Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 25

Málsnúmer 1902007F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 310. fundur - 19.02.2019

  • .1 201802004 Undirbúningur framkvæmda
    Á fundinum var farið yfir drög að verksamningi við Kötlu ehf. og drög að skilalýsingu eftir viðbrögð Árna Pálssonar og Ágústar Hafsteinssonar við ábendingum og vangaveltum stjórnar frá fundi nr. 24.

    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 25 Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að uppfylltu tillögum LD hses að breytingum á verksamningi og skilalýsingu og að uppfylltu öllum ákvæðum varðandi skil verktaka á þeim gögnum og upplýsingum sem vantar og gert er ráð fyrir að Katla ehf. leggi fram fyrir og/eða í síðasta lagi við undirritun samningsins þá er stjórnin tilbúin að ákveða stund og stað í samráði við verktakann varðandi undirritun á verksamningi ásamt fylgigögnum.
  • .2 201902045 Frá Bjarna Theódór Bjarnasyni; Lausnarbeiðni sem varamaður í stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses
    Tekið fyrir erindi frá Bjarna Theódór Bjarnasyni, rafpóstur dagsettur þann 31. janúar 2019, þar sem hann óskar eftir lausn frá störfum sem varamaður í stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses.

    Til umræðu ofangreint.
    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 25 Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu og skipan á varamanni í stjórnina til sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar, sbr. 829. fundur byggðaráðs þann 9. ágúst 2017. Bókun fundar Enginn tók til máls. Fundargerðin lögð fram til kynningar.