deiliskipulagsbreytinguna skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn - 342. fundur - 18.01.2022

Frá 367. fundi umhverfisráðs þann 13. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á fundi umhverfisráðs, þann 5. nóvember 2021, var tekin fyrir ósk Modulus eignarhaldsfélags ehf. um breytingu á deiliskipulagi Lokastígsreits. Umhverfisráð samþykkti erindið og lagði til að breyting á deiliskipulagi Lokastígsreits yrði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Með fundarboði fylgdu athugasemdir skipulagshöfundar deiliskipulags Lokastígsreits varðandi fyrirhugaðar breytingar á deiliskipulaginu og afgreiðslu umhverfisráðs á breytingartillögunni. Einnig liggja fyrir svör frá framkvæmdaaðila við umræddum athugasemdum. Umhverfisráð stendur við fyrri bókun sína frá fundi sínum þann 5. nóvember sem var staðfest í sveitarstjórn þann 23. nóvember 2021 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa deiliskipulagsbreytinguna skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og stendur við fyrri afgreiðslu sína frá fundi sveitarstjórnar þann 23.11.2021.

Umhverfisráð 2022 - 373. fundur - 22.06.2022

Á 342. fundi sveitarstjórnar, þann 23.11.2021, var staðfest afgreiðsla umhverfisráðs um að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Lokastígsreits skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin snýr að breytingu á byggingarreit, byggingarreit fyrir útigeymslur, hækkun á nýtingarhlutfalli lóðar og breytingu á skilmálum.
Breytingartillagan var auglýst frá 12. apríl 2022 til og með 24. maí 2022. Engin athugasemd barst á auglýsingatíma.
Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að annast gildistöku hennar í samræmi við 42. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 347. fundur - 28.06.2022

Á 373. fundi umhverfisráðs þann 22. júní 2022 var eftirfarandi bókað:
"Á 342. fundi sveitarstjórnar, þann 23.11.2021, var staðfest afgreiðsla umhverfisráðs um að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Lokastígsreits skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin snýr að breytingu á byggingarreit, byggingarreit fyrir útigeymslur, hækkun á nýtingarhlutfalli lóðar og breytingu á skilmálum. Breytingartillagan var auglýst frá 12. apríl 2022 til og með 24. maí 2022. Engin athugasemd barst á auglýsingatíma. Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að annast gildistöku hennar í samræmi við 42. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Lokastígsreits og samþykkir að skipulagsfulltrúi annist gildistöku hennar í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.