Ósk um leyfi landeigenda til fornleifarannsókna við Upsir

Málsnúmer 202206056

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð 2022 - 373. fundur - 22.06.2022

Emil kom aftur inn á fundinn kl. 15:00
Með tölvupósti, dagsettum 15. júní 2022, óskar Ramona Harrison fyrir hönd Fornleifastofnunar Íslands eftir leyfi landeiganda til þess að grafa eftir fornleifum í landi Upsa í sumar. Um er að ræða öskuhaug og verður grafið á einum stað.
Erindi samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 347. fundur - 28.06.2022

Lilja Guðnadóttir kom inn á fundinn að nýju kl. 18:05.

Á 373. fundi umhverfisráðs þann 22. júní 2022 var eftirfarandi bókað:
"Með tölvupósti, dagsettum 15. júní 2022, óskar Ramona Harrison fyrir hönd Fornleifastofnunar Íslands eftir leyfi landeiganda til þess að grafa eftir fornleifum í landi Upsa í sumar. Um er að ræða öskuhaug og verður grafið á einum stað. Erindi samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.