Á 373. fundi umhverfisráðs þann 22. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Með erindi, dagsettu 5. janúar 2022, óska þau Guðmundur Geir Jónsson og Freydís Inga Bóasdóttir eftir að fá á leigu allt það leiguland í landi Selár sem verður falt frá árinu 2022. Umhverfisráð samþykkir erindið með fyrirvara um uppbyggingu í tengslum við deiliskipulag Hauganess. Starfsmönnum Framkvæmdasviðs er falið að yfirfara leigusamninga fyrir ræktunarland og skilmála um frágang að leigu lokinni. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."