Verndarsvæði - endurmat í upphafi kjörtímabils 2022-2026

Málsnúmer 202205194

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 346. fundur - 08.06.2022

Sveitarstjórn skal að loknum sveitarstjórnarkosningum endurmeta þau verndarsvæði sem fyrir eru í sveitarfélaginu með tilliti til þess hvort auka eigi við þau eða breyta mörkum þeirra að öðru leyti. Sjá nánar 4. gr. laga um verndarsvæði í byggð.
Til máls tóku:
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, staðgengill sveitarstjóra, sem leggur til að þessum lið verði vísað til umhverfisráðs til úrvinnslu.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu.

Umhverfisráð 2022 - 373. fundur - 22.06.2022

Sveitarstjórn skal að loknum sveitarstjórnarkosningum endurmeta þau verndarsvæði sem fyrir eru í sveitarfélaginu með tilliti til þess hvort auka eigi við þau eða breyta mörkum þeirra að öðru leyti.
Á 346. fundi sveitarstjórnar, þann 8. júní 2022, var endurmati á verndarsvæðum í byggð vísað til umhverfisráðs til úrvinnslu.
Umhverfisráð vísar ákvörðunum um skilgreiningu á verndarsvæðum í byggð til vinnu við nýtt aðalskipulag.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.