Sveitarstjórn

310. fundur 19. febrúar 2019 kl. 16:15 - 17:20 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson forseti
 • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
 • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
 • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
 • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
 • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
 • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar gerði forseti grein fyrir að bætt hafi verið við liðum 23 og 24 sem sérliðum á dagskrá og engar athugasemdir komu fram um það.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 893, frá 17.01.2019

Málsnúmer 1901012FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
3. liður, sér liður á dagskrá.
4. liður.
5. liður.
8. liður.
9. liður.


 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson vék af fundi kl. 13:00 vegna vanhæfis og varamaður hans, Þórunn Andrésdóttir, sat fundinn undir þessum lið í hans stað.

  Til umræðu þarfagreining og auglýsing á starfi sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar þar sem Hlynur Sigursveinsson hefur látið af störfum sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 893 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að starfið verði auglýst laust til umsóknar og samþykkir jafnframt að leita til Capacent hvað varðar aðstoð við ráðningarferlið.

  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela ráðningarnefnd að yfirfara starfslýsingu fyrir starfið og gera tillögu að auglýsingu um starfið.


  Þórunn vék af fundi kl. 13:35.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 13:36.

  Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, bréf dagsett þann 7. janúar 2019, þar sem fram kemur að ráðuneytið hefur undirritað nýja reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem tók gildi 1. janúar 2019. Gerðar eru breytingar á forsendum útgjaldajöfnunarframlaga til sveitarfélaga ásamt uppfærslu á efni hennar til samræmis við breytingar sem gerðar hafa verið á ákvæðum laga um tekjustofna sveitarfélaga.

  Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti samanburð á áætluðum framlögum Jöfnunarsjóðs fyrir árið 2019 samkvæmt nýjustu upplýsingum af vef Jöfnunarsjóðs vs. áætlun framlaga Jöfnunarsjóðs samkvæmt gildandi fjárhagsáætlun 2019, deild 00100.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 893 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 887. fundi byggðaráðs þann 15. nóvember 2018 var eftirfarandi bókað:
  "Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 7. nóvember 2018, er varðar leiðbeinandi verklagsreglur reikningsskila- og upplýsingarnefndar um gerð viðauka við fjárhagsáætlun. Það eru sérstök tilmæli nefndarinnar að bréf þetta verði lagt fyrir sveitarstjórn til umræðu og yfirferðar á núverandi verkferlum sveitarfélagsins vegna gerð viðauka og reglubundins eftirlits með framgangi rekstrarins í samanburði við fjárhagsáætlun. Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að yfirfara verklagsreglur Dalvíkurbyggðar um viðauka og leggja fyrir byggðaráð drög að endurskoðun á Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar, eftir því sem við á."

  Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að verklagsreglum Dalvíkurbyggðar vegna viðauka við fjárhagsáætlun, sem viðauki við Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 893 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tillögu að verklagsreglum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
 • Á 892. fundi byggðaráðs þann 10. janúar 2019 samþykkti byggðaráð að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma með drög að umsögn frá Dalvíkurbyggð um endurskoðun kosningalaga, samanber erindi dagsett þann 19. desember 2018 frá starfshópi um endurskoðun kosningalaga.

  Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að umsögn Dalvíkurbyggðar.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 893 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að umsögn Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og tillögu að umsögn Dalvíkurbyggðar.
 • Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 10. janúar 2019, þar sem óskað er umsagar um umsókn Þorrablótsnefndar, kt. 430709-1720, varðandi tímabundið tækifærisleyfi til að halda þorrablót í félagsheimilinu Árskógi þann 2. febrúar 2019.

  Fyrir liggja umsagnir byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra án athugasemda.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 893 Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að ofangreint leyfi verði veitt. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
 • Á 892. fundi byggðaráðs þann 10. janúar 2019 var eftirfarandi bókað:
  "Tekinn fyrir tillaga að endurnýjun húsaleigusamnings frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands við Dalvíkurbyggð um leigu á 18 fm aðstöðu að Hólavegi 6 vegna reksturs líkhúss. Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að afla nánari upplýsinga um ofangreint."

  Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hún hefur aflað á milli funda.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 893 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að leggja til við HSN breytingar á ofangreindum samningsdrögum hvað varðar m.a. leigutíma, uppsagnarákvæði, þrif. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 892. fundi byggðaráðs þann 10. janúar 2019 var eftirfarandi bókað:
  "Með fundarboði byggðaráðs fylgdu gögn og upplýsingar varðandi gerð húsnæðisáætlunar fyrir sveitarfélög en samkvæmt reglugerð um húsnæðisáætlanir sem samþykkt var 21. desember 2018 skulu sveitarfélög ljúka við gerð húsnæðisáætlunar í samræmi við reglugerð þessa ekki síðar en 1. mars 2019. Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að afla verðtilboða frá mögulegum framkvæmdaraðilum í gerð húsnæðisáætlunar. Einnig að afla upplýsinga frá Íbúðalánasjóði og fyrirmynd að húsnæðisáætlun."

  Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hún hefur aflað á milli funda varðandi ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 893 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu og fá svör við fyrirspurnum um verð í gerð húsnæðisáætlunar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að reglum Dalvíkurbyggðar um afslátt fasteignaskatts til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega 2019 en ákvarðanir um fjárhæð afsláttar og tekjutengingar liggja fyrir.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 893 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að reglum Dalvíkurbyggðar um afslátt fasteignaskatts til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og tillögu að reglum Dalvíkurbyggðar um afslátt fasteignaskatts til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega.
 • Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að reglum um styrk á móti fasteignaskatti til félaga og félagasamtaka fyrir árið 2019. Um er að ræða óbreyttar reglur frá fyrra ári.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 893 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að reglum Dalvíkurbyggðar um styrk á móti fasteignaskatti til félaga og félagasamtaka. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og tillögu að reglum Dalvíkurbyggðar um styrk á móti fasteignaskatti til félaga og félagasamtaka.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 894, frá 24.01.2019

Málsnúmer 1901015FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
3. liður, sér liður á dagskrá.
5. liður.
6. liður, sér liður á dagskrá.
 • Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kjörnir fulltrúar úr menningarráði, Ella Vala Ármannsdóttir, Valdemar Þór Viðarsson og Heiða Hilmarsdóttir, kl. 13:05.

  Á 891. fundi byggðaráðs þann 20. desember 2018 var eftirfarandi bókað:
  Á 308. fundi sveitarstjórnar þann 18.12. 2018 var eftirfarandi vísað til byggðarráðs frá fundi menningarráðs þann 6. desember s.l.: "Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kynnti greinargerðir frá Leikfélagi Dalvíkur og Gísla,Eirík,Helga um afnot á Ungó 2018 til 2019. Lagt fram til kynningar. Sviðsstjóra falið að framlengja leigusamninga við Leikfélag Dalvíkur og Gísla,Eirík,Helga ehf. til eins árs."
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir fundi með menningarráði og Leikfélagi Dalvíkur til að ræða um afnot af Ungó."

  Kl. 13:20 kom á fund byggðaráðs Snævar Örn Ólafsson frá Leikfélagi Dalvíkur.

  Til umræðu ofangreint.

  Ella Vala og Snævar viku af fundi kl. 13:35.

  Valdemar Þór og Heiða viku af fundi kl. 13:40.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 894 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beina því til menningarráðs að skoða þann möguleika að Ungó verði auglýst laust til leigu á ársgrundvelli með skilyrði um að Leikfélag Dalvíkur hafi húsið til afnota vegna 2ja - 3ja sýninga á ári.
  Byggðaráð beinir því jafnframt til menningarráðs að húsið verði auglýst aftur til leigu þar sem útleiga síðasta árs var til reynslu og ákveðið þá í upphafi reynslutíma að húsið yrði auglýst til leigu að nýju.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 893. fundi byggðaráðs þann 17. janúar 2019 var eftirfarandi bókað:
  "Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson vék af fundi kl. 13:00 vegna vanhæfis og varamaður hans, Þórunn Andrésdóttir, sat fundinn undir þessum lið í hans stað. Til umræðu þarfagreining og auglýsing á starfi sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar þar sem Hlynur Sigursveinsson hefur látið af störfum sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að starfið verði auglýst laust til umsóknar og samþykkir jafnframt að leita til Capacent hvað varðar aðstoð við ráðningarferlið. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela ráðningarnefnd að yfirfara starfslýsingu fyrir starfið og gera tillögu að auglýsingu um starfið. Þórunn vék af fundi kl. 13:35. "

  Sveitarstjóri gerði grein fyrir yfirferð ráðningarnefndar og sveitarstjóra hvað varðar starfslýsingu og tillögu að auglýsingu um starfið.

  Til umræðu ofangreint.


  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 894 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að auglýsingu um starfið og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi við Capacent um ráðningarferli og auglýsa starfið.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram að starfslýsingu fyrir starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 886. fundi byggðaráðs þann 8. nóvember 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað hvað varðar tillögu vinnuhóps að Málstefnu Dalvíkurbyggðar:
  "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum drögum til umsagnar stjórnenda og að stefnan verði tekin til umfjöllunar á fundi stjórnenda þann 20. nóvember n.k. Einnig að óskað verði eftir umsögn upplýsingafulltrúa og tölvuumsjónarmanns."

  Ofangreindar umsagnir liggja fyrir og með fundarboði byggðaráðs fylgdi lokatillaga frá vinnuhópnum um gerð málstefnu.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 894 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að Málstefnu Dalvíkurbyggðar og vísar henni til afgreiðslu í sveitarstjórn. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
 • Á 893. fundi byggðaráðs þann 17. janúar 2019 var meðal annars eftirfarandi bókað:

  "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að leggja til við HSN breytingar á ofangreindum samningsdrögum hvað varðar m.a. leigutíma, uppsagnarákvæði, þrif. "

  Sveitarstjóri gerði grein fyrir framvindu málsins á milli funda.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 894 Frestað til næsta fundar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 893. fundi byggðaráðs þann 17. janúar 2019 var meðal annars eftirfarandi bókað er varðar gerð húsnæðisáætlunar fyrir Dalvíkurbyggð:
  "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu og fá svör við fyrirspurnum um verð í gerð húsnæðisáætlunar."

  Sveitastjóri gerði grein fyrir framvindu málsins á milli funda og þeim tilboðum og verkefnatillögum sem liggja fyrir frá ráðgjafafyrirtækjum.

  Til umræðu ofangreint.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 894 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við VSÓ Ráðgjöf ehf á grundvelli tilboðs að því gefnu að húsnæðisáætlunin muni uppfylla ákvæði reglugerðar um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga nr. 1248 frá 21.desember 2018. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við VSÓ Ráðgjöf ehf á grundvelli tilboðs að því gefnu að húsnæðisáætlunin muni uppfylla ákvæði reglugerðar um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga nr. 1248 frá 21.desember 2018.
 • Á 869. fundi byggðaráðs þann 22. júní 2018 var til umfjöllunar og samþykkt tillaga að viðauka við samning Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar um rekstur Tónlistarskólans á Tröllaskaga, dagsettur þann 25. ágúst 2016.

  Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð tillaga að ofangreindum viðauka og er hann þá svo hljóðandi:
  "14.gr. samnings
  Aðildarsveitarfélög tónlistarskólans skuldbindi sig til að greiða allan launakosnað og launatengd gjöld vegna skólans eftir svofelldri reikniaðferð:
  89% kostnaðar miðast við fjölda kennslustunda á ári á hvert sveitarfélag
  11% kostnaðar miðast við íbúafjölda hvers sveitarfélags, miðað við íbúatölur Hagstofu Íslands þann 1. janúar ár hvert.
  Viðbót við 14.gr.
  Kostnaðarskipting aðildasveitarfélaga skal reiknuð tvisvar á ári sem hér segir:
  Í febrúar ár hvert þar sem miðað er við kennslustundafjölda hvors sveitarfélags á vorönn ásamt íbúatölur Hagstofu Íslands 1. janúar sama ár.
  Í september ár hvert þar sem miðað er við kennslustundafjölda hvors sveitarfélags á haustönn ásamt íbúatölur Hagstofu Íslands 1. janúar sama ár.
  Kostnaður er greiddur mánaðarlega miðað við forsendur í upphafi hvers tímabils. Hvert tímabil er gert upp í lok þess miðað við kostnaðarskiptingu.
  Kostnaðarskipting ársins 2018 skal reiknuð samkvæmt þessum viðauka. "

