Innskil á lóð - Skógarhólar 12

Málsnúmer 202110015

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 365. fundur - 05.11.2021

Með umsókn dagsettri 10. október 2021 sækja þau Guðni Berg Einarsson og Daria Szok um lóðina við Skógarhóla 12 á Dalvík.
Erindi samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 340. fundur - 23.11.2021

Á 365. fundi umhverfisráðs þann 05.11.2021 var eftirfarandi bókað:
"Með umsókn dagsettri 10. október 2021 sækja þau Guðni Berg Einarsson og Daria Szok um lóðina við Skógarhóla 12 á Dalvík. Erindi samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á lóðinni við Skógarhóla 12 á Dalvík.

Umhverfisráð 2022 - 373. fundur - 22.06.2022

Með tölvupósti, dagsettum 1. júní 2022, skila þau Daria Szok og Guðni Berg Einarsson inn lóðinni að Skógarhólum 12.
Umhverfisráð felur Skipulags- og tæknifulltrúa að bæta lóðinni að Skógarhólum 12 inn á lista yfir lausar lóðir.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 347. fundur - 28.06.2022

Á 373. fundi umhverfisráðs þann 22. júní 2022 var eftirfarandi bókað:
"Með tölvupósti, dagsettum 1. júní 2022, skila þau Daria Szok og Guðni Berg Einarsson inn lóðinni að Skógarhólum 12. Umhverfisráð felur Skipulags- og tæknifulltrúa að bæta lóðinni að Skógarhólum 12 inn á lista yfir lausar lóðir. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.