Íþrótta- og æskulýðsráð - 108, frá 05.02.2019

Málsnúmer 1902002F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 310. fundur - 19.02.2019

 • Í framhaldi af úthlutun íþrótta- og æskulýðsráð úr afreks- og styrktarsjóði var ákveðið að yfirfara reglur um styrktarsjóð íþrótta- og æskulýðsráðs og vinnureglur tengdar þeim. Íþrótta- og æskulýðsráð - 108 Ráðið samþykkir með 5 atkvæðum að þau drög sem unnin voru á fundinum verði send íþróttafélögum í Dalvíkurbyggð til umsagnar og reglurnar svo teknar upp til umræðu á vorfundi íþrótta- og æskulýðsráðs. Frekari afgreiðslu frestað. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Farið yfir stöðuna á verkefninu Heilsueflandi samfélag. Verið er að skipa nýjan vinnuhóp og verður vinnuhópurinn kallaður saman við fyrsta tækifæri. Íþrótta- og æskulýðsráð - 108 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir starfsemi félagsmiðstöðvarinnar og breytingum sem gerðar hafa verið á starfi íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Nú sinnir íþrótta- og æskulýðsfulltrúi a.m.k. tveimur opnunum í viku og stýrir klúbbastarfi félagsmiðstöðvarinnar. Íþrótta- og æskulýðsráð - 108 Íþrótta- og æskulýðsráð fagnar aukinni áherslu á starfsemi félagsmiðstöðvar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir ungmennaþingi sem haldið var í janúar. Á því þingi var kosið nýtt ungmennaráð til næstu tveggja ára.
  Eftirtaldir aðilar voru kosnir inn í ungmennaráð Dalvíkurbyggðar 2019-2021

  Daníel Rosazza
  Magnús Rosazza
  Rebekka Ýr Davíðsdóttir
  Þormar Ernir Guðmundsson
  Þröstur Ingvarsson
  Íþrótta- og æskulýðsráð - 108 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Rætt um mikilvægi þess að gera verk- og tímaáætlun íþrótta- og æskulýðsráðs. Einnig rætt hvað eigi heima í slíkri áætlun, s.s. á hvaða tíma skuli auglýsa eftir styrkjum í afreks- og styrktarsjóð, vorfundur íþrótta- og æskulýðsráðs sem og aðrir fastir árlegir liðir. Íþrótta- og æskulýðsráð - 108 íþrótta- og æskulýðsfulltrúa er falið að vinna að tíma- og verkáætlun fyrir íþrótta- og æskulýðsráð. Gert er ráð fyrir því að áætlunin verði tilbúin fyrir næsta fund ráðsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar. Er því fundargerðin lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.