  Til umræðu ofangreint sem og endurskoðun á samningi um TÁT heilt yfir.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 894 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
 • 2.7 201901070 Trúnaðarmál
  Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 894
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá Torbjörn Ydegaard, skólastjóra í Ittoqqortoomiit, vinabæ Dalvíkurbyggðar á Grænlandi, dagsettur þann 17. janúar 2019 þar sem því er velt upp hvort möguleiki sé á að skipuleggja heimadvöl fyrir 7 nemendur úr 8. - 10. bekk í 9 daga. Um er að ræða kynnisferð nemenda í vor og verða fyrirtæki og stofnanir á Akureyri aðallega heimsóttar.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 894 Byggðaráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til Dalvíkurskóla. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Sveitarstjóri gerði grein fyrir samráðsfundi lögreglu og sveitarstjóra í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra þann 17. janúar s.l. og þeim kynningum sem farið var yfir á fundinum um stöðu lögreglunnar í umdæminu annars vegar og hins vegar hvernig þörfum þolenda kynferðisbrota er mætt. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 894 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá Forsætisráðuneytinu, dagsettur þann 18. janúar 2019, þar sem óskað er eftir upplýsingum um þær tekjur sem Dalvíkurbyggð hafði á árinu 2018 fyrir nýtingu á landi og landsréttindum innan þjóðlendna. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um ráðstöfun tekna af nýtingu lands og landsréttinda innan þjóðlendna, þ.e. í hvaða verkefni tekjurnar voru notaðar í. Óskað er eftir svörum eigi síðar en 16. febrúar n.k. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 894 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela umhverfis- og tæknisviði að svara ofangreindu erindi. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá Eyþingi, dagsettur þann 20. janúar 2019, þar sem vakin er athygli sveitarfélaga á rafbréfi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu um að opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki vegna sértækra verkefna sóknaráætlanasvæði. Umsóknarfrestur er til miðnættis 14. mars 2019. óskað er eftir að umsóknum sé forgangsraðað á hverju svæði landshlutasamtaka fyrir sig.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 894 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til atvinnumála- og kynningarráðs. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eyþings nr. 316 frá 8.janúar s.l. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 894 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir í fundargerðinni sem ekki þarfanst afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 895, frá 07.02.2019

Málsnúmer 1902008FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
2. liður, sér liður á dagskrá.
3. liður.
4. liður.
6. liður.
9. liður.
 • Á 38. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 7. nóvember 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað:
  ,,Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að nýjum reglum fyrir nýsköpunar- og þróunarsjóð Dalvíkurbyggðar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa reglunum eins og þær liggja fyrir til umsagnar í atvinnumála- og kynningarráði."
  Atvinnumála- og kynningarráð hefur kynnt sér reglurnar og gerir nokkrar tillögur að breytingum og er upplýsingafulltrúa og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að koma þeim á framfæri við byggaráð."

  Með fundarboði byggðaráðs fyldi ofangreind tillaga að reglum fyrir nýsköpunar- og þróunarsjóð Dalvíkurbyggðar eftir skoðun og yfirferð bæjarlögmanns, sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og upplýsingafulltrúa.

  Til umræðu ofangreint.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 895 Á fundinum voru gerðar nokkrar tillögur að breytingum og samþykkir byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum að vísa þeim til bæjarlögmanns og fjármála- og stjórnsýslusviðs til skoðunar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 890. fundi byggðaráðs þann 13. desember 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað:
  "Með fundarboði byggðaráðs fylgdi a) Tillaga að skipulagsskrá fyrir Dalbæ eftir yfirferð stjórnar Dalbæjar á fundi þann 10. desember s.l. með þeim ábendingum sem fram komu á fundinum. b) Tillaga að skipulagsskrá fyrir Dalbæ eftir yfirferð sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs með ábendingum sviðsstjóra. Ofangreindum ábendingum hefur verið komið á framfæri við KPMG til skoðunar. Stjórn Dalbæjar tók einnig fyrir á fundi sínum þann 10. desember s.l. önnur gögn í tengslum við skráningu Dalbæjar sem stjórnin þarf að ganga frá og fóru hjúkrunarframkvæmdastjóri og sviðsstjóri yfir þau skjöl á vinnufundi í gær.
  Lagt fram til kynningar."

  Með fundarboði byggðaráðs fylgdu ofangreind drög yfirfarin af KPMG og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs. Drögin verða tekin fyrir á næsta stjórnarfundi Dalbæjar.

  Til umræðu ofangreind drög að skipulagsskrá fyrir Dalbæ.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 895 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að skipulagsskrá fyrir Dalbæ og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson vék af fundi undir þessum máli kl. 13:32 vegna vanhæfis.

  Á 894. fundi byggðaráð þann 24. janúar 2019 var meðal annars eftirfarandi bókað hvað varðar starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs;
  "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að auglýsingu um starfið og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi við Capacent um ráðningarferli og auglýsa starfið. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram að starfslýsingu fyrir starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs."

  Sveitarstjóri kynnti tillögu að starfslýsingu fyrir starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs eftir yfirferð sína.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 895 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda starfslýsingu eins og hún liggur fyrir, Gunnþór tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
  Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:24 og varaforseti Guðmundur St. Jónsson tók við fundarstjórn.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og tillögu að starfslýsingu sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kom inn á fundinn að nýju kl. 13:36.

  Á 886. fundi byggðaráðs þann 8. nóvember 2018 var samþykkt að stefnt yrði að íbúafundi í febrúar 2019 um framtíð Gamla skóla.

  Sveitarstjóri fór yfir minnisblað er varðar fyrirkomulag íbúafundarins sem og tíma- og dagssetningu.

  Til umræðu ofangreint.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 895 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fundurinn verði haldinn fimmtudaginn 21. febrúar n.k. kl. 17:00 og felur sveitarstjóra að vinna áfram að undirbúningi fundarins í samræmi við minnisblaðið. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:25 og tók við fundarstjórn.

  Til máls tók:
  Katrín Sigurjónsdóttir.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um íbúafund um Gamla skóla með breyttri dagssetningu sem er 28. febrúar 2019 kl. 17:00.
 • Á 894. fundi byggðaráðs þann 24. janúar 2019 var eftirfarandi bókað:
  "Á 893. fundi byggðaráðs þann 17. janúar 2019 var meðal annars eftirfarandi bókað: "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að leggja til við HSN breytingar á ofangreindum samningsdrögum hvað varðar m.a. leigutíma, uppsagnarákvæði, þrif. " Sveitarstjóri gerði grein fyrir framvindu málsins á milli funda.
  Frestað til næsta fundar."

  Samkvæmt rafpósti frá framkvæmdastjóra fjármála- og stoðþjónustu HSN, dagsettur þann 25. janúar 2019, hefur verið ákveðið að HSN innheimtir ekki fyrir þessa þjónustu til samræmis við aðra staði og málið verði skoðað í heild sinni. Frá og með 1. febrúar þá fellur leigusamningurinn út gildi og HSN hættir innheimtu samkvæmt honum.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 895 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 882. fundi byggðaráðs þann 4. október 2018 var eftirfarandi bókað:
  "Tekið fyrir erindi frá Laxós ehf., dagsett þann 6. september 2018, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið Dalvíkurbyggð láti Laxós ehf. fá viljayfirlýsingu um að lóð, eða landsvæðið við ströndina norðan við Hauganes, verði úthlutað til Laxós ehf. Einnig er óskað eftir viljayfirlýsingu um að sveitarfélagið verði í stakk búið til að útvega starfseminni heitt vatn á sanngjörnu verði. Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að leita ráðgjafar hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar um laxeldismál almennt í Dalvíkurbyggð og/eða í Eyjafirði. Einnig að stefnt verði á að upplýsa íbúa sveitarfélagsins um áform fyrirtækja í fiskeldismálum í Dalvíkurbyggð og/eða í Eyjafirði."

  Íbúafundur Dalvíkurbyggðar um málefni er snúa að laxeldi var haldinn 22. október 2018 og ráðstefna á vegum Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar var haldinn í Hofi laugardaginn 19. janúar s.l.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 895 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitarfélagið getur ekki orðið við ósk frá Laxós ehf. um viljayfirlýsingar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
  Katrín Sigurjónsdóttir.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
 • 3.7 201901070 Trúnaðarmál
  Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 895
 • 3.8 201504045 Trúnaðarmál
  Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 895
 • Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, rafbréf dagsett þann 28. janúar 2019, þar sem óskað er eftir umsögn hvað varðar umsókn frá Bruggsmiðjunni Kalda ehf., kt. 541205-1520, um tækifærisleyfi vegna bjórhátíðar þann 1. mars 2019.

  Fyrir liggja jákvæðar umsagnir frá byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra.

  Til umræðu ofangreint.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 895 Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreint leyfi. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
 • Tekið fyrir erindi frá Öldunni Lýðræðisfélagi, ódagsett en móttekið þann 1. febrúar 2019, um ráðgjöf félagsins um skemmri vinnuviku og dýpkun lýðræðisins sem öllum stendur til boða. Óskað er eftir því að erindið verði tekið fyrir í bæjarstjórn / sveitarstjórn.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 895 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá Eyþingi, rafbréf dagsett þann 20. janúar 2019, og varðar umsögn um fjármögnun samgöngumannvirkja. Vakin er athygli á minnisblaði gefið út af meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar um áherslur sínar um samgönguáætlun 20. desember s.l. þar sem m.a. eru reifaðar hugmyndir um nýjar fjármögnunarleiðir. Stjórn Eyþings hefur ekki gefið út umsögn vegna þessa en mun taka málið upp á fundi stjórnar þann 15. febrúar n.k.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 895 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dagsett þann 25. janúar 2019, þar sem fram kemur að ráðuneytið fer þess á leit að áfangastaðaáætlun Norðurlands fái viðeigandi umfjöllun í bæjarráði/sveitarstjórn og verði vísað til viðeigandi stofnunar / sviðs í sveitarfélaginu. Grunnhugsun að baki áfangastaðaáætlana fyrir landshluta er samstarf og samþætting vegna annarra áætlana á einstaka svæðum.

  Áfangastaðaáætlun Norðurlands er aðgengileg á vef Ferðamálastofu
  https://www.ferdamalastofa.is/static/research/files/dmp_skyrsla_2018_webpdf

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 895 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til atvinnumála- og kynningarráðs og umhverfisráðs til umfjöllunar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá Íbúðalánsjóði, dagsettur þann 1. febrúar 2019, þar sem kynnt er reglugerð nr. 1248/2018 um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga sem tók gildi í desember 2018. Reglurnar kveða meðal annars á um að öll sveitarfélög skuli gera húsnæðisáætlun til fjögurra ára í senn og hún skuli uppfærð árlega með tilliti til þeirra breytinga sem orðið hafa á forsendum hennar milli ára. Í reglugerðinni kemur jafnframt fram að sveitarfélög skuli skila inn fyrstu útgáfu húsnæðisáætlana til Íbúðalánasjóðs eigi síðar en 1. mars 2019.

  Vinnsla við gerð húsnæðisáætlunar fyrir Dalvíkurbyggð stendur nú yfir og á þeirri vinnu að ljúka fyrir 1. mars n.k.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 895 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 29. janúar 2019, þar sem fram kemur að samkvæmt 7. gr. samþykkta Sambands íslenskra sveitarfélaga eru landsþingsfulltrúar sveitarfélaganna, formenn og framkvæmdastjórar landshlutasamtaka sveitarfélaga og framkvæmdastjórar sveitarfélaga, þ.e. sveitar- og bæjarstjórar, hér með boðaðir til XXXIII. landsþings sambandsins föstudaginn 29. mars n.k.

  Landsþingið verður að þessu sinni haldið í Grand hóteli í Reykjavík og hefst það kl. 10 að morgni og stefnt er að því að þingstörfum ljúki um kl. 15:45 síðdegis. Að þinginu loknu hefst aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. á sama stað kl. 16:00, en þar eiga allir sveitarstjórnarmenn seturétt.

  Meginumræðuefni landsþingsins verða þessi:

  1. Samgöngumál
  2. Húsnæðismál
  3. Kjarasamningar

  Fulltrúar Dalvíkurbyggðar á landsþingið eru Þórhalla Franklín Karlsdóttir og Kristján Eldjárn Hjartarson. Til vara Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson og Dagbjört Sigurpálsdóttir.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 895 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá Forsætisráðuneytinu, dagsett þann 28. janúar 2019, þar sem forsætisráðherra hvetur sveitarfélög til að kynna sér heimsmarkmið Sameinu þjóðanna um sjálfæra þróun sem voru einróma samþykkt af aðildarríkjunum árið 2015. Heimsmarkmiðin geta verið mikilvægur leiðarvísir fyrir stefnumótun sveitarfélaga en mörg þeirra hafa beina skírskotun til nærsamfélagsins. Fulltrúi frá Sambandi íslenska sveitarfélaga á sæti í verkefnastjórn um innleiðingu heimsmarkmiðanna. Nálgast má gögn og annan fróðleik á vef verkefnastjórarinnar, heimsmarkmidin.is. Fyrsta kynning á sveitarfélögunum og heimsmarkmiðunum fer fram á Grand hótel í Reykjavík 15. febrúar n.k. Nánari upplýsingar um fundinn verða sendar út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 895 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að upplýsingar um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna verði sent á starfsmenn og kjörna fulltrúa sveitarfélagsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 31. janúar 2019, þar sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 356. mál.
  Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 21. febrúar n.k.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 895 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til ungmennaráðs til umfjöllunar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis þar sem Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra (Framkvæmdarsjóður aldraðra) 306. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 21. febrúar n.k. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 895 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til félagsmálaráðs og senda upplýsingar um ofangreint til hjúkrunarframkvæmdastjóra Dalbæjar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis þar sem Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi, 274. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 21. febrúar n.k. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 895 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélag nr. 866 og nr. 865. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 895 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 867.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 895 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

4.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 896, frá 14.02.2019

Málsnúmer 1902011FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
1. liður, sér liður á dagskrá.
2. liður, sér liður á dagskrá.
4. liður, sér liður á dagskrá.
5. liður a)
10. liður.
 • Á 82. fundi veitu- og hafnaráðs þann 6. febrúar 2019 var eftirfarandi bókað:
  "Í samningi um jarðhitaréttindi, dags. 21. ágúst 2008, sbr. 1. lið 3. mgr. 2. gr. viðaukans en þar segir: Í hvert sinn þegar því marki hefur verið náð að selt vatnsmagn hefur aukist um 50.000 rúmmetra þá verði greiddar kr. 859.328. Seljendur eiga skv. þessu rétt á þessum greiðslum þegar selt vatnsmagn hefur náð 400.000 m3. Að öllu venjulegu þá hefði einungis verið greidd lóðaleiga samkvæmt fyrri samningi um vatnsréttindi en gert var ráð fyrir slíkri greiðslu í fjárhagsáætlun.
  Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða, með fimm atkvæðum, að óska eftir viðauka vegna þessarar samningsbundnu greiðslu. Kostnaður vegna þess greiðist af auknum tekjum vegna vegna meiri vatnssölu."

