Breyting á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna deiliskipulags Hauganess

Málsnúmer 202111093

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 366. fundur - 03.12.2021

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem landnotkun og stærð þéttbýlissvæðis við Hauganes er breytt til samræmis við deiliskipulagstillögu fyrir Hauganes.
Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreyting þessi verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 341. fundur - 14.12.2021

Á 366. fundi umhverfisráðs þann 03.12.2021 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem landnotkun og stærð þéttbýlissvæðis við Hauganes er breytt til samræmis við deiliskipulagstillögu fyrir Hauganes. Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreyting þessi verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda bókun umhverfisráðs og tillögu að breytingu á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem landnotkun og stærð þéttbýlissvæðis við Hauganes er breytt til samræmis við deiliskipulagstillögu fyrir Hauganes. Sveitarstjórn samþykkkir jafnframt að aðalskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Veitu- og hafnaráð - 111. fundur - 14.01.2022

Helga Íris Ingólfsdóttir, skipulags- og tæknifulltrúi kom inn á fundinn kl. 08:48.

Óskað er eftir áliti Veitu- og hafnaráðs á stækkun hafnasvæðisins á Hauganesi. Hafnarsvæði stækkar bæði til norðausturs og suðvesturs.
Lóð á Aðalbraut 2 var á hafnarsvæði en er nú merkt athafna og þjónustulóð.

Helga Íris vék af fundi kl. 08:56.
Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugsemdir við framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hauganess.
Kristján Hjartarson kom inn á fundinn kl. 09:08.
Rúnar Helgi Óskarsson vék af fundi kl. 09:08.

Umhverfisráð - 369. fundur - 04.03.2022

Lögð fram endurnýjuð tillaga að aðalskipulagsbreytingu á Hauganesi, en Skipulagsstofnun gerði athugasemdir við framsetningu og málsmeðferð við auglýsingu fyrri tillögu.
Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreyting þessi verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 343. fundur - 22.03.2022

Á 369. fundi umhverfisráðs þann 4. mars 2022 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram endurnýjuð tillaga að aðalskipulagsbreytingu á Hauganesi, en Skipulagsstofnun gerði athugasemdir við framsetningu og málsmeðferð við auglýsingu fyrri tillögu. Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreyting þessi verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tóku:
Jón Ingi Sveinsson.
Katrín Sigurjónsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og að aðalskipulagsbreyting þessi vegna deiliskipulags Hauganess verði auglýst samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Umhverfisráð 2022 - 373. fundur - 22.06.2022

Á 343. fundi sveitarstjórnar, þann 22. mars 2022, var samþykkt að auglýsa tillögu umhverfisráðs að breytingu á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 fyrir Hauganes. Skipulagsbreytingin var auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umsagnar- og athugasemdafrestur var frá 22. apríl 2022 til og með 13. júní 2022.
Alls bárust 6 umsagnir og athugasemdir.
Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að breytingartillagan verði samþykkt og skipulags- og tæknifulltrúa falið að annast gildistöku hennar í samræmi við 2. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 347. fundur - 28.06.2022

Á 373. fundi umhverfisráðs þann 22. júní 2022 var eftirfarandi bókað:
"Á 343. fundi sveitarstjórnar, þann 22. mars 2022, var samþykkt að auglýsa tillögu umhverfisráðs að breytingu á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 fyrir Hauganes. Skipulagsbreytingin var auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnar- og athugasemdafrestur var frá 22. apríl 2022 til og með 13. júní 2022. Alls bárust 6 umsagnir og athugasemdir. Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að breytingartillagan verði samþykkt og skipulags- og tæknifulltrúa falið að annast gildistöku hennar í samræmi við 2. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Forseti losaði um fundarsköp þannig að fundarmenn gætu kynnt sér uppfærð gögn.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu forseta að vísa þessum lið til umfjöllunar og fullnaðarafgreiðslu í byggðaráði 07.07.22 þar sem endanleg gögn og útfærsla bárust ekki fyrir fund sveitarstjórnar.

Byggðaráð - 1031. fundur - 06.07.2022

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs og Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, kl. 13:15.

Á 347. fundi sveitarstjórnar þann 28. júní sl. var eftirfarandi bókað:

"Á 373. fundi umhverfisráðs þann 22. júní 2022 var eftirfarandi bókað: "Á 343. fundi sveitarstjórnar, þann 22. mars 2022, var samþykkt að auglýsa tillögu umhverfisráðs að breytingu á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 fyrir Hauganes. Skipulagsbreytingin var auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnar- og athugasemdafrestur var frá 22. apríl 2022 til og með 13. júní 2022. Alls bárust 6 umsagnir og athugasemdir. Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að breytingartillagan verði samþykkt og skipulags- og tæknifulltrúa falið að annast gildistöku hennar í samræmi við 2. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. Forseti losaði um fundarsköp þannig að fundarmenn gætu kynnt sér uppfærð gögn. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu forseta að vísa þessum lið til umfjöllunar og fullnaðarafgreiðslu í byggðaráði 07.07.22 þar sem endanleg gögn og útfærsla bárust ekki fyrir fund sveitarstjórnar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu endanleg og uppfærð gögn.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og samþykkir fyrirliggjandi breytingartillögu á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 fyrir Hauganes. Skipulags- og tæknifulltrúa er falið að annast gildistöku hennar í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 4. fundur - 02.11.2022

Farið yfir stöðu á aðalskipulagsbreytingu vegna deiliskipulags á Hauganesi.
Breyting á aðalskipulagi og deiliskipulag eru í staðfestingarferli hjá Skipulagsstofnun. Stefnt er að gildistöku fyrir árslok.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hafin verði hugmyndavinna um nöfn á nýjar götur.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.