Umsókn um leiguland á Böggvisstöðum

Málsnúmer 202205196

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð 2022 - 373. fundur - 22.06.2022

Með tölvupósti, dagsettum 14. október 2021, óskar Freydís Dana Sigurðardóttir eftir að fá á leigu túnspildu á Böggvisstöðum og koma þeim í rækt.
Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir umrædda spildu.
Umhverfisráð hafnar erindinu á grundvelli þess að fyrir liggur samkomulag við Hestamannafélagið Hring um nýtingu umræddrar spildu. Ráðið felur starfsmönnum Framkvæmdadeildar að skoða aðra möguleika með umsækjanda.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

Sveitarstjórn - 347. fundur - 28.06.2022

Á 373. fundi umhverfisráðs þann 22. júní 2022 var eftirfarandi bókað:
"Með tölvupósti, dagsettum 14. október 2021, óskar Freydís Dana Sigurðardóttir eftir að fá á leigu túnspildu á Böggvisstöðum og koma þeim í rækt. Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir umrædda spildu. Umhverfisráð hafnar erindinu á grundvelli þess að fyrir liggur samkomulag við Hestamannafélagið Hring um nýtingu umræddrar spildu. Ráðið felur starfsmönnum Framkvæmdadeildar að skoða aðra möguleika með umsækjanda. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum "
Til máls tók:
Lilja Guðnadóttir, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 17:53.

Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, starfandi sveitarstjóri.
Freyr Antonsson, sem leggur til að vísa þessum lið aftur til umhverfisráðs til frekari umfjöllunar og taka verklagsreglur um leigulönd til endurskoðunar.
Katrín Sigurjónsdóttir.
Helgi Einarsson.
Haukur Arnar Gunnarsson.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum að hafna afgreiðslu umhverfisráðs á þessum lið og vísar honum aftur til umfjöllunar ráðins með tilmælum um að umhverfisráð kanni fyrirkomulag útleigu á þessu landi, Lija Guðnadóttir tekur ekki þátt í umfjöllun og atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

Umhverfisráð 2022 - 374. fundur - 08.08.2022

Á fundi sveitarstjórnar 28. júní 2022 var afgreiðslu málsins hafnað og vísað aftur til umhverfisráðs með tilmælum um að taka verklagsreglur um leigulönd til endurskoðunar.
Umhverfisráð felur Framkvæmdasviði að endurskoða verklagsreglur um leigulönd og leggja fram til umhverfisráðs.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 1. fundur - 30.09.2022

Snæbjörn Sigurðarson vék af fundi kl 10:00
Á 347. fundi Sveitarstjórnar var samþykkt samhljóða með 6 atkvæðum að hafna afgreiðslu umhverfisráðs á þessum lið og vísað honum aftur til umfjöllunar ráðins með tilmælum um að umhverfisráð kanni fyrirkomulag útleigu á þessu landi.
Umhverfis- og dreifbýlisráð vísar til að afgreiðsla á 373. fundi Umhverfisráðs standi þar sem erindinu er hafnað á grundvelli þess að fyrir liggur samkomulag við hestamannafélagið Hrings um nýtingu umræddrar spildu og að ráðið feli Framkvæmdasviði að skoða aðra möguleika með umsækjanda.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.