  Með fundarboði byggðaráðs fylgdi viðaukabeiðni sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs að upphæð kr. 1.136.201 við lykil 47310-4495. Gert er ráð fyrir aukinni sölu á vatni.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 896 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 6/ 2019 að upphæð kr. 1.136.201 við deild 47310 og lykil 4495. Viðaukanum verði mætt með hækkun á tekjum hitaveitu þannig að liður 47010-0222 hækki um kr. - 1.136.201 á móti. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
 • Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn undir þessum lið kl. 08:30.

  Á 13. fundi skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga, dagsettur þann 8. febrúar 2019, var eftirfarandi bókað:

  "1. 1901100 - Endurskoðun samnings um samrekstur Tónlistarskólans á Tröllaskaga
  Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi endurskoðun á samstarfssamningi Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar með áorðnum breytingum. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar falið að ljúka við samningsdrögin og leggja fyrir byggðarráð Dalvíkurbyggðar og bæjarráð Fjallabyggðar. "

  Með fundarboði fylgdi ofangreind samningsdrög með breytingum frá fundi skólanefndar sem deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála Fjallabyggðar og sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar hafa unnið að.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 896 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind samningsdrög um samstarfssamning Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um Tónlistarskólann á Tröllaskaga og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
 • 4.3 201901070 Trúnaðarmál
  Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 896
 • Á 895. fundi byggðaráðs þann 7. febrúar 2019 var eftirfarandi bókað:
  "Á 38. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 7. nóvember 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað: ,,Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að nýjum reglum fyrir nýsköpunar- og þróunarsjóð Dalvíkurbyggðar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa reglunum eins og þær liggja fyrir til umsagnar í atvinnumála- og kynningarráði." Atvinnumála- og kynningarráð hefur kynnt sér reglurnar og gerir nokkrar tillögur að breytingum og er upplýsingafulltrúa og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að koma þeim á framfæri við byggaráð." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi ofangreind tillaga að reglum fyrir nýsköpunar- og þróunarsjóð Dalvíkurbyggðar eftir skoðun og yfirferð bæjarlögmanns, sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og upplýsingafulltrúa. Til umræðu ofangreint.
  Á fundinum voru gerðar nokkrar tillögur að breytingum og samþykkir byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum að vísa þeim til bæjarlögmanns og fjármála- og stjórnsýslusviðs til skoðunar."

  Með fundarboði byggðaráðs fylgdu ofangreind drög að reglum eftir yfirferð bæjarlögmanns og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs á milli funda.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 896 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að reglum Dalvíkurbyggðar um nýsköpunar- og þróunarsjóð Dalvíkurbyggðar og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
 • Á 868. fundi byggðaráðs þann 24. maí 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað:
  "a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindisbréfi Ungmennaráðs með endurskoðun á erindisbréfum í heild sinni.
  b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa beiðni um viðauka vegna fjölgunar á fundum Ungmennaráðs til gerðar fjárhagsáætlunar 2019-2022."

  Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 12. febrúar 2019, þar sem fram kemur sú ósk að erindisbréf Ungmennaráðs verði tekið til umfjöllunar og afgreiðslu þótt ekki liggi fyrir heildarendurskoðun á erindisbréfum sveitarfélagsins.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 896 a) Byggðaráð bendir á að eldra erindisbréf er enn í gildi og kosning í Ungmennaráð á ungmennaþingi var ekki í samræmi við gildandi erindisbréf. Byggðaráð ítrekar þó að ekki verði farið fram á endurkjör og að núverandi ráð hafi umboð.
  b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka erindisbréfið til endurskoðunar, t.d. atriði eins og skipun í ráðið, kynjahlutfall, fjölda funda, fullnaðarafgreiðsla mála.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um kjör fulltrúa í Ungmennaráð.
  b) Lagt fram til kynningar.
 • Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynntu greinargerð yfir fundi nefndarinnar frá 3. janúar, 15. janúar 22. janúar, 4. febrúar og 12. febrúar 2019.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 896 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 7. febrúar 2019, er varðar leiðbeiningar um viðmið tekna og eigna þegar kemur að reglum sveitarfélaga um úthlutanir á félagslegu leiguhúsnæði. Fram kemur að tillit til tekju- og eigna eru meðal þeirra aðstæðna sem meta skal. Hverju sveitarfélagi er í sjálfsvald sett að velja það fyrirkomulag á viðmiðum um tekjum og eignum sem best svarar aðstæðum á hverju svæði fyrir sig, m.a. hvað varðar framboð og eftirspurn félagslegs leiguhúsnæðis. Að hálfu Sambandsins er lögð áhersla á tekju- og eignamörk í reglugerðum nr.1042/2013 og nr. 555/2016 fela í sér hámark þeirra tekna og eigna sem mega koma fram í umsókn. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 896 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 41. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 6. febrúar 2019 var eftirfarandi bókað:
  Á 894. fundi byggðaráðs þann 24. janúar 2019 var eftirfarandi bókað: "Tekinn fyrir rafpóstur frá Eyþingi, dagsettur þann 20. janúar 2019, þar sem vakin er athygli sveitarfélaga á rafbréfi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu um að opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki vegna sértækra verkefna sóknaráætlanasvæði. Umsóknarfrestur er til miðnættis 14. mars 2019. Óskað er eftir að umsóknum sé forgangsraðað á hverju svæði landshlutasamtaka fyrir sig. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til atvinnumála- og kynningarráðs." Til umræðu ofangreint.

  Af tæknilegum ástæðum þá féll niður þessi liður í dagskrá fundarboðs á fundinum og fékk því ekki efnislega umfjöllun og er því tekinn fyrir nú á fundi byggðaráðs.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 896 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis þar sem Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2030, 509. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 28. febrúar nk. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 896 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 31. janúar 2019, þar sem Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um endurgreiðslur til félagasamtaka til almannaheilla vegna mannvirkjagerðar og annarra framkvæmda, 136. mál.
  Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 21. febrúar.

  Með fundarboði fylgdi drög að umsögn frá Dalvíkurbyggð.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 896 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að umsögn frá Dalvíkurbyggð og vísar til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
  Katrín Sigurjónsdóttir.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og tillögu að umsögn Dalvíkurbyggðar.

  Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

5.Atvinnumála- og kynningarráð - 41, frá 06.02.2019

Málsnúmer 1902003FVakta málsnúmer

 • Á 40. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 9. janúar 2019 var eftirfarandi bókað:

  "Undanfarin ár hefur eitt af verkefnum atvinnumála- og kynningarráðs verið að heimasækja fyrirtæki í sveitarfélaginu og/eða fá ákveðnar atvinnugreinar á fund ráðsins.

  Markmiðið með þessum heimsóknum er að kynna sér starfsemi fyrirtækja í sveitarfélaginu og fá betri yfirsýn yfir stöðu atvinnulífsins og framtíðarhorfur.

  Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að fela þjónustu- og upplýsingafulltrúa að koma með tillögu að heimsóknum í fyrirtæki út kjörtímabilið. "

  Með fundarboði fylgdi tillaga þjónustu- og upplýsingafulltrúa að heimsóknum í fyrirtæki og/eða heimsóknir rekstraraðila á fund atvinnumála- og kynningarráðs.

  Til umræðu ofangreint.
  Atvinnumála- og kynningarráð - 41 Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela þjónustu- og upplýsingafulltrúa að skipuleggja fund með ferðaþjónustuaðilum sem verður haldinn 6. mars 2019.

  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til máls tók:
  Katrín Sigurjónsdóttir.


  Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dagsettur þann 30. janúar 2019, þar sem vísað er til bréfs Dalvíkurbyggðar dagsett þann 19. desember 2018.
  Ráðuneytið hefur farið yfir tillögur sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar og er niðurstaðan þessi:

  Tillaga nr. 1 samþykkt.
  Tillaga nr. 2 samþykkt.
  Tillaga nr. 3 samþykkt.
  Tillaga nr. 4 synjað á þeirri forsendu að laga- og reglugerðarákvæði um löndun tvöfalds magns byggðakvóta eru skýr og verða ekki samþykktar undanþágur frá því lagaákvæði.
  Tillaga nr. 5 samþykkt.

  Samkvæmt ofansögðu verða sérreglur Dalvíkurbyggðar eftirfarandi:

  Dalvíkurbyggð.

  Ákvæði reglugerðar nr. 685 frá 5. júlí 2018 gilda um úthlutun byggðakvóta Dalvíkur, Árskógssands og Hauganess með eftirfarandi viðauka/breytingum.:

  a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á þannig: 30% úthlutaðs byggðakvóta byggðarlags skal skipt jafnt á alla þá báta úr viðkomandi byggðarlagi sem sækja um byggðakvóta og uppfylla að öðru leyti ákvæði 1. gr. Óski einhver eftir tilteknu magni kvóta, sem er minna en hann á rétt á samkvæmt þessu ákvæði, þá skiptast eftirstöðvar þess hluta byggðakvótans jafnt milli hinna umsækjendanna. 70% byggðakvóta byggðarlagsins skal skipt hlutfallslega miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2017 til 31. ágúst 2018. Ekkert skip fær þó meira en 35% af þeim 70% sem skipt er samkvæmt lönduðum afla.
  b) Ákvæði 1. og 4. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2018 til 31. ágúst 2019. Skilyrði þess að afla teljist landað til vinnslu er að honum sé haldið aðskildum frá öðrum afla, ásamt því að vera vigtaður og skráður sérstaklega við vigtun á hafnarvog. Aflinn skal nema, í þorskígildum talið, tvöföldu magni þess aflamarks sem þau fá úthlutað samkvæmt reglugerð þesari. Eigandi fiskiskips skal gera skriflegan samning við fiskkaupanda um magn sem landað verður til vinnslu hjá viðkomandi vinnsluaðila, þar sem fram kemur að vinnsluaðili skuldbindur sig til þess að vinna aflann, þó er vinnsluaðila heimil jöfn skipti, miðað við þorskígildisstuðla, á tegundum við annan vinnsluaðila, og komi þá slík fyrirætlan fram í þeim samningi sem eigandi fiskiskips gerir við fiskkaupanda, og skal bæjar- eða sveitarstjórn árita samninginn til staðfestingar.

  Til umræðu ofangreint.
  Atvinnumála- og kynningarráð - 41 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 894. fundi byggðaráðs þann 24. janúar 2019 var eftirfarandi bókað:
  "Tekinn fyrir rafpóstur frá Eyþingi, dagsettur þann 20. janúar 2019, þar sem vakin er athygli sveitarfélaga á rafbréfi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu um að opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki vegna sértækra verkefna sóknaráætlanasvæði. Umsóknarfrestur er til miðnættis 14. mars 2019. Óskað er eftir að umsóknum sé forgangsraðað á hverju svæði landshlutasamtaka fyrir sig.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til atvinnumála- og kynningarráðs."

  Til umræðu ofangreint.
  Atvinnumála- og kynningarráð - 41 Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 40. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 9. janúar 2019 var m.a. eftirfarandi bókað:
  "Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að fela þjónustu- og upplýsingafulltrúa að vinna eftir tillögu að markaðssetningu myndbandanna innan heimildar í starfs- og fjárhagsáætlun 2019."

  Þjónustu- og upplýsingafulltrúi kynnti skýrslu um kynningu á fyrsta myndbandinu. Á fundinum var farið yfir áframhaldandi markaðssetningu á kynningarmyndböndunum.
  Atvinnumála- og kynningarráð - 41 Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með samhljóða með 5 atkvæðum að fela þjónustu- og upplýsingafulltrúa að halda áfram að markaðssetja kynningarmyndböndin í samræmi við tillögu um markaðssetningu sem lögð var fram 9. janúar s.l. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til máls tók:
  Katrín Sigurjónsdóttir.


