Umsókn um leiguland til slægna og beitar úr landi Selár

Málsnúmer 202205154

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð 2022 - 373. fundur - 22.06.2022

Emil Júlíus Einarsson vék af fundinum undir þessum lið vegna vanhæfis.
Með erindi, dagsettu 5. janúar 2022, óska þau Guðmundur Geir Jónsson og Freydís Inga Bóasdóttir eftir að fá á leigu allt það leiguland í landi Selár sem verður falt frá árinu 2022.
Umhverfisráð samþykkir erindið með fyrirvara um uppbyggingu í tengslum við deiliskipulag Hauganess.
Starfsmönnum Framkvæmdasviðs er falið að yfirfara leigusamninga fyrir ræktunarland og skilmála um frágang að leigu lokinni.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Sveitarstjórn - 347. fundur - 28.06.2022

Á 373. fundi umhverfisráðs þann 22. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Með erindi, dagsettu 5. janúar 2022, óska þau Guðmundur Geir Jónsson og Freydís Inga Bóasdóttir eftir að fá á leigu allt það leiguland í landi Selár sem verður falt frá árinu 2022. Umhverfisráð samþykkir erindið með fyrirvara um uppbyggingu í tengslum við deiliskipulag Hauganess. Starfsmönnum Framkvæmdasviðs er falið að yfirfara leigusamninga fyrir ræktunarland og skilmála um frágang að leigu lokinni. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Til máls tóku:
Freyr Antonsson.
Helgi Einarsson.
Katrín Sigurjónsdóttir.
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, starfandi sveitarstjóri.
Gunnar Kristinn Guðmundsson.
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að hafna afgreiðslu umhverfisráðs þar sem samningur er í gildi um þetta land. Sveitarstjórn felur umhverfisráði að taka til umfjöllunar fyrirkomulag útleigu og ráðstöfun á landi í eigu sveitarfélagsins til slægna og beitar.

Umhverfisráð 2022 - 374. fundur - 08.08.2022

Á fundi sveitarstjórnar 28. júní 2022 var afgreiðslu málsins hafnað og vísað aftur til umhverfisráðs með tilmælum um að taka verklagsreglur um leigulönd til endurskoðunar.
Umhverfisráð felur Framkvæmdasviði að endurskoða verklagsreglur um leigulönd og leggja fram til umhverfisráðs.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.