Jón Ingi Sveinsson kom á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 17:15.
Á 371. fundi umhverfisráðs þann 8. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram drög að skipulagslýsingu vegna deiliskipulags við Dalbæ, Kirkjuveg og Karlsrauðatorg á Dalvík og breytingar á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 unnin af Form ráðgjöf og Teiknistofu Arkitekta. Umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi drög að skipulagslýsingu með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst skv. 40. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."