  Lagt fram til kynningar.
 • 5.4 201804119 Fundagerðir AFE 2018
  Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar nr. 214 - 225. Atvinnumála- og kynningarráð - 41 Lagt fram til kynningar. Tillaga var sett fram að fá AFE í heimsókn á fund ráðsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga nr. 40 - 49 ásamt aðalfundargerð 2018. Atvinnumála- og kynningarráð - 41 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Lögð fram til kynningar fundargerð Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga nr. 50. Atvinnumála- og kynningarráð - 41 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar. Eru því allir liðir lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

6.Félagsmálaráð - 225, frá 15.01.2019

Málsnúmer 1901004FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
5. liður.
 • 6.1 201901012 Trúnaðarmál
  Trúnaðarmál nr. 201901012 Félagsmálaráð - 225 Bókað í trúnaðarmálabók
 • 6.2 201901008 Trúnaðarmál
  Trúnaðarmál nr. 20191008 Félagsmálaráð - 225 Bókað í trúnaðarmálabók
 • 6.3 201901023 Trúnaðarmál
  Trúnaðarmál nr. 201901023 Félagsmálaráð - 225 Bókað í trúnaðarmálabók
 • 6.4 201812061 Trúnaðarmál
  Trúnaðarmál nr. 201812061 Félagsmálaráð - 225 Bókað í trúnaðarmálabók
 • Félagsmálastjóri lagði fram uppfærðan viðmiðunarkvarða til fjárhagsaðstoðar milli ára, hækkun um 2.9%. Félagsmálaráð - 225 Félagsmálaráð samþykkir með 5 greiddum atkvæðum hækkun á framfærslukvarða um 2,9%. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagsmálaráðs um hækkun á framfærslukvarða.
 • Lögð voru fram drög að nýrri jafnréttisáætlun Dalvíkurbyggðar í stað mannréttindastefnu sveitarfélagsins frá 2016. í lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla segir í 12.gr.að jafnréttisnefndir skulu hafa umsjón um gerð jafnréttisáætlana til fjögurra ára sem leggja skal fram til samþykktar í viðkomandi sveitarstjórn eigi síðar en ári eftir sveitarstjórnarkosningar. Sbr. fund félagsmálaráðs 26. júní 2018, 219 fund. Félagsmálaráð - 225 Félagsmálaráð kynnti sér drögin. Ákveðið að fara betur yfir þau og klára afgreiðslu á næsta fundi ráðsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á fundi félagsmálaráðs 18. september 2018, 221. fundi ráðsins var tekið fyrir erindi frá hjúkrunarframkvæmdastjóra Dalbæjar beiðni um framlag til bílakaupa eftir að byggðaráð hafði vísað erindinu til ráðsins. Þar var bókað: Félagsmálaráð leggur til að byggðaráð samþykki styrk til bílakaupa til Dalbæjar með þeim rökum að með nýjum lögum er aukin þörf á slíkum bíl til ferðaþjónustu fatlaðra í sveitarfélaginu. Við leggjum til að gerður verði þjónustusamningur um samnýtingu bifreiðarinnar milli Dalbæjar og félagsmálasviðs. Við leggjum til að styrkurinn verði í hlutfalli við áætlaða nýtingu sviðsins á bifreiðinni. Í framhaldi af þessari bókun var erindið tekið fyrir í byggðaráði og sveitarstjóra og félagsmálastjóra falið að gera drög að samningi við Dalbæ. Samningsdrög voru gerð með hjúkrunarforstjóra sem tekin eru hér með fyrir. Félagsmálaráð - 225 Félagsmálaráð leggur til að samningurinn verði ítarlegri og felur sviðsstjóra að vinna frekar að endurskoðun samnings með hjúkrunarforstjóra Dalbæjar og sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Lagðar voru fram til kynningar reglur Dalvíkurbyggðar um birtingu gagna með fundargerðum. Reglum þessum er ætlað að auka aðgang íbúa Dalvíkurbyggðar að gögnum sveitarfélagsins, fyrirtækjum þess og samtaka sem það á aðild að, sem lögð eru fram í ráðum og nefndum á vegum sveitarfélagsins eftir því sem lög og reglugerðir heimila sem og í samræmi við stefnur Dalvíkurbyggðar. Almenna reglan er sú að birta skal öll gögn á vef sveitarfélagsins sem lögð eru fyrir ráð og nefndir nema erindi frá einstaklingum, þau eru ekki birt nema viðkomandi óski þess. Óheimilt er þó að birta gögn um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga, bréfaskrif við sérfróða aðila til afnota í dómsmálum, vinnuskjöl og innri minnisblöð, gögn er tengjast málefnum einstakra starfsmanna, gögn sem þagnarskylda gildir um og óski málsaðili sérstaklega eftir að gögn birtist ekki. Ef réttmætur vafi er á því hvort lög heimili birtingu ganga skulu þau að jafnaði ekki birt. Félagsmálaráð - 225 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Lagt fram til kynningar ákvörðun byggðaráðs 892.fundi dags 10.01.2019 þar sem samþykkt var samhljóða með 3 atkvæðum að farið verði sem fyrst í heildstæða skoðun á rekstri og fjárfestingum sveitarfélagsins með vinnuhópum kjörinna fulltrúa og starfsmanna. Í hverjum vinnuhóp er sviðsstjóri, starfsmenn sviðsins og 4 sveitarstjórnarmenn þvert á ráð. Félagsmálaráð - 225 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar.

7.Félagsmálaráð - 226, frá 12.02.2019

Málsnúmer 1902009FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
10. liður, sér liður á dagskrá.
 • 7.1 201902057 Trúnaðarmál
  Trúnaðarmál - 201902057


  Bókað í trúnaðarmálabók
  Félagsmálaráð - 226
 • 7.2 201810097 Trúnaðarmál
  Trúnaðarmál nr. 201810097

  Bókað í trúnaðarmálabók
  Félagsmálaráð - 226 Bókað í trúnaðarmálabók
 • Lagt fram rafbréf frá nefndarsviði Alþingis dags. 6.febrúar 2019 þar sem til umsagnar er frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (stofnanir í málefnasviði félags- og varnamálaráðherra), 495.mál. Þess er óskar að undirrituð umsögn berist rafrænt eigi síðar en 27.febrúar nk. Félagsmálaráð - 226 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Lagt fram rafbréf dags. 14.janúar 2019 frá Dómsmálaráðuneytinu um drög að áherslum stjórnvalda í aðgerðum gegn mansali og annars kona hagnýtingu. Félagsmálaráð - 226 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Lagt fram rafbréf frá Tryggva Þórhallssyni lögfræðingi hjá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga dags. 28.janúar 2019 varðandi fyrirspurnir um fyrirkomulag á viðmiðum um tekjur og eignir í reglum sem sveitarfélög setja sér um úthlutun á félagslegu íbúðarhúsnæði á þeirra vegum (þ.e. félagslegar leiguíbúðir sveitarfélaga). Með rafbréfinu fylgdu lög nr 40-1991 með breytingum sem tóku gildi þann 1.október 2018. Félagsmálaráð - 226 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Lagt fram bréf dags. 17.janúar 2019 frá Salvöru Nordal, Umboðsmanni barna, varðandi þing um málefni barna sem haldið verður 21.-22.nóvember 2019 í Hörpu. Í bréfinu kemur fram að á þessu ári verður haldið upp á þrjátíu ára afmæli Barnasáttmálans - samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og að þessum áfanga verði fagnað með ýmsu móti á árinu en hápunkturinn verði án efa þing um málefni barna sem haldið verður í nóvember. Félagsmálaráð - 226 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Lagt fram rafbréf frá Þór G. Þórarinssyni, sérfræðingi hjá Félagsmálaráðuneytinu, dags. þann 25.janúar 2019. Í rafbréfinu er verið að minna á lögfestan rétt fatlaðs fólks til notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA). Þann 1. október sl. tóku gildi lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Eitt af markmiðum laganna er lögfesting á rétti fatlaðs fólks til notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar. Í lok desember sl. skrifaði félags- og jafnréttimálaráðherra undir reglugerð um NPA. Til að formgera og auka gæðin við framkvæmd NPA hefur samhliða setningu reglugerðarinnar um NPA verið tekin ákvörðun um að endurskoða eyðublöð vegna samkomulags um vinnustundir, einstaklingssamninga og starfssamninga. Samningarnir eru í vinnslu, einhverjir tilbúnir og aðrir að verða klárir. Handbók um NPA er einnig í endurskoðun á grundvelli reglugerðarinnar um NPA og er gert ráð fyrir því að ný útgáfa verði tilbúin í lok febrúar. Félagsmálaráð - 226 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Lagt fram rafbréf frá NPA- miðstöðinni þann 30.janúar 2019 þar sem verið er að minna á að þann 21. desember 2018 hafi verið undirrituð ný reglugerð um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) af félags- og jafnréttismálaráðherra. Tekið er fram að í reglugerðinni séu að finna ýmis ákvæði er varða framkvæmd NPA sem skortur hefur verið á fram til þessa s.s. varðandi umsýslu, ferli umsókna, fræðslu, fjárhagslega framkvæmd og fleira. NPA miðstöðin vill benda sveitarfélögum á að reglugerðin sé komin til framkvæmda og því beri sveitarfélögum að aðlaga NPA þjónustu sína til samræmis við ákvæði reglugerðarinnar. Félagsmálaráð - 226 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir raferindi dags. 31.01.2019 frá nefndarsviði Alþingis. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra (Framkvæmdasjóð aldraðra) 306.mál. Þess er óskað að umsagnir berist eigi síðar en 21. febrúar nk. Félagsmálaráð - 226 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Lögð voru fram drög að nýrri Jafnréttisáætlun Dalvíkurbyggðar í stað Mannréttindastefnu sveitarfélagsins frá 2016. í lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla segir í 12.gr.að jafnréttisnefndir skulu hafa umsjón um gerð jafnréttisáætlana til fjögurra ára sem leggja skal fram til samþykktar í viðkomandi sveitarstjórn eigi síðar en ári eftir sveitarstjórnarkosningar.

  Málið var tekið fyrir á síðasta fundi félagsmálaráðs, 225. fundi ráðsins. Þar var bókað: Lögð voru fram drög að nýrri jafnréttisáætlun Dalvíkurbyggðar í stað mannréttindastefnu sveitarfélagsins frá 2016. í lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla segir í 12.gr.að jafnréttisnefndir skulu hafa umsjón um gerð jafnréttisáætlana til fjögurra ára sem leggja skal fram til samþykktar í viðkomandi sveitarstjórn eigi síðar en ári eftir sveitarstjórnarkosningar. Sbr. fund félagsmálaráðs 26. júní 2018, 219 fund.

  Félagsmálaráð kynnti sér drögin. Ákveðið að fara betur yfir þau og klára afgreiðslu á næsta fundi ráðsins.
  Félagsmálaráð - 226 Félagsmálaráð samþykkir jafnréttisáætlun Dalvíkurbyggðar með 5 greiddum atkvæðum og felur starfsmönnum félagsmálasviðs að lesa yfir og laga texta. Félagsmálaráð leggur til að jafnréttisáætlunin verði kynnt fyrir stjórnendum sveitarfélagsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar. Eru því allir liðir hennar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn, 10. liður er sér liður á dagskrá.

8.Íþrótta- og æskulýðsráð - 107, frá 17.01.2019

Málsnúmer 1901013FVakta málsnúmer

 • Íþrótta- og æskulýðsráð - 107 Tekin var fyrir ábending sem kom vegna röðunar á styrkjum úr afreks- og styrktarsjóði. Íþrótta- og æskulýðsrá samþykkir að færa Rebekku Lind Aðalsteinsdóttur upp um einn flokk og fær hún því styrk að upphæð 75.000.- Mismunur að upphæð 45.000 bókast á lykil 9110-06800.

