Frá skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllskaga; Samningur Dalvíkur- og Fjallabyggðar um stofnun TÁT; tillaga #2

Málsnúmer 201806069

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 869. fundur - 22.06.2018

Á 10. fundi skólanefndar TÁT þann 5. júní 2018 var eftirfarandi bókað:
"1805108 - Kostnaðarskipting launa við TÁT
Í samningi um Tónlistarskólann á Tröllaskaga, milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar, dagsettur 25. ágúst 2016 er kveðið á um að kostnaðarskipting launa skuli miðast við íbúafjölda sveitarfélaganna 1. janúar ár hvert og fjölda kennslustunda skólans í hvoru sveitarfélagi fyrir sig. Í ljós hefur komið að nauðsynlegt er að endurskoða skiptaprósentu tvisvar á ári í stað einu sinni, þ.e. í febrúar og september, vegna breytileika í kennslustundafjölda milli anna innan skólaársins. Skólanefnd leggur til við bæjarráð Fjallabyggðar og byggðarráð Dalvíkurbyggðar að gerður verði viðauki við samninginn þar sem nánar er kveðið á um áðurgreinda þætti. "

Tekinn fyrir rafpóstur frá sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsettur þann 18. júní 2018, þar sem óskað er eftir umfjöllun og staðfestingu á tillögu að viðauka við gildandi samning á milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um rekstur Tónlistarskólans á Tröllaskaga og varðar kostnaðarskiptingu launa við TÁT. Samkvæmt viðaukanum er gert ráð fyrir að kostnaðarhlutfallið verði uppreiknað tvisvar á ári og er viðbótin við 14. gr. svohljóðandi:
"Kostnaðarskipting aðildasveitarfélaga skal reiknuð tvisvar á ári sem hér segir:
Í febrúar ár hvert þar sem miðað er við kennslustundafjölda hvors sveitarfélags á vorönn ásamt íbúatölur Hagstofu Íslands 1. Janúar sama ár.
Í september ár hvert þar sem miðað er við kennslustundafjölda hvors sveitarfélags á haustönn ásamt íbúatölur Hagstofu Íslands 1. janúar sama ár. "

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að viðauka við samning um rekstur Tónlistarskólans á Tröllaskaga.

Byggðaráð - 894. fundur - 24.01.2019

Á 869. fundi byggðaráðs þann 22. júní 2018 var til umfjöllunar og samþykkt tillaga að viðauka við samning Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar um rekstur Tónlistarskólans á Tröllaskaga, dagsettur þann 25. ágúst 2016.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð tillaga að ofangreindum viðauka og er hann þá svo hljóðandi:
"14.gr. samnings
Aðildarsveitarfélög tónlistarskólans skuldbindi sig til að greiða allan launakosnað og launatengd gjöld vegna skólans eftir svofelldri reikniaðferð:
89% kostnaðar miðast við fjölda kennslustunda á ári á hvert sveitarfélag
11% kostnaðar miðast við íbúafjölda hvers sveitarfélags, miðað við íbúatölur Hagstofu Íslands þann 1. janúar ár hvert.
Viðbót við 14.gr.
Kostnaðarskipting aðildasveitarfélaga skal reiknuð tvisvar á ári sem hér segir:
Í febrúar ár hvert þar sem miðað er við kennslustundafjölda hvors sveitarfélags á vorönn ásamt íbúatölur Hagstofu Íslands 1. janúar sama ár.
Í september ár hvert þar sem miðað er við kennslustundafjölda hvors sveitarfélags á haustönn ásamt íbúatölur Hagstofu Íslands 1. janúar sama ár.
Kostnaður er greiddur mánaðarlega miðað við forsendur í upphafi hvers tímabils. Hvert tímabil er gert upp í lok þess miðað við kostnaðarskiptingu.
Kostnaðarskipting ársins 2018 skal reiknuð samkvæmt þessum viðauka. "

Til umræðu ofangreint sem og endurskoðun á samningi um TÁT heilt yfir.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 310. fundur - 19.02.2019

Á 894. fundi byggðaráðs þann 24. janúar 2019 var eftirfarandi bókað:
Á 869. fundi byggðaráðs þann 22. júní 2018 var til umfjöllunar og samþykkt tillaga að viðauka við samning Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar um rekstur Tónlistarskólans á Tröllaskaga, dagsettur þann 25. ágúst 2016.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð tillaga að ofangreindum viðauka og er hann þá svo hljóðandi:
"14.gr. samnings
Aðildarsveitarfélög tónlistarskólans skuldbindi sig til að greiða allan launakosnað og launatengd gjöld vegna skólans eftir svofelldri reikniaðferð:
89% kostnaðar miðast við fjölda kennslustunda á ári á hvert sveitarfélag
11% kostnaðar miðast við íbúafjölda hvers sveitarfélags, miðað við íbúatölur Hagstofu Íslands þann 1. janúar ár hvert.
Viðbót við 14.gr.
Kostnaðarskipting aðildasveitarfélaga skal reiknuð tvisvar á ári sem hér segir:
Í febrúar ár hvert þar sem miðað er við kennslustundafjölda hvors sveitarfélags á vorönn ásamt íbúatölur Hagstofu Íslands 1. janúar sama ár.
Í september ár hvert þar sem miðað er við kennslustundafjölda hvors sveitarfélags á haustönn ásamt íbúatölur Hagstofu Íslands 1. janúar sama ár.
Kostnaður er greiddur mánaðarlega miðað við forsendur í upphafi hvers tímabils. Hvert tímabil er gert upp í lok þess miðað við kostnaðarskiptingu.
Kostnaðarskipting ársins 2018 skal reiknuð samkvæmt þessum viðauka. "

Til umræðu ofangreint sem og endurskoðun á samningi um TÁT heilt yfir.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi viðauka við samning um Tónlistarskólann á Tröllaskaga.