Breyting á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar vegna aðveitulagnar hitaveitu

Málsnúmer 202205152

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð 2022 - 373. fundur - 22.06.2022

Með tölvupósti, dagsettum 12. maí 2022, óskar Helgi Jóhannesson fyrir hönd Norðurorku eftir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar. Fyrir liggur að Norðurorka þarf að taka jarðhitasvæðið við Syðri-Haga í notkun og leggja aðveitulögn þaðan að dælustöð í Arnarholti. Einnig eru uppi hugmyndir um að tengja hitaveitu Norðurorku og Dalvíkur.
Óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi þannig að báðar tengingar komi þar inn. Lega lagnanna mun taka mið af legu fyrirhugaðs jarðstrengs Landsnets milli Rangárvalla og Dalvíkur sem er í hönnunarferli.
Umhverfisráð leggur til að farið verði í breytingu á aðalskipulagi þar sem gert er ráð fyrir þessum tengingum. Umhverfisráð telur mikilvægt að tengja framkvæmdina við stígagerð og lagningu jarðstrengs.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 347. fundur - 28.06.2022

Á 373. fundi umhverfisráðs þann 22. júní 2022 var eftirfarandi bókað:
"Með tölvupósti, dagsettum 12. maí 2022, óskar Helgi Jóhannesson fyrir hönd Norðurorku eftir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar. Fyrir liggur að Norðurorka þarf að taka jarðhitasvæðið við Syðri-Haga í notkun og leggja aðveitulögn þaðan að dælustöð í Arnarholti. Einnig eru uppi hugmyndir um að tengja hitaveitu Norðurorku og Dalvíkur. Óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi þannig að báðar tengingar komi þar inn. Lega lagnanna mun taka mið af legu fyrirhugaðs jarðstrengs Landsnets milli Rangárvalla og Dalvíkur sem er í hönnunarferli. Umhverfisráð leggur til að farið verði í breytingu á aðalskipulagi þar sem gert er ráð fyrir þessum tengingum. Umhverfisráð telur mikilvægt að tengja framkvæmdina við stígagerð og lagningu jarðstrengs. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Til máls tók:
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, starfandi sveitarstjóri.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og tillögu um að farið verði i breytingar á aðalskipulagi í samræmi við ósk Norðurorku.