  Annars fór þessi fundarliður fram á opnu boði íþrótta- og æskulýðsráðs í Menningahúsinu Bergi kl. 17:00. Afhentir voru styrkir til einstaklinga úr afreks- og styrktarsjóði fyrir árið 2018.
  Eftirtaldir aðilar fengu syrk úr sjóðnum
  Harpa Hrönn Sigurðardóttir
  - Knattspyrna
  Rebekka Lind Aðalsteinsdóttir
  - Skíði og knattspyrna
  Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir
  - Skíði og knattspyrna
  Hjörleifur H Sveinbjarnarson
  - Hestar og sund
  Amalía Nanna Júlíusdóttir
  - Sund
  Arnór Snær Guðmundsson
  - Golf
  Agnes Fjóla Flosadóttir
  - Sund
  Gunnlaugur Rafn Ingvarsson
  - Knattspyrna
  Svavar Örn Hreiðarsson
  - Hestar
  Guðni Berg Einarsson
  - Skíði
  Ingvi Örn Friðriksson
  - Kraftlyftingar
  Amanda Guðrún Bjarnadóttir
  - Golf
  Viktor Hugi Júlíusson
  - Frjálsar
  Elvar Freyr Jónsson
  - Knattspyrna
  Brynjólfur Máni Sveinsson
  - Skíði

  að auki fengu þrjú félög styrki:

  Skíðafélag Dalvíkur fékk styrk fyrir verkefnin:
  Allir læra á skíði:
  Verkefnið er samstarfsverkefni skíðafélagsins og grunnskólanna í Dalvíkurbyggð, og fellst í því að börn í 1.bekk koma 5-6 sinnum í fjallið þar sem þau verja íþrótta-tímanum á skíðum. Þeir sem ekki eru skíðandi fá viðeigandi kennslu og læra grunn-undirstöðuatriði undir leiðsögn starfsmanna skíðasvæðisins og íþróttakennara. Félagið hefur lagt mikið upp úr því að leggja til búnað fyrir þá sem ekki eiga, og voru keypt nokkur "sett" fyrir nokkrum árum. Í ár mun félagið einnig bæta við búnaði fyrir yngstu iðkendurna sem ekki eiga skíði. Með þessu verkefni vill félagið leggja sitt að mörkum í því að kynna íþróttina fyrir öllum börnum sveitarfélagsins og þannig styrkja stöðu sveitarfélagsins sem heilsueflandi samfélag.
  Snjór um víða veröld:
  Snjór um víða veröl er verkefni þar sem skíðasvæðum víðsvegar um heim býðst að taka þátt hvert á sýnu forsendum. Félagið hefur undanfarin ár tekið þátt í verkefninu - en verkefnið er kostað að fullu af hverju svæði sem tekur þátt. Skíðafélag Dalvíkur hefur lagt mikinn metnað í að gera daginn skemmtilegan og fjölbreyttan fyrir alla sem á svæðið mæta. Fyrst ber að nefna að frítt er í lyftur þennann dag, settar eru upp fjölbreyttar þrautir í fjallið fyrir unga sem aldna, troðnar eru göngubrautir ef aðstæður leyfa ásamt því að ýmsar kynningar á skíðaíþróttinni hafa verið haldnar í kringum, eða á deginum. Öllum er boðið upp á heitt kakó og kringlur/kleinur og reynt að skapa skemmtilega fjölskyldu stemningu í fjallinu.

  Hestamannafélagið Hringur fékk styrk vegna keppnishóps og Æskulýðsstarfs:
  Félagar í Hring eru þess vel meðvitaðir að framtíð félagsins byggir á góðu og öflugu æskulýðsstarfi. Því hafa þeir um árabil lagt rækt við unga fólkið í félaginu og boðið því upp á ýmis reiðnámskeið og fjölbreytt félagsstarf. Samhliða þessu öfluga barna- og unglingastarfi verður settur á fót sérstakur keppnishópur þar sem gert er ráð fyrir 6 iðkendum sem myndu æfa í þremur hópum (tveir og tveir í einu), einu sinni í viku frá febrúar út maí. Alls yrðu það 15 æfingar fyrir hvern iðkanda og 45 æfingar í heildina. Gert er ráð fyrir sjö einkatímum fyrir hvern iðkanda í tengslum við keppnir, hálftíma í senn.

  Knattspyrnudeild Dalvík/Reynir fékk styrk þar sem meistaraflokkur Dalvíkur/Reynis varð í sumar Íslandsmeistari í 3.deild karla. Liðið náði frábærum árangri en fyrir tímabil var liðinu spáð einu af fallsætum deildarinnar. Mikil og skemmtileg stemning myndaðist í kringum liðið, vel var mætt á heimaleiki. Liðið var að stærstum hluta byggt upp á heimamönnum og skapaðist ákveðin stemning með því. Ungir og efnilegir leikmenn okkar fengu gott umtal og létu taka eftir sér. Gott starf er unnið í kringum félagið.

  Íþrótta- æskulýðsráð veiti einnig Atla Viðari Björnssyni heiðursverðlaun ráðsins fyrir framúrskarandi feril í knattspyrnu.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Íþrótta- og æskulýðsráð - 107 Þessi fundarliður fór fram á opnu boði íþrótta- og æskulýðsráðs í Menningahúsinu Bergi kl. 17:00 og stóð til 17:50. Ekki var fleira gert eftir athöfnina og fundi slitið.

  Þórunn Andrésdóttir, formaður íþrótta- og æskulýðsráðs bauð gesti velkomna og bauð gestum að þiggja veitingar.

  Tilnefndir til Íþróttamanns Dalvíkurbyggðar 2018 voru eftirfarandi:
  Andrea Björk Birkisdóttir - Skíðafélag Dalvíkur
  Amanda Guðrún Bjarnadóttir - Golfklúbburinn Hamar
  Ingvi Örn Friðriksson - tilnefndur af íþrótta- og æskulýðsráði eftir ábendingu frá Kraftlyftingarfélagi Akureyrar.
  Snorri Eldjárn Hauksson - Knattspyrna - Dalvík/Reynir
  Svavar Örn Hreiðarsson - Hestamannafélagið Hringur
  Viktor Hugi júlíusson - Frjálsíþróttadeild UMFS

  Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2018 er Amanda Guðrún Bjarnadóttir kylfingur GHD.

  Íþrótta- og æskulýðsráð óskar öllum þeim sem tilnefndir voru til hamingju með tilnefninguna og Amöndu Guðrúnu til hamingju með að vera Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2018.

  Íþrótta- og æskulýðsráð þakkað öllum þeim sem aðstoðuðu við undirbúning á kjörinu og nemendum Tónlistarskólans á Tröllaskaga fyrir tónlistarflutning á athöfninni.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, er því fundargerðin lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.

9.Íþrótta- og æskulýðsráð - 108, frá 05.02.2019

Málsnúmer 1902002FVakta málsnúmer

 • Í framhaldi af úthlutun íþrótta- og æskulýðsráð úr afreks- og styrktarsjóði var ákveðið að yfirfara reglur um styrktarsjóð íþrótta- og æskulýðsráðs og vinnureglur tengdar þeim. Íþrótta- og æskulýðsráð - 108 Ráðið samþykkir með 5 atkvæðum að þau drög sem unnin voru á fundinum verði send íþróttafélögum í Dalvíkurbyggð til umsagnar og reglurnar svo teknar upp til umræðu á vorfundi íþrótta- og æskulýðsráðs. Frekari afgreiðslu frestað. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Farið yfir stöðuna á verkefninu Heilsueflandi samfélag. Verið er að skipa nýjan vinnuhóp og verður vinnuhópurinn kallaður saman við fyrsta tækifæri. Íþrótta- og æskulýðsráð - 108 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir starfsemi félagsmiðstöðvarinnar og breytingum sem gerðar hafa verið á starfi íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Nú sinnir íþrótta- og æskulýðsfulltrúi a.m.k. tveimur opnunum í viku og stýrir klúbbastarfi félagsmiðstöðvarinnar. Íþrótta- og æskulýðsráð - 108 Íþrótta- og æskulýðsráð fagnar aukinni áherslu á starfsemi félagsmiðstöðvar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir ungmennaþingi sem haldið var í janúar. Á því þingi var kosið nýtt ungmennaráð til næstu tveggja ára.
  Eftirtaldir aðilar voru kosnir inn í ungmennaráð Dalvíkurbyggðar 2019-2021

  Daníel Rosazza
  Magnús Rosazza
  Rebekka Ýr Davíðsdóttir
  Þormar Ernir Guðmundsson
  Þröstur Ingvarsson
  Íþrótta- og æskulýðsráð - 108 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Rætt um mikilvægi þess að gera verk- og tímaáætlun íþrótta- og æskulýðsráðs. Einnig rætt hvað eigi heima í slíkri áætlun, s.s. á hvaða tíma skuli auglýsa eftir styrkjum í afreks- og styrktarsjóð, vorfundur íþrótta- og æskulýðsráðs sem og aðrir fastir árlegir liðir. Íþrótta- og æskulýðsráð - 108 íþrótta- og æskulýðsfulltrúa er falið að vinna að tíma- og verkáætlun fyrir íþrótta- og æskulýðsráð. Gert er ráð fyrir því að áætlunin verði tilbúin fyrir næsta fund ráðsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar. Er því fundargerðin lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.

10.Landbúnaðarráð - 124, frá 14.02.2019

Málsnúmer 1902010FVakta málsnúmer

 • Til kynningar endurskoðaðar samþykktir um hunda og kattahald í Dalvíkurbyggð Landbúnaðarráð - 124 Farið var yfir tillögur að breytingum og sviðsstjóra falið að leggja fyrir ráðið uppfærð drög á næsta fundi. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Undir þessum lið komu þau Gitta Ármannsdóttir, Jónas Þór Leifsson og Snorri Snorrason kl. 10:17
  Til umræðu staða endurbóta á fjallgirðingunni á Árskógsströnd 2019.

  Landbúnaðarráð - 124 Þau Gitta, Jónas Þór og Snorri víku af fundi kl. 11:24

  Landbúnaðarráð þakkar þeim fyrir komuna.
  Farið var yfir stöðu fjallgirðingarmála í Árskógsdeild.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, er því fundargerðin lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.

11.Menningarráð - 72, frá 07.02.2019

Málsnúmer 1902001FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
2. liður, sér liður á dagskrá.
3. liður.
 • Erindi frá Björk Eldjárn Kristjánsdóttur þar sem hún óskar eftir tímabundnu launalausu leyfi frá starfi sínu sem bókavörður II á Bóka- og héraðsskjalasafni Dalvíkurbyggðar vegna afleysingar á starfi forstöðumanns safna. Afleysingin er tímabundin og varir á meðan á fæðingarorlofi forstöðumanns safna stendur sem áætlað er frá um miðjum janúar og fram í miðjan desember 2019, eða í allt að 11 mánuði. Menningarráð - 72 Menningarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að veita Björk umbeðið launalaust leyfi til allt að 11 mánaða vegna þessara sérstöku aðstæðna. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Farið yfir vinnureglur menningarráðs vegna úthlutunar styrkja af framlagi til menningarmála. Í þeim kemur fram á ráðið auglýsir í upphafi árs eftir umsóknum um styrki úr Menningar-og viðurkenningarsjóði menningarráðs Dalvíkurbyggðar fyrir það ár.

  Farið yfir drög að auglýsingu um umsóknir í sjóðinn.
  Menningarráð - 72 Menningarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum breytingar á vinnureglum menningarráðs vegna úthlutunar styrkja af framlagi til menningarmála og vísar þeim til samþykkis í sveitarstjórn.

  Menningarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að auglýsinga eftir styrkumsóknum í Menningar-og viðurkenningarsjóð Dalvíkurbyggðar. Auglýsingin fari út 20. febrúar n.k. og birtist á heimasíðu og í staðarblöðum. Umsóknarfrestur renni út þann 15. mars n.k. Sveitarstjóra falið að ganga frá auglýsingum og uppfæra upplýsingar um sjóðinn á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
 • Á 894.fundi byggðaráðs þann 24.01.2019 var eftirfarandi bókað:
  "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beina því til menningarráðs að skoða þann möguleika að Ungó verði auglýst laust til leigu á ársgrundvelli með skilyrði um að Leikfélag Dalvíkur hafi húsið til afnota vegna 2ja - 3ja sýninga á ári.
  Byggðaráð beinir því jafnframt til menningarráðs að húsið verði auglýst aftur til leigu þar sem útleiga síðasta árs var til reynslu og ákveðið þá í upphafi reynslutíma að húsið yrði auglýst til leigu að nýju."
  Menningarráð - 72 Menningarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Ungó verði auglýst til leigu á ársgrundvelli með þeim skilmálum að í samningi um útleigu sé Leikfélagi Dalvíkur tryggt húsnæðið vegna uppsetningar sýninga tvö tímabil að vetri. Í auglýsingu sé áskilinn réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Vísað til samþykktar sveitarstjórnar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
  Katrín Sigurjónsdóttir.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu menningarráðs.
 • Lagt fram bréf frá Þjóðskjalasafni Íslands dags 18.desember 2018 um starfsemi héraðsskjalasafna. Hvatt er til þess að sveitarstjórnarstigið í samstarfi við ríkisvaldið skoði málaflokkinn í heild sinni en að mati skýrsluhöfunda er ljóst að starfsemi héraðsskjalasafna er víða áfátt.

  Einnig lögð fram skýrsla um starfsemi héraðsskjalasafna og skýrsla um starfsemi Héraðsskjalasafns Svarfdæla. Skýrslurnar eru unnar úr eftirlitskönnun Þjóðskjalasafns Íslands með starfsemi héraðsskjalasafna sem fram fór á árinu 2017.
  Menningarráð - 72 Menningarráð hefur kynnt sér skýrslurnar og meginniðurstöður og athugasemdir skýrslu um Héraðsskjalasafn Svarfdæla. Menningarráð samþykkir að fara í heimsókn á Héraðsskjalasafnið í upphafi næsta fundar ráðsins og fara yfir athugasemdir skýrslunnar með forstöðumanni safna. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Þann 21.september 2017 var á dagskrá menningarráðs umræða um myndir af oddvitum, hrepps- og sveitarstjórum í Dalvíkurbyggð. Niðurstaða þess fundar var að Menningarráð tekur vel í hugmyndina og leggur til að sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs verði falið að útfæra hugmyndina í samræmi við umræður á fundinum og koma með tillögu á næsta fund menningarráðs.

