Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 23

Málsnúmer 1902005F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 310. fundur - 19.02.2019

  • .1 201902040 Framkvæmdastjóri Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses
    Undir þessum lið kom á fund stjórnar Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, kl. 8:15.

    Á 829. fundi byggðaráðs þann 9. ágúst 2017 var eftirfarandi bókað og samþykkt:
    4.
    201608105 - Búsetuúrræði fatlaðra ungmenna í Dalvíkurbyggð

    Samkvæmt tölvupósti og símtali 8. ágúst 2017 við Rún Knútssdóttur hjá Velferðarráðuneytinu þarf sveitarstjórn að tilnefna bráðabirgðastjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses. Sú stjórn heldur stofnfund, gerir stofnfundargerð og staðfestir samþykktir og undirritar. Samþykktir og stofnfundargerð er svo sent til ráðuneytis og sjálfseignarstofnunarskrár til yfirlestrar og samþykktar.
    Byggðarráð þarf því að tilnefna 3 aðalmenn og 3 varamenn í stjórn LD hses. Jafnframt þarf að tilnefna framkvæmdastjóra og endurskoðanda til bráðbirgða.

    Byggðarráð tilnefnir, til bráðabirgða, eftirfarandi í stjórn LD hses:

    Aðalmenn: Valdís Guðbrandsdóttir, Börkur Þór Ottósson og Heiða Hilmarsdóttir.

    Varamenn: Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, Bjarni Th. Bjarnason og Eyrún Rafnsdóttir.

    Byggðarráð tilnefnir, til bráðabirgða, framkvæmdastjóra: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir

    Byggðarráð tilnefnir, til bráðabirgða, sem endurskoðanda: Þorsteinn Þorsteinsson, KPMG.

    Sveitarstjóri gerði grein fyrir að Guðrún Pálína hefur óskað eftir að losna undan hlutverki framkvæmdastjóra vegna anna í starfi.

    Til umræðu ofangreint og hvaða valkostir eru í stöðunni.

    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 23 Frekari umfjöllun og afgreiðslu frestað.
  • .2 201802004 Undirbúningur framkvæmda
    Á 22. fundi stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar þann 9. janúar 2019 var eftirfarandi bókað:
    "Á 21. fundi stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar var meðal annars eftirfarandi bókað:

    "Á fundinum var tekið saman svar til Kötlu ehf. við ofangreindu svarbréfi móttekið þann 2. janúar s.l. og varðandi þá spurningu sem kemur fram í rafpósti Kötlu ehf. dagsettur þann 3. janúar 2019 um svar strax eftir fund stjórnar hvort samningar náist.

    Eftir yfirferð á fundinum þá liggur fyrir að nokkrum álitaefnum er ósvarað sem leita þarf svara við frá ráðgjöfum og því næst ekki að ljúka svarbréfi á þessum fundi."

    Á fundinum var áfram unnið að svarbréfi til Kötlu ehf. út frá þeim upplýsingum sem aflað hefur verið á milli funda.
    a) Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi svarbréf til Kötlu ehf., dagsett þann 9. janúar 2019, þar sem samantekið kemur fram að það er niðurstaðan að stjórnin telur fullreynt að hægt sé að ná samkomulagi og tilkynnir að viðræðum um gerð verksamnings er slitið. Óskað er eftir skriflegri staðfestingu frá Kötlu ehf. um ofangreind málalok.
    b) Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að verkið verði boðið út í opnu útboði í samræmi við lög um opinber innkaup.
    c) Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Ágústi Hafsteinssyni hjá Form ráðgjöf að hanna útboðsgögn og undirbúa væntanlegt útboð og felur jafnframt Berki Þór Ottóssyni áframhaldandi samskipti við Ágúst varðandi framkvæmd útboðs, en ekki þó fyrr en búið er að ganga frá öllu er varðar a) lið hér að ofan."

    Á fundinum var farið yfir framvindu málsins og samkvæmt nýjum upplýsingum þá liggur fyrir að Katla ehf. er tilbúið að ná samkomulagi við Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses á grundvelli þeirra forsenda sem stjórnin hefur sett fram í drögum að verksamningi, þar með talið samningsverð og útreikninga á því.

    Til umræðu ofangreint.

    Katrín Sigurjónsdóttir vék af fundi kl. 9:30.
    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 23 Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir við Ágúst Hafsteinsson hjá Form ráðgjöf ehf. og Árna Pálsson hjá PACTA lögmönnum að þeir í sameiningu boði Jón Inga Sveinsson f.h. Kötlu ehf. á sinn fund fyrir helgi til að fara yfir drög að verksamningi sem liggja fyrir og taka til umfjöllunar þau atriði sem stjórnin hefur gert athugasemdir við með því markmiði að reyna að ná samningi. Þau samningsdrög yrðu þá síðan lögð fyrir stjórnina til umfjöllunar og afgreiðslu.
    Stjórnin veitir lokafrest til mánudagsins 28. janúar n.k. að allt liggi klárt fyrir til umfjöllunar stjórnar þannig að hægt verði þá að boða sem fyrst til stjórnarfundar

    Bókun fundar Enginn tók til máls. Fundargerðin lögð fram til kynningar.