Beiðni um umsögn vegna landeldis Laxós á Árskógssandi

Málsnúmer 202205013

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 372. fundur - 06.05.2022

Með bréfi, dagsettu 28. apríl 2022, óskar Andri Snær Þorsteinsson fyrir hönd Matvælastofnunar eftir umsögn Dalvíkurbyggðar um rekstrarleyfi vegna landeldis á Árskógssandi. Sótt er um eldi fyrir 400 tonna hámarkslífmassa í seiðaeldi á laxi og mun frárennsli stöðvarinnar vera út í Eyjafjörð eftir síun. Framkvæmdin er ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Í samræmi við 7. gr. laga nr. 71/2008 um fiskeldi óskar Matvælastofnun eftir umsögn sveitarfélagsins Dalvíkurbyggð vegna fyrirhugaðrar leyfisveitingar um það hvort náttúrulegar aðstæður á fyrirhuguðu starfssvæði fiskeldisstöðvarinnar eða fyrirhugaðar eldistegundir, eldisstofnar eða eldisaðferðir gefi tilefni til neikvæðra vistfræði- eða erfðafræðiáhrifa sem leitt getur af leyfisskyldri starfsemi.

Athuga ber að aðeins er sótt um rekstrarleyfi fyrir áfanga 1 í tilkynningu framkvæmdaraðila sem barst Skipulagsstofnun.
Umsögn óskast send Matvælastofnun fyrir 26. maí 2022.
Umhverfisráð telur sig ekki geta gefið umsögn byggða á þeim gögnum sem liggja fyrir. Óskað er eftir fresti á skilum umsagnar ásamt frekari gögnum.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Umhverfisráð 2022 - 373. fundur - 22.06.2022

Á 372. fundi umhverfisráð, þann 6. maí 2022, var tekin fyrir beiðni Andra Snæs Þorsteinssonar fyrir hönd Matvælastofnunar um umsögn Dalvíkurbyggðar um rekstrarleyfi vegna landeldis Laxóss á Árskógssandi.
Umhverfisráð frestaði afgreiðslu og óskaði eftir frekari gögnum til að byggja umsögn á.
Fyrir fundinum lágu frekari gögn um fyrirhugaða starfsemi Laxóss.
Erindi frestað til næsta fundar.