  Farið var yfir málið á fundinum.
  Menningarráð - 72 Menningarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að þetta sé ekki forgangsverkefni að sinni. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

12.Umhverfisráð - 315, frá 08.02.2019

Málsnúmer 1902004FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
3. liður, sér liður á dagskrá.
5. liður.
6. liður.
7. liður.
9. liður.
 • 12.1 201809045 Framkvæmdir 2019
  Undir þessum lið kom inn á fundinn Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri kl. 08:15
  Valur Þór fór yfir þau verkefni sem fyrirhuguð eru á næstunni og stöðu þeirra sem í gangi eru.
  Umhverfisráð - 315 Valur Þór vék af fundi kl. 09:58
  Ráðið þakkar Vali fyrir gagnlegar umræður og óskar eftir að fá upplýsingar um stöðu hreinsunarátaks 2019 fyrir næsta fund.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Til kynningar nýjar hugmyndir eigenda að Goðabraut 3 0201, Dalvík vegna íbúðar á efstu hæð. Umhverfisráð - 315 Umhverfisráð getur ekki tekið afstöðu miðað við fyrirliggjandi gögn og óskar eftir skuggavarpsmyndum á grunndvelli fyrirliggjandi uppdráttar.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 12.3 201901044 Deiliskipulag Hauganesi
  Undir þessum lið komu inn á fundinn þau Árni Ólafsson, Ágúst Hafsteinsson og Lilja Filippusdóttir kl. 09:13
  Lögð var fram skipulagslýsing þar sem m.a. er gerð grein fyrir viðfangsefni og helstu forsendum.
  Umhverfisráð - 315 Umhverfisráð leggur til að auglýsa skipulagslýsingu í samræmi við 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Jafnframt leggur ráðið til að haldinn verði kynningarfundur á skipulagslýsingunni þann 25. febrúar 2019 og hún jafnframt kynnt almenningi á vef sveitarfélagsins, www.dalvikurbyggd.is.
  Kynningartíminn verði frá og með 21. febrúar 2019 til og með 7. mars 2019.
  Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
 • 12.4 201402123 Deiliskipulag Fólkvangs
  Til umræðu samantekt skipulagsráðgjafa eftir íbúafund sem haldin var 14. desember 2018 vegna fyrirhugaðs deiliskipulags fólkvangsins í Böggvisstaðarfjalli. Einnig voru lagðar fram ábendingar sem bárust á auglýsingatíma. Umhverfisráð - 315 Umhverfisráð leggur til að skipulagsráðgjöfum verði falið að vinna drög að deiliskipulagi.
  Ráðið óskar eftir að eftirfarandi breytingar verði gerðar á tillögunni.
  1. Ekki verði gert ráð fyrir golfvelli í fólkvanginum,
  þar sem vilji íbúa í íbúakosningu er virtur.
  2. Endurskoða efri hluta vélsleðaleið.
  3. Fella út skjólbelti upp með skíðalyftum.
  4. Fella út skautasvell á Stórhólstjörn.
  5. Bæta við fleiri upplýstum stígum norðan við Brekkuselsveg.
  6. Fella út tillögu A um staðsetningu á stólalyftu samþykkt.
  6. Fella út tillögu A um staðsetningu á barnalyftu samþykkt.

  Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Árni Ólafsson arkitekt mætir á fundinn og fer yfir og ræðir meginatriði endurskoðunar aðalskipulagsins s.s. helstu viðfangsefni, forsendur og efnistök. Umhverfisráð - 315 Þau Árni, Ágúst og Lilja viku af fundi kl. 11:05
  Umhverfisráð leggur til að samið verði við Teiknistofu Arkitekta um endurskoðun aðalskipulags Dalvíkurbyggðar
  Ráðið felur sviðsstjóra að tilkynna Skipulagsstofnun endurskoðun á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.
 • Með innsendu erindi dags. 3. febrúar 2019 óskar Ottó Biering Ottósson eftir lóðinni við Hringtún 17. Jafnframt er óskað eftir breytingum á lóð samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti. Umhverfisráð - 315 Umhverfisráð leggur til að sviðsstjóra sé falið að grenndarkynna óverulegt frávik á deiliskipulagi Hóla- og túnahverfis.
  Breytingin felst í stækkun á byggingarreit innan lóðarinnar.
  Send verða út kynningargögn á næstu nágranna.
  Komi ekki fram athugasemdir frá nágrönnum veitir umhverfisráð sviðsstjóra heimild til að veita umsækjanda lóðina.

  Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.
 • Með innsendu erindi dags. 3. febrúar 2019 óskar Ottó Biering Ottósson eftir lóðinni við Hringtún 19. Jafnframt er óskað eftir breytingum á lóð samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti. Umhverfisráð - 315 Umhverfisráð leggur til að sviðsstjóra sé falið að grenndarkynna óverulegt frávik á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis.
  Breytingin felst í stækkun á byggingarreit innan lóðarinnar.
  Send verða út kynningargögn á næstu nágranna.
  Komi ekki fram athugasemdir frá nágrönnum veitir umhverfisráð sviðsstjóra heimild til að veita umsækjanda lóðina.

  Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.
 • Lögð fram tillaga að nýjum byggingarreit við Lokastíg 3, Dalvík. Umhverfisráð - 315 Umhverfisráð leggur til að sviðsstjóra sé falið að grenndarkynna óverulegt frávik á deiliskipulagi Lokastígs 3.
  Breytingin felst í tilfærslu á byggingarreit innan lóðarinnar.
  Send verða út kynningargögn á næstu nágranna.

  Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Með innsendu erindi dags. 21. desember 2018 óskar Umhverfisstofnun eftir tilnefningu fulltrúa sveitarfélagsins í vatnasvæðanefnd í samræmi við lög nr. 36/2011 og reglugerð 935/2011 um stjórn vatnamála. Umhverfisráð - 315 Umhverfisráð leggur til að tilnefna sviðsstjóra Umhverfis- og tæknisviðs sem fulltrúa Dalvíkurbyggðar
  Samþykkt samhjóða með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og tilnefningu á fulltrúa Dalvíkurbyggðar í vatnasvæðanefnd.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar.

13.Ungmennaráð - 19, frá 14.01.2019

Málsnúmer 1901010FVakta málsnúmer

 • 13.1 201812091 Þing ungmenna 2019
  Ungmennaráð - 19 Ungmennaráð vann að undirbúningi ungmennaþings sem fram fer fimmtudaginn 24. janúar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til máls tók:
  Þórhalla Karlsdóttir.

  Lagt fram til kynningar.

  Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar og er hún því lögð fram til kynningar.

14.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 82, frá 06.02.2019

Málsnúmer 1901016FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
5. liður.
7. liður.
8. liður.
 • Vinna við niðurrekstur á stálþili og vinnu við landfyllingu er lokið. Fyrir fundinum liggur fundargerðir 8. verkfundar, sem staðfest var 27. september, 9. verkfundar, sem staðfest var 22.október og 10. verkfundar sem staðfest var 17. desember, sem er jafnframt síðasta verkfundargerðin því framkvæmdum er lokið. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 82 Lagðar fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Fyrir fundinum lá fundargerð 409. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var föstudaginn 18. janúar 2019 kl. 11:00. Fundurinn var haldinn var í Hlaðbúð, Borgartúni 30 í Reykjavík. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 82 Lögð fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Með bréfi sem dagsett er 17. 12.2018, óskar Þjóðskrá Íslands eftir upplýsingum hvaða veitur þjóna Dalvíkurbyggð. Með veitum er átt við:

  Vatnsveitu (kalt vatn)
  Hitaveitur (heitt vatn)
  Rafmagnsveitur
  Frárennslisveitur

  Einnig kannar Þjóðskrá Íslands hvort sveitarfélagið hafi möguleika á að afhenda gögn um veitur og lagnir þeirra þannig að hægt sé að skoða þau í landupplýsingakerfi.
  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 82 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra að senda umbeðin gögn á stafrænu formi til Þjóðskrár. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Í fjárhagsáætlun yfirstandandi árs er gert ráð fyrir því að halda áfram að kanna möguleika á smávirkjunum í Dalvíkurbyggð.

  Í fyrsta áfanga verkefnisins fékk Dalvíkurbyggð Verkfræðistofuna Mannvit til þess að skoða þá valkosti sem eru til staðar í Dalvíkurbyggð og í febrúar 2015 var lögð fram skýrsla um úttekt á valkostum. Þetta verkefni sem nú er verið að ýta af stað er að taka á annað stig með því að vinna úr gögnum sem fyrir liggja og þá einnig leita eftir styrkjum í verkefnið.
  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 82 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða, að fela sviðsstjóra að leita samninga við Mannvit um frekari samantekt gagna og undirbúningsrannsóknir vegna smávirkjanna. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Hitaveita Dalvíkur sendir til Orkustofnun skýrslu um nýtingu á heitu vatni frá virkjunarsvæðinu að Brimnesborgum. Samkvæmt áðurnefndri skýrslu skiptist selt vatnsmagn af heitu vatni frá Brimnesborgum með eftirfarandi hætti:

  Árskógsströnd
  56.478 m3
  Hauganes
  51.963 m3
  Árskógssandur
  55.335 m3
  Svarfaðardalur
  109.614 m3
  Dalvík
  138.747 m3
  Samtals 412.137 m3

  Eins og sést á þessum tölum þá hefur selt vatnsmagn á árinu 2018 farið yfir 400.000 m3. Á árinu 2014 var gengið frá kaupum á vatnsmagni frá virkjunarsvæðinu að Brimnesborgum að 400.000 m3. Að framansögðu þá virkjast viðbótargreiðsla samkvæmt viðauka við framangreindan samning um jarðhitaréttindi, dags. 21. ágúst 2008, sbr. 1. lið 3. mgr. 2. gr. viðaukans en þar segir:

  Í hvert sinn þegar því marki hefur verið náð að selt vatnsmagn hefur aukist um 50.000 rúmmetra þá verði greiddar kr. 859.328. Seljendur eiga skv. þessu rétt á þessum greiðslum þegar selt vatnsmagn fer yfir 400.000 m3.

  Sundurliðun á greiðslu fyrir jarðhitaréttindi er erftifarandi:
  Lóðarleiga samkvæmt samningi frá 1997 kr. 430.313,-
  Kaup á viðbótarréttindum 50.000 m3 kr. 1.292.770,-
  Samtals kr. 1.723.083,-


  Að framansögðu verður næstu kaup á viðbótarréttindum samkvæmt viðbótarsamningi frá 2008 er þegar selt vatnsmagn fer yfir 450.000 m3 samkvæmt árlegri skilagrein til Orkustofnunar.
  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 82 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra að senda greiðslu vegna jarðhitaréttinda til landeigenda samkvæmt samningi. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.
 • Í samningi um jarðhitaréttindi, dags. 21. ágúst 2008, sbr. 1. lið 3. mgr. 2. gr. viðaukans en þar segir:

  Í hvert sinn þegar því marki hefur verið náð að selt vatnsmagn hefur aukist um 50.000 rúmmetra þá verði greiddar kr. 859.328. Seljendur eiga skv. þessu rétt á þessum greiðslum þegar selt vatnsmagn hefur náð 400.000 m3.

  Að öllu venjulegu þá hefði einungis verið greidd lóðaleiga samkvæmt fyrri samningi um vatnsréttindi en gert var ráð fyrir slíkri greiðslu í fjárhagsáætlun.
  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 82 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða, með fimm atkvæðum, að óska eftir viðauka vegna þessarar samningsbundnu greiðslu. Kostnaður vegna þess greiðist af auknum tekjum vegna vegna meiri vatnssölu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Með bréfi sem dagsett er 28.01.2019 og undirritað af Lilju Björk Reynisdóttur og Sveinbirni Hjörleifssyni, kemur fram að þau telja að vatnslögnin sé í einkaeigu og rotþróin hafi verið sett niður af þeim.

