Innköllun á lóð - Hringtún 23

Málsnúmer 202103172

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 351. fundur - 08.04.2021

Með innsendu erindi sem dagsett er 25.03.2021 sækir Ottó Biering Ottósson um lóðina að Hringtúni 23 f.h. EGO hús ehf.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umsækjanda umbeðna lóð.

Sveitarstjórn - 335. fundur - 20.04.2021

Á 351. fundi umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar þann 8. apríl 2021 var eftirfarandi bókað:
"Með innsendu erindi sem dagsett er 25.03.2021 sækir Ottó Biering Ottósson um lóðina að Hringtúni 23 f.h. EGO hús ehf.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umsækjanda umbeðna lóð."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á lóðinni við Hringtún 23.

Umhverfisráð 2022 - 373. fundur - 22.06.2022

Þann 8. apríl 2021 var samþykkt í umhverfisráði að úthluta EGO hús ehf. lóðina að Hringtúni 23. Samkvæmt reglum Dalvíkurbyggðar um úthlutun lóða fellur lóðarúthlutun úr gildi ef byggingarnefndarteikningar hafa ekki borist innan sex mánaða frá úthlutun lóðar eða ef byggingarframkvæmdir hafa ekki hafist innan tólf mánaða frá útgáfu byggingarleyfis.
Lóðarhafa var gefinn kostur á að óska skriflega eftir framlengingu til að leggja fram bygginganefndarteikningar, en gerði það ekki.
Umhverfisráð felur skipulags- og tæknifulltrúa að bæta lóðinni að Hringtúni 23 inn á lista yfir lausar lóðir.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 347. fundur - 28.06.2022

Á 373. fundi umhverfisráðs þann 22. júní 2022 var eftirfarandi bókað:
"Þann 8. apríl 2021 var samþykkt í umhverfisráði að úthluta EGO hús ehf. lóðina að Hringtúni 23. Samkvæmt reglum Dalvíkurbyggðar um úthlutun lóða fellur lóðarúthlutun úr gildi ef byggingarnefndarteikningar hafa ekki borist innan sex mánaða frá úthlutun lóðar eða ef byggingarframkvæmdir hafa ekki hafist innan tólf mánaða frá útgáfu byggingarleyfis. Lóðarhafa var gefinn kostur á að óska skriflega eftir framlengingu til að leggja fram bygginganefndarteikningar, en gerði það ekki. Umhverfisráð felur skipulags- og tæknifulltrúa að bæta lóðinni að Hringtúni 23 inn á lista yfir lausar lóðir. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.