Umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar á lögbýlinu Syðra-Holti

Málsnúmer 202203097

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 371. fundur - 08.04.2022

Fyrir fundinum lá umsókn frá Eiríki Knúti Gunnarssyni, dagsett 18. mars 2022, um framkvæmdaleyfi til skógræktar á lögbýlinu Syðra-Holti í Svarfaðardal. Fyrirhugað skógræktarsvæði er 36 hektarar og skiptist upp í þrjú svæði.
Hluti svæðisins sem um er rætt er innan skilgreinds landbúnaðarlands í gildandi aðalskipulagi og því vísar umhverfisráð erindinu til umsagnar í landbúnaðarráði. Þar sem endurskoðun aðalskipulags og frekari flokkun landbúnaðarlands er í vinnslu óskar umhverfisráð einnig eftir því að leitað verði álits ráðgjafa sem eru að vinna að flokkuninni.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Landbúnaðarráð - 145. fundur - 04.05.2022

Fyrir fundinum lá umsókn frá Eiríki Knúti Gunnarssyni, dagsett 18. mars 2022, um framkvæmdaleyfi til skógræktar á lögbýlinu Syðra-Holti í Svarfaðardal. Fyrirhugað skógræktarsvæði er 36 hektarar og skiptist upp í þrjú svæði.
Umhverfisráð vísaði erindinu til landbúnaðarráðs til umsagnar þar sem hluti svæðisins sem um er rætt er innan skilgreinds landbúnaðarlands í gildandi aðalskipulagi.
Landbúnaðarráð gerir engar athugasemdir við skógrækt á svæðinu sem afmarkast af hnitum 5 til 13. Skoða þarf vel svæðið milli hnita 4 og 5 m.t.t. snjósöfnunar við veg og vegna þess að um er að ræða ræktað land. Landbúnaðarráð leggst gegn því að skógrækt verði leyfð á svæði sem afmarkast af hnitum 1-3 neðan við veg af sömu ástæðum og telur að mikil hætta geti skapast vegna snjósöfnunar.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Umhverfisráð - 372. fundur - 06.05.2022

Fyrir fundinum lá aftur umsókn Eiríks Gunnarssonar um framkvæmdaleyfi til skógræktar í Syðra-Holti en henni hafði verið vísað til landbúnaðarráðs til umsagnar.
Í umsögn landbúnaðarráðs segir:
Landbúnaðarráð gerir engar athugasemdir við skógrækt á svæðinu sem afmarkast af hnitum 5 til 13. Skoða þarf vel svæðið milli hnita 4 og 5 m.t.t. snjósöfnunar við veg og vegna þess að um er að ræða ræktað land. Landbúnaðarráð leggst gegn því að skógrækt verði leyfð á svæði sem afmarkast af hnitum 1-3 neðan við veg af sömu ástæðum og telur að mikil hætta geti skapast vegna snjósöfnunar.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Umhverfisráð tekur undir umsögn landbúnaðarráðs og veitir framkvæmdaleyfi til skógræktar á milli hnitpunkta 4-13 en ekki milli hnitpunkta 1-3 á uppdrætti sem er svæðið fyrir neðan veg.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 345. fundur - 10.05.2022

Á 372. fundi umhverfisráðs þann 6. maí 2022 var eftirfarandi bókað:
"Fyrir fundinum lá aftur umsókn Eiríks Gunnarssonar um framkvæmdaleyfi til skógræktar í Syðra-Holti en henni hafði verið vísað til landbúnaðarráðs til umsagnar. Í umsögn landbúnaðarráðs segir: Landbúnaðarráð gerir engar athugasemdir við skógrækt á svæðinu sem afmarkast af hnitum 5 til 13. Skoða þarf vel svæðið milli hnita 4 og 5 m.t.t. snjósöfnunar við veg og vegna þess að um er að ræða ræktað land. Landbúnaðarráð leggst gegn því að skógrækt verði leyfð á svæði sem afmarkast af hnitum 1-3 neðan við veg af sömu ástæðum og telur að mikil hætta geti skapast vegna snjósöfnunar. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum. Umhverfisráð tekur undir umsögn landbúnaðarráðs og veitir framkvæmdaleyfi til skógræktar á milli hnitpunkta 4-13 en ekki milli hnitpunkta 1-3 á uppdrætti sem er svæðið fyrir neðan veg. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og framkvæmdarleyfi til skógræktar á milli hnitpunkta 4-13 á uppdrætti, en ekki milli hnitpunkta 1-3 á uppdrætti.

Umhverfisráð 2022 - 373. fundur - 22.06.2022

Fyrir fundinum lá aftur umsókn Eiríks Gunnarssonar um framkvæmdaleyfi til skógræktar í Syðra-Holti en bæði umhverfisráð og landbúnaðarráð höfðu áður veitt framkvæmdaleyfi til skógræktar á milli hnitpunkta 4-13 en ekki milli hnitpunkta 1-3 á uppdrætti sem er svæðið fyrir neðan veg.
Fyrir lá ósk Eiríks um frekari rökstuðning fyrir höfnun ráðsins á framkvæmdaleyfi til skógræktar neðan við veg.
Umhverfisráð staðfestir fyrri bókun ráðsins og leggur áherslu á sjónarmið um snjósöfnun og umferðaröryggi. Jafnframt er svæðið á landbúnaðarlandi L2 í aðalskipulagi og á svæðinu er vistgerð með háu verndargildi; snarrótarvist.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 347. fundur - 28.06.2022

Á 373. fundi umhverfisráðs þann 22. júní 2022 var eftirfarandi bókað:
"Fyrir fundinum lá aftur umsókn Eiríks Gunnarssonar um framkvæmdaleyfi til skógræktar í Syðra-Holti en bæði umhverfisráð og landbúnaðarráð höfðu áður veitt framkvæmdaleyfi til skógræktar á milli hnitpunkta 4-13 en ekki milli hnitpunkta 1-3 á uppdrætti sem er svæðið fyrir neðan veg. Fyrir lá ósk Eiríks um frekari rökstuðning fyrir höfnun ráðsins á framkvæmdaleyfi til skógræktar neðan við veg. Umhverfisráð staðfestir fyrri bókun ráðsins og leggur áherslu á sjónarmið um snjósöfnun og umferðaröryggi. Jafnframt er svæðið á landbúnaðarlandi L2 í aðalskipulagi og á svæðinu er vistgerð með háu verndargildi; snarrótarvist. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.