  Í kaupsamningi að Refaskála í landi Ytra-Holts frá 22.08.1990 er ekki tekið fram að vatnslögn sé með í kaupunum. Það er tekið fram að semja verður við jarðareiganda um lóðarleigusamning undir fasteignina sem er Bæjarsjóður Dalvíkur.
  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 82 Veitu- og hafnaráð staðfestir samhljóða með fimm atkvæðum þá afgreiðslu sem hefur verið gerð við álagningu vatnsgjalds og fráveitugjalds vegna álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2019 hesthúsin að Hringsholti í landi Ytra-Holts. Verði frekari gögn lögð fram um eignarhald verður þessi ákvörðun endurskoðuð. Einnig er fulltrúm bréfritara boðið til samtals ef vilji er fyrir því. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.
 • Með bréfi frá Ottó B. Jakobssyni, sem dagsett er 27. desember 2018 óskar hann eftir skýringum á álagningu vatnsgjalds, íbúðarhús, fráveitugjalds rotþró og fráveitugjalds rotþró fast gjald. Hann vekur athygli á því að um frístundabúskap er að ræða hjá honum.
  Umrædd álagning er gerð samkvæmt gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar annars vegar og hins vegar samkvæmt gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar.
  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 82 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða, með fimm atkvæðum, að álagning vatnsgjalds skuli taka mið af vatnsgjaldi vegna útihúsa og einnig að endurgreiða Ottó oftekið vatnsgjald en rotþróargjaldið standi óbreytt enda greiddi Fráveita Dalvíkurbyggðar niðursetningu hennar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

15.Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 23

Málsnúmer 1902005FVakta málsnúmer

 • 15.1 201902040 Framkvæmdastjóri Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses
  Undir þessum lið kom á fund stjórnar Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, kl. 8:15.

  Á 829. fundi byggðaráðs þann 9. ágúst 2017 var eftirfarandi bókað og samþykkt:
  4.
  201608105 - Búsetuúrræði fatlaðra ungmenna í Dalvíkurbyggð

  Samkvæmt tölvupósti og símtali 8. ágúst 2017 við Rún Knútssdóttur hjá Velferðarráðuneytinu þarf sveitarstjórn að tilnefna bráðabirgðastjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses. Sú stjórn heldur stofnfund, gerir stofnfundargerð og staðfestir samþykktir og undirritar. Samþykktir og stofnfundargerð er svo sent til ráðuneytis og sjálfseignarstofnunarskrár til yfirlestrar og samþykktar.
  Byggðarráð þarf því að tilnefna 3 aðalmenn og 3 varamenn í stjórn LD hses. Jafnframt þarf að tilnefna framkvæmdastjóra og endurskoðanda til bráðbirgða.

  Byggðarráð tilnefnir, til bráðabirgða, eftirfarandi í stjórn LD hses:

  Aðalmenn: Valdís Guðbrandsdóttir, Börkur Þór Ottósson og Heiða Hilmarsdóttir.

  Varamenn: Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, Bjarni Th. Bjarnason og Eyrún Rafnsdóttir.

  Byggðarráð tilnefnir, til bráðabirgða, framkvæmdastjóra: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir

  Byggðarráð tilnefnir, til bráðabirgða, sem endurskoðanda: Þorsteinn Þorsteinsson, KPMG.

  Sveitarstjóri gerði grein fyrir að Guðrún Pálína hefur óskað eftir að losna undan hlutverki framkvæmdastjóra vegna anna í starfi.

  Til umræðu ofangreint og hvaða valkostir eru í stöðunni.

  Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 23 Frekari umfjöllun og afgreiðslu frestað.
 • 15.2 201802004 Undirbúningur framkvæmda
  Á 22. fundi stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar þann 9. janúar 2019 var eftirfarandi bókað:
  "Á 21. fundi stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar var meðal annars eftirfarandi bókað:

  "Á fundinum var tekið saman svar til Kötlu ehf. við ofangreindu svarbréfi móttekið þann 2. janúar s.l. og varðandi þá spurningu sem kemur fram í rafpósti Kötlu ehf. dagsettur þann 3. janúar 2019 um svar strax eftir fund stjórnar hvort samningar náist.

  Eftir yfirferð á fundinum þá liggur fyrir að nokkrum álitaefnum er ósvarað sem leita þarf svara við frá ráðgjöfum og því næst ekki að ljúka svarbréfi á þessum fundi."

  Á fundinum var áfram unnið að svarbréfi til Kötlu ehf. út frá þeim upplýsingum sem aflað hefur verið á milli funda.
  a) Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi svarbréf til Kötlu ehf., dagsett þann 9. janúar 2019, þar sem samantekið kemur fram að það er niðurstaðan að stjórnin telur fullreynt að hægt sé að ná samkomulagi og tilkynnir að viðræðum um gerð verksamnings er slitið. Óskað er eftir skriflegri staðfestingu frá Kötlu ehf. um ofangreind málalok.
  b) Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að verkið verði boðið út í opnu útboði í samræmi við lög um opinber innkaup.
  c) Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Ágústi Hafsteinssyni hjá Form ráðgjöf að hanna útboðsgögn og undirbúa væntanlegt útboð og felur jafnframt Berki Þór Ottóssyni áframhaldandi samskipti við Ágúst varðandi framkvæmd útboðs, en ekki þó fyrr en búið er að ganga frá öllu er varðar a) lið hér að ofan."

  Á fundinum var farið yfir framvindu málsins og samkvæmt nýjum upplýsingum þá liggur fyrir að Katla ehf. er tilbúið að ná samkomulagi við Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses á grundvelli þeirra forsenda sem stjórnin hefur sett fram í drögum að verksamningi, þar með talið samningsverð og útreikninga á því.

  Til umræðu ofangreint.

  Katrín Sigurjónsdóttir vék af fundi kl. 9:30.
  Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 23 Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir við Ágúst Hafsteinsson hjá Form ráðgjöf ehf. og Árna Pálsson hjá PACTA lögmönnum að þeir í sameiningu boði Jón Inga Sveinsson f.h. Kötlu ehf. á sinn fund fyrir helgi til að fara yfir drög að verksamningi sem liggja fyrir og taka til umfjöllunar þau atriði sem stjórnin hefur gert athugasemdir við með því markmiði að reyna að ná samningi. Þau samningsdrög yrðu þá síðan lögð fyrir stjórnina til umfjöllunar og afgreiðslu.
  Stjórnin veitir lokafrest til mánudagsins 28. janúar n.k. að allt liggi klárt fyrir til umfjöllunar stjórnar þannig að hægt verði þá að boða sem fyrst til stjórnarfundar

  Bókun fundar Enginn tók til máls. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 24

Málsnúmer 1902006FVakta málsnúmer

 • 16.1 201802004 Undirbúningur framkvæmda
  Vísað er í fund stjórnar frá 23. janúar s.l.

  Fundur Ágústar Hafsteinssonar frá Form ráðgjöf ehf og Árna Pálssonar hjá PACTA lögmönnum með Kötlu ehf. fór fram mánudaginn 28. janúar s.l.

  Fyrir fundi stjórnar lágu drög að verksamningi við Kötlu ehf ásamt drögum að skilalýsingum.

  Á fundinum var farið yfir ofangreind gögn.
  Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 24 Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjóra að senda ofangreind drög til Árna Pálssonar og Ágúst Hafsteinssonar til skoðunar með ábendingum og vangaveltum fundarmanna. Bókun fundar Enginn tók til máls. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 25

Málsnúmer 1902007FVakta málsnúmer

 • 17.1 201802004 Undirbúningur framkvæmda
  Á fundinum var farið yfir drög að verksamningi við Kötlu ehf. og drög að skilalýsingu eftir viðbrögð Árna Pálssonar og Ágústar Hafsteinssonar við ábendingum og vangaveltum stjórnar frá fundi nr. 24.

  Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 25 Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að uppfylltu tillögum LD hses að breytingum á verksamningi og skilalýsingu og að uppfylltu öllum ákvæðum varðandi skil verktaka á þeim gögnum og upplýsingum sem vantar og gert er ráð fyrir að Katla ehf. leggi fram fyrir og/eða í síðasta lagi við undirritun samningsins þá er stjórnin tilbúin að ákveða stund og stað í samráði við verktakann varðandi undirritun á verksamningi ásamt fylgigögnum.
 • 17.2 201902045 Frá Bjarna Theódór Bjarnasyni; Lausnarbeiðni sem varamaður í stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses
  Tekið fyrir erindi frá Bjarna Theódór Bjarnasyni, rafpóstur dagsettur þann 31. janúar 2019, þar sem hann óskar eftir lausn frá störfum sem varamaður í stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses.

  Til umræðu ofangreint.
  Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 25 Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu og skipan á varamanni í stjórnina til sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar, sbr. 829. fundur byggðaráðs þann 9. ágúst 2017. Bókun fundar Enginn tók til máls. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.Frá 895. fundi byggðaráðs þann 07.02.2019; Skipulagsskrá fyrir Dalbær, heimili aldraðra - tillaga.

Málsnúmer 201708042Vakta málsnúmer

Á 895. fundi byggðaráðs þann 7. febrúar 2019 var eftirfarandi bókað:
"Á 890. fundi byggðaráðs þann 13. desember 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað: "Með fundarboði byggðaráðs fylgdi a) Tillaga að skipulagsskrá fyrir Dalbæ eftir yfirferð stjórnar Dalbæjar á fundi þann 10. desember s.l. með þeim ábendingum sem fram komu á fundinum. b) Tillaga að skipulagsskrá fyrir Dalbæ eftir yfirferð sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs með ábendingum sviðsstjóra. Ofangreindum ábendingum hefur verið komið á framfæri við KPMG til skoðunar. Stjórn Dalbæjar tók einnig fyrir á fundi sínum þann 10. desember s.l. önnur gögn í tengslum við skráningu Dalbæjar sem stjórnin þarf að ganga frá og fóru hjúkrunarframkvæmdastjóri og sviðsstjóri yfir þau skjöl á vinnufundi í gær. Lagt fram til kynningar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu ofangreind drög yfirfarin af KPMG og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs. Drögin verða tekin fyrir á næsta stjórnarfundi Dalbæjar. Til umræðu ofangreind drög að skipulagsskrá fyrir Dalbæ.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að skipulagsskrá fyrir Dalbæ og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi tillaga að skipulagsskrá fyrir Dalbæj eftir yfirferð stjórnar Dalbæjar.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að skipulagsskrá Dalbæjar og felur sveitarstjóra að undirrita fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

19.Frá 894. fundi byggðaráðs þann 24.01.2019; Málstefna Dalvíkurbyggðar - tillaga.

Málsnúmer 201802007Vakta málsnúmer

Á 894. fundi byggðaráðs þann 24. janúar 2019 var eftirfarandi bókað:
"Á 886. fundi byggðaráðs þann 8. nóvember 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað hvað varðar tillögu vinnuhóps að Málstefnu Dalvíkurbyggðar: "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum drögum til umsagnar stjórnenda og að stefnan verði tekin til umfjöllunar á fundi stjórnenda þann 20. nóvember n.k. Einnig að óskað verði eftir umsögn upplýsingafulltrúa og tölvuumsjónarmanns." Ofangreindar umsagnir liggja fyrir og með fundarboði byggðaráðs fylgdi lokatillaga frá vinnuhópnum um gerð málstefnu. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að Málstefnu Dalvíkurbyggðar og vísar henni til afgreiðslu í sveitarstjórn."

Enginn tók til máls.
Sveitastjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu að Málstefnu Dalvíkurbyggðar og vísar henni til Íslenskrar málefndar og málnefndar um íslenskt táknmál til umsagnar, sbr. 130. gr. sveitarstjórnarlaga um Málstefnu sveitarfélaga.
Sveitarstjórn færir vinnuhópnum bestu þakkir fyrir vinnuna við Málstefnuna.

20.Frá 226. fundi félagsmálaráðs þann 12.02.2019; Jafnréttisáætlun 2018-2022

Málsnúmer 201901048Vakta málsnúmer

Á 226. fundi félagsmálaráðs þann 12. febrúar 2019 var eftirfarandi bókað:
"Lögð voru fram drög að nýrri Jafnréttisáætlun Dalvíkurbyggðar í stað Mannréttindastefnu sveitarfélagsins frá 2016. í lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla segir í 12.gr.að jafnréttisnefndir skulu hafa umsjón um gerð jafnréttisáætlana til fjögurra ára sem leggja skal fram til samþykktar í viðkomandi sveitarstjórn eigi síðar en ári eftir sveitarstjórnarkosningar. Málið var tekið fyrir á síðasta fundi félagsmálaráðs, 225. fundi ráðsins. Þar var bókað: Lögð voru fram drög að nýrri jafnréttisáætlun Dalvíkurbyggðar í stað mannréttindastefnu sveitarfélagsins frá 2016. í lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla segir í 12.gr.að jafnréttisnefndir skulu hafa umsjón um gerð jafnréttisáætlana til fjögurra ára sem leggja skal fram til samþykktar í viðkomandi sveitarstjórn eigi síðar en ári eftir sveitarstjórnarkosningar. Sbr. fund félagsmálaráðs 26. júní 2018, 219 fund. Félagsmálaráð kynnti sér drögin. Ákveðið að fara betur yfir þau og klára afgreiðslu á næsta fundi ráðsins.
Félagsmálaráð samþykkir jafnréttisáætlun Dalvíkurbyggðar með 5 greiddum atkvæðum og felur starfsmönnum félagsmálasviðs að lesa yfir og laga texta. Félagsmálaráð leggur til að jafnréttisáætlunin verði kynnt fyrir stjórnendum sveitarfélagsins."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu að Jafnréttisáætlun Dalvíkurbyggðar.
Sveitarstjórn þakkar fyrir vinnuna við Jafnréttisáætlunina.

