Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar - ákvörðun um endurskoðun í upphafi kjörtímabils

Málsnúmer 202205193

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 346. fundur - 08.06.2022

Að loknum sveitarstjórnarkosningum metur sveitarstjórn hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið. Skal sú ákvörðun m.a. taka mið af því hvort landsskipulagsstefna kalli á endurskoðun aðalskipulags. Sjá nánar 35. gr. skipulagslaga.
Til máls tóku:
Freyr Antonsson.
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, staðgengill sveitarstjóra, sem leggur til að þessum lið verði vísað til umhverfisráðs,

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu.

Umhverfisráð 2022 - 373. fundur - 22.06.2022

Til umræðu endurskoðun á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, en vinna við endurskoðunina hefur verið í gangi frá árinu 2019.
Umhverfisráð leggur til að farið verði í gerð á nýju aðalskipulagi þar sem eldra var staðfest árið 2009 og miklar breytingar orðið í sveitarfélaginu og stefnu þess síðan þá. Einnig hafa verið gerðar breytingar á skipulagslögum, reglugerðum, lögum um mat á umhverfisáhrifum, lögum um menningarminjar og komið er nýtt svæðisskipulag og landsskipulag.
Gera skal kröfu um að skipulagið sé unnið stafrænt sbr. stefnu Skipulagsstofnunar og að skipulagsráðgjafi haldi íbúaþing, vinnuhópa og leggi upp með góðu samstarfi þar sem nýtt skipulag mun vera í gildi og leggja línurnar fyrir framtíð sveitarfélagsins.
Nýtt skipulag skal taka mið af því að Dalvíkurbyggð er á atvinnusóknarsvæði Eyjafjarðar og því þarf að gera ráð fyrir íbúaaukningu, stígaskipulagi, stefnu um atvinnuuppbyggingu, náttúruvernd, flokkun landbúnaðarlands og fleira.
Umhverfisráð leggur til að sviðsstjóri Framkvæmdasviðs óski eftir tilboðum frá skipulagsráðgjöfum í verkefnið.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 347. fundur - 28.06.2022

Á 373. fundi umhverfisráðs þann 22. júní 2022 var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu endurskoðun á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, en vinna við endurskoðunina hefur verið í gangi frá árinu 2019. Umhverfisráð leggur til að farið verði í gerð á nýju aðalskipulagi þar sem eldra var staðfest árið 2009 og miklar breytingar orðið í sveitarfélaginu og stefnu þess síðan þá. Einnig hafa verið gerðar breytingar á skipulagslögum, reglugerðum, lögum um mat á umhverfisáhrifum, lögum um menningarminjar og komið er nýtt svæðisskipulag og landsskipulag. Gera skal kröfu um að skipulagið sé unnið stafrænt sbr. stefnu Skipulagsstofnunar og að skipulagsráðgjafi haldi íbúaþing, vinnuhópa og leggi upp með góðu samstarfi þar sem nýtt skipulag mun vera í gildi og leggja línurnar fyrir framtíð sveitarfélagsins. Nýtt skipulag skal taka mið af því að Dalvíkurbyggð er á atvinnusóknarsvæði Eyjafjarðar og því þarf að gera ráð fyrir íbúaaukningu, stígaskipulagi, stefnu um atvinnuuppbyggingu, náttúruvernd, flokkun landbúnaðarlands og fleira. Umhverfisráð leggur til að sviðsstjóri Framkvæmdasviðs óski eftir tilboðum frá skipulagsráðgjöfum í verkefnið. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tóku:
Forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að vísa þessum lið til byggðaráðs þar sem fyrir liggur samningur við Teiknistofu arkitekta frá maí 2020 vegna vinnu við aðalskipulagið.
Helgi Einarsson.
Katrín Sigurjónsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta.

Byggðaráð - 1031. fundur - 06.07.2022

Á 347. fundi sveitarstjórnar þann 28. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 373. fundi umhverfisráðs þann 22. júní 2022 var eftirfarandi bókað: "Til umræðu endurskoðun á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, en vinna við endurskoðunina hefur verið í gangi frá árinu 2019. Umhverfisráð leggur til að farið verði í gerð á nýju aðalskipulagi þar sem eldra var staðfest árið 2009 og miklar breytingar orðið í sveitarfélaginu og stefnu þess síðan þá. Einnig hafa verið gerðar breytingar á skipulagslögum, reglugerðum, lögum um mat á umhverfisáhrifum, lögum um menningarminjar og komið er nýtt svæðisskipulag og landsskipulag. Gera skal kröfu um að skipulagið sé unnið stafrænt sbr. stefnu Skipulagsstofnunar og að skipulagsráðgjafi haldi íbúaþing, vinnuhópa og leggi upp með góðu samstarfi þar sem nýtt skipulag mun vera í gildi og leggja línurnar fyrir framtíð sveitarfélagsins. Nýtt skipulag skal taka mið af því að Dalvíkurbyggð er á atvinnusóknarsvæði Eyjafjarðar og því þarf að gera ráð fyrir íbúaaukningu, stígaskipulagi, stefnu um atvinnuuppbyggingu, náttúruvernd, flokkun landbúnaðarlands og fleira. Umhverfisráð leggur til að sviðsstjóri Framkvæmdasviðs óski eftir tilboðum frá skipulagsráðgjöfum í verkefnið. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.Til máls tóku: Forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að vísa þessum lið til byggðaráðs þar sem fyrir liggur samningur við Teiknistofu arkitekta frá maí 2020 vegna vinnu við aðalskipulagið. Helgi Einarsson. Katrín Sigurjónsdóttir. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi verksamningur um gerð aðalskipulags við Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf. frá maí 2020.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda bókun og tillögu umhverfisráðs um að farið verði í gerð á nýju aðalskipulagi sem og að óskað verði eftir tilboðum frá skipulagsráðgjöfum í verkefnið. Byggðaráð samþykkir jafnframt samhljóða með 3 atkvæðum að samningi við Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf. um endurskoðun á aðalskipulaginu verði sagt upp.