Deiliskipulag við Dalbæ og Karlsrauðatorg - Skipulagslýsing

Málsnúmer 202202043

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 368. fundur - 10.02.2022

Ágúst Hafsteinsson arkitekt hjá Form ráðgjöf og Árni Ólafsson hjá Teiknistofu arkitekta komu inn á fundinn í fjarfundi kl. 09:20.

Á 343. fundi umhverfisráðs þann 6. nóvember 2020 var eftirfarandi bókað: "Til kynningar niðurstaða könnunar á húsnæðisþörf 55 ára og eldri í Dalvíkurbyggð. Með tilliti til niðurstöðu könnunarinnar leggur umhverfisráð til að gildandi deiliskipulag við Kirkjuveg verði endurskoðað og útvíkkað. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum." Þetta var samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum á 329. fundi sveitarstjórnar þann 24. nóvember 2020.

Á fundinum voru kynntar þrjár tillögur frá Ágústi Hafsteinssyni um nýtt deiliskipulag við Dalbæ og Karlsrauðatorg.

Ágúst og Árni viku af fundi 09:35.
Umhverfisráð óskar eftir frekari útfærslum á hugmyndum 1 og 1x með þrívíddarafstöðumyndum og skuggavarpi.

Umhverfisráð - 370. fundur - 17.03.2022

Lagðar fram skipulagshugmyndir fyrir deiliskipulag við Dalbæ og Karlsrauðatorg unnar af Ágústi Hafsteinssyni.

Ágúst vék af fundi kl. 10:04.
Umhverfisráð leggur til að unnin verði skipulagslýsing fyrir deiliskipulag svæðisins og það útvíkkað þannig að það taki einnig til lóðar Krílakots og Staðarhóls.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 343. fundur - 22.03.2022

Á 370. fundi umhverfisráðs þann 17. mars 2022 var eftirfarandi bókað:
"Lagðar fram skipulagshugmyndir fyrir deiliskipulag við Dalbæ og Karlsrauðatorg unnar af Ágústi Hafsteinssyni. Ágúst vék af fundi kl. 10:04. Umhverfisráð leggur til að unnin verði skipulagslýsing fyrir deiliskipulag svæðisins og það útvíkkað þannig að það taki einnig til lóðar Krílakots og Staðarhóls. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu umhverfisráðs um að unnin verði skipulagslýsing fyrir deiliskipulag svæðisins við Dalbæ og Karlsrauðatorg og það útvíkkað þannig að það taki einnig til lóðar Krílakots og Staðarhóls.

Umhverfisráð - 371. fundur - 08.04.2022

Lögð fram drög að skipulagslýsingu vegna deiliskipulags við Dalbæ, Kirkjuveg og Karlsrauðatorg á Dalvík og breytingar á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 unnin af Form ráðgjöf og Teiknistofu Arkitekta.
Umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi drög að skipulagslýsingu með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst skv. 40. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Sveitarstjórn - 344. fundur - 26.04.2022

Jón Ingi Sveinsson kom á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 17:15.
Á 371. fundi umhverfisráðs þann 8. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram drög að skipulagslýsingu vegna deiliskipulags við Dalbæ, Kirkjuveg og Karlsrauðatorg á Dalvík og breytingar á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 unnin af Form ráðgjöf og Teiknistofu Arkitekta. Umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi drög að skipulagslýsingu með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst skv. 40. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og fyrirliggjandi drög að skipulagslýsingu. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að skipulagslýsingin verði auglýst skv. 40. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Umhverfisráð 2022 - 373. fundur - 22.06.2022

Á 344. fundi sveitarstjórnar þann 26. apríl 2022 var staðfest afgreiðsla umhverfisráðs og fyrirliggjandi drög að skipulagslýsingu vegna deiliskipulags við Dalbæ og Karlsrauðatorg unnin af Form ráðgjöf.
Skipulagslýsingin var auglýst og kynnt skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur var til 31. maí 2022. Þrjár athugasemdir eða ábendingar bárust á auglýsingatíma.
Umhverfisráð leggur til að skipaður sé vinnuhópur með hagsmunaaðilum varðandi frekari þróun og forsendur um uppbyggingu innan skipulagssvæðisins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 347. fundur - 28.06.2022

Á 373. fundi umhverfisráðs þann 22. júní 2022 var eftirfarandi bókað:
"Á 344. fundi sveitarstjórnar þann 26. apríl 2022 var staðfest afgreiðsla umhverfisráðs og fyrirliggjandi drög að skipulagslýsingu vegna deiliskipulags við Dalbæ og Karlsrauðatorg unnin af Form ráðgjöf. Skipulagslýsingin var auglýst og kynnt skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur var til 31. maí 2022. Þrjár athugasemdir eða ábendingar bárust á auglýsingatíma. Umhverfisráð leggur til að skipaður sé vinnuhópur með hagsmunaaðilum varðandi frekari þróun og forsendur um uppbyggingu innan skipulagssvæðisins. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Til máls tók forseti sem leggur til eftirfarandi breytingartillögu vegna tillögu um að skipaður sé vinnuhópur;
"Sveitarstjórn samþykkir að boða til opins samráðsfundar með hagsmunaaðilum og íbúum um deiliskipulag við Dalbæ og Karlsrauðatorg og hafnar tillögu um að skipaður sé vinnuhópur."

Einnig tóku til máls:
Katrín Sigurjónsdóttir.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta.

Skipulagsráð - 4. fundur - 02.11.2022

Farið yfir stöðu deililskipulags við Dalbæ og Karlsrauðatorg.
Skipulagráð leggur til að skipulagsráðgjafi kynni skipulagsdrög á næsta fundi ráðsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 5. fundur - 14.12.2022

Ágúst Hafsteinsson hjá Form ráðgjöf kom inn undir lið 2 kl.15:00.
Ágúst Hafsteinsson hjá Form ráðgjöf kynnir stöðu á deiliskipulagsvinnu við Dalbæ og Karlrauðatorg.
Skipulagsráð leggur til að ráðið vinni að forsendum fyrir áframhaldandi skipulagsvinnu fyrir deiliskipulag við Dalbæ og Karlsrauðatorg.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Ágúst Hafsteinsson hjá Form ráðgjöf vék af fundi kl.15:30.

Skipulagsráð - 6. fundur - 11.01.2023

Tekið fyrir deiliskipulag við Dalbæ og Karlsrauðatorg.
Lagt fram til kynningar. Skipulagsráð mun halda áfram vinnu við gerð minnisblaðs fyrir skipulagsráðgjafa með forsendum fyrir áframhaldandi skipulagsvinnu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 7. fundur - 08.02.2023

Á 6. fundi skipulagsráðs var eftirfarandi bókað:
"Lagt fram til kynningar. Skipulagsráð mun halda áfram vinnu við gerð minnisblaðs fyrir skipulagsráðgjafa með forsendum fyrir áframhaldandi skipulagsvinnu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Skipulagsráð felur formanni ráðsins að vinna minnisblað með hugmyndum að deiliskipulagi við Dalbæ og Karlsrauðatorg sem fram komu á fundinum og senda til skipulagsráðgjafa.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 11. fundur - 23.06.2023

Lagðar voru fram tillögur Ágústar Hafsteinssonar arkitekts hjá Form ráðgjöf að nýju deiliskipulagi miðsvæðis Dalvíkur. Tillögurnar voru unnar á grundvelli minnisblaðs frá skipulagsráði dags. 13. febrúar 2023.


Skipulagsráð leggur til við byggðaráð að vinnslutillaga verði lögð fyrir á september fundi ráðsins sem í framhaldi yrði kynnt á íbúafundi. Skipulagsráð leggur til nafnabreytingu á verkefninu og hér eftir heiti það deiliskipulag miðsvæðis Dalvíkur.

Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Skipulagsráð - 12. fundur - 13.09.2023

Á 1072.fundi byggðaráðs þann 29.júní sl. voru lagðar fram tillögur Ágústar Hafsteinssonar arkitekts hjá Form ráðgjöf að nýju deiliskipulagi miðsvæðis Dalvíkur. Tillögurnar voru unnar á grundvelli minnisblaðs frá skipulagsráði dags. 13. febrúar 2023. Eftirfarandi var bókað: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs um að vinnslutillaga að nýju deiliskpulagi miðsvæðis Dalvíkur verði tekin fyrir á fundi ráðsins í september og tillagan verður þá kynnt á íbúafundi í framhaldinu. Byggðaráð samþykkir jafnfram samhljóða að verkefni fái heitið "Deiliskipulag miðsvæðis Dalvíkur".
Skipulagsráð felur skipulagsráðgjafa að leggja fram drög að tillögu, skipulagsuppdrátt og greinargerð á októberfundi ráðsins.
Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.
Ágúst Hafsteinsson skipulagsráðgjafi vék af fundi kl. 16:30

Skipulagsráð - 15. fundur - 13.12.2023

Lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi íbúðar-, verslunar- og þjónustusvæðis í miðbæ Dalvíkur, unnin af Form ráðgjöf ehf.

Meðfylgjandi eru greinargerð og kynningargögn.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram með skipulagshönnuði í samræmi við umræður á fundinum.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 16. fundur - 10.01.2024

Ágúst Hafsteinsson hjá form ráðgjöf ehf. fór yfir tillögu að nýu deiliskipulagi íbúðar-, verslunar- og þjónustusvæðis í miðbæ Dalvíkur í kjölfar ábendinga frá fundi skipulagsráðs þann 13. desember 2023.
Ágúst sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna með skipulagshönnuði að tillögu á vinnslustigi og leggja fyrir næsta fund ráðsins.
Þá leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 í samræmi við tillöguna.

Sveitarstjórn - 365. fundur - 23.01.2024

Á 16. fundi skipulagsráðs þann 10. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Ágúst Hafsteinsson hjá form ráðgjöf ehf. fór yfir tillögu að nýu deiliskipulagi íbúðar-, verslunar- og þjónustusvæðis í miðbæ Dalvíkur í kjölfar ábendinga frá fundi skipulagsráðs þann 13. desember 2023. Ágúst sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Niðurstaða:Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna með skipulagshönnuði að tillögu á vinnslustigi og leggja fyrir næsta fund ráðsins. Þá leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 í samræmi við tillöguna."
Til máls tók:

Freyr Antonsson sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn felur skipulagsráði að vinna vinnslutillögu á næsta fundi sínum sem kynnt verði íbúum Dalvíkurbyggðar í febrúar."

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 í samræmi við tillöguna.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar um að fela skipulagsráði að vinna vinnslutillögu á næsta fundi sínum sem verði kynnt íbúum Dalvíkurbyggðar í febrúar.

Skipulagsráð - 17. fundur - 14.02.2024

Lögð fram tillaga á vinnslustigi að deiliskipulagi fyrir miðsvæði Dalvíkur, unnin af Form ráðgjöf ehf.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 10. janúar sl.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna að framhaldi málsins í samvinnu við skipulagsráðgjafa.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Skipulagsráð - 18. fundur - 13.03.2024

Á fundi skipulagsráðs þann 14. febrúar sl. var ákveðið að breyta forsendum fyrir vinnu við nýtt deiliskipulag fyrir miðsvæði Dalvíkur. Deiliskipulagsvinnu við miðsvæði verður frestað og í stað þess verður lögð áhersla á að ljúka deiliskipulagsvinnu fyrir íbúðarlóðir í nágrenni við Dalbæ.
Í samræmi við það eru nú lögð fram drög að tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Kirkjuveg, unnin af Form ráðgjöf ehf.
Tillagan gerir ráð fyrir stækkun skipulagssvæðisins til vesturs að Karlsrauðatorgi, breytingum á afmörkun lóða og vegtengingum auk þess sem skilgreindar verða þrjár nýjar lóðir fyrir parhús, raðhús og fjölbýlishús fyrir íbúa 60 ára og eldri.

Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Kirkjuveg og að tillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 367. fundur - 19.03.2024

Á 18. fundi skipulagsráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Á fundi skipulagsráðs þann 14. febrúar sl. var ákveðið að breyta forsendum fyrir vinnu við nýtt deiliskipulag fyrir miðsvæði Dalvíkur. Deiliskipulagsvinnu við miðsvæði verður frestað og í stað þess verður lögð áhersla á að ljúka deiliskipulagsvinnu fyrir íbúðarlóðir í nágrenni við Dalbæ. Í samræmi við það eru nú lögð fram drög að tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Kirkjuveg, unnin af Form ráðgjöf ehf. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun skipulagssvæðisins til vesturs að Karlsrauðatorgi, breytingum á afmörkun lóða og vegtengingum auk þess sem skilgreindar verða þrjár nýjar lóðir fyrir parhús, raðhús og fjölbýlishús fyrir íbúa 60 ára og eldri. Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Kirkjuveg og að tillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Kirkjuveg og að tillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.