21.Frá 893. fundi byggðaráðs þann 17.01.2019; Viðauki við fjárhagsáætlun; reglur Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201811070Vakta málsnúmer

Á 893. fundi byggðaráðs þann 17. janúar 2019 var eftirfarandi bókað:
"Á 887. fundi byggðaráðs þann 15. nóvember 2018 var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 7. nóvember 2018, er varðar leiðbeinandi verklagsreglur reikningsskila- og upplýsingarnefndar um gerð viðauka við fjárhagsáætlun. Það eru sérstök tilmæli nefndarinnar að bréf þetta verði lagt fyrir sveitarstjórn til umræðu og yfirferðar á núverandi verkferlum sveitarfélagsins vegna gerð viðauka og reglubundins eftirlits með framgangi rekstrarins í samanburði við fjárhagsáætlun. Til umræðu ofangreint. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að yfirfara verklagsreglur Dalvíkurbyggðar um viðauka og leggja fyrir byggðaráð drög að endurskoðun á Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar, eftir því sem við á." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að verklagsreglum Dalvíkurbyggðar vegna viðauka við fjárhagsáætlun, sem viðauki við Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tillögu að verklagsreglum."

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og tillögu verklagsreglum Dalvíkurbyggðar vegna viðauka við fjárhagsáætlun.
Sveitarstjórn þakkar fyrir vinnuna við verklagsreglurnar um viðauka.

22.Frá 896. fundi byggðaráðs þann 14.02.2019; Reglur fyrir nýsköpunar- og þróunarsjóð Dalvíkurbyggðar - tillaga.

Málsnúmer 201709014Vakta málsnúmer

Á 896. fundi byggðaráðs þann 14. febrúar 2019 var eftirfarandi bókað:
"Á 895. fundi byggðaráðs þann 7. febrúar 2019 var eftirfarandi bókað: "Á 38. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 7. nóvember 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað: ,,Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að nýjum reglum fyrir nýsköpunar- og þróunarsjóð Dalvíkurbyggðar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa reglunum eins og þær liggja fyrir til umsagnar í atvinnumála- og kynningarráði." Atvinnumála- og kynningarráð hefur kynnt sér reglurnar og gerir nokkrar tillögur að breytingum og er upplýsingafulltrúa og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að koma þeim á framfæri við byggaráð." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi ofangreind tillaga að reglum fyrir nýsköpunar- og þróunarsjóð Dalvíkurbyggðar eftir skoðun og yfirferð bæjarlögmanns, sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og upplýsingafulltrúa. Til umræðu ofangreint. Á fundinum voru gerðar nokkrar tillögur að breytingum og samþykkir byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum að vísa þeim til bæjarlögmanns og fjármála- og stjórnsýslusviðs til skoðunar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu ofangreind drög að reglum eftir yfirferð bæjarlögmanns og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs á milli funda. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að reglum Dalvíkurbyggðar um nýsköpunar- og þróunarsjóð Dalvíkurbyggðar og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og tillögu að reglum Dalvíkurbyggðar um nýsköpunar- og þróunarsjóð Dalvíkurbyggðar.

23.Frá 72. fundi menningarráðs þann 07.02.2019; Styrkveiting úr menningar-og viðurkenningarsjóði 2019

Málsnúmer 201902012Vakta málsnúmer

Á 72. fundi menningarráðs þann 7. febrúar 2019 þá var eftirfarandi bókað:
"Farið yfir vinnureglur menningarráðs vegna úthlutunar styrkja af framlagi til menningarmála. Í þeim kemur fram á ráðið auglýsir í upphafi árs eftir umsóknum um styrki úr Menningar-og viðurkenningarsjóði menningarráðs Dalvíkurbyggðar fyrir það ár. Farið yfir drög að auglýsingu um umsóknir í sjóðinn.
Menningarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum breytingar á vinnureglum menningarráðs vegna úthlutunar styrkja af framlagi til menningarmála og vísar þeim til samþykkis í sveitarstjórn. Menningarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að auglýsinga eftir styrkumsóknum í Menningar-og viðurkenningarsjóð Dalvíkurbyggðar. Auglýsingin fari út 20. febrúar n.k. og birtist á heimasíðu og í staðarblöðum. Umsóknarfrestur renni út þann 15. mars n.k. Sveitarstjóra falið að ganga frá auglýsingum og uppfæra upplýsingar um sjóðinn á heimasíðu Dalvíkurbyggðar."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu menningarráðs og breytingar á vinnureglum menningarráðs vegna úthlutunar styrkja af framlagi til menningarmála.

24.Frá 894. fundi byggðaráðs þann 24.01.2019; Samningur Dalvíkur- og Fjallabyggðar um stofnun TÁT - viðauki

Málsnúmer 201806069Vakta málsnúmer

Á 894. fundi byggðaráðs þann 24. janúar 2019 var eftirfarandi bókað:
Á 869. fundi byggðaráðs þann 22. júní 2018 var til umfjöllunar og samþykkt tillaga að viðauka við samning Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar um rekstur Tónlistarskólans á Tröllaskaga, dagsettur þann 25. ágúst 2016.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð tillaga að ofangreindum viðauka og er hann þá svo hljóðandi:
"14.gr. samnings
Aðildarsveitarfélög tónlistarskólans skuldbindi sig til að greiða allan launakosnað og launatengd gjöld vegna skólans eftir svofelldri reikniaðferð:
89% kostnaðar miðast við fjölda kennslustunda á ári á hvert sveitarfélag
11% kostnaðar miðast við íbúafjölda hvers sveitarfélags, miðað við íbúatölur Hagstofu Íslands þann 1. janúar ár hvert.
Viðbót við 14.gr.
Kostnaðarskipting aðildasveitarfélaga skal reiknuð tvisvar á ári sem hér segir:
Í febrúar ár hvert þar sem miðað er við kennslustundafjölda hvors sveitarfélags á vorönn ásamt íbúatölur Hagstofu Íslands 1. janúar sama ár.
Í september ár hvert þar sem miðað er við kennslustundafjölda hvors sveitarfélags á haustönn ásamt íbúatölur Hagstofu Íslands 1. janúar sama ár.
Kostnaður er greiddur mánaðarlega miðað við forsendur í upphafi hvers tímabils. Hvert tímabil er gert upp í lok þess miðað við kostnaðarskiptingu.
Kostnaðarskipting ársins 2018 skal reiknuð samkvæmt þessum viðauka. "

Til umræðu ofangreint sem og endurskoðun á samningi um TÁT heilt yfir.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi viðauka við samning um Tónlistarskólann á Tröllaskaga.

25.Frá 896. fundi byggðaráðs þann 14.02.2019; Endurskoðun samstarfssamnings um TÁT

Málsnúmer 201902086Vakta málsnúmer

Á 896. fundi byggðaráðs þann 14. febrúar 2019 var eftirfarandi bókað:
" Á 13. fundi skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga, dagsettur þann 8. febrúar 2019, var eftirfarandi bókað: "1. 1901100 - Endurskoðun samnings um samrekstur Tónlistarskólans á Tröllaskaga Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi endurskoðun á samstarfssamningi Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar með áorðnum breytingum. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar falið að ljúka við samningsdrögin og leggja fyrir byggðarráð Dalvíkurbyggðar og bæjarráð Fjallabyggðar. " Með fundarboði fylgdi ofangreind samningsdrög með breytingum frá fundi skólanefndar sem deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála Fjallabyggðar og sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar hafa unnið að. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind samningsdrög um samstarfssamning Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um Tónlistarskólann á Tröllaskaga og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn"

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi endurskoðun á samstarfssamningi milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um Tónlistarskólann á Tröllaskaga.

26.Frá 896. fundi byggðaráðs þann 14.02.2019; Ósk um viðauka vegna ákvæðis í samningi um vatnsréttindi að Brimnesborgum.

Málsnúmer 201902029Vakta málsnúmer

Á 896. fundi byggðaráðs þann 14. febrúar 2019 var eftirfarandi bókað:
"Á 82. fundi veitu- og hafnaráðs þann 6. febrúar 2019 var eftirfarandi bókað: "Í samningi um jarðhitaréttindi, dags. 21. ágúst 2008, sbr. 1. lið 3. mgr. 2. gr. viðaukans en þar segir: Í hvert sinn þegar því marki hefur verið náð að selt vatnsmagn hefur aukist um 50.000 rúmmetra þá verði greiddar kr. 859.328. Seljendur eiga skv. þessu rétt á þessum greiðslum þegar selt vatnsmagn hefur náð 400.000 m3. Að öllu venjulegu þá hefði einungis verið greidd lóðaleiga samkvæmt fyrri samningi um vatnsréttindi en gert var ráð fyrir slíkri greiðslu í fjárhagsáætlun. Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða, með fimm atkvæðum, að óska eftir viðauka vegna þessarar samningsbundnu greiðslu. Kostnaður vegna þess greiðist af auknum tekjum vegna vegna meiri vatnssölu." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi viðaukabeiðni sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs að upphæð kr. 1.136.201 við lykil 47310-4495. Gert er ráð fyrir aukinni sölu á vatni.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 6/ 2019 að upphæð kr. 1.136.201 við deild 47310 og lykil 4495. Viðaukanum verði mætt með hækkun á tekjum hitaveitu þannig að liður 47010-0222 hækki um kr. - 1.136.201 á móti."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 6 / 2019 að upphæð kr. 1.136.201 við deild 47310 og lykil 4495. Viðaukanum verði mætt með hækkun á tekjum hitaveitu þannig að liður 47010-0222 hækki um kr. - 1.136.201 á móti.

27.Frá 315. fundi umhverfisráðs þann 08.02.2019; Deiliskipulag Hauganesi - skipulagslýsing.

Málsnúmer 201901044Vakta málsnúmer

Á 315. fundi umhverfisráðs þann 8. febrúar 2019 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu inn á fundinn þau Árni Ólafsson, Ágúst Hafsteinsson og Lilja Filippusdóttir kl. 09:13 Lögð var fram skipulagslýsing þar sem m.a. er gerð grein fyrir viðfangsefni og helstu forsendum.
Umhverfisráð leggur til að auglýsa skipulagslýsingu í samræmi við 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt leggur ráðið til að haldinn verði kynningarfundur á skipulagslýsingunni þann 25. febrúar 2019 og hún jafnframt kynnt almenningi á vef sveitarfélagsins, www.dalvikurbyggd.is. Kynningartíminn verði frá og með 21. febrúar 2019 til og með 7. mars 2019. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og tillögu um að auglýsa skipulagslýsingu í samræmi við 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að haldinn verði kynningarfundur á skipulagslýsingunni þann 25. febrúar 2019 og hún jafnframt kynnt almenningi á vef sveitarfélagsins, www.dalvikurbyggd.is. Kynningartíminn verði frá og með 21. febrúar 2019 til og með 7. mars 2019.

28.Frá Heiðu Hilmarsdóttur; Ósk um lausn frá störfum sem varamaður í skólanefnd TÁT

Málsnúmer 201902108Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Heiðu Hilmarsdóttur, rafbréf dagsett þann 12. febrúar 2019, þar sem Heiða óskar eftir lausn frá störfum sem varamaður í skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllskaga.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum beiðni Heiðu Hilmardóttur um lausn frá störfum í skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga.

29.Kosning í ráð og nefndir samkvæmt Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201902120Vakta málsnúmer

a) Tillaga um varamann í stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses í stað Bjarna Th. Bjarnasonar.

Til máls tók Katrín Sigurjónsdóttir sem lagði fram eftirfarandi tillögu:

Tilnefning í varastjórn leiguíbúða hses
Katrín Sigurjónsdóttir kt. 070268-2999

b) Tillaga um varamann í stjórn skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga í stað Heiðu Hilmarsdóttur.

Til máls tók Katrín Sigurjónsdóttir sem lagði fram eftirfarandi tillögu:

Tilnefning varamanns í stjórn TÁT:
Klemenz Bjarki Gunnarsson kt. 190975-5179

Ekki tóku fleiri til máls.
Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því Katrín og Klemenz Bjarki réttkjörin í sem varamenn í stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses og skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga.

30.Fundargerðir TÁT 2019

Málsnúmer 201902084Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga frá 8. febrúar 2019.

Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

31.Frá stjórn Dalbæjar, fundargerðir stjórnar 2019; frá 10.01.2019

Málsnúmer 201902116Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Dalbæjar frá 10. janúar 2019.

Enginn tók til máls.
Lögð fram til kynningar.

32.Frá stjórn Menningarfélagsins Bergs ses; fundargerðir stjórnar 2019, fundargerð nr. 84.

Málsnúmer 201811021Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Menningarfélagsins Bergs, fundargerð nr. 84 frá 15. janúar 2019.

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir vegna liðar 6 í fundargerðinni.

Fleiri tóku ekki til máls.
Lagt fram til kynningar.

33.Sveitarstjórn - 309, frá 15.01.2019

Málsnúmer 1901009FVakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:20.

Nefndarmenn
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson forseti
 • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
 • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
 • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
 • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
 